Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Árni Benediktsson um fiskverðsákvörðun: St jórnvöld verða að leysa þennan vanda „ÉG TEK ekki þátt í samþykkt fiskverðs nema hagur fiskvinnsl- unnar sé tryggður, ég bíð ekki cftir ncinum aðgerðum eftir á mcð það," sagði Árni Benedikts- son, framkva'mdastjóri frysti- húsa innan Samhandsins og ann- ar fulltrúi kaupenda í Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins í samtali við Morgunhlaðið i gær. Fyrsti fundur í Yfirncfndinni var haldinn á þriðjudag og voru málin þar rcifuð af fulltrúum veiða og vinnslu, cn nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Árni sagðist telja. að fiskverð yrði ekki ákvcðið innan þcirrar ncfndar. „Málið er ekki á valdi Verðlagsráðs frckar en svo oft áður. vandamálið er það erfitt viðureignar, að stjórnvöld verða að lcysa það," sagði Árni. Aðspurður um hvað væri til ráða og hvort gengissigið, sem verið hefur undanfarið væri ekki nægjan- legt fyrir vinnsluna sagði hann: „Mér sýnist að þessi aðferð til að lækna efnahaKsmálin, að láta geng- ið síga, KanK' ekki mikið lengur. Það er búið að festa svo mikið við Kengið, að það Kerir ekki nema tiltölulega lítið gagn ok I óskapleKa stuttan tíma. KaupKJaldið hækkar í raun í takt við KenKÍssÍKÍð, síðan hráefnið í takt við kaupgjaldið og lánin eru KenKÍs- ok verðtrygKÖ. ÞannÍK er þetta allt orðið fast ok þessi aðferð er orðin ónothæf nema til að halda þessari skrúfu í Kangi." Um stöðu frystiiðnaðarins sagð- ist Árni litlu hafa við þær tölur að bæta, sem fram hafa komið í Morgunblaðinu, þ.e. að halli af Engin samþykkt um starfsald- urslista í ríkis- stjórninni í ÚTVARPINU í fyrrakvöld var sagt að á fundi ríkisstjórnarinnar fyrr um daginn hefði hún sam- þykkt ályktun þar sem skorað var á Flugleiðir að endurráða flug- freyjur eftir starfsaldurslista, en samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér var engin sam- þykkt gerð að þessu leyti í ríkis- stjórninni. Hins vegar fór Stein- grímur Hermannsson, samgöngu- ráðherra, fram á það við Flugleið- ir að beðið yrði með endurráðn- ingar þar til eftir stjórnarfund í Flugleiðum nk. föstudag er ákveð- ið verður hvort flug heldur áfram á leiðinni Luxemborg — Island — Bandaríkin. Vopnfirðingar stjórnuðu leitinni í SAMTALI við Pétur Olgeirsson, formann slysavarnadeildar SVFI á Vopnafirði, kom fram að leitinni að flaki Islander vélarinnar frá Flugfélagi Austurlands, hafi verið stjórnað af landi frá Vopnafirði, en leitarmenn frá Vopnafirði og af Héraði sýndu mikið harðfylgi við erfiðar aðstæður á leitarsvæðinu. í hópi Vopnfirðinga voru m.a. bændur sem voru gjörkunnugir leitarsvæðinu og hjálpaði það mikið. Áttu Vopnfirðingar eftir stutta leið á slysstað þegar flugvél fann flakið. Alls tóku um 40 menn þátt í leitinni. tekjum væri um 4,7 milljarðar, greiðslur úr Verðjöfnanarsjóði væru yfir 4 milljarðar og að auki sagðist Árni reikna vaxlakostnað, sem ÞjóðhaKsstofnun tekur ekki inn í sinn útreikning, yfir 4 millj- arða króna. Hann sagði, að Þjóð- haKsstofnun reiknaði vextina 7-8%, en þegar upp væri staðið væru þeir 11-12%. Enn bræla á loðnumiðunum LÍTID er að frétta af loðnuveiðum þessa dagana ok hefur verið bræla á miðunum mestan hluta þessarar viku. Síðdegis á þriðjudag til- kynntu eftirtalin skip þó um afla til Loðnunefndar: Skírnir 260, Keflvíkingur 260, Eldborg 400, Fíf- ill 150. í Fljó tsdcilsirétt Þessa mynd tók Jóhann D. Jónsson í Fljótsdalsrétt í vikunni þegar réttað var þar og unjja stúlka lét ekki sinn hlut eítir liggja í aðstoðinni við Fljótsdalsbændur. þessi Hugmyndir meiríhlutans um ný byggingasvæði: Stefna að því að gera borg- ina að karlægu sveitarfélagi — segir Davíö Oddsson INNAN vinstri mcirihlutans í Reykjavik cru um þessar mundir uppi hugmyndir um að taka til bygginga nokkur ný svæði aust- an borgarinnar. Svæði þau. sem hér um ræðir, eru óbyggða úti- vistarsvæðið milli Vesturlands- vegar og Árbæjarsafns, en á því svæði plontuðu unglirigar níu þiisund trjáplöntum fyrir þrem- ur árum. Siðan cr um að ræða svæði, sem borgin hefur nýlega fest kaup á, en það er fyrir ofan hesthús Fáks i Elliðaárdal. Þá mun meirihlutinn hugsa sér að byggja á svæðinu umhverfis Rauðavatn og hafa þeir svæði sunnan. norðan og austan vatns- ins i huga i þessu samhandi. I samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, að samkvæmt aðal- skipulagi því sem Sjálfstæðisflokk- urinn lagði fram 1977 og samþykkt var í borgarstjórn, væri svæðið milli Vesturlandsvegar og Árbæjarsafns hugsað sem útivistarsvæði í nánum tengslum við Elliðaárdalinn og hefði verið plantað þar 9000 trjám með það fyrir augum. Hvað Rauða- vatnssvæðin varðaði, benti Davíð á, Í0 ^3iL& ¦•mm ¦¦m*mf ¦¦ y m k*^ ^i yp m-.. --Æ að þau væru öll innan vatnsvernd- unarmarka og bryti það í bága við lög, ef þau yrðu tekin undir bygg- ingar. Davíð kvaðst telja, að þessi svæði kæmu í fyrsta lagi til álita þegar vatnsvernd hefði verið létt af þeim, en það myndi ekki gerast á næstu þremur árum og því aðeins að rannsóknir sýni, að létta megi vatnsvernd af. Síðan sagði Davíð: „Vinstri meiri- hlutinn hefur nú um rúmlega tveggja ára skeið tafið staðfestingu aðalskipulagsins sem samþykkt var í mars 1977 og hefur þar með valdið ómetanlegum skaða með framtíðar- uppbyggingu Reykjavíkur í huga. Það er nú komið í ljós, að endur- skoðun þessi, sem þeir hafa staðið að, hefur orðið til lítils gagns og hugmyndirnar, sem ofarlega eru á baugi í þessum efnum af þeirra hálfu, eru næsta óraunhæfar og fálmkenndar eins og sést á því sem íyrr sagði um þau svæði, sem eru innan vatnsverndunarsvæða. Ég tel, að fram hafi komið það sem við sjálfstæðismenn héldum fram, að skynsamlegt væri og bráðnauðsyn- legt, að vinda sér í af hálfu borgarstjórnar að láta staðfesta það aðalskipulag sem samþykkt var, þannig, að byggðaþróun í borginni yrði ekki stefnt í voða. Þær forsend- ur, sem skipuleggjendur vinstri meirihlutans gefa sér nú, eru að ýmsu leyti gallaðar, ekki síst í sambandi við þá uppbyggingu sem þarf að vera í borginni og þá mannfjöldaspá, sem þarf að hafa til viðmiðunar og þau atvinnutækifæri, sem þar þarf að skapa. Ljóst er, að samkvæmt þessari endurskoðun, sem meirihlutinn hefur staðið að, sem reyndar er ærið fúskkennd, þá verður atvinnutækifærum fyrir borgarbúa í framtíðinni ekki sinnt nægilega. Þeir virðast stefna að því opnum augum að gera höfuðborgina að karlægu sveitarfélagi." Frá undirritun lanssamninganna í Reykjavik í gær. Li"*""- Krlstján. íslendingar taka lán hjá og lána Norræna fjárfestingarbankanum ÞRlR LANSSAMNINGAR voru í gær undirritaðir í Reykjavík milli Norræna fjárfestingarbankans og íslenskra lánastofnana. Norræni fjárfestingarbankinn veitir Framkvæmdasjóði íslands fyrir hönd Byggðasjóðs lán til tólf ára að fjárhæð 16 milljónir norskra króna cða 1690 milljónir islcnskra króna. Bankinn veitir einnig Iðnþróunarsjóði jafnhátt lán til sama tíma. Bæði þessi lán eru í flokki svonefndra byggðalána sem bankinn veitir til þess að stuðla að æskilegri byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu á Norðurlöndum. Þá var cinnig undirritaður lánssamningur sem felur í sér að Landsbanki fslands lánar Norræna fjárfcstingarhankanum 105 milljónir íslenskra króna scm Norræni f járfcstingarbankinn endurlánar síðar Framkvæmdasjiiði sem hluta af byggðaláninu. A blaðamannafundi sem stjórn Norræna fjárfestingarbankans hélt að undirritunum loknum kom það fram að með því að taka lán frá Landsbankanum á íslandi hefur bankinn tekið lán í öllum Norður- landamyntum en til þess að pen- ingarnir fari ekki úr landinu lánar bankinn þá aftur til íslendinga. Það kom einnig fram að Norræni fjárfestingarbankinn hefur nú veitt alls fjögur lán til íslenskra aðila og samtals nema þessi lán um 12% af heildarlánveitingum bankans. Tvö fyrri lán bankans voru til íslenska járnblendifélagsins og Landsvirkj- unar. Á fundi sem bankastjórnin hélt í Reykjavík í gær var fjallað um nokkur ný fjárfestingarlán ok byggðalán. Meðal annars voru sam- þykktar lánveitingar til byggðasjóðs í Fianlandi og til framkvæmda við kolahöfn í Arósum. A fundum var ennfremur fjallað um norrænt sam- starf á sviði verktaksútflutnings og hugsanlegrar fyrirgreiðslu bankans á því sviði. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sem sæti á í stjórn Norræna fjárfestingarbankans sagði á blaðamannafundinum að bankinn hefði verið gagnrýndur fyrir það að veita aðeins lán til stærri framkvæmda og fyrirtækja. Hann saKðist hins ve^ar vonast til að lánin sem íslendingar hefðu nú tekið kæmu til með að stuðla bæði að æskileKri byggðaþróun og upp- byggingu atvinnufyrirtækja og þá ekki síst þeirra minni. Það kom einnig fram á blaða- mannafundinum að í fyrsta skipti í fjögurra ára söku Norræna fjárfest- inKarbankans hittust stjórn hans og eftirlitsnefnd og héldu með sér fund hér í Reykjavík. Borgarafundur um áfengisvandamálið: Rolvaag skorar á stjórnmála- menn að mæta I KVÖLD verður borgarafundur um áfengisvandamálið í Vík- ingasal Bótel Loftleiða. Fundur- inn hefst kl. 20.30. Framsögu hefur Karl Rolvaag, fyrrum sendiherra Bandarikjanna á ís- landi og íyrrum rfkisstjóri Minnesota. Karl varð forsiðuefni bandariskra blaða fyrir nokkr- iim árum þegar hann skýrði á áhrifarikan og hreinskilnis- legan hátt frá áfengisvandamáli sinu. Karl Rolvaag mun ræða um áfengismálastefnu Bandaríkj- anna en í því sambandi má minnast þess, að hér á landi er engin slík stefna til. Karl Rolvaag skorar sérstaklega á islenzka stjórnmálamenn að mæta og alla sem áhuga hafa á áfengisvanda- málinu. Grettir Pálsson, dag- skrárstjóri á Silungapolli, verður fundarstjóri. Karl Rolvaag — ræðir um áfeng- ismálastefnu Bandarikjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.