Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 37 Guðni A. Jónsson úrsmiður - Níræður Það er gæfa að verða gamall, lifa vel og lengi en tíma tvenna, tugi ára. í dag hefur níræður íslendingur lifað bæði munað og megurð, vaxið úr fátækt og fá- menni til fjár og fjölmennis. Hann er fæddur meðal örfátækrar bændaþjóðar, sem um síðustu aldamót bar ljá í mó, notaði kláf og klakk, og í sveita síns andlits barðist berum höndum fyrir brauði og lífi sínu. Og kjörin voru kröpp fram á miðja þessa öld en þá breyttist böl styrjaldar í brauð á íslandi. Guðni A. Jónsson er fæddur 25. septem- ber 1890 á Gunnfríðarstöðum í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu. Sú jörð er nú löngu í eyði, þarna er hinn lifsglaði og síkviki, ötuli gæfu- og gáfumaður fæddur, sem er níutíu ára í dag. Guðni var ekki borinn til auðs eða auðsældar, ekki til erfða eða valds en sem frjáls maður í norðlenskum dal í fagurri sveit, sem er fjöll í austri en firð í vestri, sól og þeyr í suðri en nepurð í noröri. Guðni var heima á Gunnfríðar- stöðum þar til hann var vel við lögaldur eða tvo vetur um tvítugt. Heimilið þurfti á þegnskap hans að halda. 1912 ræðst Guðni til þess að læra bókband inní Vatnsdal en flytur þaðan til starfa á Sauðár- króki. 1916 siglir hann til Danmerkur og nemur úrsmíðar þar í fjögur ár og er eftir það um tíma í Þýzka- landi. Heim kominn settist hann að í höfuðborginni og stundaði iðn sína og verzlun í hjarta Reykja- víkur, Austurstræti 1, í áratugi. Drengurinn, sem fæddist í ör- reitiskoti norður í landi, þar sem hann hafði aðeins notið nokkurra vikna skólagöngu fyrir fermingu, var kominn til starfa. Það hafði enginn sagt honum, hvað hann skyldi takast fyrir hendur í lífinu, enginn hafði hjálpað honum til mennta, það vr af eigin krafti, sem hann hafði aflað sér þekkingar og starfskunnáttu, hann hafði hafizt af sjálfum sér. Lífshlaup Guðna A. Jónssonar er dæmigerð saga þess manns, sem af eigin mætti, einn og ættarlaus hefst af gerðum sínum og framtaki. I honum sjálfum bjó sú arfleifð, sá lífsþróttur, kraftur og kjarkur, sem greiddi leið hans að því marki, sem hann hafði sett sér. Þeir, sem eiga gnótt lífsorku, eru léttir á fæti. Fasið, talið, tilþrifin leyna ekki því lífi, sem innra býr. Það er mikil Guðsgjöf að vera gæddur slíkum eiginleik- um. Það er ekki fyrr en um fimmtugt sem Guðni kvænist, ungri konu, sem var af sömu slóðum og hann sjálfur, Ólafíu Jóhannesdóttur frá Svínavatni. Þau eiga þrjár dætur, sem eru úr efniviði ágætum. Nú þegar Guðni hefur lifað þrjá manns- aldra er hann heill i anda og hress í tali, þó að sjóninni sé hann sviptur. Ljóðelskur er Guðni eins og hann á ætt til. Ferskeytlan er honum fimleikar orðsins með fag- urri myndrænu ljóðsins. Vísan styttir stundir, gefur lífinu fersk- an og fegurri blæ en ella. Vísan er Guðna kært tækifæri, kitlandi leikur við orðið og andann. Ég færi frænda mínum og vini, nú þegar hann er vel við aldur og vaxinn úr grasi, beztu afmælis- kveðjur mínar, Ólafíu og ættingj- um heillaóskir. Megi árin áfram streyma. Guðni er að heiman í dag. Brynleifur H. Steingrímsson. Fréttabréf úr Breióavíkurhreppi Taðan náðist að mestu græn Landbúnaður Nú er heyskap víðast hvar lokið í sveitinni og heyfengur bæði góður og mikill. Gras hefur vaxið mikið á þessu sumri og taðan náðst að mestu græn. Þessi góði og mikli hey- fengur bænda bætir óneit- anlega mikið úr hvað varð- ar afkomu þeirra. Fóður- bætir er nú orðinn svo dýr, að bændur geta ekki keypt hann nema af skornum skammti og af brýnni þörf. Þetta sumar hefur sem af er verið með afbrigðum gott — stillt, hlýtt og sólríkt. Ég man varla eftir eins góðu sumri. Útgerð Gæftir hafa verið með eindæmum góðar í sumar, en afli bátanna, sem róið hafa frá Hellnum og Arn- arstapa, hefur verið mjög tregur. Nokkrir bátar hafa lagt haukalóð, nú síðustu viku, og sumir fengið tals- vert af- skötu og nokkrar lúður. Nokkrir bátar eru hættir róðrum og fleiri munu hætta á næstunni. Byggingar Nú er verið að ljúka við að steypa upp tvö íbúðar- hús sem byrjað var á að byggja í vor. Hefur vinnu- flokkur frá Búnaðarsam- bandinu unnið að þessum framkvæmdum. FGG MYNDAMÓTHF. AÐALSTRCTI • - SÍMAR: 171S2- 17355 Vesturbær 3ja herb. íbúð á jaröhæö viö Vesturvallagötu. Nýlega standsett. Upplýsingar gefur Guöni Guðnason hdl. Laugavegi 29. Sími 27230. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRETI • - SlMAR: 17152-17355 Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Volund danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Ffjálst val hitastigs með hvaða kerfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari. varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar. Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir þv(. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I /Fúnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.