Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Jón Þ. Árnason: - Lífríki og lífshættir LVI „Ef cinhver skyldi spyrja mig, hvort ég myndi ráólcggja löndum mínum að taka sér Vcsturlönd. cins og þau nú eru, til fyrir- myndar, þá yrði ég að svara spurningunni ncitandi. “ — Alexander Solzhcnitsyn Efasemdir um óforgengilegt ágæti þess, sem um nærfellt tvær aldir hefir almennt verið talið forsendur framfara, eink- um stigvaxandi framleiðslu í krafti vísindalegrar, vélrænnar tækni, hafa stöðugt gerzt áleitn- ari síðustu 2—3 áratugi og sífellt færzt í aukana með sérhverju nýju ári. Á óhjákvæmilegu eymdarbasli og burtfoki fram- færsluríkisins, sem allir ein- feldningar hafa strákað sig upp í að nefna velferðarríki, leikur á hinn bóginn enginn teljandi vafi lengur, enda frá upphafi fyrir- sjáanlegt. Þótt ekkert annað en vanskapnaður þess kæmi til, er áhyggjulaust óhætt að reiða sig á, að „stjórnmálámenn" vinstri ríkisins tryggi því eðlilegt skapadægur. Vafi getur því einungis leikið á um tíma; hversu lengi þræl- dómsandi jöfnunarstefnunnar fær enn haldið frillutökum sín- um á,annars heilbrigðu og heið- arlegu fólki. Ur því, sem komið er, getur hins vegar ekki liðið á löngu unz mikilhæfari þjóðir og þegnar gera sér ljóst, hvað jöfnunarróðurinn þýðir og til hvers hann leiðir. hvað þýðir. Á því er og varla von. sjálfur Friedrich A. von Hayek, sem enga fyrirhöfn hefir sparað sér við að afhjúpa leyndardóm- inn, hefir engu orðið nær en ég og aðrir, sem gert hafa tilraunir til að komast til botns í merking- um krafna verkalýðshreyfingar- innar um „mannsæmandi lífs- kjör“ og „réttláta skiptingu þjóð- arteknanna". Krafan um „fé- lagslegt réttlæti" er af sömu rótum runnin, hún er atkvæða- veiðisælt slagorð, en innantómt, eins og v. Hayek vekur athygli á: í rösk tíu ár hefi ég ákaft leitazt við að ráða fram úr, hvaða merking felist í hug- takinu „félagslegt réttlæti“. Tilraunin hefir orðið árang- urslaus. eða rcttara sagt, ég hefi komizt að þeirri niður- st<)ðu. að í þjóðfélagi frjálsra manna, sé þetta orðasamband helber meiningarleysa." Reyndar hefði ekki átt að vera þörf á heimsfrægum hagvisinda- manni, og Nóbelsverðlaunahafa í þokkabót, til að gera þessa uppgötvun heyrum kunna. Þar sem þessi tálsýn hefir sannan- lega gnæft upp úr í stjórnmála- umræðum í nálægt 100 ár og Þannig hugsar sér Sir John Hackett, fyrrverandi yfirhershöfðingi brezka Rinarhersins, að þrælstjórnarherrarnir kunni að þakka fyrir tilslökunarstefnuna. Hefnd öfundsjúkra: jöfnuður Hann er krafa hinna van- megnugri um óaflátanlega stærri skammt af starfsaf- rakstri þeirra, sem af framsýni og framtakssemi, hyggindum og hugviti, dugnaði og þekkingu bera þjóðfélögin uppi. Yfirleitt telur sjálfbjarga fólk ekki eftir sér að leggja rausnarlega af mörkum til þess að létta byrðar bágstaddra og minnimáttar eða þeirra, sem fingur Guðs hefir af einhverjum ástæðum vísað út í horn. En þegar orðin er regla að þakka fyrir fórnfýsi og hlýhug með þjósti og heimtufrekju, þeg- ar skiljanleg bjargarbón er færð í herklæði óskilyrts réttar og hún knúin fram með lögþvingun- um, getur naumast nema annað af tvennu gerzt — hvort tveggja með hörmulegum afleiðingum, en misjafnlega þó, eftir atvikum: 1. Framfærslufargið verður óbærilegt, það sligar burðar- ásana, þeir brotna niður á jafnsléttu og aðeins fáum tekst að bjarga sér úr rústun- um. 2. Uppbyggingaröflin vakna, hrista af sér slenið — og óværuna — leggja til atlögu gegn „stjórnmálamönnum“ vinstraríkisins af öllu tagi, sigra og skipa þeim og fylgifé að sjá fyrir sér á heiðarlegan hátt. Þó að fyrrtalda niðurstaðan virðist öllu líklegri, má ekki fallast á, að vonlaust sé um þá síðargreindu. I henni felst lífs- von, í hinni dauðinn, en hann er fullkomnun allrar jöfnunar að því er bezt er vitað. Dauðinn einn megnar að jafna allan mannamun, „án tillits til kyn- þátta, stétta, trúarbragða, stjórnmálaskoðana" o.s. frv. „Félagslegt réttlæti“ Önnur hugsunarleysa, sem náð hefir feiknmiklum vinsæld- um í framfærsluríkinu, er kraf- an um „félagslegt réttlæti", sem enginn veit — og líklega sízt þeir, sem hampa henni mest — Þegar kjark brest- ur, bilar þrek víðast hvar verið beitt með miklum árangri til að magna upp óhóflegar kröfur sérhags- munahópa og eymdarríkja til meiri hlutdeildar í gæðum nátt- úruríkisins og gögnum lífshátta, hefir v. Hayek talið sér brýnt verkefni og áhugavert að brjóta ástæður þess til mergjar. Það erindi hefir hann enda rekið samvizkusamlega og á rækilegan hátt (sbr. Friedrich A. von Hayek: The Mirage of Social Justice, Volume 2 of „Law, Legi- slation and Liberty"). Afleiðingum kröfunnar um „félagslegt réttlæti", alveg sér- Lögbundinn náunga- kærleikur staklega á alþjóðavettvangi, hef- ir hins vegar ekki verið gerð nándarnærri jafn ítarleg skil og æskilegt hefði verið og nú er orðið lífsnauðsynlegt fyrir Vest- urlönd. Þær eru þegar teknar að bitna á þeim með drepþunga, ógna beinlínis tilveru þeirra. Krafan um „félagslegt réttlæti" er hvorki meira né minna en hnattfeðm. Hún hefir allt frá upptimbrun Sameinuðu þjóð- anna verið meginmarkmið þeirra, sem bæði Bandaríkin og GULAG-ríkin hafa orðið sam- taka um að þvinga fram, þótt af óskyldum ástæðum og með ólík markmið í huga hafi verið og sé í veigamiklum atriðum. Sálarþynnka og heimsyfirráð Bandaríkjamenn, haldnir bernskri og sennilega ólæknandi heimsfrelsunarórum og því dómgreindarlausir á skilsmun stjórnmála og síðgæðis í syndug- um heimi, hafa talið froðuna óbrigðult lækningarlyf. Mark- mið þeirra hefir verið að kné- setja heimsveldi Evrópu, gefa öllu lausan tauminn og láta viðskiptarsjónvarmið skera úr um örlög þjóða og ríkja; nema auðvitað í nýlendum Rússlands. Þrælstjórnarríkin hafa ekki haft minni áhuga heldur en Bandaríkjamenn fyrir að ganga af heimsveldum Evrópu dauðum — en af allt öðrum ástæðum og tilgangi. Þau hafa ávallt litið á * Arangurs- Jaus leit v. Hayeks stjórnmál sem baráttu um völd — og þar af leiðandi auð — og ekki haft hinn minnsta áhuga á að útrýma syndinni úr heimin- um, þó að Rússar segist auðvitað vera á móti henni eins og allir aðrir. Þeir hafa bara ekki orðið fyrir þeirri hugljómun, að vett- vangur stjórnmálabaráttu væri sérlega heppilegt athafnasvig- rúm til að ráða niðurlögum hennar. Tilgangur kommúnista er margyfirlýstur og honum leitazt þeir við að ná af jötunnmóði. Hann hefir ávallt verið og er: Að sigra, að styrkja og efla áhrif og völd eigin ríkis — alls staðar, m.ö.o. sá sami og tilgangur Evrópuríkja var áður en ólyfjan jöfnunarstefnunnar dró úr þeim allan mátt og svæfði, einkum sökum bandarískra áhrifa. Mér er því m.a. af þeim sökum fyrirmunað að skilja — og það vona ég að allir syndlausir virði mér til vokunnar — hvað geti út af fyrir sig verið fordæmanlegt við að fjandlið fari að sögulegum og rökréttum valdabaráttulög- málum. Það ber að vísu að harma, en hlýtur snjall skák- maður, m.a.s. ekki neitt fram- úrskaandi snjall, alltaf að búast við að andstæðingurinn leiki sérhverju sinni þann leik, sem líklegastur virðist til sigurs? Ég fæ ekki heldur skilið með hvaða rökum hægt er að gera sér vitlegar vonir um átakalaust mannlíf innan seilingar í heimi, byggðum verum, sem allt frá Milljóna- morð í tugatali upphafi sköpunarsögu sinnar, þegar 25% mannkynsins myrti 25% mannkynsins, fram á þenn- an dag hefir skilið ótalin millj- ónahundruð limlestra og myrtra tegundarsystkina eftir í slóð sinni. Og ekki virðist una frí- stundum sínum við annað ljúf- legra en tilbrigðaríkar frásagn- ir, skáldsögur og kvikmyndasýn- ingar, þar sem fjöldagryfjur, blóðelfur og líkfjöll fórnarlamba Kainsbarna sprengi alla ramma, og kvartar síðan sáran, ef grun- ur vaknar um að einhverjum hroða hafi ekki verið gerð nægi- lega ógeðsleg skil. Afkastamesta morðbákn veraldarsögunnar Auðvitað væri óvizka hin mesta að merkja allt mannkynið samsektarstimpli eða úrskurða öll fórnarlömb sakleysið sjálft. Hitt mun rétt vera, að ótuktin blundar í okkur flestum og getur orðið óviðráðanleg við sérstakar aðstæður. Staðreynd er ennfremur, að boðberar manngæzku og mann- úðar, bræðralags og jöfnunar, aðallega þeir, sem hafa talið sig eiga einkarétt á öllum fagnaðar- erindrekstri, hafa nánast hvergi eða nokkurn tíma verið ýkja- langt undan, þegar þeir hafa haft tækifæri til að sanna bar- áttuþrek sitt í verki. I hinu ítarlega rannsóknar- verki sínu, „Das Schwarsbuch der Weltgeschichte" (Múnchen 1973) seg;ir Hans Dollinger t.d.: „Einungis fjöldi þeirra mann- fórna, sem Guði kristinna manna voru færðar síðan í upphafi kristindóms, nefnilega síðan á 4. öld, er áætlaður minnst 50 milljónir." Ástæðulaust er að efa, að boðorði Kinrads frá Torso, dóm- ara við hið kristilega rannsókn- arréttarkerfi, sem Gerhard Lud- wig vitnar til (í bók sinni „Massenmord im Weltgescheh- en“, Stuttgart 1951), hafi verið fylgt undanbragðalítið: „Við brennum hundrað sak- lausa, ef vera kynni að aðeins einn einasti sekur finnist á meðal þeirra.“ Þetta var sagt í byrjun 13. aldar. Árið 1980 veitir Heims- kirkjuráðið kommúniskum morðsveitum í Afríku, Suður- Ameríku og víðar milljónafjár- fúlgur eins og mörg undanfarin ár — en nú í fyrsta skipti án skilyrða um að fénu skuli varið til kaupa á matvælum og sjúkra- gögnum. Ekki er kunnugt um neinn óhlutdrægan eða málsmetandi lærdómsmann eða stofnun, sem rannsakað hefir blóðsúthell- ingabálk mannkynssögunnar af kostgæfni, er ber brigður á, að kommúnisminn eigi heimsmet, bæði í hraðvirkni og afköstum. Reyndar ber tölum ekki að öllu leyti saman, og þarf það ekki að undra neinn af skiljanlegum ástæðum. Dr. Peter Kleist kemst t.d. að þeirri niðurstöðu (í bók sinni „Die europáische Trage- die“, Göttingen 1961) á grund- velli sovézkra hagskýrslna árið 1959, að a.m.k. 20.800.000 Sovét- þegna aðeins hafi verið útrýmt í fjöldamorðhrinum. Alexander Solzhenitsyn telur að bara á Stalinsárunum hafi 15.000.000 rússneskum smábændum verið útrýmt auk 30.000.000 annarra, sem var tortímt í þrælkunarbúð- um, og hefir hann gizkað á allt að 66.000.000 alls undir 60 ára ráðstjórn. í tilefni af 50. ársafmæli kommúnistabyltingarinnar í Rússlandi árið 1917, birtu belg- ískir og franskir vísindamenn niðurstöður rannsókna sinna (heimild mín: „MUT“, Nr. 141, maí 1979), sem ber saman við skýrslur Alþjóða Rauða kross- ins. Samkvæmt niðurstöðum nefndra vísindamanna nam fjöldi fórnarlamba kommúnism- ans í GULAG-ríkjunum einum þá alls 48.973.000, og eru þá ekki taldir þeir, sem líflátnir voru í stríðunum gegn Finnlandi árið 1918; gegn Eystrasaltsríkunum 1918—1919; gegn Póllandi 1920; gegn Georgíu og Kákasus 1921—1922; gegn Kína 1925— 1931; gegn Spánverjum 1936— 1939; gegn Finnlandi og Póllandi 1939; og ekki heldur í atríðinu gegn Þýzkalandi árin 1941 — 1945. En „stjórnmálamenn" Vestur- landa eru samir við sig. Þeim stendur ekki meiri ógn af neinu fremur en að tilslökunarátefna þeirra (höfundar: snillingarnir Willy Brandt og Egon Bahr) kunni að verða vanmetin. Prestarnir þakka bara Guði sínum fyrir það eitt, að þeir skuli ekki vera eins og Fariseinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.