Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Hr. forseti, Leyf mér að taka undir orð starfsbræðra minna og óska yður til hamingju með kjör yðar á 35. allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Ég er þess fullviss, að reynsla yðar og þekking kemur yður að góðu haldi við leit að lausn á þeim mörgu viðfangsefnum, sem þetta allsherjarþing mun fjalla um. Leyfið mér einnig að bjóða . velkomin í samtök okkar hin nýju þátttökuríki. Framkvæmdastjóri samtak- anna, Kurt Waldheim, og starfslið hans hafa haldið áfram fórnfúsu og markvissu starfi að þeim verk- efnum, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa falið þeim. Leyfið mér, hr. forseti, að færa þeim þakklæti fyrir störf þeirra og votta fram- kvæmdastjóranum fullan stuðn- ing minn. Það er mér sérstök ánægja að fá tækifæri til að ávarpa allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Ég átti sæti í sendinefnd íslands á fram- haldsfundi fyrsta allsherjarþings- ins hér í New York árið 1946, þegar ísland gerðist aðili að þess- um samtökum. Þá var bjartsýni þingi samtakanna. Þar var skýrt kveðið á um, að fullveldi og stjórnmálalegt sjálfstæði allra ríkja væri grundvallaratriði í stofnskrá samtaka okkar og brot gegn því væri andstætt markmið- um stofnskrárinnar undir hvaða yfirskini sem væri. Þess vegna bæri að kalla allan erlendan her frá Afghanistan tafarlaust og skilyrðislaust. Meira en 8 mánuðir eru nú liðnir frá því að þessi ályktun var samþykkt og enn hefur ekkert verið gert til að fara eftir henni. Ég tel það því skyldu mína sem fulltrúa smáþjóðar, er setur traust sitt á fulla virðingu fyrir ákvæðum stofnskrár hinna Sameinuðu þjóða, að minna hér og nú á ákvæði ályktunar sérstaka aukaþingsins í janúar s.l. og nauð- syn þess að þegar verði hafizt handa um framkvæmd þeirra. Sá atburður, sem ég hef hér gert að umræðuefni, hefur að mínu mati átt stærstan þátt í kólnandi sambúð og aukinni spennu milli austurs og vesturs, þótt önnur atriði hafi vissulega einnig komið þar til. Slökunarstefnan, sem tók að mótast í Evrópu á síðari hluta ólafur Jóhannesson ávarpar allsherjarþing S.Þ. Símamynd AP. leiðréttingar en því miður hefur árangurinn enn orðið mjög tak- markaður. Það verður að vera forgangsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum að ná raunhæfu sam- komulagi um alþjóðleg efna- hagsmál, sem tryggi betri hag þeirra þjóða, sem orðið hafa út- undan í kapphlaupinu um lífsgæð- in. Stórt átak í þessum málum er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að má af okkur þann smánarblett, að verulegur hluti jarðarbúa skuli enn búa við ólýsanlega fátækt og hungur, heldur einnig til þess að koma í veg fyrir hættu á styrjöld- um, sem af slíku ófremdarástandi hlýtur að leiða. Hr. forseti, Virðing fyrir mannréttindum er ein af grundvallarhugsjónum þess ríkis, sem ég er fulltrúi fyrir. Nýlega minntumst við þess hér innan þessara veggja, að 30 ár voru liðin frá samþykkt mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna. Það er því sárt að þurfa að segja, að lýðréttindi og virðing fyrir manninum eiga mjög í vök að verjast í heiminum í dag. Þessa óheillaþróun verður að stöðva. Hverju einasta ríki, sem hér á fulltrúa, ber siðferðileg skylda til Sáttmáli um réttarreglur á haf inu eitt merkasta málið ríkjandi. Sjálfsagt hafa bjartsýn- ustu hugsjónamenn orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Þeir hafa ekki séð allar vonir sína rætast. En orð og störf hugsjónamanna bera oft ávexti, þótt þeim sjálfum auðnist ekki að sjá þá. Hugsjónir verða ekki hlekkjaðar til lengdar. Þær hafa vængi og fljúga til framtíðar og yfir öll landamæri. Þegar litið er yfir farinn veg Sameinuðu þjóðanna, sem svo miklar vonir voru bundnar við í öndverðu, blasa við sjónum skin og skuggar og margvíslegar mynd- breytingar. Á þeim aldarþriðj- ungi, sem samtök Sameinuðu þjóðanna hafa starfað, hafa þau vissulega áorkað miklu til góðs fyrir alla heimsbyggð. Það er þó engu að síður umhugsunarefni, að nokkur mál, sem voru á dagskrá þingsins 1946, eru enn á dagskrá þess nú 34 árum síðar. Sýnir það okkur, að enda þótt vel sé starfað þá er oft torsótt að markmiðinu, og á þoiinmæði þarf oft að halda. Á hinn bóginn höfum við einnig hér á þessu þingi áþreifanlega sönnun um þær miklu breytingar, sem orðið hafa á þessu stutta skeiði í sögu mannkynsins. Frá því að ég kom hér á þingið 1946 hefur tala aðildarríkja um það bil þre- faldast, og mestur hluti hinna nýju ríkja, sem bætzt hafa í hópinn eru fyrrverandi nýlendur, sem nú eru orðnir fullgildir aðilar í samfélagi þjóðanna. Hr. forseti, Það er því miður ekki ofmælt, að frá því að síðasta reglulegt allsherjarþing kom hér saman fyrir ári, hafa orðið veðrabrigði í samskiptum austurs og vesturs, sem ásamt ýmsum öðrum atburð- um á alþjóða vettvangi varpa nú nýjum skuggum á stöðu alþjóða- mála. Þar er einn dekksti skugginn ástandið í Afghanistan. Mikill meiri hluti þeirra ríkja, sem eiga sæti í þessari virðulegu stofnun, hörmuðu hernaðaríhlutunina í Afghanistan með samþykkt álykt- unartillögu á 6. sérstaka skyndi- sjöunda áratugsins og fékk sitt fasta form í lokasamþykkt Hels- inki-ráðstefnunnar 1975, hefur vissulega orðið fyrir áfalli og það gagnar engum að fela þá stað- reynd. Á hinn bóginn er ég einnig þeirrar skoðunar að vilji menn varðveita frið og öryggi, sé ekki um annað að ræða en ieitast við að framfylgja slökunarstefnu. Tækniþróun í samgöngum og vopnabúnaði veldur því, að kalt stríð getur hvenær sem er breytzt í beina styrjöld og þá er enginn óhultur, hvar sem hann býr á jarðarkringlunni. Því er það, að enda þótt ég sé hér að ræða um samskipti nokkurs hluta þeirra ríkja, sem hér eiga fulltrúa, þá varðar þetta mál hvert einasta mannsbarn. Samskipti stórveldanna og framkoma þeirra á alþjóðavett- vangi hafa vissulega gífurleg áhrif á alla þróun mála í heiminum. Það er staðreynd, sem ekki þýðir að loka augunum fyrir. En við meg- um ekki gleyma því, að. hinar smærri þjóðir heims bera einnig mikla ábyrgð. Ákveðin og einörð afstaða þeirra getur skipt sköpum um farsæla framtíð mannkyns. í sáttmála samtaka okkar og öðrum meginyfiriýsingum eins og t.d. Mannréttindayfirlýsingunni, er að finna flest helztu grundvallar- atriðin, sem okkur ber að fylgja inn á við og út á við, ef við stefnum heilshugar að velferð alls mannkyns. Því miður hefur víða miðað skemur en skyldi í átt að raunverulegri framkvæmd þeirra stefnumála, er við höfum sett okkur sem markmið, en það þýðir ekki að við eigum að leggja árar í bát. Þvert á móti á þessi stað- reynd að verða okkur hvatning til að vinna betur og meira að því að hrinda þeim í framkvæmd. Eins og ég vék að áðan þá er ástandið í alþjóða stjórnmálum alvarlegra nú en það hefur verið um árabil. Sú staðreynd endur- speglast ekki hvað sízt á sviði afvopnunarmála. Reynslan hefur kennt okkur að gagnkvæmt traust er undirstaða þess að árangur náist í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Það hlýtur því að vera brýnasta verkefni okkar í dag að reyna að endur- vekja þetta traust. En til þess að svo geti orðið verða allir aðilar að sýna bæði í orði og verki að þeir vilji virða þær leikreglur, sem við höfum sett okkur í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða. Nú er nýlega hafinn í Madrid undirbúningsfundur undir 2. framhaldsráðstefnuna um fram- kvæmd ákvæða lokasamþykktar- innar frá Helsinki um öryggi og samvinnu í Evrópu. Á miklu veltur að þessari ráðstefnu takist að endurvekja sem mest af þeim samstarfsvilja og trausti, sem upphaflega var grundvöllurinn að sjálfri lokasamþykktinni. Vil ég lýsa þeirri von minni hér, að allir aðilar mæti til ráðstefnunnar með þeim einlæga ásetningi að vinna aftur upp það sem glatazt hefur og sýni þann ásetning ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Störfum samtaka okkar að af- vopnunarmálum miðar því miður sorglega hægt. Vígbúnaðarkapp- hlaupið heldur áfram og ótrúleg- um fjármunum er eytt til þessara hluta, fjármunum sem gætu á tiltölulega stuttum tíma verulega bætt afkomu þess mikla fjölda jarðarbúa, sem nú býr við sárustu eymd. Ekíri má þó vanmeta þann árangur, sem samtökin hafa náð, m.a. varðandi bann við ýmsum tiiraunum með kjarnavopn og aðgerðir til að koma í veg fyrir dreifingu kjarnavopna. Jafnframt verða samtökin að líta á það sem eitt af sínum veigamestu verkefn- um að hraða samningum um algjört bann við hvers kyns til- raunum með kjarnavopn. Önnur af brýnustu verkefnum Samein- uðu þjóðanna á þessu sviði eru samingsgerð um bann við notkun hvers kyns eiturefna í hernaði og bann við notkun sérstakra hryll- Ræða f lutt á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna ings vopna. Vona ég að fyrirhugað auka-allsherjarþing um afvopnun- armál á árinu 1982, verði hvati fyrir þjóðir heims til að flýta samningagerð um þessi efni. Eitt alvarlegasta málið, sem þessi samtök fást við eru deilurn- ar í Austurlöndum nær. Ég hef ekki í hyggju að fara út í einstök atriði þessara deilna eða rekja orsakir þeirra. Ég vil aðeins und- irstrika hér þá skoðun mína að þessa deilu verði að leysa hið allra fyrsta. Slíka lausn verður að finna á grundvelli ályktana Öryggis- ráðsins nr. 242 og 338. Til friðsam- legrar lausnar þarf bæði viður- kenningu allra aðila á rétti ísraels til öruggra og viðurkenndra landamæra og viðurkenning á þjóðarréttindum Palestínumanna. I samræmi við rétt Palestínu- manna til sjálfsákvörðunar verða þeir einnig að taka þátt í samn- ingaviðræðum um varanlega og réttláta lausn mála í þessum heimshluta. Annað stórmál, sem samtök okkar fjalla um er það breiða bil, sem liggur milli ríkra þjóða og fátækra. Þetta bil heldur því miður áfram að breikka ár frá ári. Sérstök auka-allsherjarþing hafa verið haldin til að leita leiða til að gera sitt ýtrasta til þess að mannréttindayfirlýsingin verði leiðarljós þeirra í samskiptum við þegna sína en ekki marklaust plagg og einskis virði. Þegar ég nefni hér aukningu ofbeldisverka og virðingarleysi fyrir lífi og frelsi þá kem ég óhjákvæmilega að öðru skyldu efni, en það er hin óhugnanlega aukning, sem orðið hefur á ofbeld- isverkum er beinast að sendiráð- um og ræðismannsskrifstofum og starfsmönnum þeirra. Aðeins á síðastliðnu ári voru framin ekki færri en 20 slík ofbeldisverk og er þá árásin á bandaríska sendiráðið í Teheran og taka gíslanna þar sýnu alvarlegust að mínu mati og það af mörgum ástæðum. Þessi þróun mála hefur orðið til þess að Norðurlönd hafa nú borið fram tillögu um sérstakan dagskrárlið á þessu allsherjarþingi varðandi raunhæfar ráðstafanir til að tryggja öryggi sendiráða og ræð- isskrifstofa og starfsmanna þeirra. Vil ég lýsa þeirri von minni, að meðferð þessara mála hér megi verða til þess að þjóðir heims geti aftur farið að treysta því að þessi mikilvægi hlekkur í samskiptum þjóða bresti ekki þeg- ar sízt má við. Hr. forseti, Eg er nú kominn að lokum máls míns. En áður en ég hverf úr ræðustólnum, vil ég þó víkja að því máli, sem íslendingar telja eitt hinna mikilvægustu er þessi sam- tök hafa fjallað um, en það er gerð sáttmála um réttarreglur á haf- inu. Eftir sjö ára ráðstefnuhald og mikla undirbúningsvinnu þar á undan, lítur nú loks svo út, að samkomulag sé að takast um sáttmála er nái til allra helztu atriða á þessu sviði. Verði þessi sáttmáli að raunveruleika er um að ræða eitt mesta stórvirki, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið frá stofnun þeirra og Iýsandi dæmi um það, hverju samtök okkar geta áorkað ef viljinn er fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.