Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Bylting i prenttækni Jónas Kristjónsson rit- ar athyglisverða forystu- grein um tæknimál prentiðnaAarins í Dag- blaðið í gær, þar sem hann segir m.a.: „Engin félagsleg eða önnur vandamál hafa komið í kjölfar tveggja byltinga óttunda áratugs- ins í prenttækni hér é landi. Þrátt fyrir vinnu- sparandi tækni hefur full atvinna haldizt hjé bóka- gerðarmönnum og raun- ar rúmlega það. Fyrir áratug héldu tölvuritvélar innreið sína og ruddu setjaravélum úr vegi. Nú eru tölvtengdar skermantvélar komnar til viðbotar. í bæði skiptin sömdu málsaðilar um skipan mála, sem staðizt hefur dóm reynslunnar. Þannig hefur verið búið um hnútana, að fram- leiðniáhnf hinnar nýju tækni hafa nýtzt nokkurn veginn til fulls. Jafnframt hefur verið tryggt, aö enginn missti atvinnu sína. Bæði atvinnurek- endur og launamenn fengu sitt fram. Um þetta gildir þekkt lögmél tæknibyltinga. Þær fækka að vísu hand- tökum við hvert verkefni, en fjölga svo aftur ó móti verkefnum. Útkoman er sú, að heildaratvinna I greininni eykst fremur en hitt — vegna útþenslu greinarinnar. Hin nýja tækni hefur eflt prentun og utgáfu hér ó landi. Vinnusparn- aðurinn hefur drukknaö í aukinni prentun og út- gáfu. Og satt að segja er ekki fyrirsjáanlegt, að frekari tækniþróun muni leiða til atvinnuskorta. Um leið hefur tæknin gert innlenda prentun mun samkeppnishæfari en áður. j mörgum þátt- um er framleiðnin sam- bærileg við nágranna- löndin og jafnvel betri. Á þeim sviðum gætu ís- lendingar farið út í fjöl- prent fyrir alþjóðamark- að." Tilefni breytinga er ekkert Síðan segir Jónas Kristjánsson: „j Ijósi þessa tvöfalda érangurs sýnist ekki rétt að að efna til verkfalla til að reyna að breyta þegar gerðum tækniþróunar- samningum, sem hafa reynzt til þess fallnir að gæta hagsmuna beggja málsaðila. Tilefni breyt- inga er ekkert. Þessi reynsla er líka svipuð og í nágranna- löndunum, þar sem sam- Jónas Kristjansson komulag um tækniþróun hefur náðst á svipuðum nótum. Núverandi skipan mála hór á landi er hin sama og á Norðurlönd- um. Ekki er þar að finna fordæmi fyrir breyting- um. Dæmin um Berlingske Tidende og London Tim- es eru undantekningar, þar sem víðtækar upp- sagnir áttu að fylgja tæknibreytingu. Hér á landi kæmu slíkar upp- sagnir ekki til greina, einmitt vegna gildandi samnings um tækni- þróun. Hið ótímabæra verkfall í prentiðnaðinum gengur lika þvert é hægan og markvissan gang al- mennra kjarasamninga í landinu. Þar líður varla svo dagur, aö ekki náist árangur í einum eða fleiri þáttum samninganna. Það er verið aö semja samtímis á nærri öllum sviðum hins almenna vinnumarkaðar. Það er verið að samræma launa- flokka innan samtaka og milli samtaka. Þetta er gífurlega mikið verk, sem hlýtur að taka nokkurn tfma. Stundum hafa forystú- menn einstakra samtaka eða félaga oröið óþolm- móöir. Þeir hafa minnzt á, að verkföll þyrfti að til að flýta málum. Ekki hefur þó komið til aðgerða, því að þeir hafa séð, að gangurinn er raunar furðu góður. Einstaka uppákomur hafa tafið gang mála, svo sem skyndileg afturköll- un atvinnuleyfa erlends farandverkafólks. Menn hafa þö fljótt jafnað sig aftur og afsakaö slíkar uppákomur sem kláða í gikkfingri. Fyrsti alvarlegi hnekkir kjarasamninganna eru verkföllin, sem boöuð hafa venð í prentiðnaði. Þau munu ekki leiða til árangurs, aöeins til tjóns, enda ekki í stíl hinna almennu viðræðna. Þau eru hættulegur kléði í gikkfingn." Völundar gluggar Smíðum glugga úr l'uru, oregonpine og teakviði. Einnig smíðum við glugga úr gagnvarinni I tiru. sem fjórfaldar endingu glugganna. m Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð. Valin efni, vönduð smíð og yfir 75 ára reynsla tryggir gæðin. Gjörið svo vel og leitið tilboða. W Timburverzlunin Vólundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Tapast hefur steingrár 4ra vetra foli úr Geldingarnesi. Hesturinn er ómarkaöur en með klippt F-94 í vinstri síðu. Þeir sem hafa orðið varir vjð hann, eru beönir að hringja ísíma 81274. ítarskóli ÓLAFS GAUKS ISÍMI 27015 KL.5 7 Innritun í skólanum, Háteigsvegi 6, daglega kl. 5—7, síðdegis, sími 27015. Upplýsingar á öörum tímum í síma 85752. Kvöldtímar fyrir fullorðna. Hljóöfæri á staðnum. Eldri nemendur sem halda áfram, hafi samband sem fyrst. Ég þakka öllum sem glöddu mig á 70 ára afmælinu mínu 17. september s.L, með heimsóknum, gjöfum og margvíslegum vinahótum. Sérstaklega þakka ég börn- um, tengdabörnum og barnabörnum sem geröu mér daginn ógleymanlegan. Sigurbjarni Tómasson. Ný baðstofa Heilsurækt í Breiöholti Opnum nyja baostofu ao Þangbakka 8 (Mjóddinni) laugardaginn 27. tept. n.k. Saunabað, heitur pottur (vatnsnudd), sóllampar, æfingatæki o.fl. Karlatímar: Miövikud. — föstud. og laugard. Konutímar: Mánud. — þriöjud. og fimmtud. Opiö frá kl. 13.00—21.00 laugard. 9.00—18.00. Tímapantanir í sóllampa í síma 76540. Vorið velkomin. Baðstofan Breiðholti, s. 76540. Skipulag skjalavistunar- kerfa Dagana 2. október kl. 09—17 og 3. október kl. 09—12 heldur Stjórnunarfélag íslands námskeið um Skipulag skjalaviatunarkarfa. Námskeiðiö veröur haldiö að Hótel Esju 2. hæö. Leiðbeinendur á námskeiöinu veröa ráðgjaf- arnir Michael S. Preston og Kevin Batchelor hjá bandaríska fyrirtækinu Alexander Grant &Co. — Fjallað veröur um grundvallaratriði vlö skipulagningu og stjórn skjalavistunar. — Gerð veröur grein fyrir hinum ýmsu tækjum til skjalavistunar, m.a. kostum og göllum míkrófilma og örskyggna. — Kynnt veröur hvernig nýta má ritvinnslu- tæki við skjalavistun og almenn skrifstof- ustörf og sýndar kvikmyndir um notkun slíkra tækja. — Fjallaö veröur stuttlega um tímastjórnun og sýnd kvikmynd sem fjallar um tíma- stjórnun. Námskeiðið er ætlaö skrifstofustjórum, deildarstjórum, framkvæmdastjórum og öðr- um þeim sem skipuleggja skjalavistun og annast innkaup á tækjum og öörum útbún- aöi fyrir skjalavistun. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins, sími 82930 STJORNUNARFEtAG fSIANDS SÍOUMÚLA 23 105REYKJAVÍK SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.