Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 11 BREVENE eftir FINN CARLING Finn Carling er afkastamik- ill rithöfundur í Noregi. Hann sendi frá sér fyrstu bókina árið 1949, Broen og siðar hefur hann gefið út um þrjátíu til viðbótar. Brevene- skáldsaga er ný komin út á forlagi Norsk Gyldendal. Finn Carling. Brevene snúast að meira eða minna leyti um konuna Gertrud. Fyrsta bréfið skrifar sonur hennar, Daniel til systur sinnar og lýsir þar áhyggjum, sem hann hefur eftir síðustu heimsókn sína á æskuheimili sitt: móðir hans er að verða eitthvað furðu- leg í háttum og hvað er til ráða. Síðan skrifa ýmsir heimilislækn- inum og það eru bréf til eigin- mannsins, það eru allir að skrifa öllum um vandamálið, sem sí- Sálsýki að sýna náunga- kærleika? fellt verður stærra og erfiðara að dómi bréfritara. Gertrud tek- ur upp á því að flytja í bílskúr- inn og býr þar um sig undarlega, síðan gerist hún skúringakona í fátækrahverfi, sezt að með hipp- um, loks er hún sett á geðveikra- spítala og þar virðist hún aldeil- is í essinu sínu, liðsinnir og hjálpar meðsjúklingum sínum af mildri og einlægri þörf, virðist vera fjarska hamingjusöm og fjarska eðlileg — svo fremi það kallast eðlilegt að vilja hjálpa náunga sínum. Maður Gertrud er vísindamað- ur, hann er einhvers konar sérfræðingur, sem er á sífelldum ferðalögum til þróunarlanda, hugar þar að næringaskorti og matvælavöntun, milli þess sem hann baðar sig í vellystingum og situr digrar matarveizlur. Hann virðist aldrei koma heim og Bókmenntir eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur hann virðist afar lítinn áhuga hafa á veikindum konu sinnar. Þó skrifar hann henni eitt bréf, þegar hann er staddur í París, þar rifjar hann upp liðnar ljúfar stundir sem þau áttu þar í borg fyrir óralöngu. Hins .vegar virð- ist honum fjarri skapi að reyna að átta sig á „sjúkleika" hennar eða hvað það nú er sem að amar. Gertrud er býsna athyglisverð persóna frá hendi höfundar. Lát- ið er að því liggja að hún leiti þessara leiða og sýni þessi við- brögð vegna þess að ástríki hennar hafi ekki fengið útrás á annan veg og að skort hafi á að henni væri sjálfri sýndur annað en yfirborðslegur kærleiki. Get- ur slíkt leitt til atferlisum- skipta? Það má kannski spyrja að lokum lestri þessarar bókar hver sjúkur sé. Varla Gertrud. Hún hegðar sér ekki eins og rugluð manneskja, hún vill bara gera öðrum gott. Eru þá allir hinir afbrigðilegir og ófærir að skilja kærleika. Síðasta bréfið skrifar heimil- islæknirinn Eckermann til að- standendanna: „Hvað sem síðar verður um sjúklinginn get ég ekki tjáð mig um, en ég var sannast sagna beðinn að hvetja ykkur að taka Gertrud heim. Það er ekki erfitt fyrir mig að skiija, hvernig þig bregðist við slíkri beiðni, enda er mér fjarska ljóst, hvað þið hafið miklar áhyggjur af henni. En ég eygi ekki annan möguleika. Hvernig á að telja hana á það (þ.e. að fara af sjúkrahúsinu) er einnig hægara ort en gert. Þótt hún léti í ljós einlægan vilja á fundinum með okkur, að uppfylla allar okkar þarfir og óskir. Þið gætuð kannski reynt að sannfæra hana um að þið þarfnist hennar enn meira en samsjúklingar hennar. Kannski lausnin felist í því?" Það er mikið efamál að að- standendur Gertrud geti sann- fært hana um að þeir þarfnist hennar á þann hátt að það fullnægi löngun hennar til að sýna elskusemi sína. Þetta er verulega læsileg bók, vekur hugsanir hjá lesanda. Undirritaður fylgdist af mik- illi undrun með furðulegum deil- um eða réttara orðskaki milli Ernu Ragnarsdóttur, formanns félags húsgagna- og innanhúss- arkitekta, annars vegar og sam- keppnisnefnd Arkitektafélags íslands hinsvegar. Ég vil koma strax að kjarna málsins, sem er einokun arkitekta á að senda inn tillögur um gerð og lögun gangstéttarbiðskýla við mis- munandi aðstæður vegna sam- keppni SVR um hönnun þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Fram má koma, að ég tel húsameistara alls góðs maklega og að hlutur þeirra mætti vera meiri í teiknun húsa almennt enda eru þeir mjög snjallir og Bragi Ásgeirsson. Samkeppni á vegum SVR það virðist vera mikil gerjun í þeirri stétt nú um mundir. En kjarni þéssa máls varðar nú eiginlega ekki einungis húsa- meistara heldur öll þau félags- sambönd er virðast streitast við að taka til sín öll réttindi um hugmyndir á hinum aðskiljan- legasta vettvangi í skjóli ein- hverra pappírsbleðla og stimpla er veita þeim fagleg réttindi. Hér eru t.d. auglýsingateiknarar komnir á vettvang og ég veit tii þess að innan myndlistarmanna- samtaka eru uppi hugmyndir um svipaða einokun myndskreyt- inga á opinberum vettvangi. Ég vil vísa til þess, að ég tel hér um háskalega meinloku að ræða vegna þess að hugmynda- flugið er ekki að einoka, slíkt er andstætt öllum líffræðilegum lögmálum og ætti í raun að varða við lög að reyna í þessa veru að sporna við eðlilegri framrás náttúrunnar. Fagfélög eiga að hafa næg réttindi fyrir til þess að þörf sé á bæta þessu ákvæði við, sem ber í raun vott um þröngsýni og yfirstéttarfiðr- ing. Það er alveg ljóst, að einungis arkitektar, innanhúss- arkitektar, landslagsarkitektar og tæknifræðingar eru í flestum tilvikum færir um að útfæra List og hönnun ef tir BRAGA ÁSGEIRSSON Nokkur orð af gefnu tilefni sjálfa tæknilegu hliðina. En þessari menntun fylgir því mið- ur ekki að jafnaði ótakmörkuð hugmyndagróska, það sýna ótal dæmi. Á sama hátt fylgir því engin fyrirgreiðsla í hugmynda- banka heimsins, að útskrifast sem myndlistarmaður úr völd- ustu listaháskólum veraldar. Á sama tíma og heimurinn virðist verða sífátækari á góðar upprunalegar hugmyndir fjölgar geigvænlega í stéttum hinna aðskiljanlegustu „fræðinga", — kenningar eru búnar til, fádæma snjallar og glæsilegar á pappír- unum en reynast svo ófram- kvæmanlegar í raun. Er það tilviijun, að félags- fræðingarnir og forsprakkarnir að stúdentaóreiðunum 1968—79, játa nú hver af öðrum að margar hinna fögru kenninga þeirra biðu skipbrot, að þær voru óframkvæmanlegar í raun og að þeim tókst síst af öllu að lifa eftir þeim sjálfum. Frelsið varð að upplausn vegna þess að rammann vantaði, — sjálfir for- sprakkarnir björguðu sér margir en milljónir einfaldra áhangenda þeirra er leituðust við að framfylgja kenningunum sitja eftir með sárt ennið og óvissa framtíð. Meðal kenninga- smiðanna voru að sjálfsögðu margt hálærðra spekinga, hug- myndafræðilegum reglustriku- fræðingum en minnst af almúg- aíiuiii og lítið af brjóstviti. Hefði ekki verið hræðilegt ef að þessar hugmyndir hefðu verið lögverndaðar t.d. eitthvað í lík- ingu við formúluna skv. III kafla Byggingarreglugerðar, gr. 3. I.I."? .... Vonandi verða menn aldrei of gamlir tii þess að leita til náttúrunnar og draga dám að lífskeðjunni, hátterni allra líf- vera er jörðina byggja. „Plönturnar vaxa upp frá frjókornunum, sékenni forms þessa eru falin í frummætti frjókornanna. Jarðvegurinn ljær þeim grómögn og ytri áhrif ákvarða svipmót þeirra í um- hverfismyndinni" (Eliel Saarin- en). Margur fjallvegurinn á íslandi væri greiðari yfirferðar og snjó- léttari ef menn heðu tekið mið af troðningum hestanna er um ald- ir fóru þar yfir og það má vera alveg víst, að sundlaugarnar í Laugardal væru betur hannaðar ef starfsfólk gömlu lauganna og fastagestir hefðu verið hafðir með í ráðum. Tvö lítil dæmi af mörgum en alveg nóg með þessu greinar- korni. En þessum línum fylgir þó ábyggilega samhyggð og bæn ótalmargra er á köldum vetr- armorgnum norpa undir hús- vegg eða á bersvæði, bíðandi eftir strætisrögnum en sjá „fræðingana" aka framhjá í glæstum og hlýjum blikkkerrum, vindill í munnvikinu og „III. kafli Byggingarreglugerðar, gr. 3.1.1., í vasanum. Með vinsemd og virðingu. Kjalarnesprófastsdæmi: Kynning Bibliunnar i söf nuðum HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnes- prófastsdæmis fer að þessu sinni fram i Vestmannaeyjum dagana 27. og 28. september. Er hann haldinn þar i tilefni þess, að Landakirkja á tvö hundruð ára af mæli á þessu ári. Héraðsfundurinn hefst í Landa- kirkju kl. 1.30 e.h. á laugardag. Þar mun prófasturinn, séra Bragi Friðriksson, flytja yfirlitsræðu sína og safnaðarfulltrúar segja fréttir úr sóknum sínum. Lagðir verða fram kirkjureikningar og reikningar héraðsnefndar. Kl. 5 e.h. fer fram samkoma í Landa- kirkju. Þar leikur kunnur, enskur orgelleikari, Jennifer Bates, á orgel kirkjunnar. Sameiginlegur kvöldverður verður síðan í boði sóknrnefndar Landakirkju. Þar mun Ólafur Gunnarsson, verk- fræðingur, rekja sögu kirkjunnar. Um kvöldið verður héraðsfundin- um haldið áfram. Aðalefni fund- arins er „Kynning Biblíunnar í söfnuðunum". Mun séra Gunnar Kristjánsson, dr. theol. flytja er- indi um það efni. Sunnudaginn 28. sept. kl. 10.30 f.h. fer fram guðsþjónusta í Landakirkju. Þá prédikar séra Jóhann Hlíðar, sendiráðsprestur, en séra Karl Sigurbjörnsson, þjón- ar fyrir altari. Þessir prestar hafa báðir þjónað Vestmannaeyjasöfn- uði og verða sérstakir gestir við þetta tækifæri. Strokkvartett Kaupmannahaf nar Efnisskrá: Strengjakvartett nr. 23, Kv. 590 eftir Mozart. Strengjakvartett op. 63 eftir Gade. Strengjakvartett nr. 15 op. 132 eftir Beethoven. F-dúr kvartettinn, Kv 590, er sá þriðji af svo nefndum „prússnesku" kvartettunum. Mozart samdi þá eftir að hafa verið vortíma í Potsdam og er F-dúr kvartettinn síðasta verk sinnar tegundar í smiðju Moz- arts. Verkið er mjög fjörugt og allt að því galsafengið, sérlega Tónllsl ef tir JÓN ÁSGEIRSSON síðasti þátturinn. Strokkvartett Kaupmanna- hafnar er samstilltur kvartett og er leikur þeirra víða „músikant- ískur" og nettlega útfærður. Nokkuð vantaði á jafnvægi í tónstyrk og var veikur leikur sérlega óstyrkur og virtist flökta á milli þess að vera „non vi- brato" aða „vibrato". Annað verkið á tónleikunum var eftir danska tónskáldið Niels Gade. Hann var þekktur hljóm- sveitarstjóri, en hefur sjálfsagt ekki haft tröllatrú á sjálfum sér sem tónskáldi, enda bæði grimmur gagnrýnandi og kenn- ari. Strokkvartettinn í D-dúr op. 63 er góð tónsmíð, rómantísk, en þó klassísk í gerð, trú sínum tíma og minnir nokkuð á Mend- elsohn. Skemmtilegasti þáttur verksins er annar þátturinn, Allegro vivace. í þessu verki var leikur Kvartettsins sannfær- andi. Síðasta verkið var 15. kvartettinn eftir Beethoven, sá með lydíska sálminum, sem þó er ekki hægt að segja að beri nokkur merki þess í hljómsetn- ingu. Það verður að segjast eins og er, að flutningur verksins var svo litjafn og laus við allar andstæður, sem er eitt af sér- kennum þessa verks, að flutn- ingur þess missti algerlega marks og útkoman var þægileg kvöldstund með Beethoven. Tón- hendingar verksins runnu sam- an í eina runu og „fraseringar" allar voru gerðar svo mjúkar, að verkið var í rauninni rúið allri skerpu og sársauka. Þá var einnig áberandi ósamræmi í styrk hljóðfæranna og mjög áberandi óvissa í tóntakti, eink- um í mjög veikum leik, eins og t.d. í upphafi verksins. Beethoven er meira en „músi- kantískur" leikur, tónverk hans eru skáldskapur og sá einn fær að flytja hann, sem getur yfir- unnið sjálfan sig og í rauninni endurskapað verkið, í stað þess aðeins að leika það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.