Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 17 ANNAR TVEGGJA lögregluþjóna í Ólafs- firði er Sigurður Björnsson. Hann er fæddur- þar og hefur nánast alla tíð átt þar heima. Er blaðamaður Mnl. varþar á ferð hitti hann Sigurð að máli og innti hann frétta og ræddi um þjóðmálin í góðu yfirlæti. Lenti í lögreglunni fyrir tilviljun Það var eiginlega tilviljun að ég lenti í þessu starfi, ég er lærður smiður, en þegar lítið var að gera ákvað ég að prófa þetta í smátíma og það eru nú orðin fjögur ár síðan. Mér líkar þetta bæði vel og illa, starfið hefur ýmsa kosti, en kannski enn fleiri ókosti. Þetta er á vissan hátt þægilegt starf, þetta er vaktavinna og gefur því möguleika á annarri vinnu og nokkuð góðum fríum, þó að það sé ekki nema einu sinni í mánuöi sem helgarfrí fæst. Og það eru einmitt helgarnar sem eru það leiða við vinnuna. Þá gerir maður varla annað en að snúast um fullt fólk. Starfið byggist á afskipt- um við fólk og það er misvel þakkað. Það er næstum daglegt brauð að maður verði fyrir aðkasti fyrir að sinna skyldustörfum sín- um. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að við tökum sjaldnast sjálfir ákvarðanir um það sem gera skal, við framfylgjum bara skipunum Sigurður Björnsson Einn af þessum í lögguleik ekki á svarinu: Það var vegna þess að ég var minnst fullur. Einu sinni höfðum við líka stung- ið einum óeirðasegg inn og hann let mjög ófriðlega í klefanum og spark- aði svoleiðis í hurðina að glumdi um alla lögreglustöðina. Þá sljákkaði svo ekki í honum fyrr en ég gekk upp að klefahurðinni og kallaði inn Sjúkra- elli- og heilsugæzlustöo ólafsfirðinga. *¦ bæjarfógeta og landslögum. Þetta verður svo til þess að maður forðast skemmtistaði hér heima, því þar á fólk alltaf eitthvað vantalað við mann. Það er líka alltaf eitthvað slegist þegar menn eru fullir, einkum þegar Siglfirðingar koma hingað á böll og svo endar það oftast með því að við lögregluþjónarnir verðum að slást við þá alla. „Ef þú heldur ekki kjafti, hendi ég þér út" Kanntu ekki einhverjar skemmti- legar sögur að segja mér úr starf- inu? „Jú það kemur til allarar lukku af og til eitthvað spaugilegt fyrir. Einu sinni komum við að nokkrum strákum hér á aðalgötunni sem voru að bisa við að skipta um dekk á bíl. Okkur fannst þeir heldur tusku- legir, svo við fórum og töluðum við þá. Þá kom í ljós að þeir voru allir meira og minna drukknir. Þá lá heldur ekki ljóst fyrir hver hefði keyrt þar til einn viður kenndi það loks. Þegar það kom í ljós að hann átti ekki bílinn spurðum við hvers vegna hann hefði keyrt. Og það stóð um hana: Ef þú heldur ekki kjafti þá hendi ég þér út." Og það dugði, það heyrðist ekki bofs í honum það sem eftir var nætur." Það sem annars er að hér í Ólafsfirði er að fjölbreytni vantar í atvinnulífið. Hér byggist allt upp á fiski og þessum hefðbundnu þjón- ustugreinum, verzlun, vélaviðgerð- um og smíðum. Ólafsfjörður er ekki í alfaraleið og því mjög lítið um ferðamenn, svolítið af fólki kemur þó hér í gegn frá Siglufirði á leið til Akureyrar. Þá er sveitin hér fyrir innan mjög lit.il og því má segja að við lifum nær eingöngu á fiskinum. Rikisstjórnin hvorki fugl né fiskur Hvernig lízt þér á þjóðmálin í dag? „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi ríkisstjórnartuska sé hvorki fugl né fiskur frekar en síðustu ríkisstjórnir hafa verið. Ég veit það ekki, það getur vel verið að þessir menn vilji vel og ætli sér að gera vel, en þetta eru bara sömu gömlu úrræðin, sem sýnt er að lítið gagn er í. Þetta er orðið þannig að fólk er farið að hafa skömm á pólitíkusum og talar varla saman úti á götu öðruvísi en að láta í ljósi fyrirlitn- ingu sína á þeim, sem ferðinni ráða. Ég hef náttúrulega ekki neina lausn á takteinum, en það er ljóst að stjórnmálamenn geta ekki öðlast traust fólks, þegar þeir passa sig allir á því að segja ekki sannleik- ann. Við verðum að gera ráð fyrir að einhver ærleg hugsun sé í höfðinu á þeim, en mér þykir líklegt að þeim þyki gott að geta potað sér fram. Ég held líka að það sé alveg ljóst að þessi stjórn var ekki mynduð til að leysa neinn vanda, heldur lágu allt aðrar hvatir að baki þessarar stjórnarmyndunar, og auðvitað per- sónulegar. Hér viljum við vera sjálfstæðismenn Ég þekki ekki til þessa umtalaða ágreinings í Sjálfstæðisflokknum. Ég var spurður að því um daginn hvort ég væri Geirs eða Gunnars maður og ég er lítið hrifinn af svoleiðis spurningum. Maður er dreginn í annan hvorn þessara dilka nauðugur, en má alls ekki vera „bara" sjálfstæðismaður. Ég kannast ekki við það að hér í Ólafsfirði sé til þessi Gunnars eða Geirs skipting, hér eru menn sjálf- stæðismenn ekki Gunnars eða Geirs menn. Það getur velverið að þessi flokks skipting sér til í Reykjavík, en ég verð að viður- kenna það að ég varð fyrir veru- legum vonbrigðum með Gunnar að hann skyldi gera þennan andskota. Góður sjálfstæðismaður verður að vera tilbúinn til að fylgja sínum flokki, hann má ekki skaða flokkinn þó að hann hagnir á því persónu- lega sjálfur og ég er viss um að úti á landi kæra menn sig ekkert um að vera dregnir í þessa dilka, menn vilja bara vera sjálfstæðismenn. Mér finnst það orðið fyrir neðan allar hellur, hve völd verkalýðs- hreyfingarinnar eru orðin mikil í landinu. Ég man ekki eftir því að hafa kosið Guðmund jaka til þess að stjórna landinu og ég sé heldur ekki nein rök til þess að verkalýðs- forystan eigi að stjórna landinu og ekki heldur að leita beri álits hennar. Ég fæ ekki séð hvers vegna líf ríkisstjórna á að velta á verka- lýðsforystu suður í Reykjavík og ef ríkisstjórnirnar fá ekki starfsfrið fyrir þessum pólitísku þrýstihóp- um, er ekki von til þess að nokkuð verði hægt að gera af viti. SIEMENS i ^^ml:\ Vestur-þýzk jjmmj I gædavara f//kjÆ Siemens-handþeytari. \ fí ^jfiS • Sterkur mótor fynr • Gormsnúra /^ stööuga notkun • Vandaöir m / • Hraöastilling fylgihlutir ih / HJ Jf SMITH & NORLAND HF., 101 Nóatúni 4, sími 28300. Hjónarúm — Snyrtiborð — Fata- skápar í gömlum stíl frá Belgíu Opiö föstudag til kl. 8. Opiö laugardag kl. 9—12. 5n Vörumarkaðurinn h. Sími86112. Sumir halda að kassettan skipti ekki miklu máli. Hinir eru fleiri sem vita betur. Þaö er ekki tiiviijun aö við hljöoritun nota flestir f agmenn ampex tönbönd. Tóngæoi viö hljóðblöndun og afspílun eru helstu yfirburöir ampex tónbanda í samanburði vid önnur tónbönd Leggdu viö eyrun, heyröu muninn, reyndu AMPEX. Dreiflng: sími 29575 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.