Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Hottintottar fyrr og nú: Þetta er bara svona 66 99 ef tir Öskar Jóhannsson Formáli Hottintottahöfðinginn sat í hásæti sínu hjá skurðgoð- inu og hvatti þegnana til að vera örlátir í fórnum sínum ok koma með meiri mat. Morguninn eftir var allur maturinn horfinn af stallinum. „Þið hafið sefað reiði guðanna í bili, en meira má ef duga skal." sagði hofðinKÍnn ok ropaði. „Þeir hafa okkur að fíflum" tautaði einn í hópnum. „Þeir éta allan matinn sjálfir." „Auðvitað vitum við það," sagði annar, „en þetta bara er svona." Búið að kroppa rúsínurnar úr jólakökunni Afleiðingar verðlagsákvæðanna hafa meðal annars orðið þær, að litlu búðirnar, sem veita nauðsyn- lega þjónustu í íbúðahverfunum, selja lítið annað en vísitöluvör- urnar, sem lægsta álagningin er á en mestur kostnaðurinn við að selja. En stórverzlanir hafa náð til sín mestum hluta sölunnar á vörunum sem eru ódýrastar í sölu en mest álagning er á. Það er fyrir lóngu viðurkennt af oiluin aðilum, að álagningin á vi.sitolnvorimiim nægir ekki til að greiða kostnaðinn við sölu þeirra. en það er salan á hinum vörunum sem á að standa undir kostnaðinum. En þegar hinar vorurnar eru seldar í öðrum búð- um, vandast málið. Enginn kaup- maður rekur verzlun sína fyrir hagnaðinn í verzlun annars kaup- manns. Allflestar fjölskyldur gera nú aðalinnkaup sín í stórverzlunum, en daglegar neysluvörur svo sem mjólk, brauð og fleira sækja þær í búðina í hverfinu sínu, enda eru Dekrið við vísi- tölufjölskylduna Dreifing nauðsynjavara er ómissandi starfsemi í hverju þjóð- félagi. Ein af frumskyldum stjórn- valda er því að skapa verzluninni þau skilyrði að hún geti sem allra best þjónað þeim tilgangi sínum að útvega neytendum mest og best vöruval á hagkvæmustu verði með sem minnstri fyrirhöfn fyrir viðskiptavinina. Við skulum rifja upp nokkur atriði sem sýna hvernig íslensk stjórnvöld hafa rækt þessar skyld- ur sínar við almenning á undan- förnum árum. Svo að segja öll matvöruverzlun er háð verðlagsákvæðum. Þær reglur sem verðlagsyfirvöld fara eftir við ákvarðanir sínar, eru ekki í neinum tengslum við raunveru- legan dreifingarkostnað vörunnar, heldur er það dekrið við vísitölu- fjölskylduna sem ræður ferðinni. Alltaf er verið að „vinna gegn verðbólgunni," alltaf eykst hún. Alltaf er verið að „bæta hag þeirra sem minna mega sín," en alltaf fara þeir verst út úr aðgerð- Óskar Jóhannsson. þær vörur allsstaðar á sama verði. Það er ekki von að fólk átti sig á því að með því að kaupa eingöngu vísitöluvörurnar í hverfisbúðinni er það áð grafa undan rekstrar- grundvelli hennar, því að stór- verzlanirnar eru búnar að „kroppa rúsínurnar úr jólakökunni." Hér rekum við okkur enn einu sinni á, að þegar stjórnvöld ætla að bæta hag þeirra sem minnst mega sín, verkar það öfugt, því útrýming hverfisverzlana kæmi sér verst fyrir gamalmenni og þær fjölskyldur sem ekki hafa bíl til að fara í næstu búð, þegar sú leið er farin að skipta kílómetrum. Nú segir frá ostinum og kornflögunum Til að skýra ósamræmið í álagn- ingarreglunum skulum við taka dæmi um cornflakes-pakka sem kostar í heildsölu 1.000 krónur. Ekki þarf dýrar innréttingar til að selja hann úr, en verzlunin fær 380 krónur í sölulaun sem nota á til að greiða rekstrarkostnaðinn með. Sé hins vegar um að ræða til dæmis heilan ost, sem þarf að geyma í dýrum kælitækjum og spekingarnir álíta að vísitölu- fjölskyldan borði mikið af, þá fær verzlunin 63 krónur fyrir að selja það magn sem kostar 1.000 krónur í innkaupi. Öllum ætti að vera ljóst að 63 krónurnar duga ekki fyrir rekstr- arkostnaðinum. Þegar búið er að draga aðstöðugjaldið frá, sem er 13 kr. eru aðeins eftir 50 kr. eða sem svarar launakostnaði sem verzlunin þarf að greiða fyrir einnar mínútu vinnu. Hins vegar eru 380 krónur miklu meira en þarf fyrir að selja cornflakes-pakkann. Verzlunin fær rúmlega 7 sinnum meira fyrir að selja pakkann úr hillunni en ostinn úr kælirnum. Ef nú svo slysalega vildi til að ein verzlun seldi 2 stykki af osti en engan pakka af cornflakes, ætti kaupmaðurinn, samkvæmt skil- greiningu verðlagsyfirvalda, að leggja land undir fót, banka uppá hjá öðrum kaupmönnum, þangað til hann fyndi þann sem seldi 2 pk. cornflakes og engan ost, og heimta af honum skaðabætur. Millifærslufiktið Vitleysan getur tekið á sig furðulegustu myndir þegar mis- vitrir menn eru að fikta í náttúru- lögmálinu og skilja ekki samband- ið á milli orsaka og afleiðinga. íslensku þjóðinni er treystandi til að horfast í augu við staðreynd- ir. Almenningur ætti að neita að taka þátt í þessu millifærslufikti sem gert er í blekkingarskyni eins og allir vita. Séu niðurgreiðslur hinsvegar taldar nauðsynlegar eru miklu meiri líkur til að þær skili sér á rétta staði með beinum greiðslum úr ríkissjóði inn á skattreikninga fólks heldur en að stofna til árlegra veisluhalda með týndu eða fundnu kjöti, sem sumir ná í margfaldan skammt af en aðrir ekkert. Skyldi heimurinn farast ef stjórnmálamennirnir okkar færu að snúa sér að stjórnmálum og létu verzlunarmennina sjá um verzlunina eins og nágrannalönd- in gera? (Meira að segja Finnar hafa gefið verðlag á matvörum frjálst). Staðreyndir um kaupmanninii og frjálsa verzlun Hvaða breytingum mætti búast við ef verðlag yrði gefið frjálst? Þær vörur sem ekki eru í vísitöl- unni mundu lækka mikið í verði en auðvitað mundu vísitöluvör- urnar hækka því verðinu á þeim Skemmdarverkin í Kirkjugarðinum við Suðurgötu: „Við hörmum það mjög að svona lagað skuli eiga sér stað" segir Friðrik H Vigfússon NÝLEGA voru unnin umtals- verð skemmdarverk í Kirkju- garðinum við Suðurgötu. Voru legsteinar hrotnir aí stöplum sínum og þeim steypt ofan í leiðin. Víða voru girðingar í kring um leiði stórskemmdar og blóm troðkuð niður. Þá var skjöldur rifinii af einum leg- steini en fannst í grasinu skammt frá, óskemmdur að mestu. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Friðrik Vigfússon, forstjóra Kirkjugarða Reykja- víkurborgar, um skemmdar- verkin og sagði hann þá meðal annars: „Þessi skemmdarverk voru unnin um helgina 13. til 14. þessa mánaðar. Við fréttum ekkert af þessu fyrr en á mánudagsmorgun og vitum ekki hvorn daginn þetta gerðist en talið er að e.t.v. hafi þetta verið gert aðfaranótt laugardags milli kl. 2 og 3. Við höfðum strax samband við Rannsóknarlög- reglu ríkisins og er hún með málið í rannsókn. — Það er Friðrik Vigfússon, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. greinilegt að þarna hafa nokkrir menn verið að verki því varla hefðu tveir eða þrír getað valdið svona miklum usla. Fjöldi leg- steina höfðu verið brotnir af stöplum sínum og hrint niður \ leiðin. Nokkrir höfðu rekist í grjót eða steinkanta og Um 30 legsteinar oru brotnir af stöplum sínum og girðingar kringum leiði viða mikið skemmdar. skemmst, einn þeirra mjög mik- ið — það bjargaði þó miklu að flestir þeirra lentu í moldarbeð- um og skemmdust ekki. Þá var skjöldur rifinn af leiði Stein- gríms Thorsteinssonar, skálds, en fannst sem betur fer í grasinu skammt frá leiðinu og er nær óskemmdur. Nú er viðgerð á þeim leiðum, sem skemmd voru, að mestu lokið. Það liggur ekkert fyrir um kostnað ennþá. Kirkjugarðarnir eru ekki bótaskyldir í tilfellum sem þessu en við munum taka á okkur kostnaðinn að mestu leyti í þetta sinn. Þarna er í nær öllum tilvikum um gömul leiði að ræða, frá því um og eftir aldamót, og erfitt að hafa uppi á ættingjum þeirra sem þarna eru grafnir". Kemur oft fyrir að skemmd- arverk sem þessi séu unnin í kirkjugörðum borgarinnar? „Það hafa því miður verið nokkur brögð að því, en sem betur fer er sjaldan um jafn mikla eyðileggingu að ræða eins og í þessu tilviki. — Við höfum rætt við lögregluna í Reykjavík um máiið og hafa þeir tekið vel undir að gefa kirkjugarðinum auga þegar þeir eiga leið hjá. Það er dálítið um að fólk sé þarna í kirkjugarðinum á kvöld- in að sumarlagi og sumir stytta sér einnig leið í gegn um hann. Skjöldur hafði verið rifinn af legsteini á leiði Steingrims Thorsteinssonar og Guðriðar B. Thorsteinsson. Hann fannst skammt frá leiðinu, nær óskemmdur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.