Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 ást er... ... að eiga ein- hvern sem er verð- ur þess að vernda. TM Reg U S Pal Otf —all rights reserved c 1979 Los Angeles Times Syndicate Þetta virðist eina ráðið til að ná jöxlunum!? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það var stutt i milli sigurs og taps þegar spilið að neðan kom fyrir. Frá blindum mátti láta í fyrsta slag annan af tveim tígl- um. Sagnhafi valdi rangt spil en sennilega hefði talning slaga hjálpað. Vestur gaf, norður-suður á hættu. Norður S. K974 H. KG T. D2 L. Á10954 Vestur Austur S. D1053 S. Á862 H. 984 H. Á763 T.10764 T. Á98 L. G3 Suður S. G H. D1052 T. KG53 L. KD87 L. 62 Vestui ¦ og austur sögðu alltaf pass. . Norour Suour 1 lauf 1 hjarta 1 spaoi 2 (írcind .3 KTónd pass Útspil tígulsjö. Án mikillar um- hugsunar lét sagnhafi drottning- una frá blindum en austur tók með ásnum og kom auga á skemmtilega vörn. Hann spilaði næst spaðatvisti, sem heppnaðist vel, úr því að vestur átti bæði drottningu og tíu. Sagnhafi fékk slaginn á kóng blinds en í staðinn fékk vörnin þrjá slagi á spaða og á báða rauðu ásana eða fimm í allt. Einn niður. Skyssan varð gerð í fyrsta slag. Betra hefði verið að láta tígul- tvistinn frá blindum.Taki austur þá á ásinn og skipti í spaða fást þrír slagir á tígul, spaðakóngurinn og fimm á Jauf eða níu í allt. En ef austur tekur ekki á ásinn fær sagnhafi slaginn og auðvelt verður að búa til þrjá slagi á hjarta, sem ásamt fimm slögum á laufin gera níu í allt. Og ugglaust hefðu slagirnir orðið fleiri eins og les- endur eflaust sjá sjálfir. Nú verður tjörublandan pott- þétt, ég fór eftir kökuuppskrift konunnar minnar! Bætt vinnusiðgæði COSPER 8438 COSPER Hann er núna orðinn nákvæmlega jafnþungur hamborgarhryggnum. sem viö ætlum að borða í kvöld! O.O. skrifar: „Oft er talað um, að verkalýður á Islandi hafi svo lág laun, að varla nægi til lífsframfæris. Þetta mun hafa við einhver rök að styðjast að því er varðar mikinn fjölda manna. Hinir lægst laun- uðu búa við krappan kost. Þetta á e.t.v. helst við um það fólk, sem vinnur í tímavinnu við fisk- vinnslu, auk ýmissa annarra starfa. • minnkandi vinnuafköst Ýmsir vinnuveitendur telja sig ekki geta greitt fólki hærri laun að óbreyttum aðstæðum. Þeir telja margir hverjir, að vinna starfsfólks sé svo illa af hendi leyst, að hér þurfi að verða breyting á, ef unnt eigi að verða að hækka launin. Vinnuafköst hafa farið æ minnkandi, að þeirra dómi. Þeir telja, að raunverulegur vinnutími sé sífellt að styttast og sé nú í ýmsum tilvikum kominn niður í 4—5 klst. daglega, þar sem þó sé greitt fyrir 8 klst. í dag- vinnu. • 10 mín. pása tekur 30 mín. Þetta kann að þykja hæpin niðurstaða launagreiðenda, en þeirra rök eru á þessa leið: Sú tíska er víða komin á, að með skömmu millibili tekur fólkið sér „pásu" og í stað umsaminna 10 mínútna í hvert sinn, eru oft teknar allt upp í 30 mínútur. Ef þannig er farið er augljóst mál, að mjög dregur úr afköstum. Þeir atvinnurekendur, sem mest verða fyrir barðinu á þessum vinnu- brögðum, í fiskvinnslustöðvum og víðar, segjast miklu frekar geta greitt tvöfalt kaup fyrir góð vinnubrögð, heldur en lágt kaup fyrir þá vinnu, sem nú tíðkast. Ef rétt er, þá er ekki furða þótt erfitt sé að greiða mannsæmandi laun. • Léleg afköst — lélegri vinnutími Skiljanlegt er, að ekki getur farið saman sómasamlegt kaup og síversnandi vinnuafköst. Svo er talað um vinnuþrælkun. Vegna lélegra vinnuafkasta er fólkið oft BPitíge Umsjón. ARNÓR RAGNARSSON Tafl- og bridge- klúbburinn í kvöld fimmtudagskvöld hefst fimm kvölda tvímenningur og verður spilað í riðlum en ekki með Mitchell-fyrirkomulagi eins og áður hafði verið auglýst. Spilað er í Domus Medica og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgefélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst vetrar- starf félagsins. Spilaður var tví- menningjr í einum 14 para riðli. Röð efstu para: Sævin Bjarnason — Ragnar Björnsson 181 Erla Sigurjónsdóttir — Dröfn Guðmundsdóttir 168 Sigmundur Stefánsson — Bjarni Sveinsson 166 Haukur Margeirsson — Sverrir Þórisson 165 Júlíus Snorrason — Barði Þorkelsson 164 Meðalskor 156. I kvöld verður aftur eins kvölds tvímenningur. Nýir spil- arar eru velkomnir. Spilað er að Hamraborg 11 (Þinghól) og hefst keppnin kl. 20. Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Vetrarstarf Bridgedeildarinn- ar hefst mánudaginn 29. sept- ember kl. 19.30 stundvíslega, með tvímenningskeppni. Uppl. í síma 85762 (Kristinn) og síma 81904 (Sigurður). Frá Asunum Ásarnir hafa að undanförnu spilað stuttar eins kvölds keppn- ir og verða þær á dagskrá næstu kvöld. Aðalfundur félagsins verður haldinn í byrjun október og verður auglýstur nánar síðar. Sl. mánudag var spilað í ein- um riðli og urðu úrslit þessi: Sverrir Ármannsson — Þorgeir P. Eyjólfsson 132 Erla Sigurjónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson 115 Hermann Lárusson — Þorlákur Jónsson 114 Páll Valdimarsson — Vigfús Pálsson 113 Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 111 Eins og fyrr sagði, verða stuttar eins kvölds keppnir næstu mánudaga hjá Ásunum og eru allir hjartanlega velkomnir. Til athugunar fyrir spilara skal þess getið að félagsgjald hefur verið fellt niður hjá Ásunum, þannig að menn geta látið sjá sig óhræddir. Spilamennska hefst kl. 19.30, að venju, og spilað er í Félagsheimili Kópavogs, efri sal. Skorað er á gamla félaga að láta sjá sig og að taka með sér nýja félaga (spilara). Ó.L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.