Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Stuðningsmenn Gervasonis: Teljum það mannúðarmál að Gervasoni verði veitt hæli hér „MÁL Gervasonis er ao okkar mati ekki pólitískt mál, heldur teljum við það almennt mannrétt- indamál. að hann hafi skoðana- frelsi og leyfi til að tjá sig í hvaða landi sem er, og verði ekki kúgaður til herþjónustu þvert ofan í skoðanir sínar. Við teljum Liðhlaupa var veitt dvalar- leyfi hér 1968 DÆMI er um það að liðhlaupa hafi verið veitt dvalarleyfi hér á landi. Var það Bandaríkja- maður, sem veitt var dvalar- leyfi af fjölskylduástæðum og er mál hans ekki alveg sam- bærilegt við mál Frakkans Gervasoni, að því er Baldur Möller ráðuneytisstjóri tjáði Mbl. í gær. Að sögn Baldurs kom Bandaríkjamaðurinn hingað árið 1968, en hann hafði neitað að gegna herþjón- ustu i Vietnam. Maðurinn fór fyrst til Kanada og þaðan til íslands, þar sem hann bað um hæli sem pólitískur flóttamað- ur. Þvi var haínað en mannin- um veitt dvalarleyfi af fjöl- skylduástæðum, þar sem kona hans var íslenzkur ríkisborg- ari. Kom hún með manni sínrim hingað. Nokkrum mán- uðum síðar fluttu þau til Svíþjóðar. ennfremur, að með því að synja honum um landvistarleyfi, sé verið að brjóta í bága við mann- réttindastefnu Sameinuðu þjóð- anna og finnst það einkennilegt, að ríkisstjórnin skuli eiga þátt í því," sögðu þeir Örnólfur Thórs- son og Björn Jónasson, forvig- ismenn stuðningsnefndarinnar, scm stofnuð hefur verið Gervas- oni til aðstoðar, á blaðamanna- fundi sem þeir boðuðu til. „Við höfum nú fengið þær upplýsingar frá lögfræðingi þeim, sem aðstoðaði Gervasoni í Dan- mörku, að verði hann sendur þangað, muni hann verða fram- seldur Frökkum vegna samninga sem Efnahagsbandalagslöndin ha- fa gert sín á miili í þess háttar málum. Vegna þessara breyttu aðstæðna, sem við teljum að ríkisstjórninni hafi ekki verið kunnugt um, hefur lögfræðingur hans hér á landi, Ragnar Aðal- steinsson, óskað eftir því að málið verði endurskoðað. Ragnar Aðalsteinsson, sem einnig sat fund þennan, ítrekaði þar þá skoðun sína, að hann teldi, að enn hefðu ekki komið fram haldbær rök til þess að vísa Frakkanum úr landi og lagði áherzlu á það, að afbrot hans í Frakklandi tengdust aðeins skoð- unum hans á herskyldunni og mótmælaaðgerðum þar að lútandi. Og ennfremur að hann teldi, að stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir því, að yrði Gervasoni sendur Veitum Gerva- soni landvist MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun. en hún var samþykkt á fundi íslensku mannréttindahreyfingarinnar i gær: „íslenska mannréttindahreyf- ingin telur, að íslenskum stjórn- völdum beri að veita Frakkanum Patrick Gervasoni landvist hér á landi af mannúðarástæðum. Ekk- ert það hefur komið fram í máli hans, er virðist gera það nauðsyn- legt að senda hann úr landi eða að framselja hann frönskum yfir- völdum. Um leið og íslenska mannrétt- indahreyfingin skorar á yfirvöld dómsmála að endurskoða ákvörð- un sína í máli franska flótta- mannsins, vill hún þakka íslensk- um yfirvöldum á hvern hátt þau tóku máli annars flóttamanns er hingað kom nýlega og baðst hælis, Sovétmannsins Victors Kovalenk- os. Það er skoðun Islensku mann- réttindahreyfingarinnar, að hér á landi eigi að veita þeim mönnum hæli er af mannréttinda- eða hugsjónaástæðum er gert ókleift að búa í föðurlandi sínu. Jafn- framt er þó full ástæða til að hvetja íslensk yfirvöld á hverjum tíma til að fara að öllu með gát í slíkum málum. I þessu máli virðist augljóst að Gervasoni treystir sér ekki til að gegna herþjónustu í landi sínu af hugsjónaástæðum, en mál af þessu tagi verður á hinn bóginn að kanna ítarlega hverju sinni, meðal annars með hliðsjón af þeim ríkjum er hlut eiga að máli." Fundur um kjördæmamál- ið og kosningalöggjöfina ÍSLENSKA mannréttinda- hreyfingin og Stúdentafélag Dr. Gunnar G. Jón Steinar Schram pró- Gunnlaugsson fessor. hrl. Reykjavikur hafa ákveðið að gangast fyrir fimdi fimmtu- daginn 2. október næstkomandi um kjördæmamálið og kosn- ingalöggjöfina. Frummælend- ur á fundinum verða þeir dr. Gunnar G. Schram prófessor og starfsmaður stjórnarskrár- nefndar og Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður. Að loknum framsöguræðum verða síðan pallborðsumræður, og munu fulltrúar þingflokk- anna fjögurra taka þátt í þeim auk framsögumanna. Fundar- stjóri og umræðustjóri í pall- borðsumræðunum verður Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson lög- fræðingur, formaður Stúdenta- félags Reykjavíkur. Fundurinn verður sem fyrr segir haldinn fimmtudaginn 2. október næstkomandi, og hefst hann klukkan 20.30 í Atthagasal Hótel Sögu. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar. til Danmerkur, þýddi það sama og að framselja hann og því hafi þau komizt að þeirri niðurstöðu að rétt væri að vísa honum úr landi. Hvað varðaði hin fölsuðu persónuskil- ríki hans, sagði Ragnar, að Gerv- asoni hefði verið neitað um skil- ríki í Frakklandi og því hefði þetta verið eina leiðin fyrir hann til að komast úr landi. Hann benti einnig á, að Frakkar létu sig það engu máli skipta hvað um hann yrði, og legðu enga áherzlu á að hann yrði framseldur þeim. Að sögn þeirra Björns og Örn- ólfs, hefur Gervasoni helzt gagn- rýnt það hlutverk franska hersins, að hann er notaður til að hafa áhrif á ihnanríkismál Frakkiands og einnig hefur hann andúð á nýlendustefnu lands síns og kjarn- orkuhernaði. Þeir bentu einnig á, að franski herinn beitir mikilli hörku í refsingum liðhlaupa og þeirra, sem neita að gegna her- þjónustu og sögðu, að á þingi Amnesty International hefði það mál verið mjög til umræðu. „Við viljum leggja áherzlu á, að við teljum þetta ekki pólitískt mál, heldur mannúðarmál. Við höfum vegna þessa haft samband við ýmis félagasamtök og alla stjórn- málaflokkana og alls staðar fengið jákvæðar undirtektir og teljum, að hægt sé að leysa þetta mál farsællega án tillits til stjórn- málaskoðana og hörmum það, að stjórnmála- og félagasamtök skuli hafa tekið upp á pví að auglýsa stuðningsfundi í sínu nafni og teljum það engan veginn málinu til framdráttar," sögðu þeir Björn og Örnólfur að lokum. Forsvarsmenn stuðningsnefndar Gervasonis, Björn Jónasson og Örnólfur Thórsson og lögfræðingur Frakkans, Ragnar Aðalsteinsson. íslenska mannréttindahreyfingin: <> WBtímmi v •;- Thermor LOFTRÆSTIVIFTUR A undanförnum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- verzlun landsins með loftrastiviftur íhíbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, verksmiðjur,vörugeymslur, gripahús og aðra þá staðiþar sem loftrœstingar erþörf. Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftreestiviftum. /Ásrtfcing /feynsla FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.