Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Um þessar mundir fer Þjóðvilj- inn hamförum vegna samninga um olíukaup frá brezkum aðilum á svonefndu „main-stream“ verði. Spyrja má, hvort Þjóðviljinn telji, að þjóðin hafi gleymt því að olíukaupin frá Sovétmönnum samkvæmd braskmarkaði í Rott- erdam urðu okkur hrikalegt áfall á árinu 1979. Sú verðhækkun, sem þá reið yfir okkur, var langt umfram almenna verðhækkun í heiminum á olíuvörum. Telur Þjóðviljinn, að þjóðin hafi gleymt því að þá hrökklaðist Svavar Gestsson þáverandi viðskiptaráð- herra til þess að skipa olíuvið- skiptanefnd, en vildi að öðru leyti enga stefnu marka og lítið á sig leggja til að bæta úr og t.d. alls ekki fara til Moskvu í þeim erindagerðum? Heldur Þjóðviljinn að það sé gleymt, að á þeim tíma talaði Svavar Gestsson fyrir því, að horfið yrði frá fastbindingu olíuverðsins við Rotterdamskrán- ingu, eða ber að skilja skrif Þjóðviljans nú þannig, að Svavar hafi ekki meint það sem hann sagði þá? í heljargreip Erlendir aðilar, sem heyrðu íslendinga skýra frá því, að öll olíukaup okkar væru frá Sovét- mönnum á Rotterdamviðmiðun hristu hausinn í vorkunnsemi og undruðust hvernig það mætti vera, að íslenzka þjóðin væri í slíkri heljargreip. Yfirgnæfandi meirihluta íslenzku þjóðarinnar var líka Ijóst hver ósköp verðlagn- ing olíunnar samkvæmt samning- unum við Rússa hafði leitt yfir okkur. Almennur skilningur var á nauðsyn þess að breyta viðskipta- háttum í olíumálum. Og það skyldu menn hafa í huga, að sagan getur endurtekið sig og er það reyndar harla líklegt. Af þeim sökum er jafnbrýnt nú eins og á árinu 1979 að koma olíukaupunum í nýjan farveg. Sovétmenn ósveigjanlegir Svo ekkert fari á milli mála, og hver og einn geti sjálfur dæmt um gang mála, er rétt að rifja upp nokkur atriði úr þessari sögu olíuviðskiptanna. Þegar ríkisstjórn Alþýðuflokks- ins tók tii starfa hafði sendinefnd sú, sem Svavar sendi til Moskvu (en hann fór ekki með) fyrir skömmu snúið aftur til íslands án þess að samningar tækjust. Þá lá fyrír, að Sovétmenn buðu í aðal- atriðum óbreytta samninga, þar með veröskilmála samkvæmt dag- verðum á Rotterdammarkaði og ákvæði um að íslendingar festu fyrirfram heildarinnkaup sín á olíu á árinu 1980. Jafnframt var frestur til að Ijúka samningum settur til 15. nóv. 1979. Stífni Sovétmanna í samningum var ótrúlega mikil. Þrátt fyrir 25 ára viðskipti fengust Sovétmenn ekki til þess að láta okkur njóta þessara gamalgrónu viöskipta, þegar Rotterdammarkaðurinn var augljóslega orðinn óbrúkleg og Kjartan Jóhannsson: ósanngjörn viðmiðum. Við þær aðstæður mátti telja eðlilegt, að þeir byðu okkur sambærileg við- skiptakjör og þeim viðskiptalönd- um þeirra, sem kaupa af þeim hráolíu til vinnslu í stað þess að spákaupmennska og brask á Rotterdammarkaði réði verðinu og það reyndar í viðskiptum við sosíalska alþýðuveldið Sovétríkin. Opnaðir nýir möguleikar Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af íslands hálfu, tókst ekki að fá fram breytingar á verðskilmálum olíukaupasamningsins. Eftir ítar- legar viðræður mínar við sendi- herra Sovétríkjanna hér á landi féllust Sovétmenn hins vegar á það á elleftu stundu, að í samning- inn væri bætt ákvæði þess efnis, að Islendingar gætu með eðli- legum fyrirvara dregið úr kaupum á gasolíu og benzíni frá Sovétríkj- unum hvenær sem væri á árinu 1980, og voru slíkir samningar staðfestir hinn 15. nóv. 1979. Á sama tíma hafði olíuvið- skiptanefnd tekizt að fá tilboð um olíusölu til íslendinga m.a. frá BNOC. Viðskiptaráðuneytið fól nefndinni að hafa milligöngu um áframhald samninga við þessa aðila. Eins og haldið var á málinu vannst tvennt: 1) Isienzkum atvinnuvegum og heimilum var tryggt öruggt fram- boð á olíu á árinu. 2) Opnaðir voru nýir möguleikar á olíuviðskiptum. Rökin fyrir samn- ingaumleitunum við BNOC Olíuviðskiptanefnd, þar á meðal fulltrúi Alþýðubandalagsins, mælti með samningum við BNOC og ríkisstjórn Alþýðuflokksins var sammála því. Rökin fyrir þeim viðskiptum voru tvíþætt: 1) Ekki væri skynsamlegt að allir olíuaðdrættir okkar væru bundnir við eitt fjarlægt ríki, sem enn- fremur byndi verðlagningu olíu- nnar við dagprísa. 2) I samningum við BNOC mætti ná stöðugra verðlagi. Við yrðum firrt stundarsveiflum á olíuverði. Líklegt væri, en ekki víst, að heildarverð yfir lengri tíma yrði lægra samkvæmt samningi við BNOC en með kaupum á Rotter- damverðlagi. Þessi rök standa óhögguð. Hitt var alltaf vitað, að verðlag á Rotterdammarkaði gæti farið niður fyrir „main-stream“ verð um tíma, enda eðli sveiflna að fara bæði upp og niður! Til samanburð- ar má hins vegar hafa hve mikinn hag við hefðum haft af „main- stream" viðskiptum á árinu 1979. Á þessum forsendum stuðlaði ríkisstjórn Alþýðuflokksins að samningum við BNOC og staðfesti samningaskref þau, sem olíuvið- skiptanefnd steig í þessu sam- bandi. Það kom hins vegar í hlut núverandi viðskiptaráðherra og núverandi ríkisstjórnar, að ganga endanlega frá samningum m.a. Kjartan Jóhannsson. um verðskilmála og er mér ekki frekar en öðrum kunnugt um þá. Hver getur ábyrgzt veðurfar og olíuframboð? Mörgum hefur þótt það næsta einkennileg tilviljun hve oft olíu- farmar til íslands hafa verið lestaðir, þegar Rotterdamskrán- ing var sem allra hæst. Sem kunnugt er hafa Rússar úrslitaorð um það hvenær lestun fer fram. Rotterdammarkaðurinn er líka sérstæður að því leyti að langstærstur hluti olíunnar, sem um hann fer, er af rússneskum uppruna. Verðlag er tiltölulega lágt á Rotterdammarkaði núna. En hver getur ábyrgst að ekki verði dregið úr olíuframleiðslu, þegar framboð hefur farið fram úr eftirspurn eða af öðrum orsökum? Hver getur ábyrgst að héðan í frá komi ekki kaldir vetur i Ameríku eða Evr- ópu? Hvort sem er mun nægja til að verð á Rotterdammarkaði hækki verulega. Könnun á möguleikum í Saudi-Arabíu Á hinn bóginn er ekki úr vegi að minna á tvö önnur mál, sem viðskiptaráðuneytið fól olíuvið- skiptanefnd á þessum tíma að vinna að, en núverandi viðskipta- ráðherra hefur afturkallað. I fyrsta lagi var nefndinni falið að undirbúa viðræður við Saudi- Arabíu um hugsanleg hráolíukaup þaðan, en vitneskja hafði fengizt um að möguleikar væru á slíkum samningum. Þetta strikaði núver- andi viðskiptaráðherra út af starfssviði nefndarinnar og hefur ekkert verið gert í málinu. í Með stofnun nefndarinnar eru tryggð tengsl við stjórnsýslu, sveitarstjórnir og samtök fatlaðra á íslandi, segir í frétt frá félags- málaráðuneytinu, en nefndin mun starfa til ársloka 1981. Verkefni hennar eru einkum að gera tillög- ur um heildarstefnu í málefnum fatlaðra og beita sér fyrir kynn- ingu á málefnum fatlaðra í skól- um landsins og fjölmiðlum. í nefndina hafa verið skipaðir: Margrét Márgeirsdóttir, deild- staðinn var tekið til við bollalegg- ingar, sem hafa staðið í meira en hálft ár, um það, hvort taka eigi upp stjórnmálasamband við Saudi-Arabíu. Það var hins vegar ekkert skilyrði af þeirra hálfu. En jafnvel þótt menn telji stjórn- málasamband forsendu viðræðna, verður varla sagt að unnið hafi verið kappsamlega að því. Olíuinnflutnings- fyrirtæki í öðru lagi var nefndinni falið að gera tillögur um fyrirkomulag olíuinnflutningsverzlunar. Sér- staklega var nefndinni falið að kanna möguleika á stofnsetningu sérstaks olíuinnflutningsfyrirtæk- is sem annaðist olíuinnkaup til landsins og viðskipti á alþjóða- vettvangi í því sambandi. Auk þess að annast olíukaup og til- heyrandi samninga ætti hlutverk fyrirtækisins m.a. að vera að koma á sem hagkvæmustum flutningi á olíu til landsins, semja um olíuhreinsun eftir því sem við ætti og annast birgðahald á olíu- vörum. Þessar tillögur voru gerðar í ljósi þeirra breytinga, sem átt hafa sér stað og eru að þróast í olíuviðskiptum á alþjóðavett- vangi. Má í því sambandi benda á eftirfarandi. Olíuhreinsunarstöðv- ar eru vannýttar og því unnt að fá hreinsaða hráolíu á hagstæðum kjörum. Mörg olíuframleiðslulönd gera nú frekar samninga um olíusölu beint til annarra landa eða olíufyrirtækja, sem stjórnvöld þeirra standa að frekar en til olíuhringa á borð við BP, Shell, EXXON eða Gulf. Sífellt þarf að leita beztu kosta Möguleikar til hagkvæmra olíu- aðdrátta byggjast á útsjónarsemi í samningagerð um kaup og hreinsun, þ.á m. að safna frekar í sarpinn, þegar verð er lágt. Hér er því ærið verkefni, sem krefst verulegrar sérkunnáttu og bezt er að sinnt sé af einu fyrirtæki. Ráðuneyti getur ekki og á ekki að vera með slíkah rekstur. Málið verður heldur ekki leyst til fram- búðar með nefndarskipun eða nefndarstörfum. Það magn sem afla þarf til íslenzkra þarfa er hins vegar svo lítið, að það er ekki til skiptanna á mörg fyrirtæki, ef hagkvæmni á að nást. Með þessum hætti væru opnaðir möguleikar til þess að Island hagnýti sér alla möguleika til hagkvæmra olíu- aðdrátta þar á meðal hráolíukaup og samninga um olíuhreinsun, þegar það á við. arstjóri, fulltrúi félagsmálaráðu- neytisins og er hún jafnframt formaður nefndarinnar, Guðni Þorsteinsson, yfirlæknir, fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, Magnús Magnús- son, sérkennslufulltrúi, tilnefndur af menntamálaráðuneytinu, Alex- ander Stefánsson, alþingismaður, tilnefndur af Sambandi ísl. sveit- arfélaga og Unnar Stefánsson, ritstjóri, til vara, Ólöf Ríkharðs- Olíuviðskiptanefnd bannað að starfa? Núverandi viðskiptaráðherra bannaði olíuviðskiptanefnd að kanna þann möguleika eins og henni hafði verið falið. Viðskiptaráðherra hefur reynd- ar látið hafa eftir sér að olíuvið- skiptanefnd hafi nú verið lögð niður. Formaður nefndarinnar segir hins vegar í blaðaviðtali að svo sé ekki. Hvað er nú hið rétta? Er ráðherra slíkur bandingi kommúnista að hann þori sig hvergi að hreyfa? Þorir hann hvorki að leggja þessa nefnd Svavars niður né leyfa henni að starfa? Einmitt nú á að vinna að málunum af þrótti Meginatriði málsins eru þessi: — Samningar við Rússa um kaup samkvæmt Rotterdamverð- skráningu hafa reynst okkur mjög dýrkeyptir og geta hvenær sem er reynst það aftur. — Varasamt er, að allir olíu- aðdrættir séu frá einu landi, nema til komi öruggir langtímasamn- ingar um stöðuga aðdrætti á sveiflulitlu, hagkvæmu verðlagi. — Breytingarnar sl. vetur á samningum við Sovétmenn og gerðir samningar við BNOC eiga einungis að vera fyrsta skrefið í könnun fjölbreyttari möguleika á olíukaupum og athugun þeirra. — Um þessar mundir er rétt lag til að athuga frekar um möguleika á olíukaupum, af því að olíumarkaður er í bærilegu jafn- vægi og verðlag á dagmörkuðum tiltölulega lágt. Við slíkar aðstæð- ur nást frekar hagkvæmir samn- ingar en þegar olíuskortur ríkir. — íslendingar verða að hag- nýta sér alla möguleika til hag- kvæmra og öruggra olíuaðdrátta. Það krefst sérþekkingar og sam- fellds starfs. Þess vegna ætti að kanna möguleika á breytingum á olíuinnflutningsverzlun í því skyni að tryggja hagkvæmustu olíu- aðdrætti og þá einkanlega með stofnun sérstaks olíuinnflutnings- fyrirtækis, sem sérhæfi sig í slíkum viðskiptum. Á að missa af strætisvagninum og bíða eftir að mál komist í óefni? Sú árátta er alltof rík hjá okkur íslendingum, að líta ekki fram á veginn. Mál eru ekki leyst fyrr en þau eru komin í óefni. Þau eru geymd og gleymd og grafin, ef þau brenna ekki beinlínis á baki. Þannig kann enn einu sinni að fara í olíumálum íslendinga, ef framtíðarskipulagi þeirra og framtíðarverkefnum í olíuaðdrátt- um verður ekki sinnt einmitt meðan lag er til þess, en kröfunum eytt í að þrátta um dagprísa. Yfirlýsingar viðskiptaráðherra þess efnis að hafast ekki að lofa ekki góðu. dóttir, fulltrúi, tilnefnd af Endur- hæfingarráði, Sigríður Ingimars- dóttir, tilnefnd af Öryrkjabanda- lagi íslands, Friðrik Sigurðsson, þroskaþjálfi, tilnefndur af Lands- samtökunum Þroskahjálp og Theódór A. Jónsson, forstöðumað- ur, tilnefndur af Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. Ritari nefndarinnar er Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnmálafræð- ingur. Dagprísar á braskverði eða framtíðarhagur Framkvæmdanefnd skipuð vegna alþjóðaárs fatlaðra Félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur nýlega skipað sérstaka framkvæmdanefnd í tilefni alþjóðaárs fatlaöra 1981 og hefur jafnframt verið leyst frá störfum undirhúningsnefnd, er skipuð var haustið 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.