Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 39 Minning: Magnús Sigurðs- son brunavörður Fæddur 14. janúar 1931. Dáinn 16. september 1980. í dag verður jarðsunginn frá Neskirkju vinur minn og nábúi Magnús Sigurðsson brunavörður er andaðist 16. september síðast- liðinn, langt um aldur fram, að- eins 49 ára gamall. Magnús var fæddur í Reykjavík 14. janúar 1931, sonur hjónanna Jófríðar Kristjánsdóttur og Sig- urðar Magnússonar verkamanns, yngstur þriggja systkina. Árið 1954 kvæntist Magnús eftirlifandi konu sinni Eddu Filippusdóttur Bjarnasonar brunavarðar og eign- uðust þau 4 börn, Guðlaug Ragn- ar, Nönnu Kristínu, Berglindi, öll flutt að heiman, og Sigurð Grétar sem nú býr hjá móður sinni. Ungur að aldri fór Magnús að vinna fyrir sér, fyrst hjá Vífilfelli h/f við afgreiðslu- og bílstjóra- störf, en árið 1957 fetaði hann í fótspor tengdaföður síns og hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur sem brunavörður og gegndi því starfi til dauðadags, samfara aðal- starfi sínu ók hann leigubíl hjá Bæjarleiðum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Magnúsi eða Magga eins og vinir hans kölluðu hann, er ég var unglingur í næsta húsi og skapaðist með okkur góð vinátta sem stóð alla tíð, og eru ótaldar ánægjustundirnar sem við hjónin. höfum deilt með Magga og Eddu bæði heima fyrir, á ferðalögum, að ógleymdum gamlárskvöldum. Maggi var vinamargur, enda hugljúfur og snyrtimennskan og reglusemin höfð í fyrirrúmi. Hann átti góða ævi um sína daga, og hlotnaðist honum mikil hamingja. Hann átti góða eiginkonu og voru þau Edda mjög samrýnd hjón, góð ¦ börn og góðir tengdaforeldrar, sem hann mat mikils, að ógleymd- um barnabörnunup sem voru sól- argeislar afa síns. Við hjónin kveðjum nú Magga vin okkar með söknuði og þökkum honum allt gott. Eddu og börnun- um sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Gunnar Richter. Er okkur bárust til eyrna þær válegu fréttir, að Magnús Sigurðs- son væri látinn, var sem ógnþrunginni þögn slægi yfir fjöl- skyldu mína. Það var svo ótrúlegt, að maður á besta aldri og við góða heiisu, skyldi kveðja svo snögglega og svo óvænt. Fyrir mig, sem hef alist upp svo að segja í næsta nágrenni við Magnús, þá minnist ég hans sem sérlega þægiiegs og rólegs manns, sem alltaf var gott að tala við. Alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla og sýndi ávallt mikla þolinmæði, þegar maður rakti fyrir honum raunir sínar. Það er raunar ótrúlegt að einn maður geti haft svo mikil áhrif á annan með rólegri og yfirvegaðri fram- komu sinni. Fyrir Magnús urðu smávægileg vandamál aldrei að siórmálum og voru öll vandamál til lykta leidd að vel yfirveguðu máli, þó svo að aldrei hafi hann látið hjá líða að taka fljótt og vel á þeim málum, sem raunverulega þurfti að leysa. Mér finnst það sannast á athöfn Magnúsar, að allflest vandamál leysist af sjálfu sér með tímanum, en skynbragð verður maður að hafa til að horfast í augu við vandamál, sem blasa við hverju sinni. Ég vil, fyrir hönd fjölskyldu minnar, færa eiginkonu hans, Eddu Filippusdóttur, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur með þessum fá- tæklegu orðum. Við þökkum Magnúsi samveruna og vonum að minningin um góðan mann megi vera fjölskyldu hans styrkur í sorg þeirra. Pétur U. Fenger. Vegir liggja til allra átta enginn ræður för. Þessar ljóðlínur komu upp í huga mér þegar ég frétti um skyndilegt og ótímabært fráfall míns góða starfsmanns og æskufé- laga Magnúsar Sigurðssonar. Daginn áður hafði Magnús verið í fullu starfi og var þá að segja mér frá för sinni og Eddu konu sinnar til Bandaríkjanna í orlofinu fyrir stuttu, þar sem hann m.a. heim- sótti systur sína, sem þar er búsett. Hann var svo hress og glaður að segja frá þessari för líkt og þegar hann kom úr annarri för sem þau hjón fóru fyrir nokkrum árum honum til heilsubótar eftir erfiðan uppskurð til Spánar. Nú var förin lengsta hafin, en einnig rifjuðust upp gömul kynni er við Magnús lékum okkur saman ungir drengir á Vegamótastígnum. Þar bjuggu foreldrar Magnúsar, Sig- urður Magnússon, verkamaður hjá Eimskip og kona hans Jófríður lengi. Skólaganga Magnúsar varð ekki löng, aðeins skyldunámið, og um fermingu hóf Magnús störf hjá verksmiðjunni Vífilfelli þar sem hann ávann sér fljótt traust hús- bænda sinna og voru falin ábyrgð- arstörf þótt ungur væri. Um tvítugt fór Magnús að stunda leigubílaakstur í hjáverkum og gerði það til dauðadags. I því starfi sem öðrum sýndi hann af sér hæfni og öryggi og var vinsæll meðal starfsfélaga og viðskipta- vina. Árið 1957 hóf Magnús störf í afleysingum í slökkviliðinu og varð fastur starfsmaður 1960. Hann var því einn af yngstu mönnum liðsins þegar okkar fund- um bar saman á ný á fyrsta námskeiði brunavarða 1964, en þar var mér falið að kenna brunavörðum ýmsar nýjungar í starfi sem ég hafði kynnst í eigin námi erlendis. Var gott til þess að vita að eiga slíka menn að er ég tveim árum síðar tók að mér stjórn liðsins. Við samstarfsmenn Magnúsar bárum mikið traust til hans sem starfsmanns. Akstur og meðferð bifreiða var ávallt í öruggum höndum hjá honum. Þekking hans á borginni og kunn- átta í meðferð sjúkra og slasaðra gerðu hann að hinum hæfasta sjúkraflutningsmanni. Ljúf- mennska hans og traust vinátta gerði hann að hinum besta starfs- félaga, sem við samstarfsmenn hans nú söknum sárt. Við viljum senda Eddu konu hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur okkar. Við þökkum Magnúsi samveruna. Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. í dag verður til moldar borinn einn okkar ágætasti starfsfélagi við Slökkvilið Reykjavíkur, Magn- ús Sigurðsson. Hann var fæddur í Reykjavík 14. ja.iúar 1931, dáinn 16. september 1980 og var því tæplega 50 ára þegar hann lést. Foreldrar Magnúsar voru Jófríöur Kristjánsdóttir og Sig- urður G. Magnússon, verkamaður, lengst af hjá Eimskipafélagi ís- lands. Það var djúp og kyrrlát þögn sem ríkti við vaktaskiptin þann 16. september en rétt áður hafði verið beðið um sjúkrabil til að flytja Magnús á Slysavarðstofuna, en einmitt á því sama augnabliki átti hann að vera að leggja af stað til að mæta á sinni vakt. Þetta sýnir okkur einu sinni enn hve stutt bilið milli lífs og dauða getur verið, og við skulum ávallt vera viðbúin kallinu. Magnús var einn af þeim mönnum sem ekki mætti seint eða lét standa á sér til starfa. Með Magnúsi var gott að starfa, hann hafði sérlega gott skap, átti mjög gott með að umgangast sína starfsfélaga og þeir hann. Hann vann verk sín kyrrlátt og hljótt og var mjög góður starfskraftur og Minning: Einar Ólafur Júlíusson mættu margir temja sér hans góðu umgengnishætti. Við sem eftir stöndum munum ævinlega minnast þess að frá okkur er horfinn góður drengur, því Magnús var góður félagi í vinahópi, hafði skemmtilega frá- sagnarhæfileika og gat oft komið því sem hann var að segja frá með þeim hætti að. það vakti kátínu fólks. Magnús hóf störf við Slökkvilið Reykjavíkur árið 1957 og var þá sumarstarfsmaður og var hann það í 3 sumur og jafnframt var hann í aðstoðar- slökkviliðinu sem þá var starf- rækt. Hinn 1. janúar 1960 var hann ráðinn brunavörður og gegndi því starfi með prýði til dauðadags. Áður hafði hann verið starfsmaður við verksmiðjuna Vífilfell. Hinn 24. október 1954 gekk Magnús að eiga Eddu Filipusar- dóttur og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 4 börn og hafa 3 þeirra stofnað sín eigin heimili og eru barnabörnin orðin 4, en yngsti sonurinn er enn í foreldrahúsum. Edda er dóttir hjónanna Nönnu Hallgrímsdóttur og Filipusar Bjarnasonar, en hann var lengi varðstjóri hjá Slökkviliðinu, en er nú látinn. Við starfsfélagar við Slökkvilið Reykjavíkur sendum öllum ætt- ingjum Magnúsar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að sá sem alla styrkir og alla huggar sé þeim nálægur. Starfsfélagar við slökkvi- lið Reykavíkur. Kveðja frá starfsfélög- um Bæjarleiða. I dag kveðja Bæjarleiðastarfs- menn hinstu kveðju einn sinn ágætasta starfsfélaga og vin, Magga Sig., eins og hann Var ávallt nefndur í okkar hópi. Andlát hans bar brátt að, því hann hné örendur niður á heimili sínu að Linghaga 7 er hann var að búa sig á vakt á Slökkvistöðinni þriðjudaginn 16. septemb. síðast- liðinn. Það er stundum skammt á milli lífs og dauða, en þegar kallið kemur verður það eigi umflúið og þá er ekki spurning um aldur, en Maggi var maður á bezta aldri, eða aðeins fjörutíu og níu ára. Það er margs að minnast frá samfélagsstundum liðinna ára, en Maggi var meðal okkar elstu starfsfélaga, því hann hóf leigu- akstur frá Bæjarleiðum rétt eftir að stöðin var stofnuð, en lengst af ók hann eigin bifreið í hálfu starfi. Maggi Sig. var traustur og góður starfsmaður, hægur' og stilltur vel, sannkallað ljúfmenni, léttur og glaður á ljúfri stund, sannarlega öðrum til fyrirmynd- ar. Það er mikil eftirsjá í slíkum mönnum. Ég vil nú að leiðarlokum færa Magga Sig., frá okkur öllum sam- starfsfélögum á Bæjarleiðum, okkar innilegustu þakkir fyrir langa og góða samfylgd. Persónu- lega vil ég undirritaður, ásamt eiginkonu minni, þakka Magga fyrir trygga og góða vináttu um ára raðir, þær minningar munu geymast allt til enda lífsins. Vertu sæll vinur. Við biðjum honum góðrar heim- komu til sólskinsstrandar fram- tíðarlandsins. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Konu hans og börnum svo og öllum öðrum ástvinum, færum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þorkell Þorkelsson. Einar vinur minn Júlíusson er látinn. Hann var fæddur 14. marz 1915 á Seyðisfirði og andaðist hinn 22. ágúst sl. í svefni á Heilsuhælinu í Hveragerði. Lífs- förunaut. sinn, Guðrúnu Ásgríms- dóttur missti Einar 19. des. 1979. Þau kynntust á Akranesi 1935, bjuggu þar í tvö ár, fluttust tií Seyðisfjarðar þar sem þau bjuggu fram til áramóta 1944—45, fóru þá aftur á Skagann, en til Reykjavík- ur fluttu þau 1954 og bjuggu hér til dauðadags lengst á Ránargötu 5A. Einar stundaði sjó áður en þau fluttu til Reykjavíkur en í Reykjavík var hann verkamaður hjá Eimskipafélagi íslands. Guð- rún vann öll algeng störf. Þau gerðu kröfur til sjálfs sín, ekki annarra. Ég var 16 ára gamall árið 1954 er ég kynntist Einari en þá hafði faðir minn útvegað mér sumar- vinnu hjá Eimskip í Skúlaskála. Ég var einn af „klíkudrengjunum" sem svo voru kallaðir en slíkum var reynt að troða í vinnu á sumrin. Ég hefði getað sparað mér alla taugaveiklun þegar ég mætti þar í fyrsta sinn því Einar tók mig undir sinn verndarvæng og undir þeim væng hefi ég verið allar götur síðan. Einar var mikill dugnaðarforkur til vinnu og þekktur af því. Ég er ekki í neinum vafa um að eljusemi hans átti stóran þátt í því að hann náði ekki hærri aldri. Stundum vann hann dag og nótt og var engu líkara en hann kynni þá best við sig. Það sem ég hreifst af sem unglingur í fari Einars var að hann þoldi ekki að fólki væri mismunað og stóð einatt með þeim sem var minni máttar og mátti raunar segja að sá sem var minnimáttar hefði alltaf rétt fyrir sér. Hann var róttækur í skoðun- um, stóð verkfallsvórð með félög- um sínum í Dagsbrún er þess gerðist þörf, ávallt reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum og rúmlega það. Lög og reglur sem voru bersýnilega óréttlát virti hann að vettugi og gat haft lúmskt gaman af smá stríðum, gaf aldrei sinn hlut eftir og stóð kengfastur á skoðunum sínum. hvað sem á dundi. Mér er minnisstætt margt þeg- ar ég vann með Einari t.d. þegar dregið var af kaupi mínu hálft félagsgjald í Dagsbrún og ég þar með orðinn hálfur meðlimur fé- lagsins. Fyrst útlistaði hann fyrir mér að hálf réttindi væru engin réttindi, fór síðan með mig á skrifstofu Dagsbrúnar og hætti ekki fyrr en við gengum þaðan út og ég með skírteini sem fullgildur meðlimur. í annað sinn hafði ég skorið mig á fingri í vinnunni og þurfti að láta sauma sárið og seinna að láta taka sauminn úr. Var tíminn sem í þetta fór dreginn frá kaupinu mínu. Þegar ég sagði Einari frá þessu var engu líkara en þetta hefði verið gert við hann. Hann var vægast sagt mjög reiður er hann kvartaði um þetta á æðstu stöðum og hætti ekki fyrr þetta var lagfært. Fyrir mig sem ungl- ing var ómetanlegt að kynnast slíkum manni og í gegnum árin hef ég margoft leitað til Einars bæði með tilfinningavandamál og önnur. Hann tók mér alltaf eins og hann væri pabbi minn, ráölagði mér, hvatti mig til þess að vera duglegur, heiðarlegur og um fram allt að styðja þá sem minna mega sín. Það vill verða svo með menn sem Einar Júlíusson að þeir afla sér ekki vinsælda á æðri stöðum enda kærði hann sig ekki um slíkt. Hann þekkti kreppu, atvinnuleysi og peningaleysi en þó úr rættist sóttist hann aldrei eftir völdum, eignum eða metorðum, frekar var að hann vorkenndi þeim er það eltu. Einar vann lengst hjá Eim- skipafélagi íslands og var því félagi hollur, trúr og duglegur, þó ég efist um að stjórnendur þess félags hafi borið gæfu til að kynnast Einari eða verkum hans, eða hafi gert sér grein fyrir að það voru Einar og hans líkar sem gerðu Eimskipafélagið að stór- veldi en ekki forstjórarnir. Einar vinur minn missti töluvert af heilsunni fyrir um 3 árum síðan og gat lítið unnið eftir það. Hann tók það afskaplega nærri sér og jaðraði við að hann hefði sektar- tilfinningu yfir því að geta ekki unnið enda þótt heilsuleysi væri orsökin. Siðasta sinn er ég hitti Einar var nokkrum dögum fyrir andlát hans. Settumst við á bekk við Heilsuhælið og tókum tal saman. „Þegar ég er búinn með dvölina hérna verð ég að fara að vinna eitthvað". Vinnan var hon- um allt, hann fékk lítið út úr öðru. Einar hafði um sig skel en undir henni var viðkvæmur tilfinninga- ríkur jafnaðarmaður af Guðs náð. Honum var það í blóð borið að ranglætið væri glæpur og að allir menn væru fæddir með sama rétt. Fyrir fjórum árum var ég í miklum vanda staddur og svo skrýtið sem það er þá leitaði ég í huga mér að vini sem ég ætti sem ég gæti treyst bæði fyrir vanda- málinu og til þess að ráðleggja mér. Ég leitaði og leitaði að skólafélögum eða öðrum sem ég hefði hitt í lífinu. Ég fann marga sem ég gat treyst fyrir áhyggjum mínum en engann sem ég treysti til að hjálpa mér til að leysa vandann. Þá fór ég til Einars sem að vanda greiddi úr öllu og lagði allt sitt lið. Mér og mínum líkum er hollt að minnast þess að það voru menn eins og Einar sem menntuðu okkur og lögðu til þann lúxus sem við lifum við í dag og fórnuðu öllu til, I Biblíunni er dæmisaga um Samverjann. Það er eins og allir vita, saga um mann sem var rændur öllu sínu og misþyrmt af ræningjum. Margir gengu fram- hjá og skiptu sér ekki af hinum misþyrmda þar til Samverji nokk- ur sá manninn, tók hann að sér, gaf honum af nesti sínu og hlúði að honum og kom honum í skjól og sá til þess að hann varð heill. Þessi Samverji gat alveg eins heitað Einar Ólafur Júlíusson. Mér þótti afar vænt um Einar og er honum þakklátur fyrir hlýju og væntumþykju alla tíð. Hann hélt mikið upp á afkomendur sína og bar mikla umhyggju fyrir syni og barnabörnum. Þeim votta ég hjartans samúð en samgleðst þeim að eiga svo góðar minningar um föður og afa að lítill vandi er að heiðra minningu hans með því að vinna og hlúa að þeim sem minna mega sín. Pétur Axel Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.