Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 45
i MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 45 látið hanga viö vinnu í 12 klst. á dag til að afkasta því, sem annars væri hægt með góðu móti á 8 klst. • Þá yrði auðvelt að hækka laun Ef það er rétt sem hér á undan er sagt, þá er nauðsynlegt að vinnusiðgæði fari batnandi, að unnið sé samviskusamlega og hugsað eitthvað um hag fyrirtæk- isins, í stað þess að beita vinnu- svikum, eins og nú er talið að víða eigi sér stað. Þá yrði auðvelt að hækka laun að miklum mun frá því sem nú er. • Á nýjum grundvelli Alkunna er einnig að margir reyna að taka sér veikindadaga á fullum launum, án þess að um nein veikindi sé að ræða og eru lagnir við að fá lækna til að skrifa veikindavottorð, þótt ekki sé ástæða til. Ekki verður slík framkoma til að bæta afkomu atvinnuveganna og ættu menn að sjá sóma sinn í því, að haga sér ekki á þennan hátt. Væri ekki hægt fyrir launþega sjálfa og verkalýðsforustu að stuðla að bættu vinnusiðgæði og skapa þannig möguleika til mun hærra kaups og bættrar lífsaf- komu launafólks? Væri ekki ástæða til að reyna að semja við vinnuveitendur á nýjum gruridvelli með hag beggja fyrir augum?" • Fyrirspurn til dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins Móðir skrifar: „Hver valdi til flutnings sögu þá sem nú er lesin kl. 17.30 á daginn, eftir einhvern P.C. Jersild (sænskan?) og ber heitið Barna- eyjan"? Eru engin takmörk fyrir því, hvað hægt er að bjóða börnum upp á? Þegar maður hlustar á slíkan upplestur og horfir á sumt sem sjónvarpið sýnir, dettur manni í hug að leggja mætti hvort tveggja niður." SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðaskákmótinu í Amster- dam sem haldið var í júní í sumar, kom upp eftirfarandi staða í skák Z. Riblis og van der Wiels. Eins og sjá má er svartur illa beygður enda fann hvítur einfalda leið til þess að stytta þjáningar hans. 0% mm____I 29. Hxí8+! - Bxf8, 30. Rf6 og svarta drottningin á sér ekki undankomu auðið. Heimsmeistarinn Karpov sigr- aði í mótinu með 10 vinninga af 14 mögulegum, en í öðru sæti varð hollenski stórmeistarinn Timman með 9 vinninga. Tískusyning íkvöldkL 21.30 Módelsamtökin sýna Skála fell HOTEL ESJU HÖGNI HREKKVÍSI Furuhúsgögn -. r^ lAfcTTi 'B(s KAHHW FÁ 5MA &I>STV£' t* 3 skúffur breidd 75 cm 4 skúftur breidd 75 cm 6 skúffur breidd 60 cm og 75 cm Oiituö fura, brúnb»*söar, hvítiakkaðar. Opiö föstudag til kl. 8 Opið laugardag kl. 9—12 Sendum um land allt y_y Vörumarkaðurinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.