Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Glæsilegur sigur gegn Tyrkjum íslenska liðið sigraði 3 „Þetta eru einhver glæsilegustu mörk sem ég heí séð," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, er Mhl. ræddi við hann í gærdag að loknum leik íslendinga og Tyrkja í hcimsmeistarakcppninni í knattspyrnu. íslendingar sigruðu 3—1, mörk íslenska liðsins skoruðu Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, og Teitur Þórðar- son og voru þau hvert oðru glæsilegra. Sigur íslenska Hðsins er sá íyrsti í heimsmeistarakeppni á útivelli og aldrci fyrr hefur jafn stór sigur unnist af íslenska landsliðinu í knattspyrnu á útivelli. Er þetta sérlega glæsileg frammistaða hjá íslensku knattspyrnumönnun- um. Leikur liðanna fór fram í mikilli hitasvækju um miðjan dag í gær. Ellert lét þau orð falla í gær að það hefðu verið 12 íslenskar hetjur sem færðu íslandi þennan glæsilega sigur. Leikmenn hefðu þrátt fyrir erfiðar aðstæður sýnt mikinn baráttuvilja, dugnað og góða knattspyrnu, og óx leikmönnum ásmegin er líða tók á leikinn, þrátt fyrir hinar erfiðu aðstæður. Leikurinn var í jafnvægi fram- 82. mínútu leiksins tókst Teiti an af og þrátt fyrir að tyrkneska Þórðarsyni að innsigla sigur liðs- liðið hafi sótt í byrjun og leikið hraða knattspyrnu vörðust ís- lensku leikmennirnir vel. Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu. Albert Guðmundsson gaf á Janus Guðlaugsson sem lék aðeins áfram með boltann en skaut síðan miklu þrumuskoti af um 30 metra færi og hafnaði boltinn efst í sam- skeytum tyrkneska marksins. Sannkallaður þrumufleygur hjá Janusi og óskabyrjun hjá íslenska liðinu. Allan fyrri hálfleikinn léku íslensku leikmennirnir yfirvegaða knattspyrnu. Vörðust vel og lögðu áherslu á skyndisóknir. Tyrkir sóttu nokkuð stíft en tókst ekki að skora, Þorsteinn Bjarnason og ísJenska vörnin sá fyrir því. Ein breyting var gerð á íslenska liðinu í hálfleik, Sigurður Grét- arsson kom inn á í stað Guðmund- ar Þorbjörnssonar. Tyrkneska lið- ið reyndi allt hvað af tók að jafna metin en varð lítið ágengt. Á 60. mínútu fékk íslenska liðið horn- spyrnu. Asgeir Sigurvinsson gaf mjóg vel fyrir markið til Alberts Guðmundssonar sem skoraði með glæsilegu skoti, sem þandi út netmöskva marksins. Staðan orð- in 2—0 fyrir ísland. Á 72. mínútu er einum tyrkneskum leikmanni brugðið rétt utan vítateigs en dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á íslenska liðið og Tyrkjum tókst að minnka muninn niður í eitt mark. Þegar vítaspyrnan var dæmd voru 18. mínútur til leiks- loka og nú var mikil pressa á íslensku leikmönnunum, þar sem 20.000 áhorfendur hrópuðu allt hvað af tók á sína menn. En íslenska liðið gaf ekkert eftir og á ins. Teiti var brugðið rétt utan vítateigsins og dæmd var auka- spyrna. Ásgeir Sigurvinsson fram- kvæmdi spyrnuna og firnafast skot hans hrökk af varnarveggn- um út til Teits sem var óvaldaður og hann lét tækifærið sér ekki úr greipum ganga og skoraði með föstu skoti. Þegar leiknum lauk klöppuðu áhorfendur íslensku leikmönnun- um lof í lófa fyrir góðan leik, það hafði skipast veður í lofti því að þegar íslenska liðið gekk inn á völlinn fengu leikmenn tómata í sig og allsherjar pú úr öllum áttum. Að sögn Ellerts áttu allir íslensku leikmennirnir stórgóðan leik. Þorsteinn Bjarnason varði allt sem á markið kom og greip vel inn í leikinn með góðum úthlaup- um. Sigurður og Marteinn áttu alla skallabolta og Ellert sagðist ekki hafa séð Martein leika betur. Miðverðirnir voru vel studdir af þeim Viðari Halldórssyni og Trausta Haraldssyni sem báðir stóðu vel fyrir sínu. Albert, Janus og Guðmundur áttu allir góðan leik svo og Sigurður Grétarsson sem kom inn á í síðari hálfleik. Ásgeir Sigurvinsson lék örlítið framar og átti hann hverja glæsi- sendinguna af annari út um allan völl. Teitur og Atli voru í erfiðum hlutverkum frammi en héldu bolt- anum mjög vel og áttu ágæt tækifæri. íslenska liðið hélt bolt- anum mjög vel og útfærði leikað- ferðir sínar mjiög vel. Tyrkneska liðið var létt leikandi og hafði góða knattmeðferð, og er ávallt erfitt við að eiga á útivelli. - ÞR. 0 Teitur innsiglaði sigur Islands með stórgóðu marki rétt fyrir leikslok. • Ásgeir Sigurvinsson átti stórkostlegan leik eins og aðrir í íslenska lands- liðinu, sendi glæsilegar sendingar í allar áttir. • Janus kom íslandi á bragðið með glæsimarki af 35 metra færi. Vatnsbrúsarnir voru f jarlægðir „ÞETTA var svo sannarlega ánægjulegur sigur," sagði for- maður landsliðsnefndar KSÍ, Helgi Danielsson, er Mbl. ræddi við hann i gærdag eftir leik íslands við Tyrkland. — Ég var búinn að spá þvi að við værum á réttri leið. og nú kom á því staðfesting. Þetta var mjög góður leikur af hálfu islenska liðsins. Það var leikið við erfiðar aðstæð- ur. hitinn var um 30 stig, og gerði það leikmönnum erfitt fyrir. Vollurinn var hinsvegar mjög góður. Við tókum með okkur vatnsbrúsa inn á völlinn, en þeir voru teknir af okkur. Við gátum þó laumað einum þeirra inn í markið, en þegar einn islensku leikmannanna fékk sér að drekka ætlaði allt vitlaust að verða og brúsinn var f jarlægður. — Lið Tyrkja var ekki auðsigr- að, þeir eru fljótir og hafa góða knattmeðferð. Lið okkar náði hinsvegar vel saman, og mörkin sem við skoruðum voru stórglæsi- leg, hreint út sagt frábær. Þor- steinn Bjarnason varði mjög vel það sem á markið kom og vörnin stóð sig vel. Þá komu miðvallar- spilararnir og Teitur og Atli sérstaklega vel frá leiknum. Við höfum ekki skorað þrjú mörk áður á útivelli í heimsmeistarakeppni, og það er ekki oft sem lið ná því. Það segir því sína sögu. Lið Tyrklands er ekki auðunnið á heimavelli og ég held að þeir hafi aðeins tapað einum leik á þessum velli áður, það var á móti Austur- ríki, sagði Helgi að lokum. - þr Góður árangur ÞAÐ FEit PÍíííj milli mála að sigur íslenska landsliðsins á uíí velll yfir Tyrkjum er frábær árangur. íslenska landsliðinu i knattspyrnu hefur ekki áður tek- ist að sigra á útivelli i HM keppni eða Evrópukeppni i knattspyrnu. Fyrsti sigur íslands í HM-keppni yar á Laugardalsvellinum gegn Irum.er sigur vannst, 1—0, 11. júní 1977. 5. júní 1975 sigraði Island A-Þjóðverja á Laugardals- vellinum, 2—1, i Evrópukeppni og hatoí ÍtS? ?er* jafntefli við þá á útivelli. Það sama ár gero! Island svo jafntefli við Frakk- land, 0—0, á Laugardalsvelli i Evrópukeppni landsliða. Sigur inn yfir Tyrkjum var kærkominn fyrir alla knattspyrnuunnendur og reyndar landsmenn alla. - Þr Næstu leikir Leikur Islands og Tyrklands á Ataturk-leikvanginum i Izmir var liður i 3. riðli undankeppni HM í knattspyrnu. Aðeins þrem- ur leikium er lokið i þeim riðli og hefur lsland átt aðild að þeim olluni. Þarf ekki að rekja úrslit þeirra hér. ísland verður einnig í sviðsljós- inu í næsta leik 3. riðils, er liðið mætir Rússum á útivelli 15. októ- ber næstkomandi. Auk viðureign- ar íslands og Sovétmanna fara fram þrír leikir í riðlinum á þessu ári. Wales mætir Tyrkjum á heimavelli sínum 15. október og 19. nóvember verður Wales aftur í sviðsljósinu, er liðið fær Tékka í heimsókn. 3. desember leika Tékk- ar síðan sinn fyrsta heimaleik er þeir fá Tyrki í heimsókn. í Knatlspyrna) • Albert var réttur mað- ur á réttum stað er Ásgeir tók hornspyrnu í síðari hálfleik. -*- • Þorsteinn Bjarnason átti stórleik í markinu og vakti athygli fyrir hversu öruggur hann var í út- hlaupum og inngripum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.