Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Nemendur um skólabókamálið: „Mótmælum harðlega þessari svívirðu" MBL. HEFUR borizt eftiríarandi frá Landssambandi nemenda í Siglufjörður: Fyrsta f lugað- vörunarljósið SiifluíirAi. 23. sopt. I KVÖLD sáum við Siglfirðingar í fyrsta skipti kveikt á flugaðvörun- arljósi á staðnum. Ljósið er staðsett á 47 metra háum skorsteini á byggingu Síldarverksmiðju rikisins. Vonandi er að flugmálastjórn láti ekki sinn hlut eftir liggja og hefji áframhaldandi lýsingu á flugvellin- um Matthías Akranes: Blandaður af li hjá togurum Akramsi. 23. soplemhor. TVEIR Akranestogarar lönduðu hér í gær. Haraldur Böðvarsson 150 lestum og Óskar Magnússon 120 lestum. Aflinn var blandaður, en þó mest karfi. Vélbáturinn Rán, sem er á togveiðum, landaði hér einnig 20 lestum. Júlíus mennta- og f jölbrautaskólum: „Stjórnarfundur Landssam- bands Mehnta- og Fjölbrauta- skólanema, haldinn í Menntaskól- anum við Hamrahlíð, laugardag- inn 20.09.'80 samþykkir einróma eftirfarandi ályktun: Fyrir hðnd allra nemenda innan L.M.F. mótmælir stjórn L.M.F. harðlega þeirri svívirðu sem bóka- útgefendur og bókasalar hafa bundist samtökum um. Með því samsæri sínu, að neita að selja bókasölum framhaldsskólanna kennslubækur á heildsóluverði, vega þeir all harkalega að rótum efnahagslegrar afkomu nemenda. Hefur þessi ákvörðun þeirra í för með sér stóra útgjaldaaukningu auk allrar þeirrar fyrirhafnar sem þetta fyrirkomulag hefur í för með sér. Stjórn L.M.F. harmar mjög svo þessa ákvörðun þeirra og vonar að fyrrnefndir aðilar sjái að sér í tíma, svo að bókasölur fram- haldsskólanna geti tekið til starfa nú strax um næstu áramót. Væri það eflaust heppilegasta lausnin að taka upp fyrra sam- starf sem hefur reynst prýðilega síðustu árin. Stjórn Landssambands mennta- og fjölbrautaskóla- Leikhópurinn sem nú er á ferð um Evrópu með Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson. Þjóðleikhúsið: Sýna Stundarf rið í Svíþjóð, Júgóslavíu og Finnlandi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er nú á leikför með leikritið Stund- arfrið eftir Guðmund Steinsson. Meðal annars hefur verið komið við á hinni merku leiklistarhátíð BITEF í Júgóslavíu, og sýnt var tvisvar í Þjóðleikhúsinu í Belgrad. Vakti leikurinn mikla athygli, og var að margra dómi athyglisverð- asta sýningin ásamt leik- sýningu frá DUsseldorf í Þýskalandi. Þá voru atriði úr Stundar- friði einnig sýnd í sjónvarpi í Júgóslavíu. Þess má geta að þetta er í annað skipti á fáum árum sem íslensk leik- rit vekja athygli á þessari hátíð, en Þjóðleikhúsið sýndi Inuk þar árið 1976. Leikhópurinn er nú kom- inn til Finnlands, og í gær- kvöldi var sýning í Svenska Teatern í Helsinki. Þá verð- ur einnig sýnt í Stokkhólmi, en heim verður haldið mánu- daginn 29. þessa mánaðar. Gamla bíó: í baráttu við kerfið Þes8Í mynd er tekin í Heilsuhælinu i Hveragerði þegar afmælis þess var minnst og má sjá hér hluta gesta. LjÓNm. Mbl. Sigrún. Náttúrulækningafélagið minn- ist tveggja merkisafmæla Hveraufrfli. 23. sept. 1980. Náttúrulækningafélag íslands hélt hátiðlega upp á tvö merkisaf- mæli sl. laugardag. Var þess minnst, að nú eru liðin 25 ár frá því að Heilsuhælið í Hvcragerði tók til starfa, en það hóf störf 24. júlí 1955. Einnig var þess minnst. að 110 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Kristjánssonar laknis. sem var aðalhvatamaður að stofn- un NLFÍ og fyrsti forseti þess. Framkvæmdastjórar Heilsuhæl- isins hafa frá upphafi verið þrír, fyrstur var Sigurjón Danivalsson, þá Árni Asbjarnarson, sem gegndi starfinu í mörg ár. Núverandi framkvæmdastjóri er Friðgeir Ingi- mundarson og gaf hann góðfúslega þær upplýsingar, sem fara hér á eftir. Þegar Heilsuhælið tók til starfa hafði það rúm fyrir 40 sjúklinga, en í dag eru þau 154, en þyrftu að vera miklu fleiri, ef anna ætti eftir- spurn, sem er mjög mikil. Arið 1976 var hafist handa við byggingu nýrrar álmu við Heilsu- hælið og er unnið við hana eftir því sem efni leyfa. Björn L. Jónsson var yfirlæknir hælisins frá 1965 til '79, en hann lést á sl. ári. Vann hann NLFÍ mikið starf, var m.a. ritstjóri Heilsuverndarblaðs félagsins. Við yfirlæknisstóðunni tók Isak Hall- grímsson, sérfræðingur í orku- lækningum. Aðstoðarlæknir er Þór- hallur B. Ólafsson, sem áður var héraðslæknir í Hveragerði. Starfsfólkið er nú 64 manns í fullu starfi og 10 til 20 í hlutastörf- um. Á haelinu er myndarlegt bóka- safn og síðustu árin hefur þar verið rekin verslun með náttúrulækn- ingavörum o.fl. Þá má geta þess að Heilsuhælið rekur sína eigin garðyrkjustöð og er þar eingöngu ræktað með lífrænum efnum. Lóð hælisins er á sumrin blómum prýdd og umgengni öll til mikillar fyrir- myndar. Sigrún í DAG frumsýnir Gamla bió nýja bandaríska kvikmynd, í baráttu við kerfið (Hide in Plain Sight). Myndin er byggð á atburð- um er urðu árið 1967 í Buffalo í New York-fylki og greinir frá samskiptum við Mafíuna og baráttu manns við að fá umgengnisrétt við börn sín. Lendir hann í baráttu sinni allmjög í flækjum kerfisins. Leikstjóri og aðalleikari er James Caan. Úr myndinni ..í baráttu við kerf- ið" sem Gamla bió frumsýnir í dag. Ofvitinn á fjalirnar á ný „OFVITINN" eftir Þórberg í leikgerð Kjartans Ragnars- sonar verður tekinn til sýn- inga að nýju og er sú hin fyrsta í kvöíd. fimmtudag og er það raunar 101. sýning leiksins frá því að hann var leikinn í fyrsta skipti. Mbl. leít inn hjá Leikfélag- inu á dögunum, þar sem verið var að æfa Ofvitann upp eftir sumarhlé. Kjartan Ragnars- son leikstýrir sjálfur verkinu, Atli Heimir samdi tónlist og Steinþór Sigurðsson sá um leikmyndir. Margir leikarar koma fram í leikritinu, en þeir Jón Hjartarson og Emil Gunnar Guðmundsson fara með hlutverk Þórbergs á að- skiljanlegum aldursstigum. I næstu viku verður svo annað leikverk frá fyrra ári tekið til sýninga. Það er „Rommí" og í æfingu er barnaleikrit, söngleikur o.fl. og er ljóst að mikið líf er að færast í starfsemina og listsköpunina hjá L.R. Leikararnir í hádegispásu frá Ofvitaæfingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.