Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 27 Teikning af Norræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Hornsteinn lagður að Nor- ræna húsinu í Færeyjum IIORNSTEINN að Norræna húsinu í Færeyjum verður lagð- ur í dag. fimmtudaK 25. sept- ember kl. 11. Upphaflega átti sú athöfn að fara fram sl. þriðjudaK en var frestað. þar sem ekki viðraði til fluKs til Færeyja með gesti frá hinum Norðurlöndunum. Norræna húsið í Færeyjum mun standa í útjaðri Þórshafnar og er þaðan útsýni yfir allan bæinn og Nolseyjarfjörðinn. Húsið verður 2.500 fermetrar. I því verða bæði stærri og minni salir. Auk þess verða í húsinu vinnustofur fyrir málara og grafíklistamenn og bókasafn. Norðurlandaráð átti hug- myndina að byggingu hússins. Norræna ráðherranefndin greið- ir % hluta kostnaðarins en Færeyingar sjálfir '/i hluta. Norski arkitektinn Ola Steen hannaði húsið en framkvæmdir við bygginguna eru í höndum færeyskra, norskra og danskra fyrirtækja. Búist er við að húsið verði tilbúið til notkunar árið 1982. I tilefni lagningar hornsteins- ins hófust norrænir menningar- dagar í Færeyjum hinn 21. september sl. en þeim lýkur 26. september. Einn Islendingur leggur fram skerf sinn til þess- ara menningardaga, Ingveldur Hjaltested söngkona. i Sigursæll Magnússon, eigandi veitingastaðarins Ártúns ásamt þrem meðlimum í SATT. F.v. Guðjón Steinþórsson, Sigursæll Magnússon, Ágúst Ragnarsson og Jón Steinþórsson. Dansleikir fyrir unglinga í Artúni ALLMIKIL umra“ða hefur spunn- ist um ólæti þau sem unglingar hafa staðið fyrir í miðhæ Reykja- vikur um helgar í sumar. Álíta sumir að þetta sé upphafið að mikilli skálmöld og kenna um sívaxandi spillingu æskunnar. Fæstir taka þó svo djúpt í árinni og minnast hliðstæðra tiltekta úr eigin ungda'mi. Þá eru margir sem telja að ástandið geti átt sér næsta cinfalda skýringu. Benda þeir á að sá aldurshópur, sem fjölmennastur er á „Hallæris- planinu" um helgar, sé unglingar á aldrinum sextán ára til tvítugs og eigi þeir ekki í annað skjól að vernda þar sem engir skemmti- staðir eru þeim opnir. Telja þeir að iétta mætti plágunni með þvi að skapa þessu unga fólki að- stöðu til dansleikjahalds á nokkr- um stöðum í horginni. Síðastliðinn föstudag var tekin upp sú nýbreytni að haldinn var dansleikur fyrir unglinga, sextán ára og eldri í veitingastaðnum Ártúni, Vagnhöfða 11. Það voru SATT, Samtök alþýðutónskálda og tónlistarmanna, ásamt Sigursæli Magnússyni, eiganda Ártúns, sem að þessum dansleik stóðu. Á blaðamannafundi, sem þessir aðil- ar héldu í vikunni, kom fram að dansleikurinn hefði að öllu leyti farið vel fram og var mikill hugur í mönnum að þarna yrðu haldnir dansleikir fyrir unglinga á hverj- um föstudegi framvegis. í veitinga- staðnum Ártúni er rúmgóður danssalur og aðstaða til skemmt- anahalds öll hin ákjósanlegasta. Telja aðstandendur unglingadans- leikja þar að ástæðan fyrir ólátun- um í miðbænum sé fyrst og fremst skortur á skemmtistöðum fyrir unglinga hér í borginni og væri vandaminnst að leysa vandann með því að koma slíkum skemmti- . stöðum upp. Á unglingadansleikjunum þarna eru að sjálfsögðu ekki vínveitingar, sem eru drýgsta tekjulind al- mennra dansstaða, og er því fyrir- sjáanlegt að erfitt verður að fá þá til að standa undir sér fjárhags- lega Aðgangseyrir er þrjú þúsund krónur og verður það fé, sem þannig safnast, að standa undir öllum útlögðum kostnaði. Fyrir- sjáanlegt þykir að endar nái ekki saman með þessum hætti — einka- nlega vegna þess að greiða verður tuttugu prósent söluskatt af öllu sem inn kemur á þennan hátt. Hafa forstöðumenn unglingadans- leikja þarna því í hyggju að mælast til að söluskatturinn verði lagður niður og vænta sér góðra undir- tekta af hálfu yfirvalda í því sambandi. Unglingadansleikirnir í Ártúni eru haldnir á föstudagskvöldum frá kl. 22 til 02 og eru því nokkrir erfiðleikar fyrir unglingana að komast heim að loknum dansleik. Síðasta föstudag var vandamálið leyst með því að fá strætisvagna Reykjavíkur til að aka þeim áleiðis heim að dansleiknum loknum en óráðið er hvernig þessu verður háttað í framtíðinni. Fundur í kvöld um aukna tíðni umferðarslysa FRÆÐSLUFUNDUR um umferð- armál og umferðarslys verður haldinn í kvbld klukkan 20.30 í Norræna húsinu á vegum land- læknisemhættisins, Laknafélags íslands og ALFA-nefndarinnar. Efni fundarins er aukin tíðni umferðarslysa hér á landi. Frið- jón Þórðarson dómsmálaráð- herra flytur inngangsorð, og Rune Andreasson ráðgjafi Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar flytur erindi. Þá verða hringborðsumræður og fyrirspurnum svarað. Þátttak- endur verða: Skúli Johnsen borg- arlæknir, Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, Óskar Ólason yfirlögregluþjónn, Ómar Ragnarsson fréttamaður, Haraldur Henrýsson borgardóm- ari, Leifur Jónsson læknir, slysa- deild Borgarspítalans. Fundar- stjóri Ólafur Ólafsson landlæknir. Fjós- og hlöðubruni Miðhúsum. 23. sept. UM KL. 9 i morgun hrann fjós og hlaða til kaldra kola á hænum Mýrartungu í Rcyk- hólasveit hjá þeim hjónum Guðjóni B. Gunnarssyni og Margréti Ágústsdóttur. Kýr voru allar úti. Eldurinn kom upp í mjólkur- húsi og breiddist óðfluga út. Kom slökkviliðið frá Reykhól- um og gat það varið íbúðarhús- ið, en þá voru rúður byrjaðar að springa og viður að sviðna á þeirri hlið sem að fjósinu sneri, svo ekki mátti tæpara standa. Fjósið tók 16 kýr og hey er mikið skemmt af eldi og vatni. Einnig eyðilögðust mjaltavélar og mjólkurtankur. Sveinn Almennur fyrirlestur um Mössbauer-hrif DR. HUGO Keller. University of Illinois, Urbana og University of Zúrieh talar um Mössbauer-hrif og hagnýtingu þeirra föstudag- inn 26. september kl. 16:30 i stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvís- indadeildar við Iljarðarhaga. Rudolph Mösserbauer varð fyrstur til þess, árið 1958, að uppgötva tilveru gammageislunar án bakslagsorku. Þessi uppgötvun hefur síðan verið tengd nafni hans og kölluð Mössbauer-hrif. Þetta færði vísindaheiminum nýja að- ferð til rannsókna á innri gerð efnisins og hlaut hann eðlisfræði- verðlaun Nobels árið 1961. Möss- bauer-tæknin hefur síðan verið notuð með miklum árangri innan eðlisfræði og lífeðlisfræði svo að nokkur dæmi séu nefnd. Dr. Keller mun í fyrirlestri sínum fjalla mjög almennt um eðlisfræðilega undirstöðu þessa fyrirbæris og lýsa nokkrum dæm- um um hagnýtingu þess við rann- sóknir á ýmsum sviðum náttúru- vísinda. Eðlisfra'ðifélag íslands. Eðlisfra'ðiskor Háskólans. Tískusýning að Hótel Loftleiðum alla föstudaga kl. 12.30—13.00 Þaö nýjasta á hverjum tíma af hinum glæsilega íslenska ullar- og skinnafatnaði ásamt fögrum skartgripum verður kynnt í Blómasal á vegum islensks heimilisiðnaðar og Rammagerðarinnar. Modelsamtökin sýna. Víkingaskipið vinsæla bíður ykkar hlaðið gómsætum réttum kalda borösins auk úrvals heitra rétta. Guöni Þ. Guðmundsson flytur alþjóðlega LDI tónlist, gestum til ánægju. IQJ matarins meéfallegum hnífapörum sem fara vel í hendi Gense hnífapörin eru þróun áratuga fram- leióslu. Þau standast ítrustu kröfur sem gerðar eru á heimsmarkaðinum. KRISTJÓD SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113. SMIOJUSTlG 6, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.