Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 15 Josy Barthel, samgöngumála- ráðherra Luxemborgar, sagði á blaðamannafundi fyrir síðustu helgi, að hann undraðist hve seint íslensk stjórnvöld hefðu áttað sig á vanda Atlantshafsflugsins. Það hefði ekki gerst fyrr en í júlí eða ágúst í sumar. Þessi yfirlýsing kemur mér und- arlega fyrir sjónir, því að stöðugt samband hefur verið milli ráð- herra og ráðuneyta beggja landa um þennan vanda í tæplega tvö ár. Að vísu virðist núverandi ríkis- Benedikt Gröndal: héðan til Luxemborgar og átti enn víðtækar viðræður, en ráðuneytis- stjórar utanríkisráðuneytanna voru í forsæti, og að sjálfsögðu fulltrúar samgönguráðuneytanna við hlið þeirra. Um þetta leyti fóru forstjórar Flugleiða fram á við utanríkis- ráðuneytið, að leitað yrði heimild- ar til þess, að í sumum ferðum mætti félagið fljúga beint milli Bandaríkjanna og Luxemborgar, og töldu þeir að þetta mundi verulega bæta stöðu félagsins til að vera hótun, en hefur ekki verið nefnt í seinni viðræðum. 5) Lengi var talað um stofnun nýs farþegaflugfélags fyrir langar leiðir, sem Luxair ætti meirihluta í, en Cargolux og Flugleiðir gætu átt hluti í. Skýrt var þá tekið fram, að þetta flugfélag ætti ekki að fljúga til Bandaríkjanna eða Bahama, heldur nýjar leiðir í suður- og austurátt. Við þetta verður að bæta, að innbyrðis ósamkomulag er ekki aðeins okkar megin í þessu máli, heldur einnig í Luxemborg, þar sem hagsmunir félaga, einstakl- inga og ráðuneyta togast oft á. Undirstaðan í samstarfi Flugleiða og Luxemborgar stjórn ekki hafa tekið við sér fyrr en uppsagnir starfsfólks Flugleiða náðu hámarki í sumar, en tvær ríkisstjórnir á undan henni höfðu mikið með málið að gera. Ekki get ég þó fullyrt um, hvað kann að hafa gerst í málinu á bak við tjöldin. Segja má, að Flugleiðir hafi kallað stjórnvöld til aðstoðar í núverandi kreppu Atlantshafs- flugsins í októberlok 1978. Þá sendu framkvæmdastjórar félags- ins Barthel bréf, þar sem þeir óskuðu eftirgjafar á lendingar- gjöldum félagsins á flugvellinum í Luxemborg. Sams konar beiðni var síðar send utanríkisráðuneyt- inu hér varðandi lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli. í desember 1978 voru ég og Gaston Thorn, þáverandi forsæt- is- og utanríkisráðherra Luxem- borgar, staddir á sama ráðherra- fundi í Brussel. Áttum við þar langar viðræður um samvinnu ríkjanna í flugmálum, og kom þar fram, að nokkur undiralda var í samstarfinu, þrátt fyrir slétt yfir- borð. Var ljóst, að ríkisstjórn Luxemborgar óttaðist, að hin mikla starfsemi Flugleiða í landi hennar stæði höllum fæti. Ég fullyrti á móti, að íslendingar vildu halda samstarfinu áfram og hygðu ekki á neinar grundvallar- breytingar, þótt á móti blési þessa stundina. Eftir þennan fund afhenti Thorn mér minnisblað með því helsta, sem hann hafði sagt. Kom ég efni þess til forstjóra Flugleiða og bað þá að gera grein fyrir ýmsum atriðum, sem að þeim sneru. Hinn 25. janúar 1979 var greinargerð þeirra send til Lux- emborgar. Málin voru nú til athugunar hjá báðum aðilum, enda aðalfundir Cargolux og Flugleiða framundan og mikilvægt, hvað þar gerðist. Um miðjan maí fór sendinefnd frambúðar. Enda þótt beint flug mundi leiða til tekjutaps fyrir íslendinga á Keflavíkurvelli, var talið rétt að reyna þetta ef það gæti orðið til að bjarga Atlants- hafsfluginu. Ég fór til Luxem- borgar og átti aftur fund með Thorn. Fékkst leyfi Luxemborgar fyrir beinu flugi og raunar al- mennt loforð um allan hugsan- legan stuðning við Flugleiðir í erfiðleikum félagsins. Vestan hafs gekk Hans G. Andersen ambassa- dor í málið og tókst að fá heimild bandarískra yfirvalda. Einnig fékkst heimild fyrir fleiri lend- ingarstöðum í Bandaríkjunum, þó ekki í Kaliforníu, sem Flugleiðir höfðu óskað eftir. Mál þessi voru rædd á fundum í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar þrívegis í mars og maí 1979. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins hélt málinu áfram, og um miðjan janúar 1980 kom hingað til lands sendinefnd frá Luxemborg, skipuð þeim Barthel samgönguráðherra, Paul Helminger aðstoðarutanrík- isráðherra og fleiri embættis- mönnum auk forstjóra Luxair. Enn fóru fram víðtækar umræður, og var gerð formleg bókun að þeim loknum, undirrituð af Barthel og Magnúsi Magnússyni, sem þá var samgönguráðherra. Síðasta atriði þess samkomulags var að setja á fót fasta samstarfsnefnd, en af einhverjum ástæðum var það ekki gert eftir að núverandi ríkisstjórn kom til valda. Gagnkvæm tortryggni Það sem ég kalla undiröldu þessara mála er gagnkvæm tor- tryggni, sem skapast hefur milli ráðamanna Flugleiða og Luxem- borgarmanna undanfarin 2—3 ár, og kann að eiga sér dýpri rætur. Flest eða öll atriði, sem þar eru að verki, hafa verið rædd í þeim viðræðum, sem ég hef nefnt og hefur vafalaust borið á góma á fundum Steingríms Hermanns- sonar í síðustu viku. En því nefni ég þessi mál opinberlega, að ég tel knýjandi nauðsyn að eyða þessari tortryggni, svo að samstarf geti verið snurðulaust í baráttunni við þá erfiðleika, sem nú verður að yfirstíga. Hér fara fyrst á eftir nokkur atriði, sem hafa valdið tortryggni meðal íslendinga í garð Luxem- borgarmanna: 1) Svo hefur virst í seinni tíð, sem Luxemborgarmenn og yfir- völd þar í landi hefðu sterkan hug á að ná meiri yfirráðum yfir flugmálum sínum, sem eru að miklu leyti í höndum útlendinga. Þetta er vafalaust rétt mat, en gæti komið við hagsmuni íslend- inga. 2) Óttast er, að Luxemborgar- menn vilji ná til sín hlutabréfum Flugleiða í Cargolux til að hafa þar meirihluta og gera félagið að „National Carrier". í seinni við- ræðum hafa þeir dregið úr þessu og kallað það langtíma hugmynd. 3) Óttast er, að þeir vilji eign- ast hlut í Flugleiðum, en þetta hefur ekki verið staðfest. 4) Vitað er, að Luxemborgar- menn hafa þreifað fyrir sér í Washington um loftferðasamning, er heimili þeim beint flug milli Bandaríkjanna og Luxemborgar, 3em gæti orðið í samkeppni við Flugleiðir. Þetta hefur líklega átt Á myndinni eru, talið frá vinstri: séra Björn Jónsson, Marinó Árnason, Björn Ágústsson og Bjarni Sveinsson forntaður Sjómanna- dagsráðs. Á myndina vantar Halldór Árnason. Akranes: Heiðraðir á sjómannadag Þar ytra má sjá allhart valdatafl í flugmálunum. Þá er að líta á hina hliðina og geta þess, sem virðist hafa valdið tortryggni Luxemborgarmanna gagnvart Flugleiðum: 1) Þeir sáu snemma vaxandi erfiðleika Flugleiða í harðri sam- keppni, m.a. vegna skorts á breið- þotu og þess króks á flugi, sem það var að koma við á íslandi. Þetta gerði þá órólega þegar 1978. 2) Luxemborgarmenn hafa ver- ið mjög tortryggnir út í hin nánu samskipti Flugleiða við ameríska félagið Seaboard & Western. Þeir hafa jafnvel óttast, að Flugleiðir ætluðu að slíta sam- starfi við Luxemborg og taka upp nýtt samstarf við Seaboard, e.t.v. gegn Cargolux. Samstarf Sea- board og Air Bahama í Indlandi kynti undir þennan ótta. 3) Luxemborgarmönnum voru það vonbrigði, að Flugleiðir skyldu kaupa DC-10 af Seaboard, en ekki hafa samstarf við Cargo- lux með því að kaupa 747 eins og það félag. 4) Þeim voru mikil vonbrigði, að Seaboard skyldi fá viðhald á DC-8 vélunum, en Cargolux skyldi ekki fá það verkefni. 5) Loks hefur þeim mislíkað, að Flugleiðir og sænskt skipafélag skuli eins og fóstbræður halda fast í meirihluta í Cargolux, en heimamenn vera þar í minnihluta. Af öllu þessu verður ljóst, að sennilega hefði verið óhjákvæmi- legt að taka samstarf íslands og Luxemborgar í flugmálum til endurskoðunar, þótt annað hefði ekki komið til. Nú hafa erfiðleikar Flugleiða magnast svo mjög, að við sjálft liggur að samstarfið hrynji eins og spilaborg eftir rúmlega aldar- fjórðung. Þessari hættu verður að bægja frá, svo að það verði þrautreynt, hvort ekki er unnt að halda áfram flugi til Luxemborgar og öðru samstarfi. Það er tví- mælalaust brýnt hagsmunamál íslendinga, að þetta takist, bæði hvað snertir atvinnu, samgöngur, fjármál og reisn þjóðarinnar. Takist að leysa þennan mikla vanda, er rétt að láta ekki þar við sitja, heldur reyna að eyða tor- tryggni og ná samkomulagi um þau atriði önnur, sem ég hef drepið á. Rangæingur: Hvetur til aukinnar atvinnuuppbyggingar EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt samhljóða á félagsfundi i Verkalýðsfélaginu Rangæingi: „Almennur félagsfundur í Verka- lýðsfélaginu Rangæingi, haldinn sunnudaginn 21. sept. 1980 skorar á þingmrnn Suðurlandskjördæmis að beita sér nú þegar fyrir ráðstöfunum til aukinnar atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. í þessu sambandi bendir fundurinn sérstaklega á það alvar- lega atvinnuástand sem fyrirsjáan- lega skapast á Suðurlandi þegar virkjunarframkvæmdum við Hraun- eyjarfoss lýkur. Þá mótmælir fundurinn því, að ekkert tillit hefur verið tekið til alvarlegs atvinnuástands á Suður- landi við uppbyggingu atvinnu- greina, sem byggjast á raforku úr sunnlenskum fallvötnum. Fundurinn telur að samtök verka- fólks á Suðurlandi geti ekki lengur unað slíkri nýlendustefnu, sem í þessum málum hefur ríkt og hljóti því að snúast til varnar með öllum tiltækum og löglegum ráðum." Akranesi. 24. sept. ÞAÐ er aldrei of seint að birta mynd af heiðruðum sjómönnum, sem unnið hafa landi sinu og þjóð vel og lengi. Á síðasta sjómannadegi á Akra- nesi sem leið með hefðbundinni dagskrá voru eftirtaldir skipstjór- ar heiðraðir: Björn Agústsson, Halldór Árnason og Marinó Árna- son. Július

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.