Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 gfgwwftfnftifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakið. Mannúðarstefna og málsmeðferð Mál franska flóttamannsins Patrick Gervasonis er nú orðið að bitbeini stjórnmálamanna hérlendis og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hóta Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra, að hlaupa úr stjórnarsamstarfinu verði ekki fallið frá þeirri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að Gervasoni skuli fluttur nauðugur úr landi. Slík framvinda þessa máls kemur ekki á óvart, þegar allur málatilbúnaður er skoðaður. Patrick Gervasoni fór frá Frakklandi til að komast hjá því að gegna herþjónustu. Við liðhlaupi liggur refsing í öllum löndum og bíður hún að öllu óbreyttu Gervasonis, um leið og hann kemur aftur inn fyrir frönsk landamæri. Þótt hann hafi brotið frónsk lög munu frönsk yfirvöld ekki krefjast framsals á honum. Á meðan Gervasoni dvaldist í Kaupmannahöfn komst hann í kynni við íslenska vinstrisinna þar. Þeir eru helteknir af andúð sinni á varnarliðinu á íslandi og aðild landsins að Atlantshafsbandalag- inu. Þegar Gervasoni lét í ljós áhuga á að komast til íslands og fá hér landvist, gripu vinstrisinnarnir íslensku til þess ráðs að nota hann í baráttu sinni gegn öryggi íslands og tóku að kynna hann sem ofsóttan einstakling, svo friðelskandi að hann sneri baki við ættjörð sinni til að komast hjá hermennsku. Þannig kynningar- starfsemi á vegum þessara afla hér á landi vekur enga samúð hjá öllum þorra Islendinga. Segja má. að Gervasoni hafi lent í íslenskum tröllahöndum og því hafi bæði hann og málstaður hans fengið óorð á sig. Síðan fréttist það, að Gervasoni væri kominn til íslands á fölskum skilríkjum. Lögleg yfirvöld fjölluðu um mál hans og komust að þeirri niðurstöðu, að ekki væri efni til að fallast á að honum „verði veitt landvistarleyfi hér á landi sem pólitískum flóttamanni eða af ððrum ástæðum." í samræmi við þetta l'ól dómsmálaráðuneytið lögreglustjóranum í Reykjavík að sjá til þess að Gervasoni yrði fluttur úr landi. Samkvæmt þeim fyrirmælum var hann síðdegis á mánudag fluttur til Keflavíkur- flugvallar í veg fyrir flugvél til Kaupmannahafnar en þaðan strax aftur, eftir að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra höfðu séð fjaðrafokið hjá kommúnistunum í stjórnarliðinu. Með frestun á framkvæmd fyrirmælanna hefur dómsmálaráðherra gefið kost á því, að hann verði beittur pólitískum þrýstingi í málinu og leiðin til þess virðist vera í gegnum skrifstofu forsætisráðherra. Mál sem er jafn viðkvæmt og þetta í augum stjórnarsinna hefði auðvitað átt að ræða í ríkisstjórninni, áður en ákvörðun var tekin og ef til vill hefur það verið gert, þótt eftir á kannist ráðherrar ekki við það. Meðferð ríkisstjórnarinnar á máli Gervasonis er f.\ rir neðan allar hellur og ber alls ekki vott um, að þar ráði mannúðarsjónarmið hið minnsta heldur þröngsýn pólitísk viðhorf eins og nú er að koma í ljós. Frá mannúðarsjónarmiði eru margvíslegar forsendur,. sem mæla með því að Patrick Gervasoni fái landvistarleyfi á íslandi. Verði brottför hans héðan til þess, að hann hafni í frönsku fangelsi væri vissulega sárskaukafullt að gera hann brottrækan. Hitt er einnig dapurlegt að fylgjast með því, hvernig þessi landlausi einstaklingur hefur óafvitandi orðið leiksoppur þeirra þjóðfélagsafla hér á landi, sem bera minnsta virðingu fyrir frelsi einstaklingsins og örlögum hans en leggja höfuðáherslu á múgmennskuna. Þrugl Þjóðviljans um það, að með ákvörðun dómsmálaráðuneytisins sé verið að þjóna hagsmunum „NATO- hershöfðingja" í Frakklandi er til marks um það, hvað fyrir blaðinu og fylgismönnum þess vakir. En slíkar ritæfingar í þágu herstöðvaandstæðinga geta ekki ráðið örlögum Gervasonis, þær hafa við engin rök að styðjast (Þjóðviljanum til fróðleiks má svo sem geta þess, að franski herinn telur það ámælisvert sé hann kallaður „NATO-her" enda er sú nafnbót röng). ÖIl sú málsmeðferð, sem hér hefur verið rakin, er til þess eins fallin að koma í veg fyrir, að Patrick Gervasoni sé litinn réttu auga af Islendingum. Hann hefur verið kynntur okkur á þann veg, að menn geta óttast, að fái hann landvistarleyfi á íslandi fái landið það orð á sig, að það sé sérstakur griðastaður fyrir þá, sem neita að hlíta lögum landa sinna og gegna herþjónustu. Síst af öllu höfum við þörf fyrir slíka landkynningu. Frá mannúðarsjón- armiði er skynsamlegast að veita Gervasoni landvist hér á landi, þótt æskilegast sé að skýrt liggi fyrir, hvaða viðurlög bíða hans í heimalandi hans Frakklandi, snúi hann þangað aftur. Islendingar í Irak: Varð að f lýja Basra vegna lof tárásanna „ÉG VARÐ VITNI að nokkrum sprengi- árásum í Basra og það er ógleymanleg reynsla. Fyrst komu sprengjurnar á ógnarhraða og sprungu löngu áður en orrustuvélarnar komu. Þær flugu mjög lágt og komu olhim að óvörum. Hávaðinn frá þeim var óskaplegur," sagði Þórhall- ur Guðmundsson, íslenskur tækni- fræðingur sem starfað hefur á vegum norska vátryggingafélagsins DET NORSKE VERITAS í suðurhluta íraks. Hann var staddur í borginni Basra þegar íranskar orrustuflugvélar gerðu árás á borgina í fyrradag. Þórhallur lagði þegar af stað frá írak áleiðis til Kuwait, en varð i fyrstu atrennu að hverfa frá landamærum Iraks og Kuwait vegna langra biðraða sem þar voru. í býtið í gærmorgun lagði Þórhall- ur aftur af stað og hann kom til Kuwait síðdegis í gær. Miklum erfiðleikum er bundið fyrir flóttamenn að komast frá írak þar sem stjórnvöld reyna að fylgjast nákvæmlega með því hverjir fara yfir landamærin. Morgunblaðinu tókst að ná sambandi við Þórhall í Kuw- ait í gær og hann lýsti sprengiárás sem hann varð vitni að í gærmorgun þegar íranir sprengdu olíuhreins- unarstöð í Basra í loft upp. Fyrst komu orrustuvélarnar á mikilli ferð og flugu mjög lágt, nánast við jörð. Þær sendu frá sér eldflaugar sem sprungu í olíuhreinsunarstöð- inni sem síðan stóð í ljósum logum í allan gærdag. Þórhallur sagði að fólk á þessu svæði væri nokkuð taugaóstyrkt, en þar væri alls ekki nein skelfing ríkjandi, þó hefði fólk þyrpst út á göturn- ar er árásirnar hófust. Þegar átökin voru komin á þetta stig, varð öllum útlendingum ljóst að skynsamlegast væri að hafa sig á brott. Þórhallur hefur unnið hjá Det Norske Veritas undan- farin ár, við hönnunar- og framkvæmdaeftirlit. Hjá fyrirtækinu er mikill hluti norska skipaflotans tryggður og einnig margir plíuborpall- anna í Norðursjó. Þórhallur vann á vegum fyrirtækisins í Norðursjónum, áður en hann fór til Iraks. Við vinnu sína þar hafði Þórhallur aðsetur á Alexander Kjelland sem sökk í vor. Aðeins hálfum mánuði áður en borpallurinn sökk hafði Þórhallur verið fluttur til íraks, en þar hafði hann það verkefni að líta eftir framkvæmdum við gas- hreinsunarstöð í Basra. Þórhallur hafði dvalið í sex mánuði í írak og hann sagðist hafa kunnað vel við sig þar, þangað til síðustu daga. „Þessi þræta hefur staðið yfir í mörg ár milli írana og íraka, en síðustu tvær vikur hafa átökin harðnað og bar- dagar brotist út á landamær- unum," sagði Þórhallur. „Fyrir viku fóru þeir að gera árásir á hernaðarlega mikil- væg mannvirki og þetta hefur smám saman færst í aukana. Fyrst réðust írakar inn í íran og daginn eftir svöruðu íranir í sömu mynd. Þeir virðast leggja áherslu á hernaðarlega Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum af Þórhalli Guðmunds- syni og konu hans, Herdisi Pálsdóttur. Með þeim á myndinni er eitt þriggja barna þeirra. Ég fer ekki til Bagdad á meðan þetta ástand varir - segir Unnur Birgisdóttir „ÞAÐ VAR farið að bera á talsverðri spennu meðal fólks í Bagdad og maður vissi að herafli landsins var við öllu búinn á landamærum írans og íraks," sagði Unnur Birgisdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Unnur og franskur eiginmaður hennar hafa búið í Bagdad undanfarið ár, en maður hennar, sem er verkfræðingur að mennt, hefur starfað á vegum fransks fyrirtækis í Irak og unnið að uppsetningu á ýmsum tækjum í sjúkrahús. Unnur fór frá Bagdad í maí og hefur dvalist á íslandi í sumar. Hún var á förum til íraks þegar fréttir af hinum harðnandi átök- um íraka og írana bárust og mun því breyta ferðaáætlun sinni. „Ég fer ekki til íraks á meðan þetta ástand varir," sagði Unnur. Hún sagði að maður hennar hefði aðallega unnið í Bagdad, en einnig í öðrum borgum svo sem Erbil og Mosul. Hann hefur verið í Irak í sumar og sagði Unnur að síðustu vikur hefðu átökin smám saman færst í aukana. Allt eftirlit hefði verið hert í landinu og maður hennar þyrfti að gera nákvæma grein fyrir ferðum sínum. Hún sagði að styrjaldarástandið hefði legið í loftinu nokkurn tíma og nefndi til dæmis um það banatilræðið sem menntamálaráðherra lands- ins var sýnt um páskana. Áður en hún fór frá írak í maí hafði Khomeini lýst Hussein forseta íraks réttdræpan og sambúð ríkjanna var orðin mjög stirð. Engar fréttir hafa borist frá eiginmanni Unnar síðustu dæg- ur, vegna þess hve erfiðlega gengur að ná símasambandi. mikilvæg mannvirki og sjálf- ur hef ég verið á nokkuð öruggu svæði í útjaðri Basra, fjarri öllum olíuhreinsun- arstöðvum. Miklar fram- kvæmdir hafa verið í borg- inni undanfarið; þar er verið að smíða olíuhreinsunarstöð, efnaverksmiðju, stáliðjuver og fleiri stórfyrirtæki. í borg- inni búa 900 þúsund manns og þar hefur dvalist talsverð- ur hópur erlendra sérfræð- inga. I fyrradag hófu íranir árásir sínar á borgina með því að sprengja upp efnaverk- smiðju og olíuhreinsunar- stöð." Þórhallur sagði, að hann hefði aldrei verið í neinni lífshættu og að hann myndi fara frá Kuwait til Kaup- mannahafnar á morgun áleiðis til Ósló. Þar mun hann hitta konu sína, Herdísi Páls- dóttur, og þau koma síðan til íslands um miðjan október. Þess má geta að Þórhallur er sonur hjónanna Guðmundar Magnússonar og Svövu Bern- harðsdóttur og bróðir þeirra Bernharðs Guðmundssonar blaðafulltrúa þjóðkirkjunnar og Kristjáns Guðmundssonar æskulýðsfulltrúa í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.