Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 írakar virða frelsi skipa á Persaflóa París, 25. septomher. AP. Varaforsætisráðherra íraks, Tarek Aziz. sa«ði Valery Giscard d'Kstaing Frakklandsforseta í dag, að írakar vildu ekki skipta sér af siglinKum á Persaflóa að sögn talsmanns forsetans. Ráðherrann sagði líka, að Irak- ar hefðu ekki áhuga á öðru írönsku landi en umdeildum landamærasvæðum. Ráðherrann tjáði forsetanum, að Irakar hygð- ust ekki hafa her sinn á írönsku landi. Giscard d’Estaing lagði áherzlu á mikilvægi þess, að Bagdad- stjórnin lýsti sig reiðubúna sem fyrst til samningaviðræðna, og benti á að múhameðstrúarríki gætu gegnt sérstöku hlutverki í tilraunum til að finna lausn. Forsetinn lagði einnig áherzlu á mikilvægi frjálsra siglinga á Persaflóa og Hormuz-sundi. írakar kaupa mikið af vopnum af Frökkum og þau mál voru og rædd. Blaðið Le Monde segir, að írakar eigi að fá fyrstu Mirage- þotur sínar af 60 í nóvember og þeir semji um smíði á Alphajet- æfingaþotum. Siglingar eðliletíar Lloyd’s skipatryggingafélagið segir, að siglingar olíuskipa um Hormuz-sund hafi verið með eðli- legum hætti í dag. Talsmaður Shell tók í sama streng, en sagði að siglingarnar gengju hægar * Israelskir þingmenn ræða við Arafat Tel Aviv, 25. septemher. AP. FJÓRIR vinstrisinnaðir israelsk- ir stjórnmálamenn. þar á meðal tveir þingmenn, hittu Yasser Arafat, leiðtoga Frclsissamtaka Palestínumanna (PLO). að máli í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem israelskir stjórnmálamenn ræða við Arafat, en þeir hafa áður rætt við aðra fulltrúa PLO. Viðræður þessar fóru fram á friðarráðstefnu sem haldin er í Sofíu í Búlgaríu og sögðu ísraels- mennirnir að þeir hefðu aðeins rætt friðarhorfur milli ísraels- manna og araba á fundinum með Arafat. Israelsstjórn viðurkennir ekki PLO og hefur Begin forsætisráð- herra lýst þeim sem samtökum hryðjuverkamanna og morðingja. Viðræður þessar hafa verið for- dæmdar af ýmsum stjórnmála- mönnum í Israel og sagði einn ráðherra Begins þær vera glæp- samlegt athæfi. fyrir sig en venjulega. Þetta var tekið fram vegna vaxandi ótta og óstaðfestra frétta um, að olíusigl- ingar hefðu stöðvazt. Japanskt olíuskip hefur þó laskazt nokkuð í ioftárás írana á íröksku höfnina Umm Qasar. Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti sagði í gær, að truflun á olíuflutningum „mundi valda al- varlegri ógnun" og Bandaríkin ráðfærðust við aðrar þjóðir um leiðir til að mæta hættunni. Við- ræðurnar miða að því að Horm- uz-sundi verði haldið opnu. Hann ítrekaði, að Bandaríkin mundu ekki taka þátt í bardögunum og neitaði ásökunum Iraka um að þeir styddu Irani. “Siglingafrelsi á Persaflóa skiptir öll ríki heims gífurlega miklu máli. Nauðsynlegt er, að engin árás verði gerð á þetta frelsi skipa til að sigla til og frá Persaflóasvæðinu," sagði Carter. Lloyd’s-félagið sagði í gær, að vestræn ríki væru „vel undirbúin", ef Hormuz-sundi yrði lokað. Olíu- birgðir landanna væru í hámarki og vestræn ríki gætu þolað skammtíma útflutningsstöðvun. Veður víða um heim Akureyri 10 rigning Amtterdam 21 ekýjaó Aþena 30 heióekírt Berlín 19 skýjaö Chicago 21 rigning Feneyjar 25 heióskírt Frankfurt 22 skýjaó Færeyjar 11 rigning Genf 20 heióskirt Heleinki 14 heiöekirt Jóhannesarborg 14 þoka Kaupmannahöfn 15 heíóekírt Lae Palmas 25léttskýjað Lieeabon 30 heióekírt London 19 skýjaó Loe Angelee 29 heióskírt Madrid 27 heióekírt Malaga 26 léttekýjaó Mallorca 27 léttekýjaó Miami 30 skýjaó Moekva 6 skýjaó New York 21 rigning Oelo 14 skýjaó Reykjavík 10 súld Ríó de Janeiro 24 skýjaó Rómaborg 29 heióskýrt Stokkhólmur 15 skýjaó Tókýó 18 rigning Vancouver 16 skýjaó Vinarborg 18 skýjaó Þetta gerðist 1977 — Laker-ferðir hefjast. 1972 — Henry Kissinger ræðir við n-víetnamska fulltrúa í Par- ís. 1971 — Richard Nixon fer til Anchorage til fundar við Hiro- hito. 1969 — Vinstrisinnaðir herfor- ingjar steypa stjórn Bólivíu. 1965 — Juan Bosch, fv. forseti Domingo-lýðveldisins, snýr aft- ur. 1962 — Ahmed Ben Bella kosinn forsætisráðherra í Alsír. 1950 — Her SÞ nær Seoul aftur á sitt vald. 1937 — Arabar myrða stjórn- arfulltrúa Breta í Galíleu. 1934 — „Queen Mary“ hleypt af stokkunum. 1928 — 33 ríki staðfesta Kell- ogg-Briand-samninginn, sem bannar stríð og kveður á um friðsamlega lausn deilumála. 1918 — Orrustan við Meuse- Argonne og tilraunin til að rjúfa Hindenburg-línuna hefst. 1914 — Orrustan við Niemen- fljót milii Þjóðverja og Rússa hefst. 1907 — Nýja-Sjáland verður sjálfstætt samveldisríki. 1833 - Vilhjálmur IV veitir Hannover frjálslynda stjórn- arskrá. 1809 — Rússar sigra Tyrki við Brailoff, Rússlandi. 1679 — Lundar-samningur Svía og Dana, sem missa alla land- vinninga. Afmæli: Cuthbert Collingwood, enskur sjóliðsforingi (1759— 1810) — George Gershwin, bandarískt tónskáld (1898— 1937) - Páil páfi VI (1897- 1978) — John Dalton, enskur efnafræðingur (1766—1844). Barn í Bagdad (AP-slmamynd) Myndin er af lítilli stúlku í Bagdad sem særðist þegar flugskeyti frá íranskri herþotu lenti ú heimili hennar. Myndinni dreifði írakska fréttastofan og har hún yfirskriftina: Fórnarlamb Khomeinis. Sadat hvetur til byltingar í Iran London. 25. september. AP. ANWAR Sadat, Egyptalands- forseti, sagði í viðtali við bandarískan blaðamann í dag, að styrjold íraka og írana veitti íranska hernum ágætt tækifæri til að steypa Ayatoliah Khomeini og hvatti Bandarikin til að styðja her- byltingu í íran. Sadat sagði að „hver sem væri“ væri betri en Khomeini, og jafnvel þótt honum yrði ekki steypt, yrði styrjöldin „alvarlegt áfall" fyrir hina íslömsku byltingu trúarleið- togans. Hann sagði að olíuríki araba við Persaflóa hefðu verið „titr- andi á beinunum" síðan ír- anskeisara var steypt í fyrra pg mundu fagna herbyltingu í Innlent: 1160 f. Guðmundur biskup Arason — 1270 Ormur Ormsson Svínfellingur ferst með skipshöfn sinni við Hörðaland — 1870 f. Kristján X — 1904 Samningurinn við Mikla nor- ræna um lagningu sæsíma und- irritaður — 1915 Minnisvarði Kristjáns X afhjúpaður — 1951 Mæðiveiki finnst í Strandasýslu og 1200 lömbum slátrað — 1960 Fundur Ólafs Thors og Harold Macmiilans á Keflavíkurflug- velli — 1972 Átta farast með Friendship-flugvél Flugfélagsins á Mykjunesi í Færeyjum — 1918 f. Halldór Pétursson — 1918 f. Ólafur Jóhann Sigurðsson. örð dagsins: Öll fjarstæða á sér einhvern talsmann — Oliver Goldsmith, enskt skáld (1728— 1774). Forsetinn bætti því við, að Bandaríkin ættu að vera reiðubúin að styðja hvers kon- ar byltingu, benti á útþenslu- stefnu Rússa á þessum slóðum og hvatti Bandaríkjamenn til að vera vel á verði og iáta Moskvu-stjórnina ekki hagn- ast á ástandinu. Sadat hét því ennfremur að leyfa Bandaríkjamönnum að nota egypzkar herstöðvar til að komast til Persaflóa. „Ég mun veita Bandaríkjamönnum aðstöðu til að komast til Persaflóa til að hjálpa hvaða arabaríki sem vera skal,“ sagði hann. Það var John Wallach, blaðamaður Hearst-blaðaút- gáfufyrirtækisins, sem hafði viðtalið við Sadat. Hann skýrði frá viðtalinu í samtali við BBC. „Eins og send- ing af himni44 - sagði Bagdadbúi um stríðið Tchoran. Ilaxdad. 25. sept. AP. ALLT virðist vera með kyrrum kjörum í Teheran og fólk ró- legt, þrátt fyrir loftárás á borgina fyrr i vikunni og al- gera myrkvun á nóttunni. í Bagdad i írak fylgist fólk með útvarps- og sjónvarpsfréttum frá stríðinu af sama áhuga og ákafir íþróttaunnendur. „Lífið gengur sinn vanagang og ekkert sérstakt er um að vera,“ sagði Teheranbúi en bætti því við, að fólk hefði verið hvatt til að gerast sjálfboðaliðar í hernum. „Fólk er mjög rólegt en það er reitt við írani og eru fyrirhugaðar mótmælagöngur á morgun,“ sagði Teheranbúinn. íranska þingið hefur frestað umræðum um örlög bandarísku gíslanna og hafa engar fréttir borist af þeim. „Stríðið er eins og sending af himni," sagði Hussein Aly, 73ja ára gamail leigubílstjóri í Bag- dad. „Um 25—30 ára skeið hefur allt gengið vel í samskiptum landanna, en svo kemur þessi fasistastjórn og fer að abbast upp á okkur. Ég lifði heimsstyrj- öldina fyrri og þá síðari, en ég held að þessi sé mikilvægust fyrir íraka.“ íraksstjórn hefur boðið nokkr- um hundruðum fréttamanna víðs vegar að úr heiminum til íraks og fengið þeim inni í besta hóteli Bagdadborgar. Frá hótel- inu hafa þeir getað fylgst með loftárásum og loftbardögum milli íraka og Irana. Ráðamenn í öðrum arabaríkj- um eru mjög áhyggjufullir vegna ástandsins en haft var eftir vestrænum sendimanni, að þeir „grétu það þurrum tárum þó að rostinn væri lækkaður í írönum". - Varnarmálaráðherra íraks sagði á blaðamannafund- inum, að Irakar gerðu sér vonir um að íranir viðurkenndu yfir- ráðarétt íraka yfir hinum um- deildu landsvæðum. Hann lét þó í Ijós ótta um, að íranir.skildu ekki að írökum væri full alvara með stríðsaðgerðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.