Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
27
Ljósm. AS.
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við tengibrautina, sem
liggja mun frá Stekkjarbakka niður á Reykjanesbraut eða
Breiðholtsbraut öðru nafni. Er þarna um að ræða stytztu
leið frá Reykjanesbraut upp í Hólahverfi í Breiðholti.
200 ára afmæli Landakirkju:
Hátíðarguðsþjón-
usta, orgeltónleik-
ar og kirkjusaga
HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnes-
prófastsda'mis verður haldinn í
Vestmannaeyjum nk. iaugardag
og sunnudag í tilefni af 200 ára
afmæli Landakirkju. Klukkan 5
á laugardagseftirmiðdag verða
haldnir orgeihljómleikar í
Landakirkju, en þar mun Jenni-
fer Batcs frá Bretlandi leika á
orgelið. Að loknum hljómleikun-
um mun Ólafur Gunnarsson
vcrkfræðingur flytja ágrip af
sogu Landakirkju. en faðir hans.
Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrvcr-
andi bæjarfógeti, hafði nýlokið
við að rita sögu Landakirkju
þegar hann féll frá.
Klukkan 10.30 á sunnudag verð-
ur hátíðarguðsþjónusta í Landa-
kirkju þar sem séra Jóhann S.
Hlíðar mun prédika en hann var
prestur Eyjaskeggja um langt
Mistök
EINS og lesendur hafa séð við
lestur minningagreina um
bórð Gislason sveitarstjóra á
bls. 30 í blaðinu í gær, féll
niður línan. sem benti á fram-
hald á bls. 38. — Þeim. sem
ckki hafa áttað sig á þessu, er
vinsamlega bent á að hafa
þetta i huga við lestur minn-
ingargreinanna. — Blaðið
biður aðstandendur og aðra
sem hlut eiga að máli afsökun-
ar á þessum mistökum.
árabil, en er nú prestur í Kaup-
mannahöfn. Þar munu Bragi Frið-
riksson prófastur og séra Kjartan
Örn Eyjaklerkur aðstoða við guðs-
þjónustuna, en kór Landakirkju
syngur undir stjórn Guðmundar
H. Guðjónssonar.
Góðaksturs-
keppni í
Reykjavík
REYKJAVÍKURDEILD Bindind
isfélags ökumanna efnir næsta
laugardag til góðaksturskeppni í
Reykjavík. Verður ekið vitt og
breitt um borgina og lagðar
ýmsar þrautir fyrir keppendur á
leiðinni. Lýkur keppni á malbik-
aða svæðinu við Laugardalsvöll-
inn og þar verða einnig lagðar
ýmsar þrautir fyrir keppendur,
sem reyna á ökuleikni.
Tilgangur BFÖ með góðakstri
sem þessum er að hvetja ökumenn
til góðra aksturshátta og efla
þekkingu þeirra á bílum sínum og
umferðarreglum, jafnframt því
sem þeir taka þátt í skemmtileg-
um leik, segir í frétt frá BFÖ.
Vonast félagið jafnframt til að
keppni sem þessi hvetji menn
almennt til umhugsunar um um-
ferðarmál, sem leitt gæti til far-
sælli umferðar.
F'jöldi þátttakenda er takmark-
aður við 20 og tekur skrifstofa
BFÖ við þátttökutilkynningum.
Kórskóli
Pólýfónkörsins
Munið að kennsla hefst nk. mánudag kl. 20.00 í
Vöröuskóla (á Skólavöröuholti).
Kennslugreinar:
Raddbeiting og öndun.
Heyrnarþjálfun.
Rytmaæfingar.
Nótnalestur.
Kennarar:
Ingólfur Guöbrandsson, söngstjóri.
Herdís Oddsdóttir, tónmenntakennari.
Siguröur Björnsson, óperusöngvari.
Ruth L. Magnússon, óperusöngvari.
Kennslugjald aðeins kr. 15.000 greiöist í fyrstu kennslu-
stund. Notfæriö ykkur þetta tækifæri til aö taka upp
þroskandi tómstundastarf og njótið leiðsagnar fyrsta flokks
kennara. Þátttaka tilkynnist í síma 21424 og 26611 á
daginn en 38955 og 72037 á kvöldin.
Svo fór
nú það
Jón minn
Jón Guðbjörnsson, gjaldkeri
Myntsafnarafélagsins, leit við
hjá mér á skrifstofunni á föstu-
daginn var. Ræddum við þá um
gullpeninginn íslenzka, 10.000
krónurnar, frá 1974. Sagðist Jón
hafa heyrt, að ekki fengjust
nema 100.000 krónur fyrir pen-
inginn hjá myntsölum og
gullsmiðum hér í bænum. Reikn-
uðum við þó út, að gullið í
peningnum væri 150.638 krónu
virði, miðað við að gullúnsan
væri á 650 dollara og gengi
dollars væri 515 krónur.
Ég heyrði svo í fréttunum á
mánudagskvöld, að gullúnsan
væri komin upp í 720 dollara og
gengið á dollar var 517 krónur á
þriðjudagsmorgun. Yfir helgina
hefir því peningurinn hækkað
um rúmar 16.000 krónur.
Það næsta sem ég gerði var að
kanna í Danmörku og Sviss hvað
fengist fyrir þennan gullpening.
Þetta gerði ég á fjarritanum á
skrifstofu minni. Einnig kannaði
ég svo markaðinn hér heima.
Árangurinn varð svo þessi:
Hér í Reykjavík virðist hin
nýja hækkun á gullverðinu ekki
hafa áhrif. Peningurinn er
keyptur á 100.000 krónur og
seldur út úr búð á 130.000
krónur.
Frá Kaupmannahöfn fékk ég
þær fregnir, að erfitt væri að
selja peninginn. Hann væri
skráður á 1400 danskar krónur í
verðlistum, eða um 130.000 krón-
ur, en gullverðið væri 158.000. Á
uppboði hjá Bruun Rassmussen
seldust danskir 20 krónu gull-
peningar á þriðjudag á 900—975
danskar krónur + söluskattur
22%, eða um 118.000 krónur.
Þessir dönsku gullpeningar eru
svipaðir íslenska gullpeningnum
á stærð. Nyboder Mönthus vildi
kaupa íslenzka gullpeninginn á
eftir RAGNAR
BORG
1278 danskar krónur eða um
118.000.
Ég hafði svo samband við Dr.
Gruber myntsala í Lichtenstein,
en myntsafnarafélagið hefir
verzlað við hann í 10 ár og er
hann einn virtasti myntsali í
Evrópu. Dr. Gruber sagðist
myndu gefa fyrir peninginn
161.700. Gengið á gullúnsunni
var þá 715 dollarar og tæki hann
3% í þóknun. Dr. Gruber sagði
engin vandkvæði á að selja
peninginn í svissneskum bönk-
um.
Það sem hér hefur komið í ljós
er að gullvirði peningsins er í
dag hærra en söfnunarvirði
hans. Þrátt fyrir að peningurinn
er óvenju fallegur og var sleginn
í takmörkuðu upplagi, eða 10.000
eintök. 10.000 krónu gullpening-
urinn inniheldur 13.95 grömm af
hreinu gulli. Gullúnsan er 31.3
gramm.
Myntsafnarafélagið hefur
vetrarstarfsemina á morgun
með fundi sem hefst klukkan
14.30 í Templarahöllinni.
Veriövelkomin
íbæinn
Gisting á Hótel Esju er til reiðu.
Viö bjóöum þér þægilega gistingu á
góöu hóteli. Herbergin eru vistleg og
rúmgóö, — leigö á vildarkjörum aö vetri
til. Héðan liggja greiöar leiðir til allra
átta. Stutt í stórt verslunarhverfi.
Laugardalslaugin og Laugardalsvöllur í
næsta nágrenni.Strætisvagninn
stoppar viö hóteldyrnar,með honum
ertu örfáar mínútur í miöbæinn.
A Esjubergi bjóöum viö þér fjölbreyttar
veitingar á vægu verði.
A Skálafelli, veitingastaðnum á 9. hæö
læturöu þér líða vel, — nýtur lífsins og
einstaks útsýnis.
7 6
Hér er heimili
þeirra sem Reykjavík gista
¥íHfÍL#~
Sudurlandsbraut4,sími82200Reykjavík