Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 33 Jón Helgason Minningarorð Mágur minn Jón Helgason, bif- reiðasmiður, Tryggvagötu 2, Sel- fossi, varð bráðkvaddur á heimili sinu að morgni laugardagsins 13. þ.m., sjötíu og fjögurra ára að aldri. Utför hans fer fram frá Selfosskirkju á morgun. Hann hafði kennt hjartasjúkdóms um skeið, en eigi að síður var hann svo lánsamur að geta stundað vinnu sína til síðasta dags. Jón var fæddur í Súluholtshjá- leigu í Villingaholtshreppi 13. júní 1906. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson bóndi þar og kona hans Kristín Jónsdóttir. Höfðu móður- foreldrar Jóns, Jón og Ingibjörg, áður búið í Súluholtshjáleigu. Föðurforeldrar hans Jón Þor- steinsson og Ásdís kona hans voru hins vegar búendur í Rútstaða- Norðurkoti í Gaulverjabæjar- hreppi. Eftir skamman búskap á fæð- ingarbæ Jóns fluttu foreldrar hans úr sveitinni og niður á Stokkseyri. Þar stundaði faðir hans sjóróðra. Ekki naut Jón þó lengi föður síns, því hann drukkn- aði 2. apríl 1908, þegar skipið, sem hann var á, fórst í brimgarðinum á Stokkseyri. Af áhöfn skipsins bjargaðist aðeins einn maður. Móðir Jóns stóð þá uppi með tvö ung börn, Jón á öðru ári og Þuríði, alsystur hans, sem var tveimur árum eldri. Ámundi bóndi í Kambi í Villingaholtshreppi bauð ekkj- unni og börnunum þá að koma til sín, og dvöldu þau hjá honum í fjögur ár. Rómaði Jón þá góðvild, sem Ámundi sýndi fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Móðir Jóns giftist aftur Guðmundi Magnús- syni frá Unaðsdal á Snæfjalla- strönd. Fluttust þau út á Eyrar- bakka árið 1914 og bjuggu þau síðast í Brennu, en við þann bæ var Jón oft kenndur síðan. Ekki eignuðust þau Kristín og Guð- mundur börn saman, en Guð- mundur reyndist börnum Kristín- ar hinn besti faðir og nutu þau mikils ástríkis stjúpföður síns. Fimmtán ára að aldri byrjaði Jón sjósókn á vetrarvertíð. Réri hann fyrst á árabátum frá Eyrar- bakka og Þorlákshöfn. Við þetta máttu unglingar á þeim tíma búa og þótti gott, ef þeir fengu pláss á skipi. Síðasta árið sem Jón stund- aði sjó frá Þorlákshöfn var hann á vélbáti og urðu það mikil um- skipti. Hann var síðan sjómaður á vélbátum bæði sunnan lands og „suður með sjó“, en að sumrinu var hann í vegavinnu víðs vegar um landið með vegavinnuflokki Guðmundur Páls- son - Minningarorð Guðmundur Pálsson, verslunar- maður, dó 10. júlí sl. Hann var fæddur 28. sept. 1900 og hefði því orðið áttræður næsta sunnudag. Foreldrar Guðmundar voru Páll Stefánsson og Ólöf Jónsdóttir er bjuggu á Álftanesi í Bessastaða- hreppi og stundaði Páll sjó- mennsku þar og síðar á skútum frá Reykjavík, en þangað fluttu þau árið 1913. Páll og Ólöf áttu sjö börn, sem fæddust öll á Álftanes- inu, eru fjögur þeirra látin: Þjóð- björg, Jóhanna, Guðný og Guð- mundur, en eftir lifa: Ingveldur, Guðbjörg og Gestur. Guðmundur kvæntist 6. okt. 1923 Finnborgu Helgu Finnboga- dóttur, fæddri á Siglufirði 29. apríl 1903, en hún lést 23. júlí 1962. Þau eignuðust 6 börn, þau eru: Jóhann Finnbogi, deildar- stjóri á Landspítala, kvæntur Láru Vifúsdóttur, innanhússarki- tekt; Ólöf Erla, gift Leo Hoffman, búa í Bandaríkjunum; Engilráð Ólína, gift Eugene Felegy, búa einnig í Bandaríkjunum; Pálhildur Sumarrós, gift Jóni Inga Júlíus- syni kaupmanni; Anton ýtustjóri, kvæntur Arnheiði Jónsdóttur; Sig- urður sjómaður, kvæntur Ingi- björgu Arnadóttur. Þá ólst upp að mestu hjá Guðmundi og Finn- borgu, dótturdóttir þeirra Finn- borg Guðmunda Sigmundadóttir Hansen, sem er gift og búsett í Bandaríkjunum. Eru börn og barnabörn þeirra systkina nálægt fimmtíu talsins. Guðmundur Pálsson vann versl- unarstörf mestan hluta ævi sinn- ar, t.d. á yngri árum við afgreiðslu í versluninni Vísi á Laugavegi 1 hjá Sigurbirni Þorkelssyni, sem er enn á lífi, 95 ára gamall. Var Guðmundur lipur við afgreiðslu og gamansamur í viðræðu við við- skiptavini sína. Fyrir nokkuð mörgum árum rak hann eigin kjötverslun á Hverfisgötu 74. Á unga aldri starfaði hann í barna- stúkunni Æskunni og lék í mörg- um leikþáttum, sem stúkan setti á svið í Góðtemplarahúsinu gamla. Oft var þröngt í búi hjá þeim Guðmundi og Finnborgu fyrr á árum, en þau voru bæði dugleg og samhent að bjarga sér og koma börnum sínum til þroska. Voru miklir kærleikar með þeim og börnum þeirra og barnabörnum, svo til fyrirmyndar var. Má segja að Guðmundi hafi aldrei fallið verk úr hendi og tók þá vinnu sem bauðst, þegar illa áraði. Var bjartsýni ogglaðlyndi Guðmundar slíkt, að hann lét aldrei bugast, þó oft væri lítið.til hnífs og skeiðar. Börn hans eru öll vel gefin og hafa erft glaðlyndi og kímnigáfu föður síns. Þegar ættingjar og vinir komu saman á gleðistundum var Guð- mundur hrókur alls fagnaðar, söng gamanvísur og gerði að gamni sínu á svo einstakan hátt, að allir veltust um af hlátri. En glaðlyndi Guðmundar var ekki sprottið af alvöruleysi, því hann, vel trúaður innst í hjarta sínu, sagði stundum að hann talaði við guð sinn eins og maður við mann og hefði oft verið bænheyrður, enda ekki beðið um þessa heims hégóma. Þegar Guðmundur missti konu sína, Finnborgu, fyrir 18 árum, þá 62 ára gamall, var það honum mikið áfall, því þau höfðu alla tíð verið mjög samhent og góðir félagar í lífsbaráttunni. Eftir lát konu sinnar fór hann á heimili dóttur sinnar, Pálhildar, en með þeim hafði alla tíð verið mjög kært og annaðist hún hann af mikilli ástúð og hlýju. Var hann á heimili hennar í fjórtán ár, en síðustu fjögur árin dvaldi hann á Hrafnistu. Hann þurfti hjúkrunar við, því hann þjáðist af sykursýki og krabbameini og þar háði hann sitt dauðastríð, og þótt það væri langt og strangt, heyrðist hann aldrei kvarta. Gejó frá Eyrarbakka. Þann 10. desem- ber 1936 urðu þáttaskil í Hfi Jóns, en þá hóf hann störf hjá Kaupfé- lagi Árnesinga á Selfossi. Hjá því félagi vann hann síðan til dauða- dags og þegar hann féll frá hafði enginn starfsmaður félagsins unn- ið þar jafn lengi og hann, en starfstíminn var þá orðinn nærri 44 ár. Jón byrjaði sem hílstjóri hjá kaupfélaginu. Ók hann ýmist mjólk frá bændum til mjólkurbús- ins á Selfossi eða vörum frá Reykjavík til kaupfélagsins. Vegir voru á þeim tíma oft slæmir, bæði vegna aurbleytu og snjóa og úr ýmsum vandamálum varð að greiða, en allt leystist farsællega í höndum Jóns. Síðar vann hann í bífreiðavarahlutaverslun kaupfé- lagsins, en Jón var hagleiksmaður og hafði yndi af smíðum. Varð það til þess að hann breytti til og hóf smíðar í bílasmiðju kaupfélagsins. Vann hann eftir það við bifreiða- smíðar þar og öðlaðist réttindi sem bifreiðasmiður. Jón var vel- virkur og trúr í starfi. Vildi hann jafnan gæta hags kaupfélagsins í hvívetna. Þann 31. maí 1941 gekk Jón að eiga eftirlifandi konu sína Hall- dóru Bjarnadóttur frá Öndverð- arnesi. Var hjónaband þeirra ein- staklega gott og studdu þau hvort annað í allri sinni sambúð. Þau eignuðust þrjú börn, Kristínu, sem andaðist á fyrsta ári, Ernu, sem er búsett í Reykjavík og er gift Bjarnfinni Hjaltasyni, húsasmið, eiga þau þrjá syni, og Bjarna, sem er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi búsettur á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Jóhannsdóttur og eiga þau einnig þrjá syni. Jón var hlédrægur og hann flíkaði ekki tilfinningum sínum, en var hlýr í viðmóti. Hann vann störf sín í kyrrþey en af alúð. Hann var með afbrigðum góður heimilisfaðir og nutu eiginkona hans, börnin, tengdabörn og barnabörn umhyggju hans sí og æ. Við hjónin kveðjum með sökn- uði látinn vin og biðjum fjölskyldu hans allrar blessunar á sorgar- stund. Bjarni K. Bjarnason. Kveðja til góðs vinar. Sunnudagskvöldið 14. septem- ber fékk ég þær sorgarfréttir, sem ég átti bágt með að trúa. Að Jón fyrrverandi vinnufélagi minn væri látinn. Kallið kom snöggt, eins og þruma úr heiðskíru lofti, það er staðreynd sem horfast verður í augu við. Ég kynntist Jóni er ég hóf nám hjá Kaupfélagi Árnesinga árið 1973. Er nú höggvið stórt skarð í þann góða hóp er starfaði í Bílasmiðjunni á þeim árum. Sagt er að vegir Guðs séu órannsakan- legir og sé ég nú að satt er. Þegar skilið er eftir svo stórt skarð sem ekki verður fyllt upp nema með huganum einum saman. Það var gott vegarnesti fyrir ungan mann er hóf sína lífsbar- áttu að hafa átt þess kost að kynnast þeim manni sem Jón Helgason var. Þegar leiði og þunglyndi sóttu á mann var það Jón sem bætti úr með góðri vísu eða brandara sem hann virtist eiga óþrjótandi auðlindir af. " Jón sagði alltaf þegar við fund- um ekki verkfærin okkar að það þýddi ekki að leita að þeim því huldufólk hefði þurft á þeim að halda en þau kæmu þegar búið væri að nota þau. Mín trú er sú, að þótt Jón sé farinn frá okkur sé hann áfram hjá okkur. Vil ég þakka forsjón- inni fyrir að hafa átt þess kost að kynnast slíkum vinnufélaga og vini sem Jón var. Ætíð stappaði hann í mann stálinu þegar á þurfti að halda. Ég votta heimili hans mína dýpstu samúð og vona að eigin- kona hans og börn, tengdabörn og barnabörn sigrist á þeirri miklu sorg er dauðinn knúði dyra svo árla morguns að Tryggvagötu 2, Selfossi. Megi Jón hvíla í friði og Guð blessi minningu hans. Þorvaldur Guðmundsson. Laugarbokkum. ALLAR STÆRÐIR a I PHILIPSog PHILCO KÆLISKAPUM heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.