Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 [ atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Stokkseyri Umboðsmaöur óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðiö á Stokks- eyri. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 3316 og á afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. Garðabær Morgunblaöið óskar eftir að ráða blaðbera í Grundir. Sími44146. Plnr0iiiiMal»il> Hveragerði Umboösmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Hvera- gerði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 4389 og hjá afgr. í Reykjavík sími 83033. j®tí>f|psiiMfiM§> Starfsmenn óskast A. á hjólbarðaverkstæðið, mikil vinna. B. í sólningu, bónusvinna. Gúmmívinnustofan h/f, Skipholti 35, sími 31055. Trésmiðir — Verkamenn Okkur vantar trésmið og verkamann í vinnu viö fjölbýlishús á Seltjarnarnesi. Óskar og Bragi sf., byggingafélag, Hjálmholti 5, sími 85022. Heimasími 32328. Innflutnings- verslun óskar að ráöa starfskraft sem fyrst til skrifstofu- og afgreiðslustarfa. Verslunar- menntun áskilin. Vinnutími frá kl. 9—18. Ráðningartími ca. 3 mánuðir í byrjun. Möguleikar á framtíöarstarfi. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist skrifstofu Félags íslenskra stórkaupmanna. Tjarnargötu 14, fyrir 6. október nk. Félag íslenskra stórkaupmanna. Vantar nokkra verkamenn i timburstoflun. Upplýsingar hjá verkstjóra, ekki svarað í síma. Timburverzlun Árna Jónssonar, Laugavegi 148. Hjúkrunar- fræðingar athugið Heilsugæslustöð Akraness óskar að ráða hjúkrunarfræöing frá 1. janúar—15. júní 1981. Uppl. um stöðuna gefur hjúkrunarfræöingur á heilsugæzlustöö, sími 93-2311. Stórt fyrirtæki í Reykjavík, óskar að ráöa bókara. Verzlunarskóla eða hliðstæð menntun nauð- synleg. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Bókari — 4293“. Starfsmaður — Akranes Sjúkrahús Akraness óskar að ráða starfs- mann á dagheimili sjúkrahússins frá 1. október. Hlutavinna. Æskilegt aö viðkomandi geti hafið störf 1. október. Uppl. gefur forstöðumaður dagheimilisins á staðnum eða í síma 2311. Skrifstofustarf Ritari vanur vélritun með góða kunnáttu í íslenzku óskast til starfa í opinberri stofnun hálfan eöa allan daginn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. merktar: „Skrifstofustarf — 4249“. Trésmiðir Smiöir eða vinnuhópur óskast í mótauppslátt út á land. Uppl. í símum 94-3183 og 94-4313. Félagasamtök oska eftir starfskrafti til alm. skrifstofustarfa í ca. 75% vinnu nú þegar. Umsóknir merktar: „Góö framkoma — 4298“ sendist Mbl. fyrir 5. okt. nk. Laghentir menn Óskum að ráða laghentan mann til aðstoðar við bólstrun. Einnig reglusama menn til alm. verksmiðjustarfa í járnsmiðju og trésmiðju. stAlhúsgagnagerð STEINARS HF. Skeifan 6. Kennára vantar að barnaskólanum í Reykjahlíð við Mývatn nú þegar til kennslu 7—8 ára barna. Húsnæði í boði. Góðir atvinnumöguleikar fyrir maka. talið við skólastjóra sími 96- 44183. Vinna í Noregi Cafe Monet er kaffistofa, veitinga- og dansstaður sem er staðsettur í einu af úthverfum Osló, einnig er þar starfrækt krá og matsala. Krá Okkur vantar starfsfólk til starfa á kránni sem veröur vinsælli með degi hverjum. Matreiðslumann í samlokur og létta heita rétti. Lærlingur kemur einnig til greina. Matreiðslumann á pizza-bar. Einnig óskast fólk til hreingerninga. Matsala Viö útvegum húsnæði. Til að fá nánari upplýsingar hringið í Mr. Poell og Mr. Kvalheim í síma Oslo 543320, eða sendið bréf til Cafe Monet a.s. í Ringeriksvn. 34, 1344 Sanvika, NORGE. Húsasmíða- meistari getur bætt við sig verkefnum á uppsteypu húsa fyrir áramót á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Erum með steypumót, sem spara bæði vinnu, timburkaup og pússningu. Þeir húsbyggjendur, sem hefðu áhuga fyrir þessu, geta lagt nöfn og símanúmer á augl.deild Mbl. merkt: „Húsasmíði — 4294“, fyrir 6. október 1980. Forstöðumaður óskast viö námsflokka Grindavíkur. Skriflegar umsóknir með upþl. um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituöum fyrir 1. okt. nk. Bæjarstjórinn í Grindavík. Járniðnaðarmenn aðstoðarmenn og/ eða lagtækir menn óskast sem fyrst á þunnþlötudeild okkar. Mötuneyti á staönum. Uþplýsingar hjá yfirverkstjóra. Vélsmiöjan Héðinn h/f. Sími 24260. Laus staða Orkustofnun óskar að ráöa rafeindafræðing, rafmagnsverkfræðing eða tæknifræöing til starfa á rafeindastofu jarðhitadeildar stofn- unarinnar. Starfið er einkum fólgiö í viðhaldi, hönnun og nýsmíði jarðeðlisfræöilegra mæli- tækja. Nánari upplýsingar um starfið veita Axel Björnsson og Einar Þorkell Haraldsson. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar Orkustofnun eigi síðar en 10. okt. 1980. Orkustofnun. Starfsmenn óskast til fyrirtækis nálægt miðborginni. 1. Sendibílstjóri. 2. Lagermaður. 3. Starfsmaður í efnagerð. Stúdentspróf æskilegt og hreinlæti skilyrði. Vinnuaöstaða er mjög góð og snyrtileg. Upplýsingar um umsækjendur og fyrri störf skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 2. okt. merkt: „F — 4181“. Lausar stöður lækna og hjúkrunarfræðings við Heilsugæzlu- stöð við Borgarspítalann f Reykjavík Lausar eru til umsóknar tvær stöður lækna og ein staða hjúkrunarfræðings við heilsu- gæzlustöð viö Borgarspítalann í Reykjavík. Stöðurnar veitast frá og með 1. desember 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 27. október 1980. Heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytið 24. september 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.