Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 30
:*o
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Kínversk tónlist
Hljóðmyndun, þ.e.a.s.
sveifluvirkni efnis er háð
sömu lögmálum um allan
heim. Skipan náttúrutón-
anna, eins og Kaldear
kenndu þá og Pýþagóras
samóf alheimsskipaninni, er
eitt af því sem enn stendur
óhaggað og er sameiginlegur
grundvöllur allra tóntiltekta
í heiminum. Það sem stend-
ur undir mismun þeim er
greinir sundur tónlist þjóða,
er aðallega mótun blæ-
brigða, sem að miklu leyti
eru háð gerð þeirra náttúru-
efna, er hljóðfæri voru smíð-
uð úr og þróun talmáls. Það
er ekki vitað á hvern hátt
tónmyndun með náttúruefni
hefur haft áhrif á blæbrigði
málsins, en það er vitað, að
víða þar sem hljóðfæratón-
list hefur verið iökuð svo
langt sem sögur ná, eru
sterk tengsl milli blæbrigða
í hljóðfæratónlist og tal-
máli. Þetta samspil er mjög
sterkt í kínverskri alþýðu-
tónlist og eitt af því sem
Evrópubúar heillast af, ekki
síst þeir, sem haf agað eyra
sitt við „hreinsaða" æðri
tónlist.
eftir JÖN
ÁSGEIRSSON
Hreinsun sérkennilegra
blæbrigða er eitt af því sem
raunverulega eyðileggur
alla alþýðutónlist og „hreini
tónninn" verður tákn al-
þjóðahyggju, er hefur það
sem meginmarkmið að út-
rýma öllum sérkennum. A
tónleikum kínversku al-
þýðuhljómsveitarinnar
mátti heyra fallegt úrtak
kínverskrar menningar og
voru tónleikarnir í heild
mjög skemmtilegir. Það
sem er einkum fróðlegt við
þessa tónleika, er að hljóð-
færin eru öll ekta kínversk
og einnig að þau eru ekki
aðeins eftirgerðir gamalla
hljóðfæra, heldur ný og
endurbætt, sem þýðir, að um
er að ræða framþróun en
ekki stöðnun í notkun
þeirra. Á tónleikunum komu
fram ungir og efnilegir
hljóðfærasnillingar t.d. 12
ára stúlka og 16 ára dreng-
ur, sem vekja vonir um að
kínversk sérkenni verði
varðveitt gegn hreinsun
þeirri er fylgir hinu vest-
ræna menningarofbeldi,
sem alls staðar er að verða
falt fyrir peninga.
Eitt af því sem varðveist
hefur í kínverskri tónlist og
á rætur að rekja langt aftur
i forna menningu þeirra, er
túlkunin. Tónverkin fjalla
um eitthvað, túlka atburði
og stemmningu. I túlkun
sinni notar hljóðfæraleikar-
inn ekki eingöngu laglínur,
heldur allskonar blæbrigði
og tóntiltektir, sem nútíma-
tónskáld Vesturlanda gætu
verið montnir af. Þarna er
um að ræða hljóðræna túlk-
un á orrustum, gleðilátum
ungmenna og náttúru-
stemmningu. Undurfalleg
söngkona söng um ástina og
einnig eitt íslenskt lag,
Fuglinn í fjörunni, eftir Jón
Þórarinsson og yfir flutn-
ingi hennar var sérkenni-
legur þokki og fegurð.
Bergljót Ingólfadóttir
Samfestingar við öll
færi
Það fer víst ekki á milli mála, að samfestingar eða
„overall“, eins og flíkin nefndist hér einu sinni, er ákaflega
vinsæll klæðnaður þessa dagana. Ekki er þá alltaf hugsað um
hvort þetta er klæðilegur búningur fyrir þann, sem klæðist
honum, það nægir að það er nýjasta tíska.
Samfestingurinn á það sameiginlegt
með gallabuxum og bómullarbolum að
hafa verið algengur vinnufatnaður
Bandaríkjamanna um áratuga skeið.
Það er því vart hægt að halda því fram,
að sú þjóð hafi ekki haft áhrif í
tískuheiminum.
En það er af samfestingum að segja,
að þeir eru nú framleiddir í ýmsum
útgáfum, og þá hægt að nota þá við öll
tækifæri. Myndirnar, sem fylgja hér
með, sýna samfestinga ætlaða bæði tii
notkunar að degi svo og að kvöldi, og
meira að segja brúðarsamfesting með
tilheyrandi slöri.
Blómkál a la Polonaise
1 stórt blómkálshöfuð soðið á venjulegan hátt. Vatnið látið síga vel
af og kálið sett á heitt fat, sem bera á fram í.
Yfir kálið er sett heit blanda samansett úr tveim harðsoðnum
söxuðum eggjum, 100 gr. af smátt skorinni skinku og tveim til
þremur matsk. steinselju, sem brugðið hefur verið í heitt smjör.
Með er svo borin köld sósa eða smjör, ásamt brauði.
Sósa úr t.d. sýrðum rjóma bragðbættum með sinnepi, hvítlauks-
dufti, salti og pipar.
Blómkál með karrysósu
Soðið heitt blómkálshöf-
uð sett á fat, ásamt harð-
soðnum eggjum og tómöt-
um. Með er borin heit sósa
búin til á eftirfarandi hátt:
2 matsk. smjörlíki og 1 tsk.
karryduft sett í pott, tveim
matsk. af hveiti stráð yfir
og þynnt með 4 dl. mjólk
eða rjómablandi ásamt
biómkálssoðinu. Suðan lát-
in koma upp. Það er gott að
rífa eitt epii út í sósuna og
láta sjóða með.
Blómkálstíminn fer nú enn að styttast, líklega
verður ísl. blómkál ekki lengi á markaðinum hér eftir.
Blómkál má að sjálfsögðu frysta með góðum árangri,
en því miður er það, eins og annað grænmeti, allt of
dýrt til að notkunin verði jafn almenn og þyrfti vegna
heilnæmis þessarar fæðu.