Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 48
Síminn á ritstjórn
og skrifstofu:
10100
BtorjjunMabiD
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
Jflerjjtmblnbifc
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Hæ manni!
Ijósm: Ólafur K. MaKnÚKson.
í meira en þrjá áratugi hefur flæði i kjallara leikhússins í Iðnó nert leikurum lífið leitt. 1 gærkvöldi
var ástandið þó óvenju siæmt. enda háflóð. Hér má sjá nokkra leikara uppi á stólum i
húninKsherherjíjum sínum að ausa vatnselgnum áður en þeir héldu inn á sviðið i Ofvitanum eftir
meistara Þórberg. Lk>sn.: HaKnar Axelsmm.
Mildl óánaegja með-
al samnmgamaima
vegna seinagangs
MIKILLAR óánægju gætti meðal samningamanna
Vinnuveitendasambands íslands í gær með seinagang
samningaviðræðna. Uessarar sömu óánægju varð Morg-
unhlaðið einnig vart meðal forystumanna stórra verka-
lýðsfélaga. í gær var Verkamannafélag íslands í
viðræðum við viðsemjendur sína um sérkröfur sam-
bandsins, en á meðan beið 14 manna nefnd ASÍ og
viðræðunefnd VSÍ. í fyrradag var boðað til sáttafundar
klukkan 14, en af viðræðum varð ekki milli aðila, vegna
beiðni frá ASÍ. Sama sagan endurtók sig í gær og í dag
er enn boðaður fundur klukkan 14.
Einn samningamanna innan
ASÍ kvaðst í samtali við Morgun-
blaðið ekki geta beðið öllu leng-
ur, ekki væri enn farið að ræða
launalið samninganna, en þess i
stað ræddu menn alls konar
smámál fram og aftur, sem engu
máli skiptu fyrir heildina. Engu
að síður væru allir látnir bíða og
kvað hann þessa bið kosta laun-
þega landins tugi milljóna á degi
hverjum. Slíkt sem þetta gæti
ekki gengið lengur.
Fulltrúar vinnuveitenda voru í
Þriðji skuttogarinn til BÚH:
Jón Dan verður Apríl,
og Guðsteinn til sölu
NÝTT skip bættist í skipaflota
Hafnfirðinga fyrr í þessum mán-
uði, er Bæjarútgerð Hafnarfjarð-
ar festi kaup á skuttogaranum.
Flugleiðir:
Framtíðaráætlanir
á stjómarfundi í dag
Á STJÓRNARFUNDI Flugleiða.
sem hefst klukkan 2 í dag, verður
fjallað um framtíðaráætlanir Flug-
leiða og þau mál sem liggja fyrir i
því sambandi. m.a. vegna viðræðna
stjórnvalda á íslandi og i Luxem-
borg. en ekki liggur fyrir hvort
ákvörðun verður tekin um framtið
Atlantshafsflugsins með hefðbundn-
um hætti milli Luxemborgar. ís-
lands og Bandaríkjanna. l>á verður
einnig, að sogn Sigurðar Helgason-
ar forstjóra Flugleiða, ákveðið
hvort boúa skuli til hluthafafundar i
fyrirtækinu, en slíkt þarf að gera
með viku fyrirvara.
Jóni Dan GK 141. Formlega tók
BÚH við skipinu 10. þessa mán-
aðar og fær skipið nafnið Apríl
og einkennisstafina HF 347 i
byrjun október. Þá hefur Guð-
steinn GK 140, sem er systurskip
Jóns Dan, verið auglýstur til
solu.
Samherji hf. í Grindavík átti
bæði þessi skip, en aðilar að þvi
fyrirtæki með 22,5% hlut í skipun-
um voru Barðinn í Kóþavogi,
Hraðfrystihús Þórkötlustaða,
Hraðfrystihús Grindavíkur og
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og
Fiskimjöl og lýsi í Grindavík átti
10%. Nú hefur BÚH keypt Jón
Dan og var verð skipsins 1522
milljónir króna, en fyrirtækið á
ekki lengur í Guðsteini. Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar á fyrir skut-
togarana Maí og Júni, sem er einn
af stærri skuttogurunum.
Jón Dan og Guðsteinn, sem
Samherji hefur nú auglýst til sölu,
eru smíðaðir í Póllandi árið 1974.
gær mjög óánægðir. Þeir voru í
fyrradag boðaðir á fund í aðal-
samninganefndunum klukkan 14.
Ekkert varð úr þeim fundi, en
nýr fundur var boðaður í gær
klukkan 14. Ekkert varð heldur
úr þeim fundi, en nýr fundur
boðaður í dag klukkan 14. Ávallt »
hefur fundunum verið frestað að
beiðni Alþýðusambandsins. Áður
en að frestun kemur hafa samn-
inganefndarmenn setið klukku-
stundum saman og beðið. Veldur
þetta mikilli óánægju.
Dómsmálaráðherra:
Brottvísun Gerva-
sonis stendur óhögguð
nk. Verði sá tími jafnframt notað-
ur til þess að kanna nánar alla
málavöxtu.
I fréttatilkynningunni kemur
fram að dómsmálaráðherra hafi
gert grein fyrir stöðu málsins á
ríkisstjórnarfundi í gær og skýrt
frá því að hann teldi, að ekkert
það hefði komið fram, sem raskaði
forsendum fyrir ákvörðun um
brottsendingu mannsins úr landi
til Danmerkur.
Loks kemur það fram í frétta-
tilkynningunni að lögmaður
Gervasonis, Ragnar Aðalsteinsson
hrl., hafi fallist á að taka ábyrgð á
umsjá Gervasonis og var tilskilið,
að útlendingaeftirlitið yrði látið
fylgjast með dvöl hans, eftir
nánara samkomulagi við forstöðu-
mann þess.
Fær að vera í landinu til 2. des. —
Samstaða um málið í ríkisstjórninni
„ÞAÐ var samstaða í ríkis-
stjórninni og alveg fallist
á mínar tillögur í málinu,“
sagði Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra í sam-
tali við Mbl. í gær, að-
spurður um mál Frakkans
Patrick Gervasoni.
Dómsmálaráðherra sagði, að
tillögur hans væru þær, að
ákvörðun um brottvísun Frakkans
úr landi stæði óhögguð, en hins
vegar fengi lögmaður hans lengri
frest til þess að athuga málið. í
fréttatilkynningu frá dómsmála-
ráðuneytinu í gær segir að frestur
til brottfarar Gervasonis úr land-
inu hafi verið lengdur um þrjá
mánuði frá komu hans til landsins
2. september sl. eða til 2. desember
Fundur um fiskverð
FUNDÚR hefur verið boðaður í
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins um nýtt fiskverð í dag.
Fyrsti fundur nefndarinnar var
haldinn á þriðjudag og gerðu
fulltrúar veiða og vinnslu þá
grein fyrir stöðu greinanna.
Oddamaður Yfirnefndar er nú
ólafur Davíðsson.
Forystumenn Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna gengu á þriðju-
dagsmorgun á fund Steingríms
Hermannssonar, sjávarútvegsráð-
herra. Var þar rætt um þann
vanda, sem frystiiðnaðurinn á nú
við að etja og sagði Steingrímur í
samtali við Mbl. að málin hefðu
verið skýrð á báða bóga og ýmsar
leiðir verið ræddar, en frekar vildi
ráðherrann ekki tjá sig um málið.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for-
stjóri SH, sagði að ekki væri
ágreiningur um hver staðan væri
og ráðherranum væri vandinn
ljós. Hins vegar væri spurning
hvernig og hvenær tekið yrði á
þessum málum. Eyjólfur sagði, að
á fundinum hefði einnig verið rætt
um lánamál og lausafjárstöðu
fyrirtækja og t.d. um að breyta
lausaskuldum í lengri lán.
VEGNA verkfalls prentara og
grafiskra sveina, sem hófst á
miðnætti, mun Morgunblaðið,
að öllu óbreyttu í kjaradeilu
Félags íslenzka prentiðnaðar-
ins og bókagerðarmanna, ekki
koma út aftur fyrr en miðviku-
daginn 1. október.