Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 21 Indónesar bjóðast til að miðla málum Jakarta. 25. sept. — AP. NÁMA- og orkuráðherra Indó- nesíu. Subroto, sagði í dag. að Indónesiustjórn ætlaði að reyna að miðla málum í deilum íraka og írana. Ráðherra lét í ljós áhyggjur yíir því að stríðið kynni að veikja OPEC, samtök olíuútfiutningsrikja, og koma í veg fyrir olíuflutninga um Persa- flóa um einhvern tíma. Háttsettur bandarískur emb- ættismaður sagði í dag, að vegna þeirra miklu hagsmuna, sem Rússar hefðu að gæta í írak og íran, væru þeir hvað líklegastir til að geta komið á sáttum. Hann sagði að óstöðugleiki í þessum heimshluta gæti verið bein ógnun Frakkar og Austurríkis- menn aðstoða Pólverja Vinarborg, 25. september. AP. AUSTURRÍKISMENN og Frakkar hafa heitið Pólverjum efnahags- legri aðstoð. Loforð þessi voru gcfin í hádegisverðarboði sem Bruno Kreisky kanslari Austurrík- is hélt i tilefni heimsóknar Ray- mond Barres, forsætisráðherra Frakklands. Bæði keisarinn og forsætisráð- herrann breyttu upphaflegum ræð- um sínum og töluðu um ástandið í Póllandi og áhuga sinn á þeim efnum. „Öll lýðræðisríki ættu að sjá skyldu sína í því að aðstoða Pólland. Við verðum að sjá til þess að stjórnin í Póllandi geti staðið við þau loforð sem hún hefur gefið," sagði Kreisky. Hann bætti því við að þrátt fyrir allt gæti hann ekki falið það að hann væri svartsýnn á að stjórnin stæði við loforð sín og að í Póllandi yrðu nokkurn tíma mynduð frjáls verkalýðsfélög. við Sovétríkin. Hann bætti því ennfremur við, að stríðið milli Iraka og Irana væri ágætt dæmi um það, að þjóðir, sem „áður hefðu verið innan áhrifasvæðis stórveld- anna, væru það ekki lengur". Ronald Reagan sagði seint í gær, að stríðið við Persaflóa væri afleiðing af máttvana stefnu Jimmy Carters í utanríkis- og varnarmálum. Hann sagði að vegna þessarar stefnu sinnar ætti Carter ekki um neitt annað að velja en að lýsa yfir „hlutleysi“. Edmund S. Muskie, innanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, reynir nú að koma á samstarfi Banda- ríkjamanna og Rússa við að setja niður deilur Iraka og Irana en þar virðist þó vera við ramman reip að draga. Sl. miðvikudagskvöld töfðu Rússar og Austur-Þjóðverjar í fimm klst. áskorun öryggisráðs SÞ á stríðsaðila að hætta bardögum. Almennt er þó talið að Rússar vilji skjóta lausn deilunnar og er ekki vitað hvað fyrir þeim vakir með þessari tregðu. Pólýfónkórinn tekur við góðu söngfólki í allar raddir (aldur 16—40) tónlistarmenntun æskileg. Viðfangsefni: Jóhannesarpassía J.S.Bachs og annaö stórverk til flutnings á listahátíö Spánar sumarið 1981. Raddþjálfarar: Siguröur Björnsson, óperusöngvari. Elísabet Erlingsdóttir, söngkona. Unnur Jensdóttir, söngkona. Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri. Ath. Námskeið: Hin heimsfræga ítalska söngkona Eugenia Ratti mun raddþjálfa kórinn næstu 2 vikur. Áríöandi að mæta strax á fyrstu æfingu: Sópran — þri. 30. sept. kl. 20.00. Alt — þri. 30. sept. kl. 21.30. Tenór — mið. 1. okt. kl. 20.00. Bassi — miö. 1. okt. kl. 21.30. Þátttaka tilkynnist í síma 21424 og 26611 á daginn en 38955 og 72037 á kvöldin. Menningarsjóður Norðurlanda Verkefni Menningarsjóðs Noröurlanda er að stuöla aö norrænni samvinnu á sviöi menn- ingarmála. í þessum tilgangi veitir sjóöurinn styrki til norrænna samstarfsverkefna á sviöi vísinda, fræðslumála og almennra menning- arstarfsemi. Á árinu 1981 mun sjóðurinn hafa til ráöstöf- unar 8,5 milljónir danskra króna. Af þessu fé er hægt aö sækja um styrki til norrænna samstarfsyerkefna sem unnin eru í eitt skipti fyrir öll. Einnig má sækja um styrki til verkefna sem taka lengri tíma og þá fyrir ákveöiö reynslutímabili. Umsóknir ber aö rita á umsóknareyöublöð sjóðsins og er umsóknum veitt viötaka allt áriö. Umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og hægt er, væntanlega á fyrsta eöa öörum stjórnarfundi eftir að þær berast. Frekari upplýsingar um starfsemi sjóösins veitir Norræna menningarmálaskrifstofan, Snaregade 10, DK — 1250 Kaupmannahöfn sími (01)114711. Umsóknareyöublöö fást á sama staö og einnig í menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 25000. Stjórn Menningarsjóös Norðurlanda. --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------. Syrpuskápar staólaóar einingar— færanlegar innréttingar Með færanlegum innréttingum bjóða Syrpuskáparnir þér enda- lausa möguleika á hagkvæmri nýtingu. Þú færir til hillur, skúffur, slár og bakka eftir þörf- um hverju sinni, bætir við fleiri skápum, skrifborðum, snyrti- borðum, o.fl. þegar það þykir henta o.s.frv. Syrpuskápar eru framleiddir í stöðluðum einingum sem lækkar verð og styttir afgreiðslutíma verulega. Þeir eru auðveldir í flutningi og til uppsetningar þarf fátt annað en skrúfjárn, hamar og ofurlitla handlagni. Syrpuskápar eru heimilisprýði í svefnherbergi sem baðherbergi, barnaherbergi eða forstofu. Einn skápur, tveir skápar eða tíu skáp- ar...það er þitt að velja. Nú eru Syrpuskáparnir meö hljoölausum smellum i sérstökum innfelldum lömum, sem færa þér áferöarf allega og hellsteypta skápa- samstæöu. 1/3 út - eftirstöðvar á 6 mánuðum AXEL EYJOLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577 Vinsamlegast sendiö mér nánari upplýsingar um Syrpuskápa. Nafn _ Heimili Sendum um allt land V J I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.