Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Pílagrímaflugið:
Flugleiðaþotan
farin frá Lux
VÉL Flugleiða sem í fyrradag
var látin bíða í Luxemhorg.
áður en hún gæti hafið píla-
KrímafluK. fór frá Lux klukk-
an 16 í gær áleiðis suður á
b<)KÍnn, að sögn Sveins Sæ-
mundssonar. blaðafulltrúa
Flugleiða.
Attan flýgur til Lagos og
hefst pílagrímaflugið þaðan,
en á næstunni verður brottför
flutt til Kanó, eins og ráðgert
hafði verið.
Norræn mennintíar-
málaráðstefna:
Indriði G. Þor-
steinsson
flytur erindi
í DAG hefst í Gautaborg
norræn menningarmálaráð-
stefna. Matthías Á. Mathiesen,
forseti Norðurlandaráðs, setur
ráðstefnuna, en Árni Gunn-
arsson, formaður menningar-
málanefndar Norðurlandaráðs,
stjórnar henni. Indriði G.
Þorsteinsson, rithöfundur,
mun flytja erindi á ráðstefnu
þessari.
Útifundur
um Gervasoni
STUÐNINGSNEFND Patrick
Gervasonis hefur boðað til
útifundar í dag, föstudag, á
Lækjartorgi, kl. 16. Meðal
ræðumanna verða Erna Ragn-
arsdóttir, Guðmundur J. Guð-
mundsson, Guðrún Helgadótt-
ir, Haraldur Ólafsson og Jón
Baldvin Hannibalsson.
Tóbaki
stolið
í FYRRINÓTT var brotizt inn í
strætisvagnabiðskýlið við
Laugarásveg og stolið miklu
magni af tóbaki, 30—40 lengj-
um. Söluverðmætið er um 400
þúsund krónur. Þjófurinn er
ófundinn en eitthvað mun hafa
fundizt af sígarettupökkum í
nálægum götum.
Henri VoiIIery, sendiherra.
við skrifborð sitt í sendiráði
Frakka í Reykjavík. Myndina
tók Ólafur K. Magnússon.
árið 1955.
Henri Voillery
fyrrum sendi-
herra látinn
HENRI Voillery. fyrrum
sendiherra Frakka á íslandi.
lést í fyrradag. á 86. aldurs-
ári. Hann var búsettur hér á
landi i rúma tvo áratugi og
var fulltrúi frjálsra Frakka
við lýðveldisstofnunina hér,
árið 1944.
Henri Voillery var sendi-
herra Frakklands hár á árun-
um 1947 til 1959. Útför hans er
ráðgerð á morgun, laugardag.
Utanáskrift fjölskyldu Voill-
erys er:
La Forge
Bouilland
21420 Savigny Les Beaune.
Lítil loðnuveiði
LITLAR fréttir eru af
loðnuveiði þessa dagana,
enda hefur veðrið verið
erfitt viðureignar á miðun-
um norður í hafi síðustu
daga. Á miðvikudagskvöld
tilkynnti Júpiter um 500
tonna afla til Loðnunefnd-
ar og aðfaranótt fimmtu-
dags tilkynnti Skarðsvík
um 200 tonn. Meðfylgjandi
mynd tók Tómas Helgason
á miðunum á þriðjudag.
Prentaraverk-
fall skollið á
Ríkisábyrgðarmálið gætí
komið til kasta Alþingis
- segir Svavar Gestsson
„MÉR sýnist að þetta mál sé af þeirri stærðargráðu, að það gcti komið
til kasta Alþingis,“ sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðherra. er
Mbl. spurði hann um afstöðu Alþýðubandalagsins til óskar Flugleiða
um 6 milljarða króna rikisábyrgð.
„Þetta er órætt mál hjá okkur ríkisábyrgðarbeiðnarinnar. Því er
og það á eftir að kanna eignastöðu ekkert hægt að segja á þessu
fyrirtækisins í botn með tilliti til stigi,“ sagði Svavar.
Ólafur Jóhannesson til
Washington og Norfolk
ÓLAFUR Jóhannesson utanríkisráðherra var væntanlegur til
Washington í dag frá New York, en frá Washington heldur
utanríkisráðherra svo til Norfolk. þar sem eru höfuðstöðvar
yfirmanns Atlantshafsflotastjórnar NATO, en uridir hans
stjórn heyra varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og framkvæmd-
ir í tengslum við það.
Ólafur Jóhannesson hefur set-
ið allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna í New York og flutti
þar ræðu á mánudaginn. Hann
hefur þar m.a. hitt að máli
Edmund Muskie, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og í
Washington ræðir Ólafur við
Warren Christopher aðstoðarut-
anríkisráðherra og einnig við
starfsmenn varnarmálaráðu-
neytisins.
Frá Washington fer Ólafur á
mánudag til Norfolk og verður
þar í tvo daga, en til New York
fer hann aftur á miðvikudag.
Endurráðning flugfreyja:
LÍTIÐ miðaði i kjaradeilu bóka-
gerðarmanna og Félags islenzka
prentiðnaðarins i gær, þrátt
fyrir alllangan sáttafund. sem
hófst klukkan 08 i gærmorgun og
stóð fram undir klukkan 16.
Aftur var boðaður fundur klukk-
an 21, en þegar Morgunblaðið fór
í prentun í gærkveldi, var vafi á
að af þeim fundi yrði og talið
liklegt að honum yrði frestað þar
til i dag. Á miðnætti skall á
verkfall bókagerðarmanna i dag-
blaðaprentsmiðjum.
Svo sem fram kemur á blaðsíðu
26 í Morgunblaðinu í dag, mót-
mælti Vísir í gær við prentarafé-
lagið og Grafiska sveinafélagið
„pólitísku ofbeldi", sem Vísir taídi
sig beittan, þar sem meinað var
um prentun blaðs, sem tilbúið var
í prentun í gær, áður en verkfallið
skall á. Hins vegar mun Þjóðvilj-
anum hafa verið heimiíað að
prenta sérstakt blað, sem þeir
gefa út, en vegna mótmæla Vís-
ismanna varð heldur ekki af þeirri
útgáfu.
Morgunblaðið spurði Magnús
Einar Sigurðsson, talsmann bóka-
gerðarmanna, um þetta atriði.
Hann kvaðst ekki vera mjög
kunnugur þessu máli, þar sem um
hafi verið að ræða innanhússdeilu
Pétur Friðrik:
í Blaðaprenti. Hins vegar hafi
Vísir viljað prenta Helgarblað
Vísis, sem kemur venjulega út á
föstudögum. Blað Þjóðviljans hafi
verið sérútgáfa undir nafninu
„Hús og híbýli" og hafi bókagerð-
armenn ekkert séð athugavert við
útkomu þess. Það blað hafi verið
fullbúið til prentunar í gær. Hins
vegar kvað hann niðurstöðuna
hafa orðið þá, að hvorugt blaðið
hafi fengizt prentað.
Gjafir til
Strandar-
kirkju og
Rauða krossins
RITSTJÓRA Morgunblaðsins
hafa borist gjafir frá „B.M.“,
krónur eitt hundrað þúsund til
Strandarkirkju í Selvogi og
sama upphæð til Rauða kross-
ins. — Framlögum þessum
verður komið til réttra aðila,
en Morgunblaðið viil beina því
til þeirra, er vilja láta fé renna
til líknar- og góðgerðarmála,
að þeir komi framlögum sínum
til réttra aðila.
Ummæli Benedikts ekki rétt
PÉTUR Friðrik, listmálari. kom
að máli við Morgunblaðið í gær
vegna ummæla Benedikts Gunn-
arssonar, listmálara. í frétt
hlaðsins um viðgerð á málverki
hans, Landslags, á vegum Guð-
mundar Axelssonar í Klaustur-
hólum.
Pétur Friðrik sagði, að hann
hefði ásamt öðrum skoðað mál-
verkið hjá Guðmundi, áður en
viðgerð fór fram, og það væri alls
ekki rétt hjá Benedikt, að mál-
verkið hafi verið mjög bólgið og
stórir fletir flagnaðir af. Ekkert
sót hefði verið að sjá á mál-
verkinu, þótt Benedikt haldi öðru
fram.
Pétur Friðrik kvað hins vegar
litlar bólur hafa verið á mál-
verkinu, sem myndast hefðu við
hita, og sprungu við viðkomu, en
flestar hefðu verið á stærð við
eldspýtuhaus.
Þá kvað Pétur ekki rétt, að hann
hefði ekki viljað koma nærri
viðgerðinni sjálfur. Heldur þvert á
móti hefði hann lofað Guðmundi
að gera við málverkið, ef har.n
fengi leyfi eigendanna til þess.
Hann kvaðst hafa verið heima
næsta hálfa mánuðinn, en þá farið
út á land til að mála. Guðmundur
hefði ekki hringt áður en hann fór.
Pétur Friðrik kvaðst að lokum
vilja láta þess getið, að viðgerð
málverka sé mjög vandasöm og
aðeins á færi sérfræðinga.
„Starfsaldur
ræður mestu“
- segir Erling Aspelund
í FRÉTTATILKYNNINGU frá
Flugleiðum í gær vegna endur-
ráðninga flugíeyja segir:
„Þegar fyrir lá að fækka yrði
flugfreyjum eins og reyndar fólki
úr öðrum starfshópum innan
Flugleiða var fjórum eftirlits-
flugfreyjum falið að útfylla lista
þar sem ráða mætti af starfshæfni
og þjónustu flugfreyjanna við far-
þega. Listarnir voru afhentir eftir-
litsflugfreyjum, sem síðan fylltu
inná þá einkunnir eftir ákveðnu
kerfi. Listarnir voru ómerktir.
Starfsmannahald, farþegaþjón-
ustudeild og flugrekstrardeild
unnu síðan sameiginlega úr listun-
um. Þar að auki var farið yfir
starfsferil viðkomandi flygfreyja,
farið var yfir upplýsingar frá
farþegum sem félaginu hafa borist
á undanförnum árum o.s.frv. Við
gerð lista með 68 flugfreyjum, sem
félagið vill ráða að nýju, réði
starfsaldur mestu.
Þegar svo stendur á sem nú hjá
Flugleiðum er ekki mögulegt að
fara eingöngu eftir starfsaldri.
Fólki fækkar verulega hjá fyrir-
tækinu. Störf, sem áður voru unnin
af tveim eða þrem, lenda nú hjá
einum starfsmanni. Þetta á sér
stað bæði í skrifstofum félagsins
og öðrum vinnustöðum. Starfsald-
urslistar eru hvergi viðteknir
nema í sambandi við flugmenn.
Þar eru þeir samningsatriði. Hjá
flugfreyjum eru hins vegar ekki
gildandi starfsaldurslistar fremur
en hjá öðru starfsfólki félagsins að
flugmönnum undanskildum sem
að framan getur.
Erling Aspelund
Már Gunnarsson
Hans Indriðason."
„í þeirri endurráðningu, sem við
gerum ráð fyrir ræður starfsaldur-
inn að mestu leyti,“ sagði Erling
Aspelund, framkvæmdastjóri
stjórnunarsviðs Flugleiða, í sam-
tali við Mbl. í gær, „og m.a. til þess
að koma til móts við stjórn Flug-
freyjufélagsins var ekki miðað við
endurráðningu úr þeim hópi 40
flugfreyja sem hætta störfum 1.
okt. nk. Við teljum okkur koma
verulega til móts við stjórn Flug-
freyjufélagsins með því að starfs-
aldur ræður að mestu leyti og elsta
flugfreyjan á endurráðningarlist-
anum er 59 ára gömul, en sú
yngsta 30 ára. Þá höfum við boðið
viðræður um hlutastörf og launa-
laus leyfi og einnig að Flugfreyju-
félagið hafi áhrif á viðbótarráðn-
ingar ef til kemur auk þeirra 68
flugfreyja sem miðað er við, en
stjórn Flugfreyjufélagsins hefur
ekki viljað ræða þetta, né taka upp
samvinnu í þessum efnum, heldur
staðið fast á sínu sem hinu eina
rétta.“
100 flugfreyjur vilja kanna möguleika á hlutastörfum:
„Mikil mótspyrna hjá stjórn
Flugfreyjufélagsins“
- segir Anna Kristjánsdóttir flugfreyja
„ÞAÐ ERU 98 flugfreyjur hjá Flugleiðum sem hafa skrifað sig á lista
nýlega þar sem óskað er eftir því að könnun verði gerð á möguleikum
hlutastarfa hjá Flugleiðum fyrir flugfreyjur." sagði Anna Kristjáns-
dóttir flugfreyja í samtali við Mbl. í gær, „og það eru fleiri flugfreyjur
sem vilja kanna þetta mál til hlítar þótt þær hafi ekki fengið listann í
hendur.“
„Okkur finnst tími til kominn,"
sagði Anna, „að við fáum þessa
möguleika inn í okkar samninga
eins og önnur stéttarfélög og þetta
gæti komið sér vel, m.a. af því að
flugfreyjustarfið er með erfiðari
störfum. En hins vegar hefur þessi
vilji flugfreyja til að kanna málið
mætt mikilli mótspyrnu hjá stjórn
Flugfreyjufélagsins. Fyrir einu ári
var þetta mál kveðið í kútinn hjá
stjórninni og í síðustu viku tókst
þeim ekki að fella afgreiðslu
málsins en fengu því frestað um
óákveðinn tíma.
Flugleiðir hafa boðið viðræður
um hlutastörf, en stjórnin hefur
ekki viljað ræða það þótt búið sé
að samþykkja að málið verði
kannað. Þær hafa m.a., sagt að
þetta myndi eyðileggja stéttarfé-
lagið, en þó hafa þær ekki rætt
málið við Flugleiðir. Ég tel þó
ljóst að þessi möguleiki gæti verið
hagur beggja, flugfreyja og félags-