Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 Úr einni af myndroðum þeim. sem GuOrún Trygíívadóttir sýnir i Djúpinu. Guðrún Tryggvadótt- ir sýnir i Djúpinu Á MORGUN. lauKardax. kl. 15.00. opnar Guórún Tryggvadóttir sýnintju í Djúpinu í Hafnarstræti. Þar sýnir hún ljósmynda- og ljósritaraðir scm hún hefur unnið út frá ákveðnu tema með mismunandi Ijósta kni. Þetta er fyrsta einkasýning Guðrúnar og er ekki sölusýning. Guðrún Tryggvadóttir stundaði nám í Myndlista- og handíða- skólanum 1974—78, í Ecole des Beaux Arts í París 1978—79 og er nýkomin heim frá Múnchen, þar sem hún er nú við nám í Akademie der Bildenden Kúnste. — Á þessari sýningu er í rauninni aðeins eitt verk, sagði Guðrún. — Það samanstendur af nokkrum myndröðum, sem unnar eru út frá ákveðnu orði og merkingu þess. Dagblaðið Vísir: Mótmælir harðlega „pólitísku ofbeldi44 bókagerðarmanna STJÓRNARFORMAÐUR og framkvæmdastjóri daghlaðsins Vísis sendu í gær frá sér fréttatilkynningu og bréf, sem fyrr um daginn hafði verið sent b<>kagerðarfélögunum, þar sem þeir mótmæla harðlega „því pólitíska ofbeldi“, sem forystumenn Ilins íslenzka prentarafélags og Grafíska sveinafélagsins hafi bcitt undanfarna daga til þess að hindra útgáfu á töluhlaði Vísis, sem koma átti út í gær. Þess má geta, að framkvæmdastjórn Morgunbiaðsins sendi einnig í fyrradag harðorð mótmæli til HÍP og áskildi sér allan rétt til bóta vegna verkhindrana i prentsmiðju blaðsins. Norræni menningarmálasjóðurinn: 150 millj. úthlutað Á FUNDI Norræna menn- inRarmálasjóðsins, sem að þessu sinni var haldinn i Nuuk á Grænlandi íyrr í þessum mánuði, var út- hlutað 150 milljónum króna til ýmissa norrænna menningarmála. Meðal þessara styrkja voru 20 milijónir (200.000 dkr) veittar til Þjóðminjasafns Islands, Árbaejar- safns og þjóðminjasafna í Færeyj- um og Grænlandi, til fundahalds og gagnkvæmnrar kynningar og samvinnu, 2 milljónir til annars norræna heimspekiþingsins, sem haldið verður í Háskóla íslands. Steinunni Ingimundardóttur, fyrir hönd Hússtjórnarskólans á Varmalandi, voru veittar 4 millj- ónir til námskeiðs um neytenda- mál, sem haldið verður í fyrsta sinn á íslandi nú og verður það á Akureyri á næsta ári. Stéttarfélag íslenzkra félagsráðgjafa fékk 1,5 milljónir til norrænnar félags- samvinnu. Auk þessa má nefna að grænlenzka landsstjórnin fékk 25 milljónir til að skrifa sögu Græn- lands. Stéttarfélög í Luxemborg vilja flug Flugleiða ÞAU verkalýðsfélög sem eiga hagsmuna að gæta í Luxemborg vegna rekstrar Flugleiða þar héldu fund í gær þar sem samþykkt var áskorun á Flugleiðir að halda áfram flugi yfir Norður-Atlantshaf frá Luxemborg. Þá var einnig rætt um félagsleg mál starfsfólksins og atvinnu- öryggi, en þar kom fram að uppsagnir starfsfólks séu eðlilegar ef samdráttur er í rekstri, en hins vegar sé eðlilegt að slíkt komi fram með nokkrum fyrirvara. Hér fer á eftir fréttatilkynning Harðar Einarssonar, stjórnar- formanns Reykjaprents og Davíðs Guðmundssonar, framkvæmda- stjórat ásamt bréfi því, sem sent var HIP og GS í gær: „Nú í dag hafa pressumenn í Blaðaprenti hf. neitað að vinna í almennum dagvinnutíma sínum að prentun sérstaks tölublaðs Vís- is, sem koma átti út í dag, og var þessi synjun gerð í samráði við fyrirsvarsmenn prentarasamtak- anna. Undanfarna daga hafa fyrirsvarsmenn prentarasamtak- anna látið starfsfólk Blaðaprents hf. neita annarri vinnu við umrætt blað, sem það sjálft hafði hafið vinnu við um síðustu helgi. Var því látið vinna að setningu, um- broti, ljósmyndun og plötugerð fyrir útgáfu blaðsins í öðrum prentsmiðjum, þannig að það yrði tilbúið til prentunar í prentvél Blaðaprents hf. á fyrirfram ákveðnum tíma, þ.e. eftir hádegi í dag. Allt þetta atferli teljum við mjög alvarlegt samningsbrot, þar sem um hefur verið að ræða vinnustöðvun í marga daga fyrir boðaða vinnustöðvun, sem á að hefjast á morgun, föstudag. Þegar svo á það er litið að auki, að á sama tíma og stöðvuð var vinnsla á Vísi, var lokið við vinnslu allt að pressu á sérstöku aukablaði Þjóð- viljans, sem ekki á að koma út fyrr en á föstudag. Verður það berlega Ijóst, að hér er um að ræða pólitíska ofsóknaraðgerð þeirra öfgaafla, sem ráða lögum og lofum í stéttarsamtökum prentara gegn frjálsum fjölmiðli, sem þau vilja koma höggi á. Feta fyrirsvars- menn íslenzkra prentara hér í fótspor pólitískra ofstækismanna í nokkrum nágrannalöndum okkar, sem á undanförnum árum hafa lagt í einelti frjáls, borgara- leg dagblöð, sem þeir hafa talið standa í vegi fyrir skoðanakúgun- artilraunum þeirra. í eðli sínu er þessum aðgerðum því ekki ein- göngu beitt gegn þeim dagblöðum, sem fyrir þeim verða á hverjum tíma, heldur gegn sjálfu prent- frelsinu og frjálsri skoðanamynd- un í landinu. Með bréfi til Hins íslenzka prentarafélags og Grafíska sveinafélagsins, sem sent var í morgun, mótmælti Reykjaprent hf. útgáfufélag Vísis, harðlega því pólitísa ofbeldi, sem forystumenn nefndra félaga hafa beitt undan- farna daga til þess að hindra útgáfu á því tölublaði Vísis, sem hér um ræðir. Jafnframt var þess krafizt, að félögin sæju til þess, að prentun blaðsins færi fram með eðlilegum hætti í dag, enda lá blaðið fyrir fullunnið að öðru leyti en því, að sjálf prentun þess var eftir. Ekkert svar hefur borizt frá félögunum, nema í verki, þar sem prentun blaðsins var ólöglega stöðvuð. Hjálagt fylgir afrit af sam- hljóða bréfi, sem í morgun var sent Hinu íslenzka prentarafélagi og Grafíska sveinafélaginu. F.h. Reykjaprents hf., Hörður Einarsson stjórnarformaður. Davíð Guðmundsson framkvæmdastjóri. Fyrir hönd Reykjaprents hf., útgáfufélags Vísis, mótmælum við undirritaðir harðlega því ofbeldi, sem forystumenn félaga bóka- gerðarmanna hafa beitt undan- farna daga til þess að hindra útgáfu á sérstöku tölublaði Vísis, sem koma á út í dag. Þessar ofbeldisaðgerðir hafa leitt til þess, að við höfum að verulegu leyti orðið að láta vinna umrætt tölu- blað Vísis utan Blaðaprents hf. með tilheyrandi aukakostnaði, til þess að það geti verið tilbúið til prentunar á fyrirfram ákveðnum tíma upp úr hádegi í dag. Á sama tíma og brugðið hefur verið fæti fyrir eðlilega vinnslu Vísis hefur verið unnið í prentsmiðju Blaðaprents hf. að vinnslu sér- staks aukablaðs fyrir Þjóðviljann, sem koma á út eftir að umrætt tölublað Vísis á að koma út, þ.e. á föstudag 26. september nk., sbr. Handknattleikur — Handknattleikur — Handknattleikur N0REGUR Landsleikir í Laugardalshöll Laugardaginn 27.9. kl. 15.00 Sunnudaginn 28.9. kl. 20.00 Markmiðiö er sigur Áfram ísland Miöaverö: Sæti: 4.000 Stæöi: 3.000 Börn: 1.000 . QUALITY k. ' -V á Lands- liðið leikur Hafóu samband EIMSKIP * SIMI 27100 auglýsingu í Þjóðviljanum í dag. Þessi vinnubrögð staðfesta endan- lega þá skoðun okkar, að hér sé um að ræða purkunarlausar póli- tískar ofsóknir gegn Vísi, aðför að prentfrelsinu í landinu og alveg sérstaklega aðför að Vísi sem frjálsu dagblaði í andstöðu við þau pólitísku öfgaöfl, sem sýnilega stjórna aðgerðum félaga bóka- gerðarmanna. Nú hefur okkur borizt til eyrna, að til viðbótar fyrri ofbeldisað- gerðum sé ætlunin að stöðva prentun þessa tölublaðs Vísis eftir hádegi í' dag, löngu áður en boðað verkfall á að koma til fram- kvæmda. Reynist þetta rétt, er hér um að ræða mjög alvarlegt brot, sem hlýtur að hafa hinar alvar- legustu afleiðingar í öílum sam- skiptum Vísis og félaga bókagerð- armanna. Er það því afdráttar- laus krafa okkar, að þér sjáið til þess, að sú prentun Vísis, sem hér um ræðir, fari fram með eðlilegum hætti í dag. Að sjálfsögðu áskiljum við okkur allan rétt til skaðabóta vegna allra ólögmætra aðgerða. Fyrir hönd Reykjaprents hf., Hörður Einarsson, Davíð Guðmundsson. Perusala Lions- klúbbs Hafnar- fjarðarámorgun FÉLAGAR úr Lionsklúbbi Hafnarfjarðar munu á morg- un, laugardaginn 27. septeml> er, knýja á dyr Hafnfirðinga í hinni árlegu perusölu og bjóða þeim að styrkja starf- semi klúbbsins að mannúð- armálum. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur undanfarin ár styrkt sjúka og aldraða, t.d. með lækningatækjum, og hafa m.a. gefið tæki á St. Jósefsspítala og litasjónvarp á elli- og hjúkr- unarheimilin Sólvang og Hrafnistu og hafa bæjarbúar aðstoðað klúbbinn í þessu starfi. Einnig hefur klúbburinn styrkt starfsemi deildar fyrir þroskahefta á barnaheimilinu Víðivöllum. Óðal feðranna endursýnt I DAG hefjast endursýningar á kvikmyndinni Óðali feðranna. Laugarásbíó sýnir myndina á öllum sýningum fram á föstu- dag 3. október. Á Akureyri verður myndin sýnd í dag og á sunnudaginn og í Vestmanna- eyjum á sunnudag. Þegar hafa um 70 þúsund manns séð myndina. Merkjasala hjá Sjálfsbjörg Merkjasöludagur Sjálfs- bjargar er á sunnudaginn, og jafnframt verður þá boðið til sölu blað Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra. Allur ágóði af merkja- og blaðasölunni rennur til þeirra málefna er Sjálfsbjörg beitir sér fyrir, svo sem byggingu sundlaugar Sjálfsbjargar, en nú er rúm- lega eitt ár síðan framkvæmdir hófust. Afhenti forseta ísraels trúnaðar- bréf HINN 23. september síðastlið- inn, afhenti Einar Ágústsson, sendiherra, Yitzhak Navon, forseta ísraels, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra, með að- setri í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.