Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
35
Endalok
Stalíns
Jósef Stalín hafði meiri völd en nokkur annar
harðstjóri sögunnar á síðustu stjórnarárum sínum.
„Herbúðir kommúnista“ teygðu sig frá Saxelfi til frum-
skóga Víetnams og virtust mynda eina samstæða heild.
Enginn þorði að draga ákvarðanir valdhafanna opinber-
lega í efa í Sovétríkjunum. í opinberum áróðri var lögð
áherzla á samstöðu sovézku þjóðarinnar undir forystu
Stalíns og í sömu andrá hvatt til stöðugrar árvekni gegn
vestrænum flugumönnum.
Stalín, leiðtoginn almáttugi,
stjórnaði þegnum sínum með
flóknu og lokuðu skrifstofu-
bákni, sem grundvallaðist á
leynilögreglunni MVD, komm-
issörum efnahagsstofnana,
hernum og kommúnistaflokkn-
um — samtryggingarkerfi, sem
sá hag sínum bezt borgið með
því að viðhalda óbreyttum
stjórnarháttum.
Þeir, sem gegndu háum emb-
ættum, bjuggu þó við mikið
öryggisleysi og tortryggni ein-
kenndi samskipti sovézkra borg-
ara, hárra sem lágra. Lögreglu-
njósnarar voru á hverju strái og
minnsti grunur um óvenjulegar
skoðanir gat haft í för með sér
handtökur, leyniréttarhöld og
brottflutning. Tíu til tólf millj-
ónir manna voru í ótal fanga-
búðum, „Gúlaginu", flestir án
þess að hafa nokkuð til saka
unnið og flestir dóu eftir vinnu-
þrælkun og allt að því hungur.
Vinnuþrælar
Vinnuþrælarnir voru lægsta
stétt Sovétríkjanna. Þrepi ofar
stóðu samyrkjubændur, sem
þurftu sérstakt leyfi til að fara
frá samyrkjubúunum. Ríkis-
stofnanir hirtu megnið af fram-
leiðslu þeirra við lágu verði og
kæfðu einkaframtak með ara-
grúa skriffinnskuhafta. Nokkru
ofar í mannfélagsstiganum
stóðu iðnverkamenn, sem urðu
að leggja nótt við nýtan dag til
að fylla kvóta, sem laun þeirra
byggðust á, og var oft breytt með
geðþóttaákvörðunum stjórn-
valda.
Launakerfið var þungt í vöfum
og ósveigjanlegt og leiddi til
mikils misræmis og tekjumunur
fólks var geysimikill. Ekki þýddi
að kvarta, því að verkalýðsfélög
og önnur fjöldasamtök nutu ekki
sjálfsákvörðunarréttar og voru i
raun einfaldlega viðtakendur
fyrirmæla frá æðri yfirvöldum,
sem neituðu að trufla fram-
kvæmd Fimm ára áætlunarinn-
ar.
Stalín hafði gert Sovétríkin að
einu mesta iðnríki heims, en
atvinnulífið varð stöðugt flókn-
ara og það olli nýjum vandamál-
um, sem var ekki hægt að leysa
með gömlum skriffinnskuúrræð-
um. Skynsamleg vinnubrögð sér-
fræðinga voru nauðsynleg til að
vinna gegn stíflum í kerfinu og
skorti á nauðsynlegum tækjum
og vörutegundum, en það braut í
bága við viðteknar hugmyndir
stalínista, sem töldu „miðstýr-
ingu“ lausnarorðið.
Alræði á öllum sviðum neyddi
menntamenn til að styðja
flokkslínuna á ytra borðinu með
öllum þeim kúvendingum, sem
urðu á henni. Rithöfundar og
listamenn urðu að hlíta lögmál-
um „sósíalrealisma" og mála
þjóðfélagið í rósrauðum litum.
Fá markverð listaverk komu
fram. Kjarnorkueðlisfræðingar
og vísindamenn á þröngum sér-
sviðum fengu að vera í friði, en
líffræðingar urðu að beygja sig
fyrir villukenningum Lysenkos,
skjólstæðings einræðisherrans.
Kenningar Stalíns voru lög í
jafnólíkum greinum og málfræði
og hagfræði. Þeir, sem voguðu
sér að mótmæla, voru reknir og
stundum skotnir. Stalín hafði
skýrt frá sannleikanum um sögu
sovézka kommúnistaflokksins og
sagnfræðingar forðuðust við-
kvæm mál. Hugsjónafræðilegar
þjóðsögur voru notaðar auk ein-
staklinga til að auka álit og
öryggi kerfisins. Enginn veit,
hvort Stalín trúði því lofi, sem
hann var borinn. Tortryggni
hans og ofsóknarótti jókst með
aldrinum. Hann var oftast einn
og braut heilann, beizkur og
önugur.
Lækna-
samsæri
Á nítjánda flokksþinginu í
október 1952 var samþykkt að
taka upp harðari stefnu í inn-
anríkis- og utanríkismálum.
Fjölgað var um rúmlega helming
í stjórn flokksins, en raunveru-
leg völd fengin leynilegri innri
nefnd. Stalín reyndi greinilega
að einangra nokkra nánustu
samstarfsmenn sína, menn eins
og Molotov, Voroshilov, Mikoyan
og Malenkov, áður en hann
hæfist handa um útrýmingu
þeirra. Lögreglustjórinn Beria
var líka í hættu.
Hinn 13. janúar 1953 var
tilkynnt, að hópur kunnra lækna
hefði verið handtekinn, ákærður
fyrir að hafa valdið dauða nokk-
urra valdamikilla stjórnmála-
manna og herforingja. Þetta var
hið svokallaða „læknasamsæri",
sem minnti á hreinsanirnar
fyrir stríð og boðaði nýja öldu
blóðsúthellinga. Blöðin birtu
móðursýkislegar greinar um
aukna árvekni. En áróðursher-
ferðinni linnti skyndilega í
febrúarlok og ástæðan kom í ljós
4. marz, þegar tilkynnt var, að
Stalín hefði fengið slag og látið
af störfum um stundarsakir.
Tveimur dögum síðar til-
kynnti útvarpið: „Lífi hins vitra
leiðtoga og kennara kommún-
istaflokksins og sovézku þjóðar-
innar, J.V. Stalíns, er lokið."
Engin skýring var gefin á því,
hvers vegna sextíu klukkutímar
liðu áður en fyrsta tilkynningin
var birt. Orðrómur komst á
kreik um, að nokkrir háttsettir
menn, sem sáu fram á að þeir
yrðu hreinsunum að bráð, hefðu
flýtt fyrir dauða hans. Þeir
höfðu vissulega ástæðu til þess,
en engar óyggjandi sannanir
hafa komið fram um samsæri og
ólíklegt virðist, að nokkur náinn
samstarfsmaður Stalíns hafi
þorað að gera byltingu.
Fall Beria
Þegar líki Stalíns hafði verið
komið fyrir í grafhýsi Leníns,
fór minningin um hann að fyrn-
ast. „Pravda" hamraði á ágæti
„samvirkrar forystu", takmark-
aðar náðanir voru kunngerðar
og breytingar á hegningarlögum
boðaðar. Fjórða apríl var sagt,
að Kremlarlæknarnir hefðu ver-
ið saklausir og þeir fengu allir
fyrri embætti nema tveir, sem
kunna að hafa látizt í varðhaldi.
Ryumin aðstoðaröryggismála-
ráðherra var kennt um ástæðu-
lausar handtökur læknanna. Yf-
irmaður hans, Beria, reyndi að
synda með straumnum og hafði í
frammi ósannfærandi frjáls-
lyndistilburði.
Samstarfsmenn Beria grun-
uðu hann um áform um að verða
nýr Staiín. Hinn 25. júní sóttu
valdhafarnir sýningu í Bolshoi-
leikhúsinu á óperunni „Des-
embristarnir" og athygli vakti,
að Beria mætti ekki. Sennilega
hefur verið nýbúið að handtaka
hann, þótt frá því væri ekki
skýrt fyrr en 10. júlí. Hann var
seinna leiddur fyrir leynidóm-
stól og skotinn ásamt fimm
vitorðsmönnum fyrir valdníðslu
og tilraun til að „hefja MVD yfir
flokkinn og ríkisstjórnina".
Margir öryggismálastarfsmenn
misstu atvinnuna.
Valdabaráttan stóð nú aðal-
lega milli Georgy Malenkov og
Nikita Krjúsjeff. Sá fyrrnefndi
var tengdari skrifstofukerfinu,
en sá síðarnefndi flokkskerfinu.
Báðir reyndu að fjarlægja sig
frá viðhorfum og stefnu stalín-
ista til að vinna hylli almenn-
ings, en hvorugur vildi stofna
stjórninni í hættu með of miklu
fljótræði. Þó vildi Krúsjeff taka
meiri áhættu. Malenkov hafði
verið skipaður bæði forsætisráð-
herra og flokksritari við lát
Stalíns, en Krúsjeff neyddi hann
fljótlega til að láta af síðar-
nefnda embættinu og tók við því
sjálfur í raun, þótt hann væri
ekki formlega skipaður fyrr en í
september.
Flokksritarastarfið veitti
Krúsjeff vissa yfirburði og hann
var líka raunsærri, einkum í
efnahagsmálum. Staða Krúsj-
effs batnaði við það, að „ný
stefna" Malenkovs í efnahags-
málum lenti i ógöngum, og 8.
febrúar 1955 sagði Malenkov af
sér. Eftirmaður hans, Nikolay
Bulganin, var handgengari
Krúsjeff. Síðar á árinu var
Molotov neyddur til að viður-
kenna hugmyndafræðilegar
skyssur, enda hafði hann lagzt
gegn sáttum við Tito og öðrum
atriðum utanríkisstefnunnar.
Áhrif lögreglunnar minnkuðu,
nokkur fórnarlömb hreinsan-
anna fengu uppreisn og aukins
frjálsræðis gætti.
Leyniræda
Á leynifundi á 20. flokksþing-
inu 24.-25. febrúar 1956 gerði
Krúsjeff óvænta og harða árás á
Stalín, sem hann sakaði um
„freklega valdníðslu", grimmd
og gerræði. Hann sagði, að
Stalín hefði borið ábyrgð á
hreinsununum fyrir stríð, þegar
fjöldahandtökur „hefðu valdið
landinu og sósíaliskum framför-
um gífurlegu tjóni“. En hann
minntist ekki á utanflokksmenn,
sem urðu hreinsunum að bráð
eða útrýmingu svokallaðra kúl-
aka eða stórbænda 1929—33.
Hann sakaði Stalín um sögufals-
anir, en fór sjálfur frjálslega
með staðreyndir. Stalín var jafn-
vel notaður þannig, að honum
var kennt um allt, og í stað
dýrkunarinnar á Stalín kom
dýrkun á hinni samvirku for-
ystu, „hinum lenínska kjarna
miðstjórnar flokksins". Engin
breyting varð á meginþáttunum
í einræðisstefnu kommúnista,
sem Lenín og Stalín mótuðu,
enda hafði kynslóð Krúsjeffs
mótazt í skugga þeirra. Það var
þeirra hagur að segja ekki allan
sannleikann og baráttan gegn
stalínisma var í aðalatriðum
aðgerð til að bjarga þeirra eigin
skinni — auka álit þeirra
manna, sem höfðu náð völdun-
um.
Þrátt fyrir efnahagslegar
framfarir í valdatíð Krúsjeffs
var mikið misræmi milli frum-
stæðs lífs fólks til sveita og
athyglisverðra framfara í tækni-
menntun, læknavísindum og
geimvísindum. Landbúnaðurinn
var Akkillesarhæll kerfisins og
halda mætti því fram, að vanda-
mál hans hafi verið óleysanleg
innan hins pólitíska ramma
kommúnismans.
Hróplegt ósamræmi var einn-
ig milli aukinnar velsældar
flestra sovézkra borgara og hins
afturhaldssama stjórnkerfis,
sem þeir bjuggu við. Þetta eins-
flokkseinræðiskerfi var slegið
hugmyndafræðilegri blindu og
tók sama sem ekkert tillit til
grundvallarmannréttinda og
annarra réttinda, sem þykja
sjálfsögð t flestum siðuðum
löndum. Sovétríkin losuðu sig
við persónulegt einræði Stalíns,
en köstuðu ekki frá sér oki
stalínismans.