Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 23 Samstaða ríkir í ísrael um afstöðuna til Jerúsalem, en öðru máli gegnir um afstöðuna til herteknu svæðanna og nýbyggð- anna. Eftir að svæðin voru tekin, leyfði stjórn Verkamannaflokks- ins nokkrar nýbyggðir og sagði þær reistar með öryggi ísraels í huga. Frá þeim var hægt að fylgjast með ferðum í nágranna- löndunum og bregðast fyrr við skyndiárásum óvinaherja. Mun fleiri nýbyggðir voru leyfð- ar, eftir að hægri stjórn Begins tók við 1977. Hann vitnaði til Gamla testamentisins í rökfærslu sinni og sagði, að gyðingar hefðu rétt frá Guði til að byggja allt svæðið frá Miðjarðarhafi að bökk- um árinnar Jórdan. Röksemdir hans féllu hvorki í góðan jarðveg í Evrópu né meðal bandarískra gyð- inga, og undanfarið hefur hann gert minna úr þeim og lagt áherzlu á öryggi Israels eins og Verkamannaflokkurinn gerði. Israelsmenn, sem eru andvígir nýbyggðunum, benda á, að íbúar nýbyggða á Golan-hæðum voru fluttir á öruggan stað strax og ófriður brauzt út 1973. Þeir segja, að herinn þurfi fyrst að bjarga lífi ísraelsmanna utan við landamæri ísraels, áður en hann getur tekizt á við her óvinanna, ef nýbyggðir eru leyfðar. Palestínumenn óttast, að nýbyggðirnar eigi í framtíð- inni, ef til frekari skiptingar Palestínu kemur, að þjóna sama tilgangi og upphaflegar nýbyggðir gyðinga við stofnun Israels á 5. áratugnum. Oft er sagt, að arabar vilji hrekja Israelsmenn út í Miðjarðarhafið, en Palestínubúar óttast, að ísraelsmenn vilji hrekja þá inn í eyðimörkina. Verkamannaflokkur ísraels- manna vill semja við Hussein Jórdaníukonung um skiptingu vesturbakkans. Bandaríkin hafa talið það góða hugmynd. En kyn- slóðaskipti hafa átt sér stað á vesturbakkanum síðan ísrael tók svæðið frá Jórdaníu fyrir 13 árum. Nýir leiðtogar líta á Frelsissam- tök Palestínumanna, PLO, sem málsvara sinn, en ekki Jórdaníu- konung og vilja sjálfstæði svæðis- ins. Hvorki Israelsmenn né Bandaríkjamenn hafa viðurkennt PLO sem stjórnmálasamtök, held- ur kallað þau samtök hryðju- verkamanna. Friðarviðræður og kosningabaráttan í Bandarikjunum Jimmy Carter er mjög hreykinn af sínum hlut í gerð Camp David- samningsins. Samningurinn leiddi til friðarsáttmála milli Egypta- lands og ísraels. ísraelsmenn hurfu frá Sinai-skaganum eftir undirritun samningsins, löndin skiptust á sendiherrum og eðlileg samskipti milli landanna hófust. En viðræðum um herteknu svæðin og Jerúsalem var slegið á frest. í Camp David gerðu Sadat og Begin grein fyrir skoðunum sín- um, og munurinn milli þeirra virðist oft vera óyfirstíganlegur. Sadat sagði, að ísraelsmenn ættu að hverfa frá herteknu svæðunum og Austur-Jerúsalem á fimm ár- um, eftir að samningar tækjust, og herstjórnir í Gaza og á vestur- bakkanum ættu að leggjast niður. Fulltrúar ísraels, Jórdaníu og Egyptalands ættu að fara með stjórn á svæðinu í 5 ár, en að þeim loknum myndu Palestínumenn ákveða sjálfir um framtíð sína. Þeir fengju rétt til að gefa út vegabréf og mættu hverfa heim frá útlegð í nágrannalöndum ísra- el. Egyptar og Jórdaníumenn myndu tryggja öryggi ísraels. Begin var sammála um lengd umþóttunartímans, en fátt annað. Hann taldi, að ísrael ætti að halda rétti sínum til að hafa yfirumsjón með svæðinu, en fulltrúar Pale- stínumanna og Jórdaníu yrðu meðstjórnendur. Eftir 5 ár yrði samið um sjálfsstjórn Paiestínu- manna. Begin taldi nýbyggðirnar eiga fullan rétt á sér og Jerúsalem ætti að vera óskipt undir stjórn ísraelsmanna. Löggæzla og örygg- iseftirlit á svæðinu yrði í höndum ísraelsmanna, en fulltrúar Araba- landanna og ísraels myndu ákveða reglur um flutninga flóttamanna aftur til svæðisins. Þegar fréttir bárust af sam- þykki Sadats til að setjast aftur að samningaborði, þótti mörgum það hljóma sem kosningabrella úr herbúðum Carters, en Linowitz hefur þvertekið fyrir það. Samningaviðræður geta hjálpað Carter mjög í kosningunum. Sama dag og fréttirnar bárust, ávarpaði Ronald Reagan, frambjóðandi Repúblikana ársþing B’nai B’rith gyðingahreyfingarinnar í Banda- ríkjunum, og næsta dag ávörpuðu John Anderson og Carter þingið. Gyðingar hafa löngum skipt veru- legu máli fyrir Demókrata í kosn- ingum í Bandaríkjunum. Þeir eru ekki alls kostar ánægðir með frammistöðu stjórnar Carters og þykir hann heldur hallur undir araba. Þeir hallast margir að Anderson. Hann heimsótti Israel í sumar sem leið, og sagðist vera ósammála Carter um, að nýbyggð- irnar stæðu í vegi fyrir friðar- samningum, og sagði, að Jerúsal- em ætti að vera óskipt undir stjórn ísraelsmanna. Reagan hefur gagnrýnt utanrík- isstefnu Carters harðlega í kosn- ingabaráttunni. Hann sagði í ræðu sinni hjá B’nai B’rith, að öryggi ísraels væri mikilvægt fyrir frið í heiminum öllum. Það væri hernaðarlega mjög mikil- vægt fyrir Bandarkin og hefði reynzt þeim áreiðanlegur vinur, sem ekki væri hægt að segja um Bandaríkin í stjórnartíð Carters. Reagan lofaði aðstoð við ísrael i efnahags- og varnarmálum og gagnrýndi sölu hervopna til Saudi-Arabíu, Jórdaníu og íraks undir stjórn Carters. Reagan sagði, að Begin og Sadat hefðu átt upptökin að gerð Camp David-samningsins. Hann sagði, að ekki mætti ganga að hverju sem er aðeins til að ná samkomu- lagi. Hann sagði, að Jórdaníu- menn og ísraelsmenn ættu að semja sín á milli um vesturbakk- ann, og ísraelski herinn ætti ekki að hverfa þaðan, fyrr en Jórdanía og aðrar nágrannaþjóðir hefðu lofað friði. Reagan sagði, að Jerús- alem ætti að vera óskipt og opin öllum. Hann sagðist ekki vera sannfærður um, að Palestínumenn litu á PLO sem málsvara sinn. Það væru samtök hryðjuverkamanna, sem ekki ætti að viðurkenna, fyrr en þau hefðu viðurkennt réttmæti ísraels. Anderson sagðist í ræðu sinni ávallt hafa verið mikill stuðnings- maður ísraels og benti á 25 ára starfsferil í fulltrúadeild banda- ríska þingsins. Hann sagðist vona, að Camp David-samningurinn myndi reynast undirstaða friðar í Miðausturlöndum og ibúar vestur- bakkans og Gaza fyndu leið til þátttöku í gerð samninganna. Hann gagnrýndi óáreiðaniega stefnu Carters, sem hreykti sér af stuðningi við Israel í öðru orðinu, en seldi óvinum þess herbúnað í hinu. Anderson sagði, að vanda- málin fyrir botni Miðjarðarhafs yrðu ekki leyst, fyrr en Bandríkin hefðu mótað orkustefnu, sem myndi leysa þau úr ánauð olíuríkj- anna. Carter sagði í ræðu sinni til þingsins, að það væri jafnmikið hagsmunamál Bandaríkjamanna og Israelsmanna, að stefna stjórn- ar hans hefði hjálpað til að stuðla að friði í ísrael í fyrsta sinn í 32 ára sögu þess. Hann sagði, að framhaldsviðræður Camp David- samninganna yrðu ekki auðveldar, en stuðningur stjórnar hans við ísrael myndi aldrei bresta. Carter sagðist vera andvígur stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- búa. Hann myndi ekki viðurkenna PLO, fyrr en samtökin hefðu viðurkennt rétt ísraels. Hann vill, að Jerúsalem verði ávallt óskipt borg, og vonast til, að samkomu- lag náist um það. Hann sagði, að samningaviðræður væru eina leið- in að friði, og stjórn hans hefði fylgt þeirri leið hingað til og myndi gera svo í framtíðinni. ab FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn hefur i ár haldið upp á 25 ára aímæli sitt með margs konar veizluhöldum og stórhátiðum innanlands og utan, en þá er eftir rúsínan i pylsuendanum, þvi sjálf afmælisferðin er eftir, 16 daga ferð til Mexico-borgar og hins heimsfræga baðstaðar. Acapulco á Kyrrahafsströndinni. Verður þetta fjölmenn- asti hópur tslendinga, sem farið hefur á þessar fjarlægu en framandi og forvitnilegu slóðir til þessa, en á annað hundrað manns hafa nú þegar pantað í ferðina, sem hefst 8. nóvember næstkomandi. Flogið verður með Boeing-þotu Arnarflugs, sem bíður eftir hópn- um allan tímann og flytur farþeg- ana til baka beint frá Acapulco, og er komið til Keflavíkur aftur að morgni mánudagsins 24. nóvem- ber. Regntímanum í þessum heims- hluta lýkur í lok september, og í nóvember er veðrið hið ákjósan- legasta, sólríkt, þurrt og hæfilega heitt eða um 30 stig í Acapulco en nokkru kaldara uppi á hásléttunni. Fyrir margra hluta sakir þykir Mexico eitt áhugaverðasta ferða- mannaland heimsins. Dvalizt verð- ur 3 daga í höfuðborginni Mexico, sem er í 2.240 m hæð yfir sjávar- máli, 9 milljón manna glæsileg heimsborg með breiðstrætum og skýjakljúfum, iðandi af mannlífi og ein kraftmesta og þéttbýlasta borg á meginlandi Ameríku. Gist vetður á einu glæsilegasta hótel- inu, FIESTA PALACE í sjálfri miðborginni við hið svonefnda „Zona rosa-hverfi“ þar sem er miðstöð viðskiptalífsins á daginn og skemmtana á kvöldin. Kynnis- ferðir verða bæði um borgina og nágrenni hennar, t.d. til pýra- mídanna frægu við Teotihuacan. Að dvölinni í Mexico-borg lok- inni verður haldið landleiðina til Acapulco, en það er um 6 stunda akstur. Gefur sú leið góða mynd af mexikönsku landslagi og þjóðlífi. Á leiðinni verður einnig stanzað í hinni frægu silfurnámuborg, TAXCO, í sérkennilegu, fögru landslagi með litríkum gróðri og fallegum húsum í dæmigerðum mexikönskum nýlendustíl, þar sem m.a. hús þýzka náttúrufræðingsins fræga, Von Humbolts, er til sýnis. Acapulco stendur við samnefnd- an flóa í skjóli fagurs fjallahrings, þar sem bláar öldur Kyrrahafsins brotna á pálmum skrýddri strönd- inni. Dvalizt verður á lúxushótel- inu LA PALAPA í 12 daga og fá allir þátttakendur stórar hótelsvít- ur til umráða. Tekið verður á móti hópnum með veizluhöldum, og kvöldið fyrir brottför að lokinni 12 daga dvöl verður efnt til mikillar garðveizlu í mexikönskum stíl — FIESTA. Hótelið stendur í feg- ursta umhverfi við ströndina, um- lukt stórum garði með hitabeltis- gróðri, sundlaugum, börum og matsölustöðum, en alls eru 5 veit- ingahús innan hótelsins auk fjölda alþjóðlegra matsölustaða á næsta leiti. Acapulco býður upp á rólega, sólríka hvíldardvöl í unaðslegu umhverfi, en einnig alla fjöl- breytni skemmtanalífsins, fyrir þá sem þess óska. Acapulco Centro er glæsileg veitinga- og skemmtana- miðstöð, þar sem á hverju kvöldi er völ á þjóðlegum og alþjóðlegum skemmtiatriðum í bezta gæða- flokki. Aðstaða er einnig hin bezta til hvers konar sjávarsports og til að leika tennis og golf. Boðið verður upp á lystisiglingu um Acapulco-flóann. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, er sjálfur nýkominn heim frá Mexico og hefur lagt síðustu hönd á undirbúning ferðarinnar og gert alla samninga þar að lútandi. Verð ferðarinnar er ótrúlega lágt, eða litlu hærra en á venjulegum sólarlandaferðum, en nú er aðeins fáum sætum óráðstafað í þessa ævintýralegu ferð, sem er loka- þáttur í hátíðahöldum í tilefni 25 ára afmælis Útsýnar. (Fróttatilky nninK) La Palapa-lúxushótelið i Acapulco. þar sem þátttakendur í afmælisferð Utsýnar munu búa i nýtízkulegum hótelsvitum. Ferðaskrifstofan Útsýn: Af mælisf erð til Mexico- borgar og Acapulco "vaWsK tívfow, 5ÝA//sr tfÉK"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.