Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 Minning: Sigríður J. Guðmundsdóttir Fædd 18. ágúst 1929. Dáin 19. september 1980. Kveðja írá vinkonum (*uA éK vpit þú þerrar tárin. hjá þeim som syrgja mest. hún khÍ þeim líf sitt fimmtíu árin. ok allt sem hún átti best. B.G. Okkar góða æskuvinkona og skólasystir Sigga, er horfin yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram. Við eigum erfitt með að trúa því, þar sem hún var ætíð svo hress og kát og lífgaði alltaf upp alla í kringum sig. En svona er lífið. Við sem eftir lifum höfum minningarnar, og yljum okkur við þær. Það þýðir ekki að deila við dómarann, við verðum að sætta okkur við það sem að höndum ber. Það rifjast upp margar góðar minningar í hugum okkar. Við minnumst æskuheimilis Siggu að Laugavegi 74. Þar var gott að koma, þar var hjartarými mikið, og alltaf tekið vel á móti öllum, með gleði og hlýleika, bæði af foreldrum hennar og systkin- um. Þó oft væri margt um mann- inn, þá var alltaf pláss fyrir okkur vinkonur hennar. Okkur tvær sem þetta ritum, tengdi hún saman vináttuböndum, önnur er æsku- vinkona og hin er skólasystir úr Kvennaskólanum. Höfum við henni því mikið að þakka, því okkar vinátta hefur alltaf haldist. Hún var sú fyrsta af okkur, sem gifti sig, og eigum við ljúfar minningar frá heimili þeirra Siggu og Ingva, þegar þau eignuð- ust sitt heimili í Hafnarfirði. Þegar hún eignaðist sitt fyrsta og eina barn, Jónu, fannst okkur við eiga hana allar. Ári síðar fetuðum við í fótspor hennar og eignuð- umst okkar eigið heimili og börn, en vináttuböndin milli okkar hafa alltaf haldist, þó við hittumst sjaldnar. Sigga var mjög barnelsk, og átti hún mikil ítök í okkar börnum, og var hún ávallt kölluð Sigga vinkona meðal þeirra, enda fylgdist hún mikið með þeim alla tíð, og gladdist með hverjum áfanga í lífi þeirra. Eiginmenn okkar og börn hafa virt okkar vináttu, og var það okkur mikils virði. Við og fjölskyldur okkar kveðj- um Siggu með söknuði, og þökkum henni fyrir allt. Guð blessi minningu hennar. Við biðjum góðan guð að styrkja manninn hennar, dótturina, dótt- ursynina, systkini hennar og systkinabörn. Bidda og Rósa. Á fallegu haustkvöldi, eins og þau verða fegurst, barst mér sú sorgarfregn, að vinkona mín og sviikona, Sigríður Jóna Guð- mundsdóttir, hefði veikst skyndi- lega, breyst á andartaki frá kátri, lífsglaðri konu, í lífvana dauð- sjúka veru. Kvöldið var ekki leng- ur fagurt, heldur dimmt og drungalegt og það varð myrkt í huga mínum, því eins og gleðinni fylgir birta, fylgir sorginni myrk- ur. Og nú er hún öll. Sigga, en svo var hún alltaf kölluð af kunningjum og vinum, var fædd 18. ágúst 1929 í Reykja- vík, dóttir hjónanna Guðmundínu Oddsdóttur og Guðmundar Grímssonar, fisksala. Sigga var yngst fimm systkina, hin eru Bettý, Gyða, Grímur og Ágúst. Öll eru þau systkin mannkostafólk, foreldrum sínum til sóma í hví- vetna. Ekki var ég kunnug uppeldi né heimilisháttum þeirra, en veit þó með vissu, að ekki voru þau alin upp við alsnægtir. Hefi ég oft átt góða stund með þeim systkinum á heimili Siggu og kynnst þeim af öllu góðu. Er mér ljóst, að þeim er öllum í blóð borið, að meta lífið, eins og það er á hverjum tíma og gjöra kröfur, fyrst og fremst til sjálfra sín, en ekki annarra og þannig var einnig með Siggu. Sigga stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og hefur áreiðanlega staðið sig með prýði þar, því athyglisgáfa hennar og minni voru með ólíkindum, langt yfir allri meðalmennsku. Hún minntist veru sinnar þar, ávallt með ánægju og þar treysti hún vináttubönd við skólasystur sínar, sem aldrei rofnuðu, til hinstu stundar. Árið 1949, giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Ingva Jóhann- essyni, bifreiðastjóra, sem er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Með honum fluttist hún í hans heimabyggð og gjörðist góður og gegn Hafnfirðingur. Fljótlega byggðu þau sér hús að Hringbraut 34, þar í bæ og hefur vel til tekist hjá þeim, því þar hafa þau átt sitt heimili æ síðan, og aldrei viljað breyta neinu þar um. Þau eignuðust eina dóttur barna, Jónu Guðlaugu, fædda 27. maí 1950. Er hún um margt lík móður sinni, dugandi og atorku- söm ung kona. Hún er búsett í Flórida. Eftir að hún fluttist þangað, var hugur Siggu oft bund- inn á þeim slóðum og þegar tækifæri gáfust, lá leið þeirra hjóna ávallt í þá átt. Gjarnan hefði Sigga óskað að styttra væri milli þeirra, en það var fjarri henni að sýta það, fyrst og fremst vildi hún heill og hamingju dóttur sinnar. Hafði hún orð á því við mig, þegar hún vissi að Jóna myndi ílengjast svo fjarri, að það væri ekki aðalatriðið, hvar hún væri, heldur hitt að hún væri hamingjusöm, það skipti fyrst og síðast öllu máli, það var hennar ánægja. Svo er raunar um alla, sem elska á óeigingjarnan hátt eins og hún gjörði. Jóna á tvo syni Ingva Tý og Tómas Áka, sem voru „augasteinar" ömmu sinnar, dvöldu þeir á heimili hennar og afa síns, oft um lengri og skemmri tíma, þeim til mikillar ánægju. Það hryggir mig nú, þegar ég hugsa til þess, að hún skyldi ekki lengur fá notið þess, að sjá ömmudrengina sína, vaxa úr grasi og verða að æskumönnum, svo mjög hafði hún hlakkað til þess, en ég veit, að þar sem algóður guð, hefur nú búið henni stað, mun hún vaka og biðja fyrir hverju fótmáli þeirra. Nú er skarð fyrir skildi hjá þeim, að missa ömmu sína, sem alltaf var reiðubúin að taka á móti þeim, þrátt fyrir annasama tii- veru, en það er huggun harmi gegn, að hér heima á Islandi, eiga þeir góðan afa, sem ég veit að ávallt tekur á móti þeim af alhug, þó hagir hafi breyst. Nú þegar kveðjustund okkar Siggu er upprunnin, finnst mér eins og ég hafi glatað einhverju af sjálfri mér, svo samofin er hún veru minni í Hafnarfirði. Ég á margar góðar minningar frá því ég kom fyrst í bæinn, og ein af þeim allra bestu, er frá fyrsta fundi okkar Siggu, svo innilega fagnaði hún mér og bauð mér velkomna, það gleymist aldrei. Henni var einstaklega lagið að líta björtum augum á tilveruna og smita mann af orku sinni og glaðværð. Af Siggu fundi fór ég aldrei döpur. Börnum mínum var hún „góð frænka", sem fylgdist með þeim af alúð og áhuga í blíðu og stríðu. Það hvarflar að mér, nú á þessari stundu, að lífshlaup okkar allra sé fyrirfram ákveðið, því enga manneskju hefi ég þekkt, sem var eins áköf í að lifa lífinu, á þann hátt, sem hugur hennar stóð til, þá meina ég ekki gegnum vímugjafa, því Sigga notaði hvorki vín né tóbak heldur lifði og naut þeirra tækifæra, sem henni buðust í lífinu, með allri sinni athygli, það var oft, eins og hún væri í kapphlaupi við lífið sjálft og hefði hugboð um að tíminn væri naum- ur, sem og varð. Sigga var ákaflega félagslynd kona, starfaði af lífi og sál, bæði í Kvenfélagi Þjóðkirkjunnar og Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Hafnarfirði og vildi hún hag þeirra, sem mestan og bestan. Hún á einnig langan starfsferil að baki á Bæjarskrifstofum Hafnar- fjarðar, hún sinnti -störfum sínum af samviskusemi og áhuga. Starfs- félaga sína á vinnustað og utan hans, mat hún mikils og var þakklát fyrir að geta haft tæki- færi að starfa með góðu fólki, það er mér persónulega kunnugt um Sorgin gleymir engum, fyrr eða síðar sækir hún alla heim, nú hefur hún barið að dyrum hjá ykkur, snöggt og óvænt, án þess að gera boð á undan sér, Jóna mín og Ingvi, því bið ég góðan guð að hugga ykkur og styrkja á þessari erfiðu stund, ykkar er harmurinn mestur. Ég og fjölskylda mín þökkum Siggu fyrir samfylgdina, hún var góð. Nú biðjum við henni góðrar ferðar og góðrar heimkomu til fyrirheitna landsins. Mjöll Sigurðardóttir. Kveðja frá kvenfélagi Hafnarfjarðarkirkju. í dag kveðjum við formann okkar, Sigríði Guðmundsdóttur, sem var svo sviplega kölluð burtu héðan. Sigríður hafði verið for- maður félagsins um sjö ára skeið eða frá því 7. febrúar 1973, en áður hafði hún verið vararitari í þrjú ár. Sigríður var kona félagslynd og starfaði ötullega að öllu því er verða mætti kirkjunni til heilla. Þar sparaði hún hvorki tíma né krafta, og var ávallt vakandi við að prýða og fegra kirkjuna. Hún var að öllu leyti fórnfús, hjálpsöm og óeigingjörn. Óðurinn til kærleikans í 1. Korintubréfi Páls postula var Sig- ríði einkar hugleikinn, ef til vill fyrir það að kærleikurinn var svo ríkur í eðli hennar sjálfrar. Hún giaddist ekki yfir óréttvísinni, en samgladdist sannleikanum. I kærleika fékk glaðlyndi Sigríðar notið sín. Hún var einlæg og innileg í mannlegum samskiptum og ávann sér þannig traust sam- ferðamanna sinna. Var þá sama hvort í hlut áttu börn eða full- orðnir. Margar félagskonur mirnast þess nú á tímamótum, hve Sigríð- ur var ávallt vaKÍn og sofin yfir velferð barna þeirra og líðan. Hún fylgdist af áhuga með uppvexti þeirra og þroska og talaði jafnan við þau sem jafningja. Sumum fylgdi hún í dansskólann og fékk að horfa á framfarir, en af öðrum tók hún myndir, sem hún fram- kallaði síðan á staðnum, litlu vinunum sínum til mikillar ánægju. Á þennan hátt var Sigríð- ur einatt boðin og búin til þess að gera tilveruna eilítið ævintýra- legri en virku dagarnir gáfu tilefni til. Fyrir hönd Kvenfélags Hafnar- fjarðarkirkju er okkur í stjórn þess ljúft og skylt að þakka allt starf Sigríðar í þágu félagsins. Það gerum við af alhug nú á kveðjustundu. Við biðjum algóðan Guð að styrkja og blessa eiginmann, dótt- ur, dóttursyni og aðra aðstand- endur. Þeim vottum við samúð okkar. í dag er til moldar borin Sigríð- ur J. Guðmundsdóttir, húsmóðir og skrifstofustúlka hjá bæjar- skrifstofu Hafnarfjarðar, er and- aðist þann 19. september sl., eftir stutta sjúkralegu. Sigríður var fædd í Reykjavík 18. ágúst 1929, en fluttist til Hafnarfjarðar er hún giftist Ingva Jóhannessyni og hefur búið þar æ síðan. Hún réðst til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ í ágúst 1966. Til að byrja með var Sigríður í hlutastarfi í innheimtudeild, en fljótlega var hún ráðin í fullt starf við innheimtuna og gegndi hún því til dauðadags. Sigríður var góður starfsmaður. Hún var starfsöm, lipur og skap- góð. Þá bjó hún að staðgóðri þekkingu á mönnum og málefnum. Allir þessir eiginleikar hennar komu að góðum notum í erilsömu og oft vanþakklátu starfi, sem innheimtustörf hjá bæjarfélagi geta verið. Hún var vel liðin af öllu sam- starfsfólki sínu, enda hjálpfús, félagslynd og ávallt reiðubúin að miðla öðrum af reynslu sinni. Er Sigríður kvaddi samstarfs- fólk sitt að loknum starfsdegi föstudaginn 5. þ.m. grunaði engan að við sæjum hana ekki framar. Á þeirri stundu virtist okkur dauð- inn svo fjarlægur þessari lífsglöðu konu. Starfsfólk á bæjarskrifstofu sér nú á bak góðum félaga og sam- starfsmanni og bæjaryfirvöld hafa misst ágætan starfsmann. Fyrir hönd þessara aðila sendi ég eiginmanni hennar Ingva Jóhann- essyni og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Einar I. Halldórsson. Það var árið 1967, sem ég kynntist Siggu fyrst eða fyrir rúmum 13 árum. Ég var þá átján ára og Jóna sautján. Um jólin var ég svo fluttur inn til þeirra Jónu, Siggu og Ingva. Mín kynni af Siggu voru góð. Það var sama hvað á gekk, aldrei skipti hún sér af og ef eitthvað var, þá tók hún upp hanskann fyrir mig þó svo ég væri oft ekki barnanna beztur. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa okkur Jónu í gegn um allan okkar búskap. Hún sá ekki sólina fyrir Ingva Tý og Tomma litla. Ef Siggu hefði ekki notið við, þá hefðum við Jóna aldrei náð þeim árangri sem við náðum meðan allt lék í lyndi. Ég er ánægður með það, að nú síðastliðið ár var samband við Siggu mjög gott. Ég sakna Siggu. Hún var góð kona og mér þótti alltaf vænt um hana. Ég er sannfærður um það að hún hvílir nú í friði hjá Guði. Það er eina huggunin, sem maður hefur þegar svona skeður. Guðirn- ir elska þá sem deyja ungir og Sigríður var ung í anda og að árum. Tommi Kveðja frá Hraunprýði Ein af stjórnarkonum slysa- varnadeildarinnar Hraunprýði, Sigríður Guðmundsdóttir er til grafar borin í dag. Þessi lífsglaða kona, sem stráði birtu og yl á veg samferðarmannanna er horfin úr hónum langt um aldur fram. Okkur sem eftir stöndum, verður orða vant þegar kveðja skal fé- lagssystur, sem svo skyndilega og óvænt er horfin úr hópnum. Sigríður var fædd og uppalin í Reykjavík. Yngst af stórum systk- inahópi, yndi og eftirlæti foreldra sinna og eldri systkina og það var gifta hennar. Hún bar það með sér hvar sem hún fór að hún hafði átt góða bersku og uppvaxtarár, var frjálsleg í fasi og bar vinarhug til allra. Hún lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík og starfaði við verslunar- og skrifstofustörf þar til hún um tvítugsaldur giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Ingva Jóhannessyni og fluttist þá hingað til Hafnarfjarðar og átti hér heimili síðan. Hún tók strax ástfóstri við þennan bæ, þar sem forlögin höfðu skipað henni sess. Hún starfaði um árabil á bæj- arskrifstofunum og hafði þess- vegna mikil samskipti við bæjar- búa og aflaði sér mikilla vinsælda í því starfi. Hún var ákaflega félagslynd kona og ung að árum gerðist hún virkur félagi í slysavarnadeildinni Hraunprýði og hefur nú setið í stjórn þar í 12 ár. Okkur Hraun- prýðiskonum varð það strax ljóst að þar kom góð kona til liðs við gott málefni. Hún vann að hverju máli með alúð og festu, tillögugóð og umfram allt jákvæð varðandi menn og málefni eins og jafnan er háttur góðra manna. Illmælgi var henni víðsfjarri og sló þá frekar upp í góðlátlegt grín ef viðræður ætluðu að beinast í þær áttir. Starfsemi kvennadeilda í slysa- varnafélaginu er krefjandi starf og þær fjáröflunarleiðir, sem unn- ar eru útheimta mikla vinnu meðal félagskvenna, eins og reyndar öll önnur störf, sem unnin eru að líknarmálum. Þar var hún hin sterka, sem alltaf var hægt að treysta, lifandi af áhuga, heil og sönn í hverju því verki, sem hún vann að hverju sinni. Hún starfaði um árabil í merkjanefnd félagsins meðnefndarkonur hennar þar þakka henni sérstaklega sam- starfið þar. Lokadagurinn var tilhlökkunarefni. Þá var hún ómetanlegur félagi. Hennar létta skapgerð, smitandi hlátur og hnyttin tilsvör löðuðu að okkur börnin, sem komu ár eftir ár að selja merkin á lokadaginn, en Sigga var með eindæmum barngóð og hafði unun af að vera með ungu fólki. Enda átti hún marga unga vini, sem trega hana nú látna. Samstarfskonur hennar og fjöldi félagskvenna sakna nú vinar í stað og kveðja hana með einlægri þökk fyrir öll hennar störf fyrir félagið. Eins og að líkum lætur skapast persónuleg vinátta milli þeirra sem starfa að sameiginlegu mál- efni um árabil og það var gott að eiga hana Siggu að vini, bæði á sorgar- og gleðistundum. Hún tók svo innilega þátt í kjörum annarra því lundin var ör og heit. Að leiðarlokum er margs að minnast en eftir er aðeins að kveðja, og við kveðjum hana með einlægri þökk. Þökk fyrir að hafa átt hana að vini og fá að starfa með henni að göfugu málefni. Við finnum það bezt nú hversu traust- ur hlekkur hún var í okkar félagi. Hennar skarð verður vandfyllt. Við sendum einkadóttur hennar og dóttursonum hennar tveim, augasteinunum hennar, samúð- arkveðjur og eigum enga betri ósk til þeirra, en að minningin um góða móður og ömmu verði þeim leiðarljós í fjarlægu landi. Eigin- manni hennar vottum við dýpstu samúð. Kveðja frá mágkonu í dag er til moldar borin Sigrið- ur Jóna Guðmundsdóttir mágkona mín, dóttir hjónanna Guðmundínu Oddsdóttur og Guðmundar Grímssonar, fisksala, sem bæði eru látin, hún var yngst 5 systk- ina. t Móöir mín, tengdamóðir, amma og langamma okkar, SÓLBORG JÓNSDÓTTIR, Fjölnisvegi 1, Reykjavík, f. 18/7 1890 að Heynesi, Innri-Akraneshreppi, andaöist aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudanínr» sept. sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Þökkum sýnda samúö. Þökkum innilega umhyggju og velvild starfsfólks á Grund viö hina látnu. Elin Kjarlansdóttir, Óskar L. Ágústsson, Auóur, Eygló og Erla Oskarsdætur, og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.