Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Hressingaleikfimi
kvenna og karla
Haustnámskeiö hefjast fimmtudaginn 2. október í leikfimisal
Laugarnesskólans. Fjölbreyttar æfingar — músik — slökun.
Veriö meö frá byrjun.
Innritun og upplýsingar í síma 33290 kl. 10—4 daglega.
Áslaug S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.
Styrkið og fegrið líkamann
Dömur og herrar!
Ný 4ra vikna námskeid hefjast 29. sept. Leikfimi fyrir konur á
öllum aldri.
Hinir vinsælu HERRATIMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi
æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira.
Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af
vöövabólgum.
Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
Innritun og upplýsingar alla
virka daga frá kl. 13—22
í síma 83295.
•
•• *•’
#•••■
•••*>
•••*>
•••>■
•••*-
•••«*
••*.-
•••«■
•••*■
•••*-
•••*■
•••«■
•••*-
•••«*
•••**
•••*■
•••**
••«•■
•••*>
•••*■
•••*-
•••*■
•••*■
•••*>
•••*■
••«*•
•••*-
•••*«
•••*■
•••*.
••«. •
••«*•
••*•-
••»*•
•••*.
•••*>
•••*■
•••*.
•••*■
•••*-
•••*
• ••*
• ••*
• ••*
•••*
•••«
• ••*
•••••
A atómöld
. .•
..•••
■ *•••
.*•••
■ *•••
■ *•••
.*•••
*•••
• •••
**•••
**•••
**•••
**•••
■*•••
**•••
**•••
**•••
■ *•••
**•••
■*•••
**•••
**•••
-*•••
*•••
**•••
■ *•••
■ *•••
■*•••
■*•••
.*•••
B **•••
• •••
• •••
••••
tollir ungt fólk í tískunni
Þú finnur þaö nýjasta og besta hjá okkur.
Líttu inn, þaö borgar sig.
■*•••
■*•••
**•••
■••••
Opiö í kvöld til 10.00 o
á morgun til hádegis.
rr
Löllir,
*••••
*••••
Bíldshöfða 20 - S (91)81410-81199 *••••
Sýningahöllinni - Artúnshófða ‘ •
Kjartan Jóhannsson:
Um skattamál
Einstæðir foreldrar verða
að kæra álagninguna
Skoðun mín er sú, að einstæðir
foreldrar ásamt öldruðu fólki
séu upp til hópa meðal hinna
verst stæðu í þjóðfélagi okkar.
Áætlanir um tekjur einstæðra
foreldra gefa til kynna að um
40% þeirra hafi verið með árs-
tekjur brúttó 1979 á bilinu 2—4
milljónir króna eða 167—333
þús. kr. á mánuði, og 82% þeirra
hafi verið með lægri árstekjur
en 5 millj. króna.
Við þessar aðstæður vekur það
sérstaka furðu að við seinustu
ákvörðun um tekjuskattstiga
skyldi skattstiginn vera hækkað-
ur á stærsta hluta einstæðra
foreldra. Þannig var skattstig-
inn hækkaður á öllum einstæð-
um foreldrum með eitt barn og
brúttóárstekjur á bilinu 3—6
milljónir króna. Sömuleiðis var
skattstiginn hækkaður á ein-
stæðum foreldrum með 2 börn
og árstekjur á bilinu 3—5 millj-
ónir króna, nema ef annað hvort
barnanna var yngra en 7 ára.
Gerist þetta reyndar á sama
tíma og heimiluð er allt að 10%
hækkun útsvara og skattskylda
meðlaga með börnunum aukin.
Að vísu er þakkarvert að fyrri
tillögur ríkisstjórnarinnar í
þessum efnum náðu ekki fram að
ganga, því að þá hefði tekju-
skattur á þessum hópum orðið
enn hærri, stundum allt upp í 80
þús. kr. hærri á hinar lægri
tekjur.
Við skattstigabreytinguna var
afnumið það fyrirkomulag að
einstæðir foreldrar nytu per-
sónuafsláttar eins og hjón, eldra
fyrirkomulagið hafði verið stutt
þeim rökum, að einstætt foreldri
gegndi t.d. hlutverki beggja for-
eldra og hefði heimiliskostnað
svipaðan og hjá hjónum. í þess
stað voru barnabætur einstæðra
foreldra hækkaðar. Einstæðir
foreldrar hafa nú 505 þús. kr. í
persónuafslátt og 280 þús. kr. í
barnabætur með hverju barni.
Hjón hafa hins vegar saman-
lagðan persónuafslátt upp í 1010
þús. en barnabætur nema 150
þús. kr. með fyrsta barni og 215
þús. með hverju barni umfram
eitt. Ýmsir hafa velt því fyrir
sér, hvernig einstæðir foreldrar
kæmu nú út í skatti, ef fyigt
væri gamla laginu með gildandi
tökum fyrir persónuafslátt og
barnabætur. Af þessum tökum
má auðveldlega ráða það, að
miðað við þær gæfi gamla lagið
hærri samanlagðan persónuaf-
slátt og barnabætur hjá öllum
einstæðum foreldrum nema
þeim sem eiga 7 börn eða fleiri.
Þá er nýja kerfið hagstæðara.
í ljósi þeirrar hækkunar, sem
orðið hefur á skattlagningu ein-
stæðra foreldra er ekki að undra
þótt margir þeirra kikni nú.
Fjármálaráðherra hefur nýlega
skipað nefnd til að athuga
skattamál einstæðra foreldra að
undangengnum fundi, sem fé-
lagsskapur þeirra efndi til um
skattamálin. Eftir venju er þó
hætt við að dragast kunni, að fá
niðurstöður til úrbóta út úr því
nefndarstarfi. Á hinn bóginn er
athyglisvert að ráðherra lét þess
getið á fundinum, að þeir ein-
stæðir foreldrar, sem kærðu
útsvör sín með tilvísun í 27. gr.
laga um tekjustofna sveitarfé-
laga ættu góða möguleika á að fá
lækkun, með sama hætti og
dæmi voru um að menn hefðu
fengið án umsóknar fyrir ári. í
trausti þessar yfirlýsingar eiga
einstæðir foreldrar þannig góða
von í skjótvirkari lækkun en
nefndarstarf er líklegt til að
veita. Þótt ýmsum þyki kæru-
leiðin ógeðfelld, verða þeir lík-
lega að una því, úr því að
ráðherrann hefur nú vísað veg-
inn.
Öflugt starf Skyggnismanna
STARFSEMI Lionsklúbbsins
Skyggnis í Rangárvallasýslu var
mjög öflug á siðasta starfsári.
Mæting á íundi klúbbsins var
rúmlega niutfu prósent, umræður
þar að jafnaði fjörugar og á köflum
nokkuð heitar eins og tekið er til
orða I ársskýrslu klúbbsins. Ýmsir
góðir gestir sóttu fundi Skyggnis
og fluttu þar framsögura-ður til
fróðleiks og skemmtunar.
Gjafir og stuðningur til líknar og
framfaramála eru megin verkefni í
störfum Lionsklúbbsins Skyggnis.
Til fjáröflunar var m.a. farið í
gulrófnaupptöku, seld blóm, jóla-
dagatöl og fiskur. Þá stóð fjáröflun-
arnefnd Skyggnis fyrir reglulegum
kvikmyndasýningum í Hellubíói og
voru þær aðalfjáröflun klúbbsins. A
starfsárinu keypti klúbburinn
augnskoðunartæki að upphæð kr. 2,5
millj. sem Heilsugæzlustöð Hellu-
læknis var afhent að gjöf, auk
hjartalínurits sem kostaði kr. 600
þús. Þá styrkti klúbburinn Tónlist-
arskóla Rangárvallasýslu með fram-
lagi að upphæð kr. 350 þúsund.
Stjórn Lionsklúbbsins Skyggnis síð-
asta starfsár skipuðu: Jón Oskarsson
Hellu, formaður, Knútur Scheving
Hellu, ritari og Sigurður Sigurðsson
Skammbeinstöðum, gjaldkeri. For-
maður fjáröflunarnefndar var Krist-
inn Gunnarsson Hellu. Að loknu
starfsári flytur stjórn Skyggnis
beztu þakkir þeim fjölmörgu sem
studdu klúbbinn í starfi.
KréttalilkynninK.