Morgunblaðið - 26.09.1980, Síða 44

Morgunblaðið - 26.09.1980, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 vUP "(p MOBöJK/- -v MTFINO U Jæja, frú mín. Ég get ekki klárað meira í bili. Ég kem aftur eftir tvær vikur — iátið allt standa hér óhreyft á meðan! Það gleður mig að kynnast yður. En það minnir mig á að það er þvottadagurinn minn á morgun! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hin gamla ágæta regla, að segja það sem maður heidur að standi, cr enn i fullu gildi þrátt fyrir tilkomu nýtisku sagnkerfa, sem öll eru of flókin fyrir hinn venjulega spilara. En áður fyrr hugsuðu menn minna um fínar sagnir, voru heldur i staðinn þeim mun öruggari í úrspilinu. Spil dálksins kom fyrir í lands- leik Austurríkis og Ungverjalands árið 1937. Fór eins á báðum borðum, ótrúlegt nokk. Suður gaf. Norður S. Á654 H. 85 T. 4 L. 1086543 Vestur S. - H. KDG743 T. G10873 L. K9 Austur S. 10872 H. 10962 T. - L. ÁDG72 Sælir eru miskunnsamir Filippía Kristjánsdóttir skrifar: „Mér hefur skilist að ungi franski pilturinn, sem hingað er kominn á flótta, hafi alist upp á munaðarleysingjahæli í heima- landi sínu. Við sem höfum fengið uppeldi hjá góðum foreldrum eða öðrum vandamönnum, sem hafa látið sér annt um okkur, getum naumast rennt grun í það hvað sumir einstæðingarnir verða að líða undir slíkum kringumstæð- um. • Lögunum verður að hlýða Það hrærast margir strengir í brjóstum hinna ungu, sumir bresta af álagi. Þegar strengur brestur kveður við sársaukabland- inn tónn, og uppreisninn tekur að gera vart við sig, þrá eftir því að brjóta af sér fjötrana og verða frjáls. Þjóðfélagið sýnir engan skilning, miklu fremur harðúð og kærleiksleysi. Lögunum verður að hlýða, hvað sem samvisku viðkom- anda líður. • Maður líttu þér nær Mér hefur skilist af því sem blöðin segja að ástand unga mannsins muni vera fremur öm- urlegt og undirrótin sé þessi, sem felst í orðunum hér að ofan. Mér er fyllilega ljóst að það er erfið- leikum bundið að vita hvað gera skal í svona málum. Maður sem kemur með falsað vegabréf vekur tortryggni. Maður líttu þér nær. Myndir þú ekki nota öll meðul sem tiltæk væru þér til bjargar, þegar þér virtust öll sund vera lokuð? Bók bókanna mæla svo fyrir: „Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra. Sælir eru miskunnsamir, því þeim mun miskunnað verða." • Erum hans eina von Fríða Magnúsdóttir skrifar: „Ég óska eftir því að franski maðurinn sem kom hingað í þeirri trú að við mundum hjálpa honum, verði ekki sendur úr landi. Við erum hans eina von. Mig langar til að spyrja, hvort forsetinn okkar geti ekki veitt honum hjálp. Svo óska ég honum alls góðs og vona að Guð styrki hann í þessari erfiðu óvissu." • Garnagaul á Horninu Sælkeri skrifar: „Einn af skemmtilegustu matsölustöðum borgarinnar er tvímælalaust Hornið í Hafnar- stræti. Fer þar saman að húsa- kynnin eru hlýleg (en ekki alltaf hlý) og öllu er smekklega fyrir komið í tiltölulega þröngu rými. Og maturinn er í háum gæða- flokki, leyfi ég mér að segja, og vel framreiddur (en stundum dálítið seint). En það mætti vera meira af honum. Það er skiljanlegt að staðurinn veiti ekki ábót á pizzu- rétti. Þar vita menn hvað þeir fá, klippt og skorið — og fá yfirleitt nóg. Kaupi maður hins vegar kjötrétt, eins og ég gerði um Suður S. KDG93 H. Á T. ÁKD9652 L. - Suóur Ventur Norður Austur 2TL 2 Hj. F*ass 4 Ilj. 1 Sp. Pim 5Sp. Pass 6 Sp. Allir Pass. Margur keppnisspilarinn myndi opna á 1 laufi með spil suðurs. Sögn, sem ekkert segir og þurfa næst að segja spaða eða tígul á mjög háu sagnstigi. En árið ’37 sögðu menn frá sínu, enduðu í samningi, sem vannst á báðum borðum þrátt fyrir aldeilis hroða- lega legu. Útspil hjartakóngur. Eins og sjá má hefði ekki verið hollt að spila tíglunum á hefðbundinn hátt. Austur trompar, spilar trompi og allt verður í voða. Enda var alls ekki farið þannig að. Báðir tóku við fyrsta tækifæri á trompkóng og spiluðu síðan í þriðja slag tígultvisti. Vestur fékk á sjöið en gat ekkert gert. Sama var hverju hann spilaði, sagnhafi gat trompað seinna lágan tígul með ásnum og síðan svínað trompníunni til að ná trompum austurs. Skemmtileg öryggisspila- mennska, sem gaf glæsilegan vinning. , , L . t ... Ólympíumót í bridge í Hollandi: íslenzka landsliðið fer í dag utan til keppninnar íslcnzka landsliðið i bridge fer í dag tii Valkenburg í Ilollandi til keppni á Olympíu- mótinu í bridge sem fram fer dagana 27. september til 11. október. í islenzka liðinu eru: Jón Ásbjörnsson. Símon Símon- arson. Helgi Jónsson, Helgi Sigurðsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson. Milli 60 og 70 þjóðir taka þátt í mótinu sem verður spilað að þessu sinni í tveimur riðlum. Að undankeppni lokinni spila fjórar efstu sveitirnar í hvorum riðli til úrslita og tvö efstu liðin úr þeirri viðureign spila um Ólympíumeistaratitilinn. Spilað- ir verða þrír leikir á dag og 20 spila leikir. Valkenburg er 12500 manna bær og munu íslendingarnir búa á hóteli sem heitir Tourhótel. Islenzka liðið hefur æft vel að undanförnu og hafa verið 2—3 æfingar í viku. Liðið er eitt hið yngsta sem farið hefur til keppni á Ólyinpíumót en meðalaldur spilaranna er 35—36 ár. Farar- stjóri liðsins verður Ríkarður Steinbergsson en hann er jafn- framt fyrirliði utan leikvallar. Mbl. mun verða með fréttir af Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON mótinu en spilararnir ætla að senda fréttir heim eins og þeir komast yfir. Mörg fyrirtæki hafa stutt spilarana til fararinn- ar og báðu þeir undirritaðan að færa þeim sérstakt þakklæti. LandsliA fslands í bridge sem heldur utan til Hollands í dag. Talið frá vinstri: Helgi Sigurðsson, Helgi Jónsson. Simon Simonarson, Jón Ásbjörnsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og örn Arnþórsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.