Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 1
48 SÍÐUR 223. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flokksþing brezka Ihaldsflokksins: Meira aðhald með verka- lýðsfélögum Brighton, 8. októher. AP. FLOKKSÞING brezka íhaldsflokksins samþykkti í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem krafizt er strangara aðhalds með verkalýðsfélögum. Orða- lag ályktunarinnar þótti hins vegar hógvært og ekki liklegt til að espa verkalýðsfélögin upp á móti ríkisstjórn Thatchers forsætisráðherra. í ályktuninni er talað um af- nám „forréttinda“ verkalýðs- félaganna en ekki rakið í smáatriðum, hvernig að því skuli staðið. Margaret Thatcher kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega á flokksþinginu og var henni afar vei fagnað. Enginn meiri háttar ágreiningur hefur enn komið fram á þinginu ólíkt því sem Spádómurinn rættist: Vann milljarð í getraunum London, 8. október. AP. MARY nokkur Fryer fór til spákonu fyrir nokkru og var tjáð að hún myndi hrátt komast yfir mikið fé og eignast nýtt hús. Og það kom á daginn. Ilún og maður hennar hrepptu 862 þúsund pund (um 1.1 milljarð króna) í vinning í knattspyrnu- getraunum i Bretlandi í síðustu viku. Þetta er næsthæsti vinningur í sögu getraunanna í Bretlandi. „Spákonan sagði mér, að ég yrði rík í nóvember. Henni skeikaði um nokkrar vikur, en ég fyrirgef það. Nýtt hús kaupi ég mér örugglega á næstunni," sagði Mary Fryer, er hún tók við peningunum í dag. Maður henn- ar er sagður hafa lagt á hilluna öll áform um að leita sér að aukavinnu. gerðist á flokksþingi Verka- mannaflokksins í Blackpool á dögunum. Einn þingfulltrúi krafðist þess þó í dag að Keith Joseph iðnaðarráðherra yrði vikið frá og fallið frá þeirri stefnu í peningamálum, sem ríkisstjórn- in hefur fylgt, en greinilegt var á viðbrögðum annarra fulltrúa, að þessi hugmynd hafði ekki mikið fylgi. ■ ranskir hermenn beygja sig í átt til Mekka um leið og þeir biðjast fyrir í eyðimörkinni í suðvesturhluta rans. Myndin er frá irönsku fréttastofunni Pars. (Símamynd AP) Begin varar Jórdani vid að styðja Iraka WæshinKton, Moskvu. Kagdad. Teheran, Tel Aviv, 8. okt. AP. TALSMAÐUR ísraelsstjórnar sagði í dag. að ísraelsmenn gætu ekki setið þegjandi og horft á Jórdani færa sig upp á skaftið i striðinu milli Iraks og írans. Samstarf Jórdaniu og íraks kynni að beinast gegn ísrael síðar. Begin. forsætisráðherra ísraels, varaði Hussein. konung Jórdaníu. við þvi í dag að hafa frekari afskipti af stríðinu. Mik- ill flutningur hergagna cr talinn hafa átt sér stað frá Jórdaniu til traks, eins og fram kcmur i annarri frétt í Mbl. í dag. Miller, fjármálaráðherra (Simamynd AP) Saddam Hussein, forseti íraks, (t.h.) og Hussein Jórdaniukonungur ræðast við í Bagdad fyrr i vikunni. Bandaríkjanna, sagði í dag, að íranir nytu aðstoðar Norður- Kóreu við að afla skotfæra og lyfja, en hefðu hins vegar ekki tök á að fá keypta varahluti neins staðar. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að veita ríkisstjórnum landa við Persaflóa, sem telja að öryggi sínu stafi hætta af stríðinu milli íraka og Irana, upplýsingar um ferðir flugvéla yfir flóanum. AWACS- flugvélar Bandaríkjamanna, sem staðsettar eru í Saudi-Arabíu, munu afla þessara . upplýsinga. Einnig hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að senda Jórdaníumönn- um þau vopn, sem áður hefur verið samið um kaup á. Brezhnev, forseti Sovétríkj- anna, lýsti því yfir í Moskvu í kvöld, að Sovétríkin myndu ekki skerast í leikinn í stríðinu milli Iraks og Irans og hann varaði Vesturlönd við að hafa af því afskipti. Sovétstjórnin neitaði í dag að hafa veitt íran hernaðar- legan stuðning í stríðinu og sakaði bandaríska fjölmiðla um að ljúga því upp á Sovétríkin. Iransstjórn kallaði sendiherra sinn í Moskvu heim í dag. Hart var barizt á vígstöðvunum í Iran í dag og segjast báðir stríðsaðilarnir hafa unnið á. ír- anskar flugvélar gerðu loftárásir á Bagdad í dag og loguðu eldar i úthverfum borgarinnar í kvöld. Pólska þingið f ær aukin völd Afganistan: Sovétmenn taka í notkun eigin kirkjugarð í Kabul NjHu Delhí, 8. október. AP. HJUKRUNARKONA. sem und- anfarið hefur starfað við líkhús herspitalans i Kabul, skýrði frá þvi í dag, að lík 20—25 sovézkra hermanna væru flutt þaðan til Sovétrikjanna í viku hverri. Sagði hjúkrunarkonan. að Afg- anir hefðu misþyrmt sumum þessara lika. Hjúkrunarkonan, Nili Rahim Panchiri að nafni, komst nýlega til Indlands ásamt ættingjum sínum með því að múta embætt- ismönnum í Kabul. Hún skýrði blaðamönnum í Nýju Delhí frá því í dag, að Sovétmenn hefðu einnig tekið í notkun sérstakan kirkjugarð skammt utan við Kab- ul og þar væru flestir þeirra hermanna, sem færust í bardög- um, jarðsettir. Nili Rahim Panchiri sagðist hafa unnið í rúmt ár á spítala afganska hersins í Kabul, en þar hefði einnig verið fjölmennt sov- ézkt hjúkrunarlið. Hún sagðist hafa séð lík háttsetts sovézks hershöfðingja, sem fallið hafði í bardögum í Panjshir-dalnum ný- lega og hefði því verið misþyrmt. Þá hefðu nokkur lík verið afhaus- uð er komið var með þau í líkhúsið og eyru eða útlimir skornir af öðrum. Sagðist hún halda, að Afganir hefðu farið svona með líkin. Faðir Nili Rahim Panchiri var einn aðstoðarmanna Zahir Shah, fyrrum konungs Afganistans, en hann hefur búið á Ítalíu frá 1973. Panchiri sagði, að faðir hennar hefði snúið til Afganistans árið 1978 en verið handtekinn og drepinn skömmu eftir að marx- istar gerðu byltingu í landinu. Varsjá, 8. oktciber. AP. PÓLSKA þingið samþykkti í dag breytingu á stjórnar- skránni, sem haía mun í för með sér aukin völd þingsins. Sú stofnun ríkisins, sem fylgjast á með framkvæmd stjórnarstefn- unnar og rannsaka spillingu, mun framvegis heyra undir þingið en ekki forsætisráðherr- ann. Stofnunin heyrði undir þingið fram til ársins 1975, en margir hafa talið að síðan hafi hún ekki gegnt hlutverki sínu með eðlilegum hætti. Miðstjórn kommúnistaflokks Póllands ákvað um helgina að fela þinginu aukin völd og mun þetta vera fyrsta skrefið í þá átt. Þinginu var í dag gerð grein fyrir efnahagshorfum í Póllandi og voru þær sagðar slæmar. Henryk Kisiel, aðstoðarforsætis- ráðherra landsins, sagði að framleiðslustöðvunin í ágúst og september hefði kostað gífurlega fjármuni í tapaðri framleiðslu og samningarnir við verkamenn myndu reynast ríkissjóði dýr- keyptir. Israel: Þáði trúmálaráð- herrann mútur? Tel Aviv. 8 október \P TR PMÁLARÁÐH ERR 4 ísraels var i dag ylirheyrður í annað sinn af lögreglu vegna ásakana um að hann hafi þegið mútur og beint opinberu fjármagni til tiltekinna guðfræðiskóla eftir óeðlilegum leiðum. Fjórir háttsettir rabbíar og trú- arleiðtogar í ísrael sitja nú í varðhaldi vegna þessa hneykslis- máls, sem þegar hefur valdið mikl- um deilum í' ísrael. Trúmálaráð- herrann, Aharon Abu-Hatseira, hefur neitað öllum ásökunum í sinn garð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.