Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 3

Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 3 bekkur Ásthildar, dóttur minnar. Upphæðin á seðlinum skiptir ekki máli, en svarar þó til u.þ.b. tvö þúsund kr. á hvert barn.“ Þá hvatti forseti Islands íslenzka foreldra til að gefa til Afríku- hjálparinnar á þennan máta, því börn hefðu ánægju af því að sjá Forseti íslands. frú Vigdís Finnbogadóttir, setur hér fyrsta peningaseðilinn i föt- una sem hún hafði afhent Lindu Maríu Jónsdóttur, 18 ára, frá Hellu. Á myndina vantar hinn fulltrúa Rauða kross-deildarinnar í Rang- árvallasýslu. Ilrafnhildi Jónsdóttur, einnig frá Hellu, en hún er 16 ára. Ljósm. Mbl. Kristján nöfn sín á gíróseðlunum og þeim fyndist þau þá hafa lagt sitt af mörkum. Forsetinn sagði einnig, að gíróseðillinn myndi settur upp á vegg í skólastofu annars bekkjar D í Álftanesskóla. I lok ávarps síns sagðist forseti Islands vona að söfnunin gengi sem bezt hérlendis og að okkur, sem ættum því láni að fagna, að enginn væri svangur, auðnaðist að leggja sem mest af mörkum. Nk. laugardag verður á vegum landssamtakanna Líf og land og Rauða krossins sérstök Hungur- vaka að Kjarvalsstöðum. Verður þar ráðstefnuhald um hungur í heiminum, sérstök barnadagskrá og um kvöldið dagskrá í léttum dúr með þátttöku fjölmargra þekktra listamanna. Nánar verður sagt frá Hungurvökunni í blaðinu á morgun. Meirihluti á móti stjóminni SAMKVÆMT niðurstöðum í skoðanakönnun Dagblaðsins, sem birt var í gær, eru 43,8% þeirra, sem fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum, andvigir ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sens, 36*9% fylgja henni og 19,4% eru óákveðnir. Áf þeim, sem taka afstöðu, eru þannig 54,3% á móti ríkisstjórninni og 45,7% með henni. Þeir, sem svöruðu spurningu Dagblaðsins um þetta mál, voru 160 manns, sem lýstu yfir stuðn- ingi við Sjálfstæðisflokkinn í þeirri könnun, er blaðið fram- kvæmdi á dögunum og fréttir hafa borist af undanfarið. Engir sátta- fundir boðaðir ENGIR fundir hafa enn verið boðaðir í kjaradeiju aðila vinnu- markaðarins, ASÍ og VSÍ, en síðasti viðra-ðufundur aðilanna var haldinn síðastliðinn föstu- dag. Þá hefur heldur ekki verið boðaður fundur í kjaradeilu b<')kagerðarmanna og FIP og er því sá hnútur, sem kjaraviðræð- urnar komust í við viðræðuslitin í fyrradag, enn óleystur. Sáttanefnd ríkisins og Guðlaug- ur Þorvaldsson ríkissáttasemjari áttu í gærmorgun fund með ráð- herrunum Gunnari Thoroddsen og Svavari Gestssyni. Svavar sagði í saintali við Morgunblaðið að um hafi verið að ræða upplýsinga- fund, þar sem nefndin kynnti ríkisstjórninni stöðu mála. Svavar kvað ríkissáttasemjara og sátta- nefnd áfram hafa frumkvæði að lausn deilunnar. Ráðherra var spurður um það, hvort ríkisstjórn- in hefði í huga að leysa hnútinn í samningaviðræðunum með laga- setningu. Svavar sagði að slíkt hefði ekki verið rætt í ríkisstjórn- inni. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði í samtali við Morgunblaðið, að sáttanefnd fjall- aði nú um það á hvern hátt hún gæti leyst þau atriði, er á strand- aði. Hann bjóst ekki við niðurstöð- um fyrr en í fyrsta lagi í dag. í gær voru rafvirkjar og hár- greiðslusveinar í viðræðum við viðsemjendur sína. Jarðstöðin: Beinar sjónvarpssendingar geta hafist næsta vor ÞESS er ekki að vænta að sjón- varpið geti notfært sér nýju jarðstöðina fyrr en næsta vnr, samkvæmt upplýsingum Péturs Guðfinnssonar framkvæmda- stjóra. Pétur sagði að sjónvarpið myndi fyrst og fremst notfæra sér dag- lega fréttaþjónustu en það yrði ekki hægt vegna kostnaðar fyrr en næsta vor en þá verður nýr gervihnöttur tekinn í notkun. Tæknilega væri mögulegt að kaupa fréttadagskrána strax en kostnaðurinn væri óviðráðan- legur. x Eins og málum er nú háttað er mögulegt að koma sjónvarpsefni frá jarðstöðinni niður í hús Pósts og síma við Suðurlandsbraut en eftir er að ganga frá tengingu milli þess og sjónvarpshússins. VETTVANGUR HELGAR INNKAI ÁVAXTAMARKAÐUR EPLI OG APPELSÍNUR 20% AFSLÁTTUR VORUKYNNING: OSTA OG SMJÖRSALAN FRÁ - 302.700 SANITAS FRÁ - 5° - 8°° Á MORGUN SÉRTILBOÐ KJÚKUNGAR 5 HAMBORGARAR LEYFT VERÐ= 2240.- OKKAR VERO: 1750.- STRASYKUR LEYFT VER©: OKKAR VERÐ' 1 kg. 893.- 725.- 2kg. 1640.- 1450.- 10 kg 8212.- 7200.- VEX.. ÞVOTTALOGUR LEYFT VERO: OKKAR VERÐ= 0,33 LTR 393.- 296.- 0.6 LTR. 514.- 387- VEX ÞVOTTAEFNI LEYFT VEWE>: OKKAR VER©= 7006rrk859.- 650.- 3kg 3549- 2685- 5 SL’ATUR I KASSA 14.000.- GRÆNAR BAUNIR 360gr 225.- ELDHÚSRÚLLUR 2 STK. I PK. 714.- RÚGMJÖL LEYFT VER©: 2kg 986.— OKKAR VERO: 810.- HERRA FLAUELSBUXUR 10.150.- SKYRTUR VINNUSKYRTUR NÆRBUXUR 5.550- 5.550.- 1.150.- DOMU BARNA-OG UNGLINGA GALLABUXUR 9850- ÚLPUR- BOLIR - SKYRTUR - SOKKAR NÆRBUXUR PEYSUR - NÆRFATNAOUR NÆRBUXUR NÆRFATNAOUR SÉRTILBOÐ T90- 1.150.- Atttafí leiðinni! VEMIMl VERSLLJNARMIÐSrÖÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.