Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 5 Pétur Thorsteinsson ræðumaður hjá Islenzk ameríska félaginu PÉTtJR Thorsteinsson, sendi- herra. verður ræðumaður á haustfagnaði Íslenzk-ameríska félagsins, sem haldinn verður að Hótel Loftleiðum á laugar- dagskvöldið, en Pétur var sendiherra í Washington um árahil. Bandaríska sendiráðið er með móttöku í húsakynnum Menn- ingarstofhunar Bandaríkjanna fyrir haustfagnaðinn og leikur þar 18 manna hljómsveit. Að venju verður á haustfagnaði lögð áherzla á „amerískan matseðil", en ágóði árshátíða félagsins rennur til kostnaður félagsins í sambandi við námsstyrki til íslenzkra námsmanna í Banda- ríkjunum. Pétur Thorsteinsson Athugasemd: Skrið „milljónatuga“ Hafn- armálastofnun óviðkomandi MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Ilafn- armálastofnun vegna fréttar á bls. 2 í blaðinú í gær um „milljónatugi** á skriði til sjávar: Dælupramminn Hákur vann við dýpkun hafnarinnar á Sauðárkróki í sumar. í upphafi var ætlunin að dæla efninu í pramma, sem sigldi með það út á sjó en vegna óska heimamanna var efninu dælt um eins kílómetra leið, svo það myndaði uppfyllingu meðfram landi, sunnan hafnarinnar. Var grjótvörn sett framan á uppfyllinguna af heima- mönnum sjálfum og sáu þeir um allan frágang í því sambandi. Vegna þess hve langt var dælt og rusls í höfninni, sem vildi þvælast fyrir prammanum, á'samt bilunum sóttist verkið seint. Samkvæmt fréttinni í Mbl. hefur brimið tekið framan af þessari fyllingu og er það Hafnar- málastofnuni.ini s’gjörlega óvið- komandi. Að hér sé um milljónatug- atjón að ræða er afskaplega ólíklegt. Æskilegt væri að Kári á Sauðár- króki vandaði betur fréttaflutning sinn. Nýju AR hátalarana köllum við „HIGH TEGH“ því þeir sameina „HIGH STYLE“ nýjustu tísku og “TECHNOLOGI“ tækni. Hagsýni er tíðarandi okkar, iðnfræði og gáfur hafa því hér verið nýttar til hins ýtrasta til fullkomnunar á hljómgæðum. Notaðar eru nýjar vökvakældar AR hátalaraeiningar, nýjir AR tóndeilar og AR „ACOUSTIC BLANKET“. Öllu ónauðsynlegu skrauti og krómbryddingum er sleppt. Þeir eru klæddir í svart tóndrægt efni sem er hlutlaust gagnvart umhverfinu. AR-93 og AR-94 sameina nútímalegt útlit, frábær tóngæði og hagstætt verð. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ■jteTft m CÍST TI£W Nýjar flauelsbuxur Litir: blátt, grátt, drapp, svart, blágrænt og brúnt. t,2kuverZLUN unga fólksins OmKARNABÆ ■^30 W Glæsibæ — Laugavegi 66. Simi frá skipliboréi 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.