Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 18

Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 Afríkuhjálpin 1980 # Afríkuhjálpin 1980 • Afrikuhjálpin 1980 # Afrikuhjálpin 1980 Af nægtum til nauðstaddra Söfnunarherferðin Afríkuhjálpin 1980 hófst formlega í gær með sérstakri athöfn að Kjarvalsstöðum. Söfnunarfénu verður varið til kaupa á matvælum til handa hungruðum íbúum héraða A-Afríku, þar sem fleiri þúsund börn kveljast af hungri og fjöldi þeirra verður dag hvern hungurmorða. Varla hefur komið deigur dropi úr lofti í víðáttumiklum hluta þessa svæðis síðustu árin. Þar á ofan bætist gífurlegt flóttamannavandamál sem skapast hefur vegna stíðsástands. Milljónir flóttamanna búa í flóttamannabúðum og daglega streyma flóttamenn í búðirnar örmagna af þreytu og hungri. Formaður Rauða kross íslands, Ólafur Mixa læknir, sagði m.a. í ávarpi sínu er söfnunin hófst í gær: „Nú kann e.t.v. einhver að spyrja, eins og móðir Teresa var spurð í blaðaviðtali: Er ekki einungis verið að draga neyð þessa fólks á langinn og fresta örlögum þess með því að gefa því að borða í stað þess að efla sjálfsbjörg þess? Því svaraði friðarverðlaunahafinn eitthvað á þá leið. að sá sem er orðinn sljór og kraftlaus af hungri þarfnast fyrst og fremst fisks til að borða til að ná nægilegum þrótti og hugarelju. Seinna geti hann myndað veiðistöng sem þá gæti vissulega orðið að gagni.“ Meðfylgjandi myndir voru teknar í sumar í flóttamannabúð- um á þessu svæði og gefa þær smáinnsýn í ástandið og hjálparstarfið sem þar fer fram. En betur má ef duga skal og í fréttaskeytum frá höfuðstöðvum Rauða krossins segir. að ætíð skorti meiri matvæli og til kaupa á þehn vantar aukið fjármagn. íslenzk skólabörn hafa nú þegar og munu leggja mikið af mörkum til að söfnunin hérlendis geti orðið árangursrík. Níu ára börnum í Melaskóla, sem Mbl. heimsótti nýverið, var hugleikinn hinn mikli munur sem er á kjörum þeirra og jafnaldra þeirra á hörmungarsvæðunum í A-Afríku. Þessi börn hafa sjálf tekið af nægtum sínum til að gefa nauðstöddum og þau hafa safnað myndarlegri fjárhæð í söfnunarbauk, sem stendur á kennaraborð- inu í kennslustofu þeirra. „Margt smátt gerir eitt stórt,“ sögðu börnin. sem gefið hafa þetta góða fordæmi og sýnt í verki skilning, sem við hin eldri mættum vera hreykin af.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.