Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 30

Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 Hjörleifur Stefánsson arkitekt: \ ( ,na viAtals við Ilannos Kr. I>a\ -on. arkitckt. í Morgunhlað- iiiu 10. um skipulaKstillöKU aA Grj-- þorpi, óska é)í eltir hirtinxu < í! irandi athuKasemda: ntaii sem blaðamaður Morx- inhl: indi' dns átti við mig til að ia fvrr nefnda grein um kipu gstillögu að Grjótaþorpi, >ont ? ég honum á að hugsanlega æri :<að ómaksins vert að leita ilit. Hannesar Kr. Davíðssonar á ■kipu igstillögunni. Hann væri heimild til varðveislu húsa — þau kveða alls ekki á um skyldu í því sambandi." Um fyrsta lið þessarar röksemda- faerslu Hannesar, þ.e.a.s. að tillag- an sé í of litlum tengslum við hagsmuni lóðaeigenda til að verða nokkurn tíma að raunveruleika, er fátt eitt að segja. Þarna stangast á frú Hannesar Kr. Davíðssonar og okkar sem að tillögunni stöndum. I greinargerð með skipulagstillög- unni rökstyðjum við af hverju við Grjótaþorps er. í fimmtíu ár hafa arkitektar hver á fætur öðrum gert skipulagstillögur að Grjótaþorpi, flestir fyrir hönd borgaryfirvalda, nokkrir fyrir hönd lóðaeigenda. Aldrei fyrr hafa þeir haft í vega- nesti skýran vilja borgaryfirvalda um það hvernig skipulagstillagan skuli gerð. Það sem Hannes Kr. Davíðsson telur hér til óheiðarleika er að borgaryfirvöld skuli hafa um það skýrt mótaða stefnu að hve miklu leyti vernda skuli hús í Grjótaþorpi. Hannes hefur, ef ætla má af viðtalinu við hann í Morgunblaðinu, helst sett það fyrir sig að ekki skuli enn á ný farin sama leið og svo oft áður þegar um skipulagningu bæj- arins er að ræða, að fela einhverj- um arkitekt að gera um það tillögu hver skuli verða framtíð Grjóta- þorpsins og gefa honum frjálsar Skipulag Grjótaþorps Athugasemd .ga einna ákveðnastur manna uni ókosti hennar. Kg mun hins vegar hafa gleymt að láta þess getið til skýringar að Ilannes væri ráðgjafi nokkurra lóðaeigenda í Grjótaþorpinu og hefði því kynnt sér skipulagstillög- una og flest það annað er hagsmuni umbjóðenda hans í Grjótaþorpi snerti. I inngangi að viðtali blaðamanns- ins i!-t llannes í Morgunblaðinu 4. þ ni ■1 r þessara hágsmunatengsla <m, tiö en það hins vegar tekið ■ tui ið Hannes sé arkitekt og er óbeint látið að því liggja .;<! áltt hans á málinu sé hlutlægt ■ ' -uianns. r.M i ætla ég hér að reyna að ..... ,.lum athugasemdum Hann- esar um skipulagstillöguna, heldur ,,'Vins drepa á nokkur atriði í máli i .ms þar sem hann vænir mig og 'öra þa sem standa að skipulagstil- logiiiuii að GrjótajKirpi um óheið- arleik.i, vélabrögð, sauðahátt o.fl. I n ðju viðtalinu segir Hannes frá |e. í hvað hann finni tillögunni helst til foráttu. Þar segir hann: „Fyrir utan það að meginhug- rnynd þessarar skipulagstillögu er alveg út í bláinn, og fyrir utan það ið hun er í alltof litlum tengslum ið I, /smuni lóðaeigenda í Grjóta- þorp'- I að verða nokkurn tíma að nleika — þá er hún ekki 'ieið;; 'ga unnin. Dæmi um vinnu- i' arðandi Grjótaþorp má sjá í . :■> luflokkaskiptingu húsa í 'erðinni Grjótaþorp 1976. ° ' aargerð var að mestu unnin i aðilum og nú leggja fram :po gstillöguná, sem kynnt er í - Grjótaþorp 1980, og rétt- i < ir hana með tilvísun til i fyrri, en þar stendur við .kk húsanna: „Hús sem t>er <" fr"Vt samkvæmt þjóðminjalög- in“ Fn þau lög veita aðeins teljum líkur á því að þessi skipu- lagstillaga geti leitt til framfara í Grjótaþorpi frekar en fyrri tillögur. Næsti liður í rökum Hannesar er öllu alvarlegri, en þar vænir hann okkur um óheiðarleika í vinnu- brögðum og tekur til tvö atriði því til stuðnings. í fyrra atriðinu lætur Hannes í það skína að ekki sé allt með felldu þar sem þeir aðilar, sem nú leggja fram skipulagstillögu að Grjótaþorpi hafi áður verið viðriðn- ir könnun borgarminjavarðar á sögulegu gildi húsa í Grjótaþorpi, en niðurstöður þeirrar könnunar voru gefnar út í bókinni Grjótaþorp 1976. I niðurstöðum þessarar könnunar var lagt mat á sögulegt gildi húsanna í Grjótaþorpi og húsunum skipt í nokkra flokka eftir gildi þeirra. Sá flokkurinn, sem mest gildi hafði var kallaður „Hús sem ber að friða samkvæmt þjóðminja- lögum“. Hannes bendir hins vegar á það í viðtalinu, að þjóðminjalögin veiti aðeins heimild til þess að friða hús — „þau kveði alls ekki á um skyldu í því sambandi". Með þessu telur Hannes sig sýna fram á óheiðarleika í vinnu að skipulagstillögunni ... Ekki er þessi röksemdafærsla auðskilin. Enginn hefur að mér vitandi haldið því fram að þjóðminjalögin kveði á um skyldu til að varðveita eða friða hús og athugasemd Hannesar virð- ist mér því út í hött, og ekki fæ ég heldur séð örla fyrir óheiðarleika í því að í greinargerðinni Grjótaþorp 1976 sé lagt til að hús og hiuti af húsi verði friðað samkvæmt þjóð- minjalögum. Afstaða Hannesar er þrátt fyrir allt mjög óljós og virðist hann nota miklu ábúðarfyllri og stærri orð en skilningur hans og skoðanir fylla út í. Lykilinn að afstöðu hans er sennilega að finna í næstu athuga- semd hans í viðtalinu, en þar segir hann: „Fólkið sem að gerð þessarar skipulagstillögu stendur, virðist ekki vera að leita sannleikans, heldur er verið að reyna að fá fram eitthvað sem fyrirfram var ákveð- ið.“ Hér er komið að undarlegustu þversögninni í máli Hannesar. Hann hefur, þrátt fyrir verulegt ómak til að setja sig inn í skipulag Grjótaþorps, ekki skilið það, að áður en hafist var handa um gerð þessarar skipulagstillögu tók borg- arstjórn ákvörðun um hvaða stefnu skyldi fylgja í húsaverndunarmál- um í Grjótaþorpi. Um þá ákvörðun var enginn ágreiningur. Þessari skipulagstillögu var alls ekki ætlað að marka stefnu eða leita sannleikans, eins og Hannes orðar það. í þeim málum hafði borgarstjórn ákveðið að mat borg- arminjavarðar á gildi húsanna skyldi haft til viðmiðunar, en það mat var sett fram í greinargerðinni Grjótaþorp 1976, eins og áður sagði. Þegar Hannes segir að ætlunin hafi verið sú að fá fram eitthvað sem fyrirfram var ákveðið, þá hefur hann rétt fyrir sér í þeim skilningi, að fyrirfram var ákveðið að skipu- lagstillagan skyldi gera ráð fyrir verndun húsanna. Hins vegar bregst Hannesi að sama skapi bogalistin þegar hann telur þetta til óheiðarlegra vinnubragða. Að flestra dómi held ég að það teljist til verulegra framfara þegar borgarstjórn lýsir yfir ákveðnum vilja í jafn flóknu máli og skipulag Nú I Úti. Ljósm. Sík. Sifcm. fur kólnað mjog í veðri um allt land ug víða hefur snjóað. Margir bændur eiga mikið grænfóður m þeir hugðust nýta til haustbeitar handa kúnum eftir gott og gjofult sumar. Myndin er tekin á Skejðunum í vikunni. hendur um það hvort hann vilji þyrma húsum eða rífa þau. I þessu atriði, hvort sem við nefnum það misskilning Hannesar eða einhverju öðru nafni, er senni- lega fólginn mergur þessa máls. Hannes er að mestu leyti að gagnrýna ákvarðanir sem skipu- lagstillagan byggir á en ekki tillög- una sem slíka. Þó eru nokkur atriði á víð og dreif í viðtalinu við Hannes sem mig langar til að fara um fáum orðum. Hannes segir: „Ég hef árangurs- laust spurt þá sem að þessari skipulagstillögu standa, hvað rétt- læti að gera þennan hlut miðbæjar- ins í Reykjavík að byggðasafni eða smáhúsahverfi...“ Þessu er til að svara, að á fundi þar sem Hannes Davíðsson mætti í fylgd nokkura lóðaeigenda í Grjóta- þorpi spurði hann aðstandendur skipulagstillögunnar framan- greindrar spurningar. Honum var svarað. Að svarinu loknu var hann spurð- ur að því hvort hann hefði fengið fullnægjandi svar við spurningu sinni og svaraði hann því játandi. Fáum dögum síðar segir svo heiðursmaðurinn að hann hafi ár- angurslaust spurt þessarar spurn- ingar og hlýtur hann því annað hvort að segja blaðamanni Morgun- blaðsins ósatt eða höfundum skipu- lagstillögunnar. Hannes spyr hvað réttlæti það að gera þennan bæjarhluta að byggða- safni eða smáhúsahverfi. Hann veit þó mætavel að ekki er ætlunin að gera Grjótaþorp að byggðasafni. Hann veit að í skipu- lagstillögunni er gert ráð fyrir því að Grjótaþorp verði fyrst og fremst íbúðarhverfi, en þar verði þó all- mikil þjónustustarfsemi. Orðið byggðasafn í sambandi við Grjóta- þorp hafa aðeins þeir notið sem reyna að gera skipulagstillöguna tortryggilega í augum almennings. Einnig má benda á að það er einskis ætlun að „gera“ Grjótaþorp að smáhúsahverfi. Hins vegar er það svo að ef Grjótaþorp telst smáhúsahverfi nú, þá mun það verða það framvegis ef skipulags- tillagan nær fram að ganga. Ætlun- in er alls ekki að breyta um eðli eða gerð þorpsins heldur aðeins styrkja það sem þar er fyrir. Enn segir Hannes í viðtalinu: ^Þeir sem vilja endilega koma upp svona þorpi ættu að mínu máti aö reisa það einhversstaðar annars- staðar...“ Hér eins og í fyrri dæmum fer Hannes mjög frjálslega með sann- leikann, sem hann þó öðrum þræði lætur skína í að hann virði nokkurs. Málið er einfaldlega það, að enginn hefur ætlað sér að „koma upp þorpi“ eða búa til nokkuð það sem ekki er til. Ætlunin er að varðveita það heillegasta af húsun- um í Grjótaþorpi og fylla í skörðin þar sem hús stóðu áður með nýjum húsum, búnum nútíma þægindum en með svipuðu iagi og gömlu húsin, þar á meðal risþaki, sem reynst hefur vel. Hannes segir einnig: „Það er ekkert byggingarsögulegt í Grjóta- þorpi sem ekki er til annars staðar í Reykjavík ...“ Þessi staðhæfing Hannesar stendur í algerri þversögn við mat annarra og þar á meðal þeirra sem borgaryfirvöid hafa leitað til um álit á málinu. Hannes Lætur hér auk þess í það skína að mat á byggingarsögulegu gildi einu hljóti að grundvalla skynsamlega ákvörðun um varð- veislu eða niðurrif. Hann gengur þar framhjá þeim möguleika að menningarsögulegt gildi af öðrum toga en byggingarsögulegum geti verið eðlilegur grundvöllur fyrir verndun. Að flestra mati, sem til þekkja, held ég að húsin Aðalstræti 8 og 10 hafi hvort um sig einstakt byggingarsögulegt gildi fyrir Reykjavík. Bæði hafa þau slíkt menningarsögulegt gildi fyrir Reykjavík, að þau eiga sér engar hliðstæður, Aðalstræti 10 sem eina húsið sem enn stendur af innrétt- ingum Skúla Magnússonar og Aðal- stræti 8 sem einstakur vitnisburður um þróunarsögu íslensks þjóðlífs fyrir og um aldamótin. Fleiri dæmi um gildi húsa í Grjótaþorpi mætti tína til en þetta ætti að nægja til að sýna hve fráleit málfærsla Hannesar er að þessu leyti. Að lokum langar mig að gera eftirfarandi orð Hannesar í títt- nefndu viðtali að umræðuefni: „Það er eins og þessi öfgafulla háreysti um húsverndun hafi gjör- samlega ruglað fólk í ríminu — menn verða að meta hverju sinni þau byggingarsögulegu verðmæti sem í húsunum felast en ganga ekki um eins og sauðir og segja að allt skuli vernda.“ Tilefni þessara orða Hannesar, eins og annars í viðtalinu, er ný skipulagstillaga að Grjótaþorpi þar sem gert er ráð fyrir því að flest húsin standi áfram en nokkur þau lélegustu verði rifin. Um það veit Hannes sennilega mætavel, en hann velur þó að ýja að því að við skipulagstillöguna sé því sauðslega fram haldið að allt skuli vernda. Hvorki í þessu tilviki né öðrum ætla ég að halda því fram að Hannes fari vísvitandi með ósann- sögli, en hins vegar má það ljóst vera að hann umgengst sannleik- ann ákaflega frjálslega. Hannnes Davíðsson átti fyrir fáum árum sæti í stjórn húsafrið- unarsjóðs og var því a.m.k. vel kunnugt um gang húsafriðunar- mála. Hann veit því að nokkuð hefur unnist á undanförnum árum í þeim efnum, en þó aðeins sáralítið miðað við þau verðmæti sem í húfi eru. Hannes veit sennilega einnig að þrátt fyrir ákveðnar framfarir er óralangt í þann dag að hætta verði á því að menn gangi of langt í húsverndunarmálum. Allt þetta veit Hannes Davíðsson mætavel, að ég held. Til að skýra afstöðu hans verður maður því að grípa til einhverra afsakana fyrir hans hönd. Það getur maður gert innra með sér, í hljóði, án þess að láta nokkurn mann heyra. Afsökun- in getur ekki verið sú að hann tali gegn betri vitund, eins og áður sagði, hún getur held ég ekki verið fólgin í því að hann hafi gerst málsvari þeirra manna sem mest barma sér undan þeirri byrði sem það er þeim að hafa áskotnast stóreignir í Grjótaþorpi. Eina haldbæra afsökunin er sú að hann hafi einfaldlega ekki skilið málið betur en raun ber vitni, þrátt fyrir góða viðleitni. Skipulagstillagan að Grjótaþorpi, sem mál þetta fjallar um, er enn á vinnslustigi. Tillagan hefur nú ver- ið kynnt hagsmunáaðilum og al- menningi til þess að fá fram viðbrögð og athugasemdir um þá hluti sem betur mættu fara í endanlegri gerð hennar. Ýmsar þarfar ábendingar hafa þegar kom- ið fram og það er ósk okkar að sem flestir aðilar, sem telja sér málið skylt segi skoðun sína á tillögunni. Allar umræður um skipulagstil- löguna eru af því góða, jafnvel þó að inn í þær kunni að slæðast dylgjur um óheiðarleika og sauðshátt. Að öðru jöfnu er þó æskilegra að umræður um tillöguna verði mál- efnalegar og innan venjulegra um- gengnishátta fólks. Iljörlcifur Stcfánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.