Morgunblaðið - 09.10.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 09.10.1980, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 32 Sýning Ingvars Þorvaldssonar ASMUNDARSALUR er nú enn einu sinni fullur af málverkum. Það er Ingvar Þorvaldsson, sem þar er á ferð með sínar myndir. Hann hefur haldið margar sýn- ingar á verkum sínum bæði hér og víðar á landinu, þar á meðal á Akureyri og Húsavík, Grenivík og fleiri stöðum. Ekki kann ég frá námi Ingvars að segja, og ekki hef ég séð eftir hann verk fyrr. Það hefur æxlast þannig til, að ég hef annaðhvort verið fjarverandi eða ekki viðlátinn af öðrum ástæðum. Nú eru í Asmundarsal 31 málverk og kemur Ingvar víða við í verkefnavali sínu. Þarna eru myndir frá Akureyri, Húsa- vík, Mývatnssveit, Þingvöllum og héðan úr borg. Þó tel ég ekki allt hér til, enda óþarft. Þessi verk eru nokkuð lík í litameðferð og ekki nægilega fjölbreytt að mínu mati, en þau eru þokkaleg og nokkuð misjöfn eins og geng- ur. Bestu myndirnar, er ég rak augun í, voru No. 5, 8 og 11. Nú má ekki draga þá ályktun af þessari upptalningu, að hún sé tæmandi og að annað á þessari sýningu hafi verið óalandi og óferjandi. Eins og áður segir, eru þessi verk svo lík hvert öðru í lit og meðferð, að mismunandi við- fangsefni ná ekki til að skapa fjölbreytni. Það er viss tónn í þessum olíumyndum, sem mér fannst endilega vera Akrýl-litir og minntu mig meir á þá liti en olíu. Satt að segja hef ég ekki um Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON langan tíma séð þá litameðferð hjá hérlendum sem Ingvar not- ar. Þessi litameðferð er nokkuð hrá í mínum augum og mætti vera rikari og þróttmeiri, en ekki vil ég láta hjá líða að segja þessar myndir nokkuð persónu- legar og sérstæðar, eins og reyndar kemur fram hér í þess- um línum áður. Það verður ekki komist hjá því að minnast á, hve oft vill brenna við í þessum verkum, að viðvaningslega sé að myndgerðinni staðið. Það kemur fram bæði í meðferð fyrirmynd- ar og eins í blöndun lits. Ef þetta er tómstundaiðja hjá Ingvari, er þetta nokkuð góð sýning, en taki hann hlutina ívið alvarlegar, er afrakstur ekki sérlega mikill. Eg, sem þetta rita, legg ekki nokkurn dóm á þessa sýningu í heild. Það væri óréttlátt að fullyrða nokkuð um hæfileika Ingvars, en þeir eru ef til vill ekki auðsæir enn sem komið er. Ingvar Þórarinsson á margt ólært enn, og hver veit nema hann eigi eftir að komast í betra og nánara samband við fyrir- myndir sínar og yrkja betur í liti og línur. Vonum það besta, ekki er öll nótt úti enn. Tapiolakórinn Tapiola-kórinn er í raun og veru smíð stjórnandans Erkki Pohjola. Starfsemi kórsins hefur vakið athygli manna á uppeldis- og menntunarlegu gildi tón- menntakennslu og einnig, að árangur er ekki að öllu leyti bundinn við stórt úrtak, heldur ekki síður mögulegur í fámenni, þar sem hæfileikar til stjórnun- ar og samstillingar eru fyrir hendi. Að hlusta á söng kórsins, sem samanstendur af börnum og unglingum, sem ekki aðeins kunna að syngja, heldur leika á hljóðfæri svo vel að unun er á að hlýða, var fyrir undirritaðan lífsreynsla, er særði fram mynd- ir um það sem mætti gera hér á landi, með samstillu átaki ís- lenskra tónmenntakennara. Ástæðan fyrir erfiðleikum varð- andi tónmenntakennslu í land- inu er að miklu leyti sú, að í stað þess að efla tónmenntakennslu í skólum, er eytt milljónum króna í að styrkja einkarekstur, er varla nær meiru en að gagnast fáum útvöldum, er hafa „virtu- ósinn“ að markmiði og til vara önnur störf á sviði tónmennta. Almenn menntun á sviði tónlist- ar er sem næst ekki fyrir hendi í landinu, því þeir ríkisstyrktu einkaskólar, er fást við kennslu fyrir börn og byrjendur, geta ekki sinnt nema hluta af þeim fjölda, sem til þeirra sækir. Það Tðnllst eítir JÖN ÁSGEIRSSON Erkki Pohjola má segja að starfsemi tónlist- arskólanna, sem sérlega fást við byrjendakennslu, byggi tilveru sína á vanrækslu grunnskólans um allt er varðar tónmennt. Ef vel væri búið að þessum málum ætti engum að vera heimilt að fást við tónmenntakennslu fyrir börn, nema grunnskólanum og eðlilegt verksvið listaskólanna yrði þá framhaldsnám í tónlist. Nú er undirstöðumenntun kostuð með margfalt dýrari og tímafrekari kennslu en þörf væri á, ef skynsamlega væri að þess- um málum staðið. Tapiola-kór- inn er upprunalega venjulegur skólakór og í stað þess að spara alla hluti til hans, hefur starf- semi hans fengið að blómstra. Erkki Pohjola er sannkallaður töframaður í stjórnun og nýtur mikillar frægðar fyrir framtak sitt. Á tónleikunum í Háteigs- kirkju flutti kórinn hljóðfæra- tónlist og margvísleg söngverk og var flutningur allur í einu orði sagt stórkostlegur. Vonandi hafa útvarp og sjónvarp gripið tækifærið og tekið upp söng kórsins, ísienskum aðdáendum tónlistar til ánægju í komandi skammdegi. Tapiolakórinn ásamt stjórnanda sinum. Guðrún Tryggvadóttir í Djúpinu Mynflllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Myndröð á sýningu Guðrúnar Tryggvadóttur i Djúpinu. Síðan farið var að sýna mynd- list í kjallaranum undir Horninu þar, sem heitir DJUPIÐ, hefur verið ótrúlega mikið á ferðinni af allskonar sýningum. Sumar hafa þær verið myndrænar, aðr- ar hafa haft sitt ágæti úr öðrum áttum, eins og til dæmis það, er ég nefni hugdettur, en aðrir nefra nýlist o.s.frv. Auðvitað kemur það ekki málinu við, hverjum nöfnum menn nefna hlutina, heldur hvernig þeir verka og hvað hver sýning skilur eftir hjá gestum Djúpsins. Ekki aöla ég að gera neina úttekt á 'tarfsemi staðarins hér, en ekki skaðar að minnast á þá fjöl- breytni, sem komið hefur fram hjá þeim mörgu listamönnum innlendum sem erlendum, er sýnt hafa verk sín í þessu galleríi. Nú er á ferðinni í Djúpinu Guðrún Tryggvadóttir, og ekkert veit ég um nám hennar né aðra starfsemi í Myndlist. Hún er sem sé með sína fyrstu sýningu, eftir því sem ég best veit. Guðrún er ekta hugdettumann- eskja í myndgerð sinni og notar sem tjáningarmiðil ljósmyndir og ljósritanir. Ég held, að öll þau verk, sem á þessari sýningu eru, séu í myndröðum, og eru þær yfirleitt forvitnilegar og skýra sig það vel sjálfar, að óþarft er að orðlengja um innihaldið. Samt vil ég geta þess hér, að ein þessara myndraða festist í minni mér: Það eru stafirnir, sem ristir eru á handlegg lista- konunnar og mynda orðið De- struction (EYÐILEGGING) á enskri tungu. síðan er handlegg- urinn myndaður á 11 daga tíma- bili og sýnt, hvernig þessir stafir hverfa smátt og s.mátt, vegna gróðrarstarfsemi líkamans. Já þannig má láta líkamsstarfsemi verða að þátttakanda í mynd- gerð. Þetta er eins og allir sjá snjöll hugmynd, þótt fábjánar eins og ég eiga ef til vill afar erfitt með að tengja þennan merkilega viðburð myndlist. En það er eins og fyrri daginn, misjafnlega er mannfólkið af guði gert, og því verður ekki breytt. Hvorki í nútíð, framtíð eða nokkurn tímann. Ég hafði nú samt gaman af þessum mynd- röðum Guðrúnar, en mér dettur ekki í hug, að ég hafi skilið þær á þann veg sem gáfufólki tuttug- ustu aldar sæmir. Já, þannig er nú einu sinni tilveran, og öllum finnst okkur gaman að vera til, hvort heldur hátíð er á Korpúlfs- stöðum eða ekki. Eins og að ofan segir, hafði ég gaman af að líta inn í Djúpið og skoða myndraðir Guðrúnar Tryggvadóttur, og ég held ég sé jafnnær um tilgang lífsins sem áður, og ég er viss um, að þetta eru merkilegir hlutir, þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, er þetta ritar. Hér á ég auðvitað við kjarna þessara verka, en yfirborðið fannst mér upplífgandi. Valtýr Pétursson. „Verði veitt landvistarleyfi“ ÁRSFJÓRÐUNGSFUNDUR Rauðsokkahreyfingarinnar hald inn i Reykjavik 25. sept. 1980 fagnar ákvörðun dómsmálaráð- herra um að framlengja landvist- arleyfi Patricks Gervasoni. Fund- urinn átelur harðlega fljótfærn- isleg ómannúðleg vinnubrögð dómsmáiaráðuneytis við athugun á umsókn hans um landvistar- leyfi hér. Ljóst virðist að ef Gervasoni yrði sendur til Danmerkur jafn- gilti það að senda hann til fangels- isvistar í Frakklandi. Rök dóms- málaráðuneytis í málinu vekja fleiri spurningar en svör. Fundur- inn skorar á ríkisstjórnina að veita Patrick Gervasoni ótak- markað leyfi til dvalar og starfa hér á landi nú þegar. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.