Morgunblaðið - 09.10.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 09.10.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 33 eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Kvlkmyndlr Úti erævintýri Leikstjórn: Clive Donner. Ilandrit: A.J. Carothers. Tónlist: John Cameron. Nafn á frummáii: The Thief of Bagdad. Margt skrýtið gerist nú á hvítu tjöldunum í henni Reykjavík, Jón Trafali og Þumallína nudda sam- an nefjum uppá Laugarás, risanef Streisand boxar bláu barnsaugun Ryan O’Neal í Austurbæjarbíó, og vestur í bæ níðist Suður-Afríska yfirstéttin á svertingjum, íslenzku mannréttindanefndinni til skemmtunar, en þetta er ekkert miðað við það sem er að ske í Stjörnubíó, þar er nefnilega verið að sýna 3 bíó klukkan níu. Aldeilis frábær hugmynd sem gladdi und- irritaðan á þeirri stundu er fyrsta haustkulið beit í nefið, af hverju ekki að skella sér í bió þegar snjófjúkið tekur að sleikja gang- stéttarnar og fólkið verður eins og illa gerðir ísbirnir stökkvandi milli sjoppa og misheitra fólks- vagna. Þegar ég meina „bíó“ þá á ég ekki við níðþungar Berg- mannsmyndir sem eru kaldari en nokkur raunveruleiki fremur ein- hverja vitleysu sem gjarnan gerist á suðrænum, slóðum, þar sem allt gengur á afturfótunum í byrjun, vondi kallinn eltir góða kallinn, litla prinsessan er voða sæt og að sjálfsögðu hrein mey, pabbi henn- ar hálf ráðalaus kóngur en hið mesta góðmenni, tqframenn fljúga á teppum og kvennabúrin svo yfirfull af þyrstum brjóstum að flóir útúr, nú og svo að lokum giftist góði maðurinn prinsessunni (þau urðu ástfangin við fyrstu sýn), sem sagt, allt endar vel og þegar maður æðir loks út í rauð- nefjað haustkulið er svo mikil hlýja í sálinni að helvítis fólks- vagninn hitnar á svipstundu. Þetta kalla ég að fara á BIÓ. Ég saknaði að vísu dálítið raf- magnaðrar stemmningar þrjú bíósins þegar menn ráku upp þvílíkt öskur við upphaf myndar- innar að þakið hristist og samúðin með góða manninum var slík, að menn stukku upp á við og lömdu léreftið, ég tali nú ekki um hléin, þá var hlaupið svo hratt kring um stólaraðirnar að sumir sofnuðu skömmu síðar, en slíkt stóð venju- lega ekki lengi því sessunautarnir spörkuðu og klipu í allar áttir. Menn komu bláir og marðir heim. Skipti þá engu máli hvort menn höfðu séð spennuatriðin einu sinni eða tíu sinnum. Væri fróðlegt að kanna áhrif Bergmannslínunnar á menn við tíundu endursýningu. Slíkt gæti orðið efni í doktorsrit- gerð sem bæri til dæmis heitið: Viðbrögð úrtaksins X við 10 endursýningu Bergmannsmyndar- innar XX með sérlegu tilliti til efnalegrar, menntunarlegrar og vitrænnrar stöðu áhorfenda. Þeir sem gangast undir slíkar kannanir með bros á vör fara í kvikmynda- hús við hin á bíó. Fyrir þau okkar sem hafa ekki varðveitt barnssál- ina í heilu lagi, er mynd Stjörnu bíós hins vegar full einföld til að verða reglulegt bíó, en nú er von á ævintýramynd fyrir fullorðna — sum sé Kaligúla í Laugarásbíó, vonum við að sú mynd verði ekki ævintýramynd fyrir börn að lok- inni skoðun „fullorðinsaugna" rík- issaksóknara og yfirlögreglu- þjónsins í Reykjavík. Það er orðið dálítið þreytandi fyrir heila kyn- slóð að vaxa upp, verða fullorðna en vera ekki treyst í níu bíó. Fastar áætlunarferðir. LARVÍK Umboðsmenn: P.A. Johannessens Eftf. Storgaten 50 3251 LARVIK Skeyti PAJ Telex: 21522a ships n Sími: (034) 85 677 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sarnbandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 TÖLVUSÝNING Kynnum CBM borötölvur i dag, fimmtudaginn 9. september, og næstkom- andi fimmtudag, 16. sept- ember, kl. 1—5 báöa dag- ana. Komiö og kynnist borð tölvum og notkunarmögu leikum þeirra. SÍMI 81500 -ÁRMLILATI VERKSMIDJU- SALA SAMBANDSVERKSMIÐJANNA SÝNINGAHÖLUNNIBÍLDSHÖFÐA 1.-11. OKJÓBER Opið í dag frá kl. 1-6. Frá verksm. Skinnu: Mokkakaþur, mokkajakkar, mokkahúfur, mokkalúífur. Einnig lítiö gallaöar vörur. Opið föstudag frá kl. 1—10 og laugardag, síöasta dag frá kl. 9—1. Frá skóverksm. löunni: Karlaskór, kvenskór, ungl- ingaskór og fóöraöir kulda- skór. 1» *’'■ Frá Fatav.sm. Heklu: Úlpur, gallabux- ur, peysur, sam- festingar, treflar og sokkar. Frá YMrnu: Sængur, kodd- ar, svefnpokar, rúmteppi. Frá lager: Tískuvörur úr ull, peys- ur, fóöraöir jakkar, prjónakápur, pils, vesti og ofnar slár. * Frá Gefjun: Ullarteppi, teppi, teppabútar, áklæöi, gluggatjöld, buxnaefni, kjólaefni, ullarefni, sængurveraefni, gam, loöband. lopi. Frá Torginu: Dömu-, herra og barnafatnaöur. ATH.: Strætisvagnaferöír frá Hlemmi meö leiö 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.