Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 • Terry Neil, framkvæmda- stjóri Arsenal. tekur á móti Einari Aas við komuna til Arsenal... Fer Aas til Arsenal? NORSKI landsiiósmióvorð- urinn Einar Jan Aas þykir líklegur til að verða fyrsti Norðmaðurinn í ensku knattspyrnunni. en hann leikur með vestur-þýska meistaraliðinu Bayern Munchen um þessar mundir. I>að er Lundúnaliðið Arsen- al sem hefur boðið 200.000 sterlingspund fyrir kapp- ann og þýska liðið hefur fallist á það. Stendur nú allt oj{ fellur með því hvort Aas sjálfur samþykkir raðahan- inn. Aas leit við hjá Arsenal — mönnum fyrir stuttu og lof- aði allt og alla hjá Arsenal í hástert. Lét hann þá hafa eftir sér að hann hefði af því engar áhyggjur hvort hann fengi minni tekjur en hjá Bayern, hann hefði ávallt dreymt um að leika knatt- spyrnu í Englandi. Docherty rekinn TOMMY Docherty, hinn kunni skoski framkvæmda- stjóri QPR, hefur verið rek- inn frá félagi sfnu. Er þetta í þriðja skiptið á 12 árum sem IJocherty er rekinn frá QPR. Ilann heíur verið stjóri víð- ar, t.d. hjá Manchestcr Utd. Að sogn talsmanna QPR var Docherty ekki rekinn vegna lélegrar frammistöðu QPR i 2. deild heldur fyrir að skipta sér af málum annarra félaga. Heppnissigur Víkin 1>AÐ VAR svo sannarlega hröð athurðarásin í leik Ilauka og Víkinga í íþróttahúsinu i Hafnarfirði er liðin mættust i íslandsmótinu i handknattleik. Vikingar sigruðu i leiknum með einu marki, 18 — 17, með marki úr vítakasti sem dæmt var á siðustu sekúndu leiksins. Eftir að leikurinn hafði verið flautaður af skoraði Arni Indriðason örugglega úr vitakastinu. Pað var svo sannarlega grátlegt fyrir Hauka að þurfa að sjá á eftir öðru stiginu í leiknum. Þegar aðeins 2 mínútur voru eftir af leiknum brýtur Steinar illa á leikmanni Hauka og er vikið af leikvelli. Jafnframt var dæmt viti og Hörður Harðarson skoraði örugglega úr vitakastinu og jafnaði leikinn. Einum færri sóttu Víkingar og gerðu allt sem þeir gátu til þess að hanga á boltanum og tefja timann. Og vist cr að einhverjir dómarar hefðu da-mt töf. Svo var þó ekki gert og þegar 19 sek. eru eftir eru dæmd skref á Þorherg Aðalsteinsson. Haukar fá boltann, bruna upp og þegar aðeins 5 sek. eru eftir fer Júlíus Pálsson inn úr hægra horninu, reynir skot en framhjá. Kristján markvörður Víkings var eldsnöggur, náði í holtann og gaf þvert yfir völlinn á Pál Björgvinsson sem stökk inn í teig Ilauka, þar var brotió á Páli og dæmt mjög vafasamt viti á Hauka. Ur þvi skoraði svo Árni Indriðason og sigur Vikinga var í höfn. Haukar ná yfirhöndinni Strax í upphafi leiksins léku Haukar mjög yfirvegað og skyn- samlega í vörn og sókn og náðu þegar yfirhöndinni í leiknum. Þeg- ar 14 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 7—2 fyrir Hauka. Og þegar 20 mínútur voru liðnar var staðan 7—3. Vík- ingum gekk afar illa að finna réttan takt í leik sinn og gerðu sig seka um mörg slæm mistök. En síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks hrundi leikur Hauka og Víkingar gengu á lagið og í hálfleik var aðeins eins marks munur, 8—7 fyrir Hauka. Æsispennandi síð- ari hálfleikur Allur síðari hálfleikurinn var æsispennandi og jafn. Jafnt var á öllum tölum alveg til loka leiksins og skiptust liðin á um að hafa forystuna í leiknum. Þegar 9 mínútur voru til leiksloka tókst Víkingum að ná tveggja marka forystu, 16—14, en Hörður Harð- arson, sem átti stórgóðan leik í síðari hálfleiknum, jafnaði metin. Af níu mörkum Ilauka í síðari hálfleiknum skoraði Hörður átta. Hörður kom ekkert inn á í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur verið skýrt frá voru lokamínútur leiksins mjög dramatískar. Bæði liðin gerðu sig sek um mörg mistök í leiknum. Og ekki er hægt að segja að hann hafi verið góður hand- knattleikslega séð. En spennuna og baráttuna vantaði ekki. Enda skemmtu áhorfendur sér hið besta. Það var greinilegt á liði Víkinga að mikil þreyta háir liðinu. Leikmenn virðast eiga vont með að einbeita sér, og svo var að sjá í þessum leik að nokkur taugaspenna þjakaði leikmenn Knattspyrnuúrslit ÚRSLIT leikja í ensku knatt- spyrnunni í fyrrakvöld urðu þessi: Haukar - Víkingur 17:18 Víkinga, máske eftirköst eftir leikinn gegn KR. Steinar og Árni voru skástir, bæði í vörn og sókir. Það virðist ekki hafa góð áhrif á leikmenn Víkinga að þeim er aldrei skipt út af í leikjum og fá enga hvíld. Það bitnar greinilega á leik þeirra. Öðrum leikmönnum er ekki sýnt mikið traust með því að frysta þá svo algjörlega á bekkn- um að þeir fá aldrei að spreyta sig. Framan af leiknum léku Haukar mjög vel, en féllu svo í þá gryfju i fyrri hálfleiknum að enda sóknir sýnar fullfljótt. í síðari hálfleikn- um léku þeir sæmilega á köflum en þess á milli af miklu óöryggi. Hörður Harðarson kom vel frá síðari hálfleiknum, Karl Ingason lék mjög vel á línunni. Skoraði 3 mörk og fiskaði 5 vítaköst. Þá var Júlíus Pálsson nokkuð drjúgur. Dómarar í leiknum voru þeir Árni Tómasson og Jón Frið- steinsson og það verður að segjast eins og er að þeir gerðu sig seka um afspyrnuslaka dómgæslu svo ekki sé meira sagt. Hvorugt liðið hagnaðist þó á dómgæslunni. En vonandi sést ekki svona slök dómgæsla aftur í mótinu. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. Haukar — Víkingur, 17—18 (8-7) MÖRK HAUKA: Hörður Harðar- son 8, 5 víti, Júlíus Pálsson 4, Karl Ingason 3, Viðar Símonarson 1 v. Hinn leikreyndi fyrirliði Vik- inga, Páll Björgvinsson. er einn af lykilmönnum í leikkerfum lið sins. MÖRK VÍKINGS: Steinar Birgis- son 5, Þorbergur Aðalsteinsson 5, Árni Indriðason 4, 3 víti, Guð- mundur Guðmundsson 2. BROTTVÍSUN AF VELLI: Sig- urður Sigurðsson og Sigurgeir Marteinsson, Haukum, í 2 mínút- ur hvor og Steinar Birgisson, Víkingi, í 2 mín. MISHEPPNUÐ VÍTI: Kristján Sigmundsson varði hjá Júlíusi, Haukum, á 14. mín. og Árni Indriðason, Víkingi, skaut yfir markið á 45. mínútu. — ÞR. I.DEILD BirminKham — Arsonal BrÍKhton — Everton LiverptMil — Middleshroutth Southampton — Wolves 3- 1 1-3 4- 2 4-2 Evrépukeppnin í körfuknattleik Tveir Kanar leika með Val Pétur Guðmundsson sem hér reynir körfuskot í Iandsleik, leikur ekki með í landsleiknum í kvöld á móti Kínverjum í Laugardalshölinni. Hins vegar mun Pétur leika og æfa með liðinu um áramótin. Ljósm. Emilia. 2. DEILD Bristol City — Luton 2-1 CambridKP — Wrexham 1-0 Notts. Co. — Grlmsby 0-0 Preston — Newcastle 2-3 QPR - Oricnt 0-0 Shcíí.Wod. — Blackhurn 2-1 Shrcwsbury — Bolton 1-2 Swansca — Oldham 3-0 Watford — Dcrby 1-1 Wcst llam — Cardiff 1-0 Á fimmtudag í næstu viku leika Valsmenn fyrri leik sinn í Evr- ópukeppni meistaraliða í körfu- knattleik í Laugardalshöllinni. Þeir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því að mótherjar þeirra verða júgó- slavncsku meistararnir. Vals- menn munu styrkja lið sitt með John Johnsson sem leikur með 2. dcildar liði f A. John lék á sinum tíma með stúdentum í Evrópu- keppninni er lið þeirra ma*tti F.C. Barcelona. Það verða því tveir Bandaríkjamenn sem leika með Val í leiknum hér heima. — Fjórir 2 metra menn í kínverska landsliðinu - sem mætir íslendingum í Höllinni í kvöld KÍNVERJAR leika sinn fyrsta landsleik af fjórum i körfu- knattleik i Laugardalshöllinni i kvöld og mætir liðið islenska landsliðinu. Ilefst leikurinn klukkan 20.00. Kínverska liðið er að mörgu leyti hálfgert huldulið sem lítið er vitað um. Þó lék liðið nýlega nokkra landsleiki gegn Finnum og Svíum, sem eru með mjög framba-rileg lið á Evrópu- ma*likvarða. Finnar sigruðu Kin- verja fjórum sinnum með litlum mun. Sviar áttu einnig i hrösum með þá, unnu tvo leiki, en töpuðu einnig tvívegis. Má samkva*mt þessu bóka að Kinverjar eru engir byrjendur. þvert á móti. En Islendingar eru hvergi smeykir, landsliðið hefur æft af krafti síðan í júní. Tólf manna hópur hefur verið valinn til þess að mæta Kínverjum í kvöld og skipa hann eftirtaldir leikmenn: Jón Sigurðsson KR, Guðsteinn Ingimarsson UMFN, Ríkharður Hrafnkelsson Val, Kolbeinn Krist- insson ÍR, Jón Jörundsson ÍR, Viðar Þorkelsson Fram, Jónas Jóhannesson UMFN, Símon Ólafsson Fram, Þorvaldur Geirs- son Fram, Torfi Magnússon Val, Kristján Ágústsson Val og Gunn- ar Þorvarðarson UMFN. Kínverjar þykja fremur smá- vaxið fólk, en þeir eru hins vegar svo fjölmennir, að risar hljóta að finnast. 4 leikmenn kínverska liðs- ins eru 2 metrar eða meira. Það verður því þungur róður hjá ís- lenska liðinu sem er á hæð fyrir neðan. Annar leikur liðsins hér á landi fer fram í Borgarnesi á laugardaginn klukkan 14.00. Þriðji landsleikurinn verður síðan í Njarðvík á sunnudaginn klukkan 15.00. Loks fer fram á mánudags- kvöldið leikur kínverska liðsins og úrvalsliðs úr íslensku úrvalsdeild- inni. Verður úrvalsliðið skipað bæði Bandaríkjamönnum og heimamönnum. Happdrætti AGNAR Tryggvason. einn fram- kvæmdastjóra SÍS, verður heið- ursgestur KKÍ á landslciknum við Kínverja í kvöld. Öllum seld- um miðum mun fylgja númer og gildir hver miði sem happdrætt- ismiði. f hálflcik verður síðan dregið og eru vinningarnir þrír talsins, sneysafullar körfur af matvörum frá Samhandinu ... Leiðrétting í frásögn um úrslitaleik Vals og KR í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik var sagt að Valur va*ri að vinna sinn annan Reykja- vikurmeistaratitil. Þetta er rangt og lciðréttist hér með. Valur vann Reykjavíkurmeist- aratitilinn í þriðja sinn i röð. sigruðu 1978-79 og 80. Og unnu þvi bikarinn til eignar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.