Morgunblaðið - 09.10.1980, Page 47

Morgunblaðið - 09.10.1980, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 47 Fylgist ekki með ensku knattspyrnunni en vann samt stærsta vinmngmn í GÆRDAG afhenti Sigurjíeir Guðmannsson framkvæmdastjóri ÍBR. hæsta vinning sem unnist hefur hjá islenskum Ketraunum. I>að var ung stúlka. Sigurhanna Sigfúsdóttir, tvitug að aldri sem náði 12 réttum í 4 leikviku ensku knattspyrnunnar. Sigurhanna hlaut 2.643.000 krónur í sinn hlut. I>að kom fram við afhend- inguna að ef Sigurhanna hefði verið með 16 raða seðil hefði hún geta fengið 452.800 krónur til viðbótar fyrir annan vinning. í spjalli við Mbl sagði Sigurhanna að hún hefði verið lengi að átta sig á þessum stóra vinningi. “Ég hef aldrei unnið áður í getraunum, þó hef ég tippað reglulega í tvö ár. Eg fylgist ekki með ensku knatt- spyrnunni en lít þó á stöðunna þegar ég geng frá getraunaseðlun- um. Ég á mitt uppáhaldslið, Liv- erpool, og þá læt ég alltaf vinna. Ég hef ekkert sjónvarp þar sem ég bý og athuga ekki úrslit leikja fyrr en á mánudagskvöldum, svo var til þessa einnig þegar ég var með 12 rétta. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og hringdi því í getraunir og hlustaði fjórum sinnum á sjálfvirkan sím- svara áður en ég var þess fullviss að þetta væri rétt. Síðan mætti ég snemma á þriðjudagsmorgninum til að fá þetta staðfest. Seðillinn sem ég vann á kostaði mig 600 krónur og var fyrsti seðillinn sem ég keypti í vetur. Mér hafði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að græða svona háa upphæð." Sigurhanna sagðist hafa haldið upp á vinninginn með því að bjóða vinkonu sinni út að borða á Hótel Sögu, en þó ekki fyrr en það var alyeg ljóst að hún hefði unnið. Þess er rétt að geta að Sigurhanna er landsliðskona í blaki og hefur leikið alla kvennalandsleiki ís- lands í íþróttinni. Þá er hún liðtæk handknattleikskona. Sigur- hanna er ættuð frá Húsavík. Þá var Sigurhanna þess fullviss að hún myndi halda áfram að tippa því að alltaf væri möguleiki á að fá annan vinning. — ÞR. 225 vorumed 12 rétta I Ljósm. Emilla Gunnlaugur Briem afhendir Sigurhönnu hæstu ávísun sem getraunir hafa greitt út. Hátt á þriðju milljón króna. Sigurhanna var með 12 rétta í fjórðu leikviku ensku knattspyrnunnar í ár. Var það fyrsti seðillinn sem hún keypti í vetur. Lengst til vinstri er ólafur Jónsson starfsmaður getrauna og lengst til hægri er Sigurgeir Gúðmannsson framkvæmdastjóri ÍBR. Sala getraunaseðla eykst jafnt og þétt “SALA getraunaseðla eykst allt- af jafnt og þétt. og veltan síðustu viku var 10.8 milljónir króna“ sagði Sigurgeir Guðmannsson er Mbl ræddi við hann um starfsemi getrauna. — Það er von okkar hjá Getraunum að salan tvöfald- ist i ár, félögin eru nú duglegri við að selja seðla en oftast áður. Sér i lagi á landsbyggðinni. Tvöfaldist salan í ár verða sölu- laun sem greidd verða íþróttafé- lögum nálægt 100 milljónum króna. Félögin fá 25% í sölulaun. Getraunir hafa nú starfað i 11 ár og vinningspotturinn, eða pen- ingaupphæðin sem vinningshafar fá, stækkar stöðugt. f síðustu viku var hann 5,4 milljónir króna. Æ fleiri sem tippa nota kerfi og kerfisseðlum fjölgar stöðugt sagði Sigurgeir. 225 voru með 12 rétta. Þeir eru orðnir allmargir sem hafa hlotið 12 rétta frá upphafi. Þar ræður mestu um að árið 1970 kom það fyrir í eitt skipti að 225 voru með 12 rétta. Þá fór sá orðrómur á kreik að margir af þeim brugðu á leik til þess að halda upp á stóra vinninginn með því að fara út að borða með eiginkonunni. Síðar kom í ljós að sá kostnaður var öllu meiri en vinningurinn sem varð rétt 2000 krónur á mann. Þá hefur það alloft komið fyrir að hæsti vinn- ingur hefur fallið á seðil með 10 réttum og einn verið um vinning- inn. Það munu vera 541 þúsund möguleikar á einum seðli. í eitt skipti kom það fyrir að tölvusérfræðingar við fyrirtæki eitt hér í bæ mættu á skrifstofu getrauna og keyptu sér 1000 seðla sem þeir síðan unnu í tölvum og voru bjartsýnir á góðan árangur. I það skiptið sló hinsvegar 12 ára gömul stúlka þeim við, hún var með 12 rétta en tölvusérfræðing- unum tókst ekki að krækja sér í vinning. Þeir voru mest með 10 rétta. — ÞR. Stórt verkefni er framundan hjá kvennalandsliðinu Kvennalandslið fslands í hand- knattleik lék 3 landsleiki við Færeyinga dagana 2. 3. «g 4. október siðastliðinn. ísland sigr- aði í öllum leikjunum með 18—7 í Þórshöfn, 27—13 i Vaagi og 20—6 í Klakksvík, þetta eru stærstu sigrar íslands á útivelli í handknattleik fyrr og síðar. Þjálfari liðsins Þorsteinn Jó- hannesson telur þrátt fyrir þessi úrslit að Færeyska liðið sé betra en það sem lék hér í vor, en þess skal getið að okkar stúlkur hafa æft mikið í sumar og fram að þessari ferð og eru enn betri en í vor þess vegna. Færeyingar tóku mjög vel á móti islenska liðinu scm þeirra var von og vísa. og þrátt fyrir mikil ferðalög á skip- um og bílum var ferðin mjög ánægjuleg. Nýlega var ákveðið af stjórn IISÍ að taka þátt i forkrppni fyrir B-keppni heimsmeistara- keppni kvenna i handknattleik og verður sú forkeppni háð næst- komandi vor og er tilkynnt þátt- taka i þrirri keppni með þeim fyrirvara að stúlkurnar þurfa að hafa samþykkt að sjá að miklu leyti um þann kostnað sem af ferðinni og þátttöku hlýst. Sýnir þetta út af fyrir sig hvað afreks- fólk i iþróttum á íslandi þarf að leggja á sig ef það skarar fram úr. Það er ekki nóg að a'fa heldur þarf einnig að afla fjár til þeirra hluta er framkvæma skal. ÍSLAND - KÍNA í Laugardalshöll í kvöld klukkan 20.00 - Kínverska landsliðið í körfuknattleik er nú komið til landsins. Laugardag 11. okt. Borgarnesi kl. 14.00 ÍSLAND - KÍNA Sunnudag 12. okt. Njarðvík kl. 15.00 ÍSLAND - KÍNA Mánudag 13. okt. Laugardals- höll kl. 20.00 Urval íslenzkra og bandarískra leik- manna gegn Kín- verjum. Tekst okkur að sprengja Kínverjana? Ísíand leikur í Goöi gefur góöan mat. C puimð Öllum áhorfendum veröa afhentir ókeypis happdrættismiöar. 7 1 Vinningar: 3 glæsilegar matarkörfur. J' L l áT Goöi fyrir góöan mat. ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.