Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 48

Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 48
Símmn á afgretöstunm er 83033 Síminn á ritstjórn og skrifstotu: 10100 JWeroimblflbib FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 Unnar kjöt- vörur hækka um 17-23% VERÐLAGSRÁt) hefur sam þykkt samhljoAa hækkun á unnum kjotvitrum ok krmur ha'kkunin í kjólfar ha kkunar húvara hinn I. október síð- astlióinn. Ha-kkunin nemur á hilinu 17 til 23%. Hækkun þessi tekur gildi um leið og ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir hana og bentu líkur til þess í gær, að þessi ákvörðun verðlagsráðs yrði tekin fyrir á ríkisstjórn- arfundi árdegis í dag. Verð á gas- olíunni frá BNOC 330 dollarar GASOLÍUVERl) á Rotterdam markaði hefur la-kkað talsvert undanfarna daga og er nú rúm- um 30 dollurum fyrir neðan það verð sem við kaupum gasolíuna á frá brezka fyrirtækinu BNOC. l»að verð er um 330 dollarar hvert tonn. samkvæmt heimild- um Mbl. Þegar stríð Iraka og Irana brauzt út var gasolíuverðið ,í Rotterdam tæplega 280 dollarar. Það hækkaði síðan skyndilega og fór mest í 318,50 dollara. Nú hefur verðið aftur lækkað í 298,50 doll- ara samkvæmt skráningu sl. föstudag en sérfræðingar segja að sú lækkun sé aðeins tímabundin og verðið hækki á ný. Svartolíuverð í Rotterdam er nú 197,50 dollarar hvert tonn og hefur aldrei verið hærra. Stórauk- in svartolíunotkun er talin helzta ástæða hækkunarinnar. Kenzínlitrinn í 515 krónur. Sjá frétt á bls. 2. Ríkisstjórnin krefst sölu á eignum Flugleiða: „Nær allar eignir félagsins nefndar4 f BRÉFI samgönguráðherra. sem harst inn á hluthafafund Flug- lciða í gær, sagði m.a. að Ijóst væri að gera þyrfti kröfu til sölu - segir Sigurður Helgason forstjóri á eignum Flugleiða og var nefnd- ur í því samhandi hlutur Flug- leiða í Aerogolf i Luxemborg. hlutur i Arnarflugi, hótel, skrií- Fjárviðri m ■ Vetur konungur hefur minnt hressilega á sig síðustu daga. Víða hafa verið miklir erfiðleikar vegna veðurhamsins og fréttir af ófærð og tjóni berast úr öllum landshlutum. Það var heldur kuldalegt um að litast þar sem þessar rollur kröfsuðu i snjónum á Reyðarfirði i gær. Sjá nánari fréttir og fleiri myndir á miðopnu. (Ljósm. Rattnar Axelsaon). stofuhúsnæði. hílaleiga og vélar sem eru á söluskrá, en í bréfinu segir að ríkisstjórnin hafi fjallað ítarlcga um stöðu félagsins og að öll atriði, sem radd hafi verið í samhandi við Fluglciðir, séu háð samþykki Alþingis. Mun stefnt að því að leggja fram á Alþingi tillögu þar að lútandi þegar Alþingi kemur saman. „Þetta bréf verður tekið fyrir á stjórnarfundi Flugleiða á morg- un,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Mbl. í gærkvöldi þegar hann var spurður álits á kröfu ríkisstjórn- arinnar, „en það fer ekki á milli mála,“ hélt Sigurður áfram, „að þetta nær til svo til allra eigna félagsins, að því undanskildu að hlutabréf Flugleiða í Cargolux eru ekki talin upp.“ í bréfi samgönguráðherra til hluthafafundar í gær var greint frá því að sérstakt bréf myndi berast til Flugleiða frá fjármála- ráðuneytinu varðandi beiðni fé- lagsins um bakábyrgð á láni og fyrirgreiðslu varðandi það. Þá var greint frá því í bréfinu að ríkis- stjórnin ætlaðist til þess að starfs- fólki Flugleiða gæfist kostur á að auka og eignast hlutafé í fyrirtæk- inu og að hlutur ríkisins yrði allt að 20%. Ingólíur Ingólfsson, varaforseti FFÍ: Ríkisstjómin hefur lagt grundvöll undir fall sitt „ÉG ÆTLA að með þcssum afskipt- um sjávarútvegsráðherra hafi rík- isstjórnin lagt grundvöllinn að þvi, að hún fái ekki staðizt. þvf ég hef enga trú á þvi, að þetta lagafrum- varp. sem sjávarútvegsráðherra ætlar að leggja fram á Alþingi um verulega röskun á þeim hlutaskipt- um, sem í gildi eru, eigi meirihluta- fylgi á Alþingi,“ sagði Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna i yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins, í samtali við Mbl. í gær, en Ingólfur greiddi einn nefndar- manna i yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins atkvæði gegn nýja fiskverðinu, sem ákveðið var í gær og felur i sér 8% hækkun á skiptaverði og 5% hækkun olíu- gjalds til viðhótar til útgerðarinn- ar, en það þýðir 13,4% hærra verð fyrir fiskvinnsluna. Nýja fiskverðið á að gilda frá 1. október sl. til áramóta. Verðið var ákveðið með atkvæðum annars fulltrúa fiskkaupenda, Árna Benediktssonar, oddamanns, Ólafs Davíðssonar, og fulltrúa útvegs- manna, Kristjáns Ragnarssonar, og er þetta í fyrsta skipti, sem fulltrúi útvegsmanna greiðir atkvæði með fiskverði, sem fulltrúi sjómanna hafnar, en hins vegar hefur fulltrúi Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða: „Þolir enga bið að fá afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á hreint“ 90-97% hluthafa samþykktu áframhald Atlantshafsflugs og 19% aukningu hlutafjár „IILUTHAFAR hafa á mjög ein- dreginn hátt látið í Ijós skoðun sína með yfirgnæfandi meiri- hlutasamþykkt á tillögum stjórn- ar Flugleiða um áframhald Atl- antshafsflugsins og aukningu hlutafjár úr 2940 millj. kr. í 3500 millj. kr.,“ sagði Sigurður Ilelga- son. forstjóri Flugleiða, i samtali við Mbl. í gærkvöldi að loknum hluthafafundi Flugleiða þar sem tillagan um áframhald Atlants- hafsflugsins var samþykkt með 89.5% atkvæða, 3,2% sögðu nei og auóir og ógildir voru 7,3%. Þá var samþykkt að auka hlutafé Flugleiða um 19% og greiddu 96,5% atkvæði með því, 3,4% sögðu nei og auðir og ógildir voru 0,1%. „Við reiknuðum frekar með þessum samþykktum," sagði Sig- urður, „en þó ekki með svo ein- dregnum meirihluta eins og kom fram. Hins vegar eru ennþá opin atriði varðandi Atlantshafsflugið, því tillagan er skilyrt varðandi fyrirgreiðslu frá ríkinu og þá hnúta þarf að hnýta áður en þetta liggur ljóst fyrir og það þolir enga bið að fá afgreiðslu ríkisstjórnar- innar á hreint.“ Aðspurður um það hvort hann væri bjartsýnn að loknum þessum hluthafafundi, svaraði Sigurður: „Það skiptir miklu meira máli að vera raunsær og það fylgir því vissulega áhætta að halda áfram fluginu yfir Norður-Atlantshaf og það er erfitt að spá fyrir um þróun mála með nokkurri vissu." I nýrri rekstraráætlun Flug- leiða, miðað við áframhaldandi flug milli Luxemborgar og New York með viðkomu á íslandi, er gert ráð fyrir því að flytjá 125 þús. farþega á næsta ári, en á þessu ári er gert ráð fyrir 156 þús. farþegum og árið 1979 voru þeir 259 þúsund. Þá er gert ráð fyrír 11% far- gjaldahækkun á árinu ’80—’81, að eldsneytishækkun verði 15% á árinu og að almennur kostnaður hækki um 7%. Gert er ráð fyrir að starfsmenn Flugleiða vegna Atl- antshafsflugsins verði um 300 talsins. Sjá fréttir á bls. 20—21: „Vantar 500 millj. kr. tii...“ og „Áframhaldandi Atlants- hafsflug skilyrt...“ sjómanna nokkrum sinnum greitt atkvæði með fiskverðsákvörðun, sem fulltrúi útvegsmanna hefur greitt atkvæði gegn. Eyjólfur ísfeld Eyj- ólfsson, hinn fulltrúi fiskkaupenda, sat hjá. Kristján Ragnarsson sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að þetta fiskverð lagaði hallarekstur útgerðarinnar úr röskum 10% í 3,1%, en hækkun oliugjaldsins hefði haft úrslitaáhrif á hans afstöðu. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson sagði, að hann teldi þessa ákvörðun ekki tryggja grundvöll frystiiðnaðarins og áframhaldandi gengissig lægi í augum uppi. Árni Benediktsson sagði, að gengissigið að undanförnu hefði skapað svigrúm til fiskverðshækkunar og mætti með þessari verðlagningu telja rekstur frystiiðnaðarins hallalausan. Það er forsenda þessarar ákvörð- unar, að lögum um tímabundið olíugjald til fiskiskipa verði breytt þannig að olíugjaldið hækki úr 2,5% í 7,5% af skiptaverði frá og með 1. október og segir í frétt verðlagsráðs- ins, að sjávarútvegsráðherra hafi lýst því yfir, að frumvarp þess efnis verði lagt fram, þegar Alþingi kem- ur saman. „Ég trúi því ekki, að stj órnarandstaðan greiði þessu frumvarpi atkvæði og ég trúi því heldur ekki að óreyndu, að nægur stuðningur sé í röðum þeirra, sem að ríkisstjórninni standa, til þess að frumvarpið nái fram að ganga,“ sagði Ingólfur Ingólfsson. Sjá ummæli Árna, Eyjólfs Is- feld, Ingólfs og Kristjáns á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.