Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
Lækning fyrir bæn, kraftaverk, er nokk-
uð sem nútímamenn eru tregir til að viður-
kenna. Þrátt fyrir það sóttu um 6 þúsundir
Reykvíkinga 5 samkomur sem sænski lækn-
ingaprédikarinn Rolf Karlson hélt í Fíla-
delfíu í sl. mánuði. Og þeir sem þangað komu
fengu bæði að sjá og heyra að fjöldi fólks reis úr
sætum sínum og vitnaði um lækningu á
staðnum.
Undirrituð sótti síðustu samkomu Rolfs.
Fíladelfíukirkjan var þétt setin og hafði
sjónvarpskerfi verið komið fyrir í húsinu gerði
fólki kleift að fylgjast með samkomunni frá
hinum ýmsu sölum hússins þegar aðalsal-
urinn hafði fyllst.
„Ég
mun
staðfesta orð mitt
með táknum
og kraftaverkum44
Rolf Karlson i rædustólnum
lífi alveg út í fingurgóma. Jafnvel
Siv heyrði það.
í fyrsta sinn í lífinu heyrði ég
Guð tala og ég heyrði það jafn
grmnilega eins og maður hefði
s®ið við hlið mér og talað.
„Rolf, þegar minn tími er kom-
inn, kem ég og opna augu þín og
þegar kraftaverkið á sér stað
munt þú vegsama mig. Um tíma
munt þú ganga í myrkri en ég mun
vera með þér. Nú skalt þú fara út
og boða fagnaðarerindið og ég
mun staðfesta orð mitt með tákn-
um og kraftaverkum. Þegar þú
leggur hendurnar yfir hina sjúku
og biður fyrir þeim mun ég standa
þér við hlið og leggja hendur
mínar yfir þá og snerta þá.“
Algjörlega sundurmarinn hné
ég niður og tilbað Drottinn.
Næsta sunnudag var ég á sam-
komu. Eg heyrði greinilega anda
Guðs tala til mín: „Rolf, hér á
samkomunni situr kona sem þjáist
af hjartasjúkdómi. þú skalt ganga
fram og segja þetta og biðja
trúarbæn fyrir henni. Skjálfandi
gekk ég fram og sagði frá því sem
Guðs Andi hafði opinberað mér.
Sjálfsagt urðu ýmsir samkomu-
gestir svolítið undrandi. Margir
þekktu örlög mín og vissu hvað
komið hafði fyrir mig (þarna hafði
Rolf nýverið misst sjónina af
völdum sykursýki). Varla hafði
nokkrum órað fyrir því að nokkuð
þessu líkt gæti gerst. En vegir
Guðs eru ekki okkar vegir.
Eftir nokkra stund kom konan
fram. Tárin streymdu niður kinn-
ar hennar er hún sagði: „Mér líður
þannig."
Eg lagði hendur yfir hanaog bað __
trúarbæn. Kraftur Guðs streymdi
gegnum hana og hún varð heil-
brigð á sömu stundu. Hugsa sér að
Guð hefur gert mig fullkomlega
fríska, hefur hún síðar sagt við
mig.
Smám saman gekk ég áfram á
þeim vegi sem guð hafði sýnt
mér.“
Á SAMKOMU MEÐ LÆKNINGAPRÉDIKARANUM ROLF KARLSON
Þegar líða tók á samkomuna
stóð Rolf upp og hóf að prédika út
frá Guðs orði. Er hann hafði talað
þó nokkra stund fór hann að
benda á hina og þessa sem í
salnum voru og sagði að þeir
þjáðust af hinum ýmsu sjúkdóm-
um sem hann tilgreindi. Bað hann
viðkomandi um að standa upp því
þeir væri læknaðir. Og þetta fólk
stóð upp og margt af því sagði frá
því að það hefði fengið lækningu.
Þess má geta að Rolf er blindur en
samt gat hann sagt rétt til um
hvar í salnum fólkið sat.
Meðal þeirra sem stóðu upp og
vitnuðu um lækningu var maður
sem fékk aftur sjónina á öðru
auganu og kona sem hafði skaddaf
h.ié stóð upp og gat nú hreyft
fótinn á eðlilegan hátt, að því er
hún sagði.
Síðast bauð Rolf fólki að koma
fram að ræðupúltinu ef það vildi
eignast lifandi trú, frelsast. Tugir
manna, yngri sem eldri, streymdu
fram að púltinu og fengu síðar um
kvöldið leiðbeiningu safnaðarmeð-
lima í Fíladeifíu.
„Ég bara bið“
Að samkomunni lokinni spurði
blm. Rolf hvað gerðist í raun og
veru þegar fólk læknaðist fyrir
bæn.
„Eg get ekki svarað því,“ sagði
hann. „Ég bið fyrir þeim sem ég
veit að þess þurfa. Margir læknast
á stundinni og vitna um það þá,
aðrir þurfa að ganga í gegnum
læknisskoðun áður en þeir geta
vitnað um lækningu. Enn aðrir
læknast ekki þegar ég bið fyrir
þeim heldur einhvern tímann
meðan á samkomunni stendur."
Er Rolf var spurður að því
hvernig og hvenær hann hefði
komist að því hvernig Guð vildi
nota hann í sinni þjónustu vitnaði
hann í bók, „Ljós í myrkri," sem
skrifuð er eftir honum. Þar er sagt
frá því er hann var ásamt konu
sinni, Siv, í heimsókn hjá foreldr-
um hennar.
„Eigum við ekki að hafa bæna-
stund áður en við förum í háttinn,
sagði móðir Sivar. Við krupum í
litlu stofunni, Siv og ég, foreldrar
hennar, systur og mágur. Tengda-
pabbi byrjaði að biðja. Ég mat
ávallt bænir hans. En þetta kvöld
náðu orð hans einhvern veginn
ekki til mín. í kringum mig var
aðeins myrkur sem þrengdi sér
inn á mig og vildi kvelja mig. Það
ar eins og það vildi hindra hvern
lífsneista, hvert orð sem gæti
gefið mér nýja djörfung.
Bara að hann hætti að biðja. Ég
gat ekki beðið og megnaði ekki að
hlusta. Siv lá við hlið mér og bað
og ég hvislaði að henni: „Siv þegar
hann er búinn förum við upp og
leggjum okkur. Ég megna ekki að
vera hér lengur."
En skyndilega féll Andi Guðs
yfir tengdamóður mína og hún fór
að spá. Ég man ekki eitt orð af því
sem hún sagði því á sama augna-
bliki kom kraftur Guðs einnig yfir
mig. Hann streymdu gegnum all-
an líkamann, já það gneistaði af
„Mikilvægast
að frelsast“
— Margir vitnuðu um lækningu
í samkomum Rolfs hér á landi sem
annars staðar. En var það eitt-
hvað sérstakt sem snart hann
hér?
„Ég var sérstaklega gripinn yfir
því hversu margir skyldu frels-
ast,“ sagði hann. „Á þessum 5
samkomum hafa 470 manns frels-
ast. Það er það mikilvægasta í
lífinu að fólk fái syndir sínar
fyrigefnar og öðlist öryggi í eilífð-
inni. Það er ekkert mikilvægara
en það.“
Fyrir kristna íslendinga er það
mikilvægt að þeir haldi áfram að
vinna náungann fyrir Guð. Að
þeir vitni um Hann og standi
stöðugir í bæninni," sagði Rolf að
lokhm.
rmn.
„Eg sá allt svo
bjart og skýrt“
Mcðal þeirra sem stóðu upp á
samkomum Rolfs og sögðust
hafa fengið bót meina sinna var
Jóhannes G. Svavarsson. Jó-
hannes varð fyrir miklu slysi
árið 1974 er kranabomba féll á
höfuð honum þar sem hann
vann
viö byggingu á Smiðshöfða.
„Ég missti sjónina um tíma og
fékk hana aftur smám saman á
vinstra auganu en var svo að
segja alveg blindur á hægra
auganu þegar ég kom á samkom-
una hjá Rolf,“ sagði Jóhannes.
„Á samkomunni lýsti Rolf mér
nákvæmlega. Hann sagði að í
salnum væri maður sem hefði
orðið fyrir miklu slysi fyrir
nokkrum árum og sæi illa með
hægra auganu og heyrði illa með
hægra eyranu. Hann bað mig um
að lyfta upp hendinni sem ég og
gerði. Því næst bað hann mig um
að standa upp og setja aðra
hendina fyrir betra augað og
sagði að Guð myndi snerta við
mér. Og ég stóð upp og sá allt
svo bjart og miklu skýrara en
áður.
Ekki nóg með það heldur hef
ég alltaf verið slæmur í baki frá
því ég lenti í slysinu og hef átt í
erfiðleikum með að hreyfa höf-