Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
226. tbl. 68. árg.
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Lengstu dvöl í
geimnum lokið
Moskvu, 11. október. AP.
LENGSTU geimferðinni
lauk í dag þegar tveir
sovézkir geimfarar,
Leonid Popov og Valery
Ryumin, sneru aftur til
jarðar í Soyuz 37 frá
Carter að
sækja sig
New York, 11. október. AP.
JIMMY Carter forseti vinn-
ur á samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun. en hefur enn
miklu minna fylgi en Ronald
Reagan í baráttunni fyrir
forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum.
Skoðanakönnun ABC sýnir,
að Reagan hefur forystuna í
26 ríkjum með 234 kjör-
mannaatkvæði, en Carter hef-
ur forystuna í 13 ríkjum með
136 kjörmannaatkvæði. Fyrir
hálfum mánuði sýndi skoð-
anakönnun ABC, að Reagan
hafði forystu í 27 ríkjum með
255 atkvæði, en Carter í 10
ríkjum með 82 atkvæði. For-
setaframbjóðandi þarf 270
kjörmannaatkvæði til að
sigra.
Samkvæmt skoðanakönnun
Louis Harris-stofnunarinnar
mundu 45% kjósenda kjósa
John Anderson, ef frambjóð-
andinn, sem þeir kjósa, „gæti
ekki sigrað", 20% mundu
kjósa Carter og 16% Reagan,
en 5% eru óákveðnir.
geimstöðinni Salyut 6. að
sögn Tass.
Geimförunum var skotið
frá sovézku Mið-Asíu 9.
apríl. Þeir voru 185 daga í
geimnum.
Moskvu-útvarpið sagði að
læknisrannsókn eftir lendinguna
hefði leitt í ljós, að geimfararnir
hefðu þolað vel sex mánaða dvöl
í geimnum.
Popov var sæmdur orðunni
„Hetja Sovétríkjanna" og Ryum-
in annarri Lenínorðu. Ryumin
átti fyrra geimdvalarmet ásamt
öðrum geimfara, 175 daga og 36
mínútur.
Geimfar þeirra lenti kl. 12.50
að Moskvutíma, 180 km suðaust-
ur af bænum Dzhezkazgan í
Kazakhastan.
Eyðileggingin í E1 Asnam var gífurleg. Á símamynd AP sést nýlegt íbúðarhús gjörónýtt.
„Neyðaróp slasaðs fólks
í rústunum ómar um allt“
Óttast að allt að 20 þúsund manns hafi beðið bana í jarðskjálftanum í E1 Asnam
Aliíoirsboru, Genf, 11. október. AP.
ÓTTAST er, að allt að 20
þúsund manns hafi beðið bana í
jarðskjálftanum mikla í Alsír i
gær. Ekki liggja neinar áreiðan-
legar tölur fyrir, en að sögn
hjálparstofnana er talan ein-
hvers staðar á bilinu 5 til 20
þúsund. „Guð einn veit hvenær
tölur liggja fyrir, það gæti orðið
eftir margar vikur,“ sagði tals-
maður Rauða kross-félaganna i
Genf.
Borgin E1 Asnam er í rúst —
75% bygginga hrundu í jarð-
skjálftanum. Talið er að 250
þúsund manns hafi á einn eða
annan hátt orðið fyrir barðinu á
jarðskálftanum, sem mældist 7,5
íraksher sækir að
olíubænum Abadan
Beirút, 11. október. AP.
IIERSVEITIR og skriðdrekar ír-
aka sóttu yfir fljótið Karun með
stuðningi herflugvéla i dag til
þess að gera lokaárásina á olíu-
bæinn Abadan að sögn íraka.
í tilkynningu írösku herstjórn-
arinnar sagði, að eftir sóknina
yíir fljótið yrði borgin umkringd
Friðarverðlaun
til Carringtons?
Ósló, 11. október. AP.
NORSKA Nóbelsnefndin hefur
endaniega ákveðið að veita
friðarverðlaun i ár að sögn
formanns nefndarinnar. Jakob
Sverdrup, í dag. Tillögur hafa
komið fram um 57 einstaklinga
og 14 stofnanir.
Sverdrup sagði, að Carrington
lávarður, utanríkisráðherra
Breta, og Robert Mugabe, for-
sætisráðherra Zimbabwe, væru
meðal þeirra sem helzt kæmu til
greina. Nokkur norsk blöð hafa
hermt, að þeir muni fá verð-
launin í sameiningu.
og allur austurbakki Shatt EI
Arab tekinn herskildi.
Þar með er lítil von til þess að
lýst verði yfir vopnahléi á víg-
stöðvunum eins og Kurt Wald-
heim, framkvæmdastjóri SÞ,
hvatti til í gærkvöldi, svo að unnt
yrði að bjarga erlendum skipum,
sem hafa lokazt inni.
írakar lýstu því áður yfir, að
þeir hefðu slitið stjórnmálasam-
bandi við Sýrland, Líbýu og
Norður-Kóreu og lokað sendiráð-
um þeirra, þar sem þessi lönd
hefðu sent írönum hergögn loft-
leiðis.
Hussein Jórdaníukonungur kom
í dag í óvænta heimsókn til Jidda,
þar sem hann ræðir ástandið við
Khaled Saudi-Arabíukonung. í
fylgd með honum voru Mudar
Badran forsætisráðherra og yfir-
maður hersins.
Abolhassan Bani-Sadr íransfor-
seti ítrekaði í dag andstöðu gegn
vopnahléi, sagði að íranir mundu
berjast unz endanlegum sigri yrði
náð og varaði við því, að íranir
mundu hefna sín á öllum löndum,
sem hjálpuðu írökum.
íranir gerðu nýjar loftárásir á
írak í dag og fjórir óbreyttir
borgarar féllu og 12 særðust.
stig á Richter. Hjálparstarf er
þegar hafið og aðstoð var strax í
dag farin að berast frá Sviss,
Frakklandi og Túnis auk þess að
alsírski herinn vann að björgun-
arstarfi í E1 Asnam og nágrenni.
Eyðileggingin í E1 Asnam er
gífurleg. Jarðskjálftinn var 10
sinnum öflugri en sá, sem lagði
borgina í rúst 1954. Þá fórust
tæplega tvö þúsund manns.
Borgin var byggð upp eftir þann
skjálfta en sú endurbygging er
nú rústir einar. Jarðskjálftinn
átti sér stað kl. 13.30 að staðar-
tíma. Þremur klukkustundum
síðar kom annar öflugur jarð-
skjálfti, 6,2 stig á Richter. Um
kvöldið kom sá þriðji en hann
var ekki eins öflugur. Jarð-
skjálftans varð vart í Frakklandi
og á Spáni.
Skelfing greip um sig í Al-
geirsborg og Oran, en þar urðu
skemmdir litlar. Sjúkrahús borg-
arinnar er nú rústir einar, svo og
helsta moska staðarins, verslan-
ir, bæjarskrifstofur, menntaskóli
auk ýmissa annarra helstu bygg-
inga. Þeirra á meðal nýtt háhýsi,
Chelif-hótelið, sem var mikið
sótt af útlendingum. Ekki hafa
þó enn borist fréttir af láti
útlendinga.
Fréttamaður alsírska útvarps-
ins var í E1 Asnam og skýrði frá
björgunarstarfi. Neyðaróp slas-
aðs fólks í rústunum óma um
allt,“ sagði fréttamaðurinn.
Björgunarsveitir unnu að því að
bjarga fólki, sem hafði orðið
undir byggingum. Eyðileggingin
var meSt í miðborg E1 Asnam.
Þar búa um 125 þúsund manns.
Mannskaðar urðu einnig í nálæg-
um þorpum, en skjálftinn var þó
öflugastur í E1 Asnam.
„Ilann notaði mig - þess
vegna myrti ég börnin“
JohnHton. Pennsylvaníu. 11. október. AP.
KONA nokkur, sem lést í sept-
ember síðastliðnum. skýrði frá
því í bréfi, sem hún lét eftir sig,
að hún hefði myrt fimm hvítvoð-
unga sína fyrir 50 árum. Lík
barnanna fundust uppi á háalofti
i húsi hennar i kofforti. Konan.
Stella Williamson, sem var 76 ára
þegar hún lést, sagðist hafa fyrir-
farið börnunum fimm vegna þess
að faðir þeirra hafi einungis
notað hana.
„Hann vildi mig aldrei — notaði
mig aðeins sem leikfang og ég var
nytsamur heimskingi. Hvernig ég
komst upp með þetta hefur verið
mér ráðgáta, en ég vil ekki að
öðrum verði kennt um. Hann
notaði mig — þess vegna myrti ég
börnin," skrifaði Stella.
Leigjandi í húsi hennar fann
bréfið. Lögreglan fór þegar að
rannsaka málið og fann beina-
grindur fimm ungbarna upp á
háalofti í kofforti. Þrjú barnanna
voru vafin inn í dagblöð frá
árunum 1925 til 1933. Þau voru
úrskurðuð myrt, en hins vegar
tókst ekki að fá slíkan úrskurð um
hin tvö þar sem svo langt er liðið
frá verknaðinum, en engin ástæða
er til að efast um sannleiksgildi
bréfsins.
Tvö barnanna voru þriggja til
sex mánaða gömul þegar þau voru
myrt, tvö létust þegar við fæðingu,
eða skömmu eftir, og eitt þeirra
var ársgamalt þegar það lést.
Stella Williamson nefndi föður
barnanna. Hins vegar vildu yfir-
völd í Johnston ekki skýra frá
nafni hans. Aðeins að hann væri
gamall maður og heilsulítill, og að
ekki hefði tekist að fá neinar
upplýsingar að gagni frá honum.
„Ég hef lifað góðu lífi síðan. Guð
er minn dómari, en ég bið ykkur að
fyrirgefa mér ef þið getið," skrifaði
gamla konan.