Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
Barna- og fjölskyldnsíðan
Litla armenska stúlkan
eftir Trolli Neutski Wulf
Litla Hajanusch flýði þeKar faðir hennar var
látinn og Tyrkir réðust á litla þorpið þeirra. Með
hróður sínum, Aran, tókst henni að feia sík i fjósi
einu. En hrátt varð Aran rekinn i burtu <>k
húsfreyjan ætlaði að notfæra sér litlu stúlkuna.
Dag nokkurn tókst Hajanusch að flýja, en þegar
hún kom heim til sín, var allt autt og tómt. Hún
fann hvorki mömmu sína eða bróður. Einhverjir
sögðu henni, að mamma hennar hefði að líkindum
flúið til næsta bæjar, þar sem kristniboðarnir
höfð'u tekið að sér flóttafólkið.
Nú stoð Hajanusch ein og yfirgefin í þessari
vondu veröld, en Jesús hafði ekki gleymt henni, og
hann kom því til vegar, að henni var hjálpað af
góðu fólki til þess að komast á armenska
barnaheimilið.
Loksins var hún örugg, og hjá góðu fólki, og
hefði veri glöð og ánægð, ef hún hefði ekki saknað
mömmu sinnar og bróður.
Dag nokkurn kom fleira flóttafólk til kristni-
boðsstöðvarinnar. Það var allt saman látið fara
inn í kirkjuna. Þegar Hajanusch heyrði það, þaut
hún út í kirkju, til þess að gá að því, hvort hún sæi
ekki mömmu sína og bróður meðal fólksins þar.
Og þar kom hún auga á mömmu sína, og hljóp
Síðari hluti
fagnandi í fangið á henni. En hver var það, sem
stóð fyrir aftan hana? Jú, það var reyndar Aran!
Guð hafði á undursamlegan hátt látið þau öll
hittast aftur.
Það var allt gert, sem í mannlegu valdi stendur
til þess að hjúkra þeim og hlynna að þeim, en því
miður hafði hjartað í henni Hajanusch ekki þolað
áreynsluna, sem það hafði orðið fyrir, og þegar
læknir rannsakaði hana, komst hann að raun um,
að hún myndi ekki eiga langt eftir ólifað. Henni
var hjúkrað af nákvæmni, og allt gert fyrir hana
sem hægt var. Hún var mjög þolinmóð og góð.
Einu sinni komu nokkrir ókunnugir menn á
sjúkrahúsið, sem ekki þekktu Hajanusch og þeir
spurðu hana, hvort hún þekkti Jesúm. Hún brosti
fallega og sagði:
— Még þykir vænt um Jesúm, og bráðum á ég að
fá að sjá hann.
Nokkrum dögum seinna rétti hún út hendurnar,
eins og hún ætlaði að grípa til einhvers. Það var
áreiðanlega Jesú, sem hún sá, því einmitt þá kom
hann til þess að sækja hana, svo að hún gæti alltaf
verið hjá honum.
Hlið himinsins opnuðust fyrir henni af því að
hún hafði trúað á Jesúm og elskað hann og hafði
heldur viljað þola illt en afneita honum.
Naglamyndir
Þær geta orðið ótrúlega falleg-
ar og skemmtilegar, að ekki sé
talað um hvað er skemmtilegt að
búa þær til. í tjaldferðinni —
eða bara heima í garði, jafnvel
inni á rigningardegi — hvar sem
er er hægt að dunda við að gera
slíka mynd. Allt sem þarf er
lítill hamar, tréplata (krossviður
— eða bara lítill afgangur af
fjöl) og naglar, helst margs
konar nagla.
Litlar hendur, stórar hendur,
klaufskar hendur eða fimar —
allar geta þær gert listaverk á
þennan einfalda hátt.
FELUMYND
Lárus á bráðum afmæli og hann langar til þess að fá alls kyns
leikföng í afmælisgjöf. Ef þú skoðar vel þessa mynd finnur þú í henni
það sem Lárus óskar sér.
Fingraleikur fyrir yngstu börnin
Þessi leikur gæti verið dægrastytting í bílnum,
þegar barnið er orðið þreytt og leitt — og á
svipaðan hátt má búa til hreyfingar við bæði
stuttar sögur og barnasöngva — aðeins með
dálítilli hugkvæmni.
1. Ég á fallegt epli, sem mamma gaf mér.
2. Inni i því er kjarnahús.
3. Og þar eiga tíu lítil fræ heima.
4. í hverju herbergi í húsinu eru tvö fræ.
5. Þau sofa þar og láta sig dreyma um sól og
birtu og vor.
m tmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmm^mmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmm
LEIKIÐ ÞETTA T.D. ÞANNIG:
1. Myndið hnött með höndunum þannig að
fingurgómar komi saman.
2. Þumalfingur nemi saman, hinir fingurnir
beygðir.
3. Allir fingur réttir upp.
4. Tveir fingur sýndir.
5. Lófar lagðir saman og stundið undir kinn,
höfði hallað.
Heimilislínan
fyrir unga fólkið
Handunnin matar- og kaffiaatt,
áaamt ýmsum nytjahlutum
úr karamik og atainlair.
Furuhúsgögnin
vakjs mikla athygli
og þsö sö vsrölsikum.
HAGSTÆÐ
GREIÐSLUKJÖR
(0
ÚP
UuroJ
GLIT
HÖFÐABAKKA9
SIMI 85411
REYKJAVIK
Framlegðaútreikn-
ingur í frystihúsum
Stjórnunarfélag íslands efnir til
námskeiðs um Framlegðarút-
reikning í frystihúsum dagana
16. og 17. október frá kl.
09—17 hvorn dag.
Kynnt veröa hugtök um fram-
legðarútreikninga og þátttak-
endur þjálfaðir í notkun þeirra.
Farið er yfir raunhæf dæmi um
framlegðarútreikninga í frysti-
húsi.
Námskeiðið er einkum ætlaö
verkstjórum og framkvæmdastjórum í fyrstihúsum.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins, sími
LáMMincndi:
Már Svoinbjörnaaon,
rokotrartfloknifresö-
ingur.
82930.
ASUÓRNUNARFÉLAG ÍSIANDS
SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930
BMW
gϚingurinn
er ekki eins dýr og þú heldur
Verðin eru skv. gengi 7/10 ’80:
BMW 316 kr. 9.880.000
BMW318A kr. 10.795.000
BMW320 kr. 11.210.000
BMW 518 kr. 10.870.000
Nú er tækifæri að gera góð kaup með því að greiða nú kr.
3.500.000 getið þér tryggt yður bíl á föstu verði.
Aðeins örfáum bílum óráðstafað!
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633
AKUREYRi: BJARNHÉÐINN GÍSLASON SÍMI 96-22499