Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
utför
MARÍÖNNU HALLGRÍMSDÓTTUR,
Skógum.
Jón Kristinsson,
Hsnsína Kolbrún, Kristinn,
Guórún Halla, Sigríóur Ósk,
tengdabórn og barnabörn,
t
Viö þökkum innilega þá samúö og vinsemd, sem okkur var sýnd viö
fráfall og útför mannsins míns og fööur okkar,
SIGURÐAR BJARNASONAR,
bifreiðastjóra,
frá Brautarholti í Garði.
Sérstakar þakkir faerum viö kvenfélaginu Gefn í Garöi fyrir veitta
aöstoö. Ingveldur Karlsdóttir og dætur.
t
Hjartans þakkir færum viö öllum vinum okkar og velunnurum fyrir
auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar
og móöur okkar,
SVEINBORGAR HAFLIOADÓTTUR,
Aóalstrætí 19, Bolungarvík.
Elías H. Guömundsson og börn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför
VIGDÍSAR HANSDÓTTUR,
Hjaróarholtí 11, Selfossi.
áöur húsmóóur aó Kambi í Flóa.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Sjúkrahúss Selfoss, fyrir
frábæra umönnun á undanförnum árum.
Ingimar Ámundason,
Sigmundur Amundason, Þuríóur Ingólfsdóttir,
Guórún Ámundadóttir, Sigurjón Þorbergsson,
Brynjólfur Ámundason, Erla Eyþórsdóttir,
og barnabörn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og
jaröarför JÓNS S. BJÓRNSSONAR
frá Laufási.
Agnes Oddgeirsdóttir,
Magnús Jónsson, Sigríöur I. Jónsdóttir,
Guörún Svavarsdóttir, Garóar Karlsson,
Vilborg Björnsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem auösýndu okkur
vináttu og samúö viö andlát og útför
SIGFRID SIGFÚSDÓTTUR,
Brávallagötu 24.
Dagfinnur Einarsson,
Birgir J. Dagfinnsson, Hildigunnur Hlíóor,
Hlíf Anna Dagfinnsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson,
og barnabörn.
t
Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og jaröarför
BENEDIKTS EINARSSONAR,
válsmíóameistara,
Hverfisgötu 38, Hafnarfiröi.
Hrefna Árnadóttir,
Siguróur Benediktsson, Guömundur Benediktsson,
Guóbjörg Benediktsdóttir, Knud Malling,
Einar Benediktsson, Lovísa Aöalsteinsdóttir,
Ragnar Benediktsson, Guörún Árnadóttir,
Guömundur Þór Benediktsson, Klara Arnbjörnsdóttir,
+ Innllegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jaröarför fööur okkar, tengdafööur. afa og langafa.
ELÍSAR R. GUDJÓNSSONAR,
Garöabraut 13, Akranasi.
Ómar Elísson, Ingibjörg Þorleifsdóttir,
Guðrún M. Elísdóttir, Sverrir Jónsson,
Vilborg Elísdóttir, Sigurbjörn Sigurjónsson,
Pótur Elísson, Guðríöur Jónsdóttir,
Vilhalmína Elísdóttir, Jón B. Sigurösson,
Ingvar Elísson, Birna Óskarsdóttir,
Guðbjörg Elísdóttir, Jón Jónsson,
barnabðrn og barnabarnaborn.
Ragnheiður Bjarna-
dóttir — Minning
Fædd 11. júlí 1928.
Dáin 4. október 1980.
Hún Didda vinkona mín er dáin.
Það þyrmdi yfir mig, er ég
svaraði í símann laugardaginn 4.
október, er dóttir hennar sagði
mér andlát móður sinnar.
Þótt Didda hefði oft átt við
vanheilsu að stríða, þá kom andlát
hennar mjög óvænt og eins og oft
vill verða, þá stöndum við ráð-
þrota gagnvart dauðanum, jafnvel
þótt við getum alltaf átt hans von.
Við höfðum nýlega talast við í
síma og ég ætlaði að heimsækja
hana bráðlega, en sú ferð var
aldrei farin.
Ragnheiður var fædd og uppalin
í Hafnarfirði, hún var yngsta barn
þeirra Sigurborgar Eggertsdóttur
og Bjarna Sigurðssonar skósmiðs,
sem flestir eldri Hafnfirðingar
kannast við.
Ég var þá að flytjast í Hafnar-
fjörð, öllum ókunnug og mér var
það ómetanlegt að kynnast slíkri
konu og eignast vináttu hennar.
Barnung hafði hún gifst Finn-
boga Ólafssyni frá Kjóastöðum í
Biskupstungum og áttu þau orðið
þrjú börn. Það er kapítuli út af
fyrir sig, hvernig þeim hjónunum
tókst að byggja einbýlishús þótt
börnunum fjölgaði.
Finnbogi var mikill dugnaðar
maður og ekki spillti hagsýni
húsfreyju fyrir, ég dáðist oft að
því, hve henni tókst að láta bæði
börn sín og heimili líta snyrtilega
út og sjálf var hún ein af þeim,
sem manni fannst alltaf fín jafn-
vel í morgunkjólnum.
Diddu var gefin bæði hög hönd
og næmt fegurðarskyn og þar sem
slíkt fer saman er ekki að sökum
að spyrja. Hún saumaði oft föt á
börn sín upp úr notuðum flíkum
og þau litu út eins og dýrustu
búðarföt.
Didda og Finnbogi eignuðust
sex börn, þau eru: Sigríður búsett
í Reykjavík, Aðalheiður búsett á
Akranesi, Ólafur Bjarni búsettur í
Reykjavík, Auður búsett á Akra-
nesi, Rósa búsett í Reykjavík og
Eggert, sem var ennþá heima hjá
móður sinni.
Allt er breytingum háð, þau
hjónin slitu samvistum og Didda
flutti til Reykjavíkur, þar'giftist
hún öðru sinni, Hákoni Kristó-
ferssyni vélstjóra, þeirra sambúð
varð stutt, hann lést úr krabba-
meini eftir fjögur ár. Didda og
Hákon eignuðust tvö börn, þau
eru: Bjarni búsettur í Reykjavík
og Hulda, sem enn er heima.
Það gefur auga leið, að Didda
sat ekki auðum höndum um æfina
og oft var þröngt í búi meðan
börnin voru ung, einnig átti hún
oft við veikindi að stríða, en aldrei
kvartaði hún mikið, hún vann það
sem til féll og allt fór henni vel úr
hendi. Börn Diddu áttu hana
alltaf sem sannan vin og félaga og
ekki síður þau tvö, sem dvöldu um
árabil hjá föður sínum, hennar
stóra hjarta rúmaði alltaf nóga
hlýju handa öllum, ekki síst
barnabörnunum, sem eru orðin
fjórtán að tölu.
Didda átti trúnað barna sinna
og vinir þeirra voru alltaf vel-
komnir á hennar heimili og hún
gat farið á skemmtistaði með
þeim og var þá eins og ein úr
þeirra hópi.
Það væri óskandi að sem flestir
foreldrar væru sama sinnis. Þá
væri máske minna um þetta svo-
nefnda unglingavandamál. Þótt
ferðir strjáluðust milli heimila
okkar Diddu eftir því sem fjöl-
skyldur okkar stækkuöu, þá hélst
vinátta okkar óbreytt. Síðasti
fundur okkar var í sumar, en þá
fór ég í heimsókn til hennar í
raðhús sem hún keypti í vor og
hentaði henni mjög vel, því nú
voru aðeins tvö börnin eftir
heima. Heimili Diddu var að
vanda framúrskarandi smekklegt,
hún var mikil hannyrðakona og
hef ég oft undrast það hvernig
hún, með sitt margmenna heimili
og alla sína miklu útivinnu gat
komist yfir að sauma út allar þær
myndir sem prýða bæði hennar
eigin og einnig heimili barna
hennar, fyrir utan alla aðra
handavinnu hennar. Ég hef æði
oft leitt hugann að þessu og mér
hefir fundist það næstum ofur-
mannlegt. Ég veit að Didda hefði
allra síst óskað eftir neinu oflofi,
en ég get samt ekki stillt mig um
+
Við þökkum af alhug samúö, vináttu, blóm og stórhöföinglegar
gjafir í minnlngar- og líknarsjóöi viö fráfall og jaröarför móöur
okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR EINARSDOTTUR,
Skarói, Landmannahreppi.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem auösýndu okkur
vináttu og samúö viö andlát og útför,
ÁSTRÁÐS JÓNSSONAR,
fv. verkstjóra.
Guðríöur Ástráösdóttir, Gísli Jónsson,
Lilja Magnúsdóttír, Guömundur Ástráösson,
Elísabet Jóhannsdóttir, Friöjón Ástráösson,
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og
samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóö-
ur, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR GUDLEIFSDÓTTUR,
Holtsgötu 8, Hafnarfiröi.
Kristmundur Georgsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
að láta sannleikann koma í ljós.
Didda var mjög trúuð kona og
ræddum við oft þau mál. Hún
taldi sig hafa fulla vissu fyrir
framhaldslífi, gegnum alla hennar
erfiðleika og heilsubrest hjálpaði
það henni mikið.
Síðustu árin leið hún mikið bæði
vegna gigtveiki og augnaveiki,
sem ekki fékkst bót á þrátt fyrir
ítrekaðar spítalalegur og rann-
sóknir.
Ég veit að Didda hefði viljað
þakka börnum sínum og öðrum
þeim sem stóðu henni næst fyrir
alla þeirra alúð og hjálpsemi, sjálf
vil ég þakka henni vináttu og
tryggð við mig öll þessi þrjátíu ár,
alltaf fór ég glaðari og hressari af
hennar fundi, því henni var gefinn
sá alltof sjaldgæfi eiginleiki að
geta sett sig í annarra spor og
hugsa meira um aðra en sjálfa sig.
Að lokum þakka ég Ragnheiði
samfylgdina og trygga vináttu.
Ég votta börnum hennar,
tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum sem voru henni nákomnir
samúð mína. Sérstaka samúðar-
kveðju vil ég senda háaldraðri
móður hennar sem dvelst á Hrafn-
istu.
Ragna S. Gunnarsdóttir.
Fædd 11. júlí 1928
Dáin 4. október 1980
Tengdamóðir okkar Ragnheiður
Bjarnadóttir, Ásgarði 117 Rvík,
lést í Landspítalanum laugardag-
inn 4. okt. sl.
Hún var fædd í Hafnarfirði 11.7
1928 og var því rúmlega 52 ára er
hún lést. Hún var dóttir hjónanna
Bjarna skósmiðs Sigurðssonar í
Hafnarfirði og konu hans Sigur-
borgar Eggertsdóttur, en Bjarni
lést er Ragnheiður var kornung en
Sigurborg lifir dóttur sina í hárri
elli að Hrafnistu í Reykjavík.
Ragnheiður gifti sig árið 1945
Finnboga Ólafssyni nú vkm. hjá
Miðfelli hf., en þau skildu. Þeim'
varð sex barna auðið. Nokkru
síðar giftist hún Hákoni Kristóf-
erssyni sjómanni og varð þeim
tveggja barna auðið. Hákon lést
25. desember 1965.
Síðustu æviárunum eyddi Ragn-.
heiður með Óskari Jósefssyni
verkamanni og annaðist hann
hana af stakri umhyggju og alúð
og tók börn hennar átta sem sín
eigin.
Ragnheiður var þeim góðu kost-
um gædd að vera alltaf létt í lund,
jafnvel þegar erfið veikindi hrjáðu
hana sem mest. Alltaf gat hún
lagað leiða lund og alltaf var hún
reiðubúin að bera smyrsl á sárin
jafnt líkamleg sem andleg. Ragn-
heiði þekktum við best með út-
rétta hjálparhendi, boðna og búna
að rétta hjálparhendi hvar og
hvenær sem er, og alla þá aðstoð
sem hún framast gæti. Ragnheið-
ur var barngóð mjög og naut sín
best innan um börn. Barnabörn
hennar eru nú orðin 14.
Við minnumst þess þegar við
fyrst vorum kynnt fyrir Ragn-
heiði, að hún tók feimni okkar og
eyddi henni með nokkrum glaðleg-
um og hlýlegum orðum. Fram-
koma hennar var teprulaus og
sagði hún hiklaust það sem henni
bjó í brjósti og kom ávallt til
dyranna eins og hún var klædd í
orðsins fyllstu merkingu. Best leið
henni er börn hennar komu með
maka og barnabörn í heimsókn og
oftast var hún hrókur alls fagnað-
ar þrátt fyrir miklar þrautir og
kvalir undanfarin ár. En nú er
lausnin komin, þó allir hefðu
óskað, að hún mætti njóta langlíf-
is.
Okkur er tungu okkar tregt að
hræra. Þegar höfundur tilverunn-
ar kallar, þá gerir hann svo
sannarlega ekki boð á undan sér.
Stórt skarð er höggvið í stóra
fjölskyldu. Ragnheiði virtum við
öll, dáðum og elskuðum. Söknuður
okkar er mikill. Nú, þegar hún
hefur flutzt á æðra tilverustig og
hvílir í örmum Hans, sem við öll
eigum eftir að hvíla í, hugsum við
til Ragnheiðar með söknuði og
trega. Söknuði, sem aldrei verður
bættur og trega, sem lengi verður
að gróa. En trúin, bænin og
samstaðan mun veita okkur sálar-
legan styrk við brottför hennar.
Hvíli hún í Guðs friði.
Tengdabörn