Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
41
Ending heimilistækja minnkar
NIÐURSTÖÐUR könnunar á veg-
um norrænnar emhættismanna-
nefndar um neytendamál ligKja nú
fyrir. en i henni voru á Islandi
sendir út á vegum Kvenfélagasam-
bandsins spurningaiistar tii 3000
heimila, þar sem spurt var um
kaup, notkun og endurnýjun elda-
véla og þvottavéla. En ástæðan var
að margir hafa haidið því fram að
þær vörur, sem við kaupum. endist
okkur i æ styttri tíma, að gæði
varanna hafi versnað smám saman.
Voru á Norðurlöndum sendar út
spurningar um þvottavélar ryksug-
ur og eldavélar. en af fjárhags-
legum ástæðum var hætt við að
fjalla um ryksugur hér. Svör bárust
frá 13.500 heimilum á Norðurlönd-
unum öllum.
Þar kom m.a. fram að sjálfvirku
þvottavélarnar virðast ekki vera eins
endingargóðar og gömlu þvottavél-
arnar. Enda eru þetta flóknari tæki
og mikið reynir á þau þegar þeyti-
vindunin fer fram. Kom fram að
ekkert var því til fyrirstöðu að
gömlu vélarnar gætu enst í 20—30
ár. En það kom jafnframt fram að
þvottavélar, sem endurnýjaðar voru
á árunum 1975—1977/ 1978 hafa að
mestu verið endurnýjaðar vegna
bilana. Jafnvel kom fyrir að þvotta-
vélar voru endurnýjaðar af þeim
sökum eftir þriggja ára notkun. í
Danmörku og á Islandi bila þvotta-
vélar mikið. I Danmörku er lítið hirt
um að gera við þær, en Islendingar
leggja hins vegar mikið upp úr því að
gera við þvottavélar, og endast þær
því 45% lengur en í Danmörku.
Ryksugur hafa ekki breyst eins
mikið á síðari áratugum og þvotta-
vélar. En um 1960 tóku framleiðend-
ur að smáauka vélaraflið, láta í
rykpoka o.fl. Ending eða notkunar-
tími ryksuga hefur styst mikið hin
síðari ár. Breytingar á framleiðsl-
unni, sem í raun og veru voru ekki
stórvægilegar en voru auglýstar sem
mikil tæknileg framför, hafa valdið
því að notkunartími ryksuga er
sífellt að styttast, sérstaklega í
Svíþjóð.
Mismunandi ástaeður eru fyrir því
að menn hafa skipt um eldavél hjá
sér, í fæstum tilfellum af því hún sé
útslitin. Eldavélar geta enst öll
hjúskaparárin, en svo virðist sem
endingin sé aðeins 15—20 ár. Elda-
vélaframleiðendur hafa á undan-
förnum árum smám saman breytt
framleiðslunni, sett á þær hraðsuðu-
plötur, látið glóðarrist í bakaraofn-
inn, úr og klukkurofa fylgja eldavél-
inni og eru sífellt að breyta útlitinu
á vélunum. Þar með finnst mönnum
að eldri gerðir eldavéla séu gamal-
dags og það flýtir fyrir því, að þær
séu endurnýjaðar.
Þetta kemur allt fram í skýrslu
um niðurstöður. I nefndinni eiga
sæti af hálfu íslands Björgvin Guð-
mundsson, skrifstofustjóri, dr. Jónas
Bjarnason og Sigríður Haraldsdótt-
ir. Gerir hún ýtarlegri grein fyrir
rannsókninni á ráðstefnu um neyt-
endamál hjá Bandalagi kvenna í
Reykjavík 11. október.
Espigerði
Til sölu glæsileg 5 herb. íbúö í háhýsi viö Espigeröi.
íbúöin er meö vönduðum innréttingum og sér
þvottahúsi. Stæöi í bílhýsi getur fylgt. Laus strax.
Uppl. í síma 83324 í dag og næstu kvöld.
Akranes
Til sölu m.a.:
2ja herb. íbúö við Deildartún. Sér inngangur og
hiti.
3ja herb. rúmgóö risíbúö viö Sandabraut.
4ra herb. sér hæð viö Hjarðarholt.
Einbýlishús ásamt innbyggðum bílskúr viö
Brekkubraut. Hallgrímur Hallgrímsson,
lögg. fasteignasali,
Deildartúni 3,
sími 93-1940.
Látiö fagmanninn annast innréttingarnar.
Nýjar innréttingar í sýningarsal okkar aö Nýbýlavegi 4, Kóp.
Komum heim, teiknum og gefum ráöleggingar yöur aö
kostnaöarlausu. Hagstæöir greiösluskilmálar.
Opiö laugardag 13—17, sunnudag 13—18.
íslenskar innréttingar inn á íslensk heimili.
- -
,i rmmSmí't
WmmBm
Aralöng reynsla i framleiöslu
tlSjg
'ýv-i
*
m
RYOBI480 D
---------^
TIL SÖLU
Lítið notuð
offset prentvél
St: 48 x 36 cm.
PRENTSMIÐJAN
r-nriTi
SIMI 66416
Barnaúlpur
Stærðir: 104—176.
Litir: blátt, drapp, vínrautt.
Verð 22.900.- 24.900.-
Skíðagallar
Stærðir: 104—176
Litir: svart, blátt.
Verö: 24.900.- 29.900 -
Póstsími 30980.
HAGKAUP
I- og loft-
klæðningar
8 viöartegundir. Verö frá kr. 3.250-
pr. m2 meö söluskatti.