Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 27 Áttræðis- afmæli ÁTTRÆÐUR er í dag, 12. okt., Sigurður Jónsson fyrrverandi brú- arsmiður á Sólbakka Borgarfirði eystra. Sigurður stofnaði nýbýlið Sól- bakka 1938 og hefur búið þar síðan. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, fyrst í Loðmundarfirði en seinna á Borgarfirði, sat í hreppsnefnd og hefur enn með höndum starf byggingarfulltrúa Borgarfjarðar- hrepps. Framan af smíðaði hann hús og báta, með búskap. 1972 iauk hann störfum hjá Vegagerð ríkisins og hafði þá verið brúarsmiður í 27 ár samfleytt. Síðan hefur hann unnið við smærri smíði heima fyrir, þá aðallega á minjagripum renndum úr Hallormsstaðabirki. Sigurður hefur verið til lækn- inga á Landspítalanum en dvelst hjá skyldfólki í dag. S.E. ^'kuldahúfur... íslenskar, kínverskar og finnskar skinnkulda- húfur á börn og fullorðna. Af hverju ekki aó kaupa jólagjafirnar meðan úrvalið er mest og best? RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆTI 19 Bátar frá Hornafirði eru flestir komn- ir á heimamið Ilöfn. Hornafirdi. 10. október. IIINGAÐ til Hafnar bárust sam- tals 2.600 tunnur af síld. sem fékkst austan við Ingólfshöfða. 800 tunnur fara í söltun hjá Stemmu, 500 tunnur i frystingu hjá Fiskiðjuveri KASK og 12— 1300 tunnur í söltun hjá Fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar. Ileldur er farið að hýrna yfir mönnum hér eftir að síldin kom austur fyrir Höfða, en svo sann- arlega voru margir orðnir þung- ir á brúnina yfir síldarleysinu. Þrátt fyrir að síldin sé komin á þessar slóðir, er enn mikil síld í fjörðunum fyrir austan og þrír Hornafjarðarbátar eru enn á þeim miðum. Síldin, sem veiddist í nótt, er á austurleið og mætir hún vonandi síldinni, sem kemur suður með Austfjörðum, hér úti af Hornafirði. Einn heimabátanna fékk 5—600 tunnur af fallegri síld rétt austan við Höfðann, þrátt fyrir að hann legði ekki fyrr en undir morgun og var hann afla- hæstur þeirra báta, sem lönduðu hér. — Einar TIL HAMINGJU PER—INGI. Já, aö sjálfsögöu erum viö stoltir yfir sigri 'V0UV0343 í Evrópu Rally Cross, enda er hann eins og allir VOLVO bílar einstakur í sinni röö. í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI RALLY SPECIAL 1980 KL. 13.30 í DAG Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI. VIÐ SÝNUM VOLVO 343 og 345. VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.