Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 39 ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 Þórir Högni Bergsteinsson Fæddur 2. ágúst 1917. Dáinn 4. september 1980. „Ef dauóans on^ill dæmir menn úr leik. «K da«sins hlátrar yfiricefa sviðið morKum þykir skammt á leikinn HAiA «K lifsins tengsli hrutaKÍörn «k veik. En minninKarnar endast ævinleica «K yfirKnæfa þaö sem veldur treKa.“ (Höf. ókunnur) Ég sat lengi hljóð og klökk inni í stofunni minni, eftir að mér var sagt andlát frænda míns Þóris. Það hefði í rauninni ekki átt að koma mér mjög á óvart. Á annað ár hafði hann verið heltekinn af þeim sjúkdómi, er svipti hann starfsþreki langt fyrir aldur fram. Hann andaðist í Borgarspítalan- um eftir dagsdvöl þar. Þótt við vissum, að heilsa hans var mjög veil, er það ætíð svo, að andláts- fregn góðs vinar kemur alltaf of fljótt, við erum aldrei viðbúin. Biðjum um frest á því, er veldur trega. Ég tek mér penna í hönd, þótt ég sé ekki fær um að minnast Þóris eins og vert væri. En það leita á svo hugljúfar, minningar frá löngu liðnum samverustund- um á mínu æskuheimili, Laugar- vatni, en hjá okkur var Þórir mörg sumur, sem ungur drengur. Hann var svo góður og duglegur og mikil lífsgleði í öllu hans fasi að ógleymanlegt er. Það þætti ekki eftirsóknarvert núna að vinna sveitastörfin eins og þá var al- gengt fyrir rúmum fimmtíu árum. Heyjað að túnaslætti loknum á óræktuðu útengi fram undir rétt- ir. Þá var oftast farið að finna fyrir haustnæðingi og votviðrum, svo jafnvel hey voru bundin í votaband sem kallað var og flutt heim á tún, þar sem beðið var eftir þurrki. „Allt var hey í harðind- um.“ En þótt Þórir væri ungur að árum, tók hann virkan þátt í þessu öllu með okkur. Faðir minn hafði orð á, hve Þórir var fljótur að tileinka sér orfið frekar en hríf- una. Kom fljótt í ljós verklagni hans. Önnur störf, svo sem að sækja kýr og hesta og færa mat og kaffi á engjar, komu í hlut Dolla, eins og við kölluðum hann. Þá var Minning: Magnús Marinó Þorsteinsson Hinn 31. maí 1941 kvæntist Magnús eftirlifandi konu sinni, Ástu Eyjólfsdóttur, hinni indæl- ustu konu, sem búið hefur manni sínum yndislegt heimili. Þau bjuggu fyrst að Lokastíg 17 hér í borg, eða þar til þau byggðu sér myndarlegt hús að Grana- skjóli 30. Þangað var gott að koma á hið snyrtilega heimili þeirra hjóna, þar var vel s séð fyrir öllu. Þau bjuggu á hæðinni, en á jarðhæðinni hafði hann einnig látið innrétta íbúð og þar hafði hann einnig smáverkstæði og smíðaði þar margt eigulegra muna, sem margir nutu góðs af. Magnús var mikill heimilisfaðir og naut sín vel meðal fjölskyldu sinnar. I félagsmálum hefir Magnús eflaust starfað eitthvað, hann var ákaflega athugull og greinargóður maður. í Byrðingi, riti Sveinafélags skipasmiða sé ég að hann hefur verið þar endurskoðandi um ára- bil, Á sínum yngri árum stundaði Magnús talsvert skíðaíþróttina með KR og tók þátt í byggingu skíðaskála KR í Skálafelli. Þar sem Magnús fór var góður félagi, þess er gott að minnast. Systir hans Björg, eða Badda eins og hún er kölluð, minnist nú með þakklæti skíðaferðanna með Magga bróður sínum í Skálafellið og þær systurnar hugsa nú eflaust til æskuáranna, það er svo margt að þakka að leiðarlokum. Þau Ásta og Magnús eignuðust tvo ayni, þeir eru: Eyjólfur, vél- stjóri, kvæntur Önnu Lárusdóttur og eiga þau þrjú börn, það yngsta tveggja ára. Hinn sonurinn er Þorsteinn, stýrimaður, kvæntur Brynju Jóhannsdóttur. Það er ánægjulegt samband þarna á milli og oft komið í Granaskjólið. Þetta hefur vissulega verið Magn- úsi mikill styrkur í veikindum hans, enda hefur Magnús ávallt sýnt svo mikla umhyggju fjöl- skyldu sinni og venzlaliði. Það er því mikils að sakna að leiðarlokum, en líka mikið að þakka. Systurnar tvær, sem eftir lifa, og fjölskyldur þeirra senda honum líka hinstu kveðju með þökk fyrir allt og allt. Ásta, við sendum þér, börnum þínum, tengdadætrum og barna- börnum innilegustu samúðar- kveðjur. Jóakim Pálsson hann fyrirliði yngstu systranna og taldi í þær kjark, þegar stór kelda var framundan. En alltaf var gleðin yfirsterkari öllu erfiði. — „Þannig er æskan úr hófi kát, en hún sín gætir, þá mest á ríður." Frá því á æskudögum hefur Dolli frændi verið okkur kær og minnisstæður fyrir hugljúfa við- mótið, sem alla gladdi. Nú þegar hann er kvaddur hinstu kveðju, sakna ég þess sárlega að hafa ekki hitt hann á seinni árum, nema á förnum vegi eða innan um fjöldann, án næð- isstundar, allir að flýta sér. Þórir valdi sér lífsstarf, þar sem verk- lagni hans og listhneigð naut sín vel. Hann öðlaðist meistararétt- indi sem múrari 1938. Eftir það tók hann að sér verk, er kröfðust mikillar nákvæmni. Má hér nefna, að hann vann með finnska lista- manninum Lennart Segerstrole að uppsetningu Fresco-myndarinnar í kirkjunni í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd. Rómaði listamaðurinn mjög handbragð Þóris. Víða má sjá listahandbragð hans, t.d. í Skálholtskirkju. Þar var hann einnig talinn nauðsynlegur með listafólki við fegrun kirkjunnar. Þórir Högni var fæddur 2. ágúst 1917 í Reykjavík. Hann kvæntist 1942 Þuríði Sigmundsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn: Svövu, gifta Norman Éatough, Sigmund, kvæntan Minnie Eggertsdóttur og Örn, er dvelst enn í heimahúsum. Þórir eignaðist góðan lífsförunaut og góð börn. Foreldrar Þóris voru Ragnhild- ur Magnúsdóttir og Bergsteinn Jóhannesson, múrarameistari. Þórir var næstyngstur 6 systkina, en þau eru: Arnheiður, ekkja Páls Þorlákssonar, skipstjóra; Jón, múrarameistari, Jóhannes, múr- ari, Magnús, húsasmíðameistari og yngstur Gunnar, forstöðumað- ur Sjómælinga íslands. Öll eru þessi systkini drengskaparfólk og hafa eignast góða maka. Segja má að heimili okkar hafi verið ná- tengd, bæði af frændsemi og kærri vináttu. Foreldrar Þóris voru frábær hjón að allri gerð, annáluð fyrir gestrisni og sýndu öllum alúð og virðingu, háum sem lágum. Við áttum hjá þeim annað heimili, ef svo mætti segja, því foreldrar mínir og við öll systkin- in áttum þar vísan gististað, ef við vorum á ferð í Reykjavík. Ragnhildur var föðursystir mín. Hún var einstök frænka. Bjó um næturgestina í stássstofunni og færði morgunkaffið í rúmið, ekki að tala um annað. Til að gleðja okkur unglingana úr sveitinni, hafði hún sótt í bakari skrautlegar sætakökur með kaffinu. Ekki taldi hún eftir sér að fara með okkur í búðir eða vera til halds og trausts, ef leita þurfti til læknis. Brynjólfur, föðurbróðir minn, hélt einnig til hjá Ragnhildi og Bergsteini, og er mér sögð sú saga, að eitt sinn, er hann var á ferð í borginni, hitti hann tvo menn utan af landi, er voru að leita sér að gistingu. „Komið þið til hennar Ragnhildar systur minnar, hún lofar öllum að vera." Þetta voru orð að sönnu, því alla tíð síðan áttu þessir menn vísan gististað á þessu góða heimili. Bæði voru hjónin samhent í að hjálpa og gleðja, þar sem þess var þörf og stórtæk í gjöfum. Þessi elskulegu hjón létust bæði fyrir aldur fram. Ragnhildur, lést á annan jóladag 1935, 57 ára að aldri, en Bergsteinn 5 árum síðar. Ekki get ég hugsað mér betri vináttu milli heimila en foreldra okkar Þóris frænda míns. Það var hátíð að fá fjölskylduna úr Reykjavík í heimsókn, hvort held- ur einn eða fleiri voru á ferð. “ Boðið í brúðkaup systkinanna á Laugarvatni eða bara að njóta góða veðursins og fegurðarinnar á hásumardegi í sveitinni. Það voru ætíð miklir fagnaðarfundir á hvoru heimilinu sem var og hús- rýmið virtist óendanlega stórt. Mér hefur verið tíðrætt um gestrisni foreldra Þórir, en ég held, að hið hógværa fas hans hafi mótast af því andrúmslofti, sem ríkti á heimili foreldra hans. — Gefa eitthvað af sjálfum sér en vera ekki með háværar kröfur til lífsþæginda eða herbergja út af fyrir sig, eins og nú þykir svo nauðsynlegt. Ekkert sjálfsagðara en að ganga úr rúmi fyrir nætur- gesti. Þórir hafði óskað eftir, að um sig væri ekki mikið rætt á hinstu kveðjustund hér í heimi. Það var honum líkt. Þess vegna eru hér frekar rifjaðar löngu liðnar sam- verustundir, er bera upplagi hans vitni og kostum í fari hans, er entust honum ævilangt. Nú er fölnað lauf að falla á jörð. Það minnir okkur á, að eitt sinn skal hver deyja. Ég bið Guð að gefa konu hans og fjölskyldu styrk og gæfu á komandi tímum. Lára Böðvarsdóttir frá Laugarvatni. Fæddur 14. febrúar 1910 Dáinn 2. október 1980 Mánudaginn 13. október fer fram í Fossvogskapellu útför Magnúsar Þorsteinssonar, sem lést að Landspítalanum að kvöldi þann 2. október. Magnús var búinn að vera heilsulítill undanfarið, en veikindi sín bar hann með ein- stöku jafnaðargeði. Magnús var fæddur í Reykjavík, sonur Bjargar Magnúsdóttur frá Ánanaustum og Þorsteins Tóm- assonar skipasmiðs sem lengi bjuggu í Mjóstræti 4 hér í borg. Þorsteinn var ættaður frá Skipa- gerði í Vestur-Landeyjum. Börn þeirra Bjargar og Þor- steins voru þrjú og var Magnús þeirra elztur. Næst í röðinni þeirra systkina er Aðalheiður, og Björg þeirra yngst. 1921, þá 11 ára gamall, fluttist Magnús til Mjóafjarðar með for- eldrum sínum, þar sem Þorsteinn faðir hans stundaði smíðar, aðal- lega skipasmíðar og hafði skipa- eftirlit. Þá byggði hann sér hús í Mjóafirði sem stendur enn. 1924 fluttist fjölskyldan svo til Seyðis- fjarðar, þar sem Þorsteinn stund- aði sömu vinnu. 1930 fluttust þau svo til Reykjavíkur aftur og byrj- ar Þorsteinn þá að vinna í Lands- smiðjunni. Þetta var nú á kreppuárunum og ekki svo gott að fá vinnu þá. Magnús leggur nú í það að taka bílpróf og síðar meirapróf og fær nú vinnu sem vörubílstjóri við höfnina. Síðar fer Magnús að' vinna í Landsmiðjunni og lýkur þaðan námi sem skipasmiður og vinnur áfram í Landssmiðjunni lengi eftir það. Síðast vann Magnús sem smiður hjá höfninni. LUXUSLAUSN í ORKUKREPPU Þetta er hinn dæmalausi DODGE OMNI 80 - litli lúxusbillinn frá Chrysler-verksmiðjunum í Ameriku, sem farið hefuf sigurför um löndin öll á undanförnum misserum. , í bílnum er t.d. 4 cyl. vél, öttulega neyslugrönn, auk þess sjálfskipting og lúxusfrágangur i hólf og golf. Við eigum eftir fáeina Omni 2dr. og I 4dr. '80, á ótrúlega hagstæðu verði, þrátt fyrir gengissig og verðbólgu. Ekki geyma þangað til á morgun sem hægt er að gera i dag - kaupa eina lúxuslausn i orkukreppu, DODGE OMNI. Vökull hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.