Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 7 Umsjón: Gísli Jónsson 69. þáttur Oft er gott það er gamlir kveða, segir á fornum bók- um. Sannast það enn, þegar litið er í bréfasafnið, og hér er þá sönnunargagnið. Jón Helgason í Hafnarfirði skrifar mér svo: „Góðan dag, Gísli Jónsson. Ávallt hef ég lesið þætti þína „íslenskt mál“ í Morg- unblaðinu og stundum lang- að til að leggja þar „orð í belg“. Mér finnst, að orðið fall í eignarfalli ætti ekki að ber- ast fram á þann veg sem gert er. Það heyrist ekki síst, þá verkföll eru á dagskrá. Þá er talað um verk- falsrétt, -fals- menn, -falsverði. Og hvernig er ekki með börnin hans Halls. Þau eru bara sögð halsbörn, eins og raunar öll börn eru. í eftirfarandi Ijóðlínum finnst mér að í rímorðunum ætti að heyrast ellin bæði: Ék hraðaði ferð til hans Ilalls. mitf hungraði til hans skyrdalls. Drífa sig marKÍr til danspalls, dratfast þar oft til marií-s hralls. Ferleií er beiskja fiskKails, furðu þungt áslaK tréhnalls. Berist til óklcyfs herKsstalIs bolvaldur þráláts verkfalls. Svo er orðið fallegt alltaf borið fram sem væri það með þremur ellum. Um það, eða út af því, er þessi visa: Mörg er blóma fylking frið, falIeK eftir sumartið, en að hausti fallleK fljótt fyrstu eftir hélunótt. Þetta lætur nægja og þér biður heilla hálfníræður karl.“ Þannig var þetta skemmti- lega og elskulega bréf Jóns Helgasonar. Ég þakka hon- um kærlega fyrir og öllu öðru góðu fólki sem leggur á sig að skrifa mér. Ég fæ aldrei vond bréf. Skemmtilegur er leikur Jóns í Hafnarfirði með orð- myndirnar fal-legur og fall- legur. Líklega er svo að skilja, að hið fyrra hafi verið notað um það sem menn vildu falast eftir, en fall og dauði bíður blómsins eftir fyrstu frostnóttina. Haraldur Guðnason í Vestmannaeyjum segir sér virðist að tískuorð og orða- tiltæki vaði uppi í „ríkara mæli“ en nokkru sinni fyrr. „Nú er flest að verða „í ríkum mæli“, svo að notuð séu hans óbreytt orð. Gott er þó meðan orðið mælir í þessu sambandi heldur kyni sínu. Oft hef ég séð það í hvorug- kyni. Eitthvað verður þá „í ríku mæli“. Haraldur hefur heyrt í útvarpinu dæmi þess, að menn kunni ekki að beygja orðið fé. Að sjálfsögðu verð- ur til þess að ætlast, að svo algengt orð sé ekki ranglega beygt í ríkisfjölmiðlum. Hinu er ekki að neita, að orðið fé er býsna sérstakt. Það er eina hvorugkynsorðið í íslensku, þeirra er hafa sterka beygingu, sem ekki endar á s i eignarfalli, er því í sama beygingarflokki og hönd og köttur (u-stofn). Þar af kemur hið sérkennilega eignarfall sem var fé-ar, srb. hand-ar og katt-ar. Orð- myndin féar breyttist síðar í fjár, eins og t.d. þegar sögnin að séa verður sjá. Þessi breyting er ekki fátíð og nefnist samdráttur. Eftir þessa breytingu er rétt að segja að ekki verði allar ferðir til fjár, hvorki fjárs né fés. En mikil vorkunn má það vera fólki að vilja hafa s í eignarfalli þessa orðs, svo sem er í öllum öðrum sterk- um hvorugkynsorðum. Mér er nær að halda að orðmynd- in fjár hefði alveg glatast og eignarfallið hefði með áhrifsbreytingu orðið fés, ef danska tökuorðið fés í merkingunni andlit (óvirðu- leg merking) hefði ekki fyrir guðs miskunn komið í veg fyrir þessa breytingu með tilveru sinni. Haraldur Guðnason hefur margt að segja um ofnotkun forsetningarinnar yfir. Áður en dæmi eru tekin af því þykir ekki úr vegi að minna á hvernig forsetningin handa fer nú ómaklega í felur vegna ofnotkunar fyrir. í auglýs- ingum er löngum sagt að allir skapaðir hlutir séu fyrir þennan eða hinn eða jafnvel fyrir alla, en ekki handa öllum. Meðal dæma þeirra, sem Haraldur telur, eru tvö úr útvarpinu, þar sem talað var um að taka eitthvað yfir í merkingunni að ná valdi á því. Ennfremur segir hann orðrétt: „I tímaritinu Fólki stóð þessi fyrirsögn 9. sept.: „Smábílarnir taka yfir í Bandaríkjunum.““ Við þetta er engu að bæta nema því, að „yfirgangurinn" er þá orðinn sýnu meiri en góðu hófi gegnir. Dömu vattúlpur Stæröir: 36—44 Litir: Drapp, grænt, blátt. svart. Verö: 34.900 kr. onnon rudidinil ovauv. HAGKAUP MYNDAMÓT HF. PRENTMYNOAGERÐ AÐALSTRETI • - SÍMAR: 17152-17355 Tilbúið undir tréverk Var aö fá í einkasölu nokkrar af hinum eftirsóttu íbúðum við Orrahóla í Breiðholti III: Eins herbergis íbúð. (Aöeins 1 til á 8. hæö). 2ja herbergja íbúð. (Aöeins 1 til á 8. hæö). 3ja herbergja íbúöir. (Mjög stórar). íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, sameign inni fullgerð, húsiö frágengið að utan og lóðin frágengin að mestu. íbúöirnar afhendast strax. Beöiö eftir húsnæðismálastjórnarláni, 3,6 milljónir. Lyfta komin. Teikning til sýnis á skrifstofunni. Stórar svalir yfirleitt. Frábært útsýni. Upplýsingar á sunnudag í síma 34231. Árni Stefánsson, hrl. Suöurgötu 4. Sími 14314. i **&****<? i * 4 3 3 i V 260 fermetra lúxusíbúð Til sölu er lúxusíbúð á 3. hæð viö Borgartún. íbúðin er m.a. stofur um 65 fm., stór skáli m. arni, boröstofa, 3 svefnherb., eldhús, 2 baðherb., þvottahús, geymslur o.fl. Allur frágangur í sér- flokki. Getur einnig hentaö sem skrifstofuhúsnæöi. II Upplýsingar gefa Eignamarkaðurinn Austurstr. 6, s. 26933 og Jón Magnússon hdl. og Sigurður Sigurjónsson hdl. Garðastræti 16, s. 29411. #J Pólýfónkórinn Nú veröur sungiö á Sögu! Kveðjuhóf til heiöurs hinni stórkostlegu söngkonu Maestra Eugenia Ratti í Súlnasal Hótel Sögu, sunnud. 12. okt. Húsið opnað kl. 19.00. Kvöldverður hefst kl. 20.00. Menu: Creme au Chouxfleur Gigot d’agneau roti Bavarois au Rhum Skemmtiatriöi: Pólýfónkórinn ásamt 12 einsöngvurum og Maestra Ratti syngja. Dans: Hljómsveit hússins leikur. Ath.: Vegna boröpantana: Sími yfirþjóns 20221. Vegna ósóttra miöapantana: Sími 72037 og 13745 Pólýfónkórinn. Vatnsþéttur krossviður Mótakrossviöur Combi-birkikrossviöur Meranti-haröviöar krossviður Rifflaöur oregonpinekrossviöur Mjög hagstætt verð. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 Til leigu í miðbænum Húseignin Hafnarstræti 7/Tryggvagata 26, sem nú er í byggingu, er til leigu. í húsinu fullbyggðu veröur eftirtaliö húsnæöi: Kjailari: 719m2, bifreiöageymsla o.fl. 1. hæö: 638m2, verzlanir eöa þjónusta. 2. -4. hæd: 6x260m2, skrifstofur eöa þjón- usta. Húsnæöinu má skipta á ýmsa vegu. Nánari upplýsingar veitir Steindór Haarde, verkfræðingur, Verkfræðistofan Vægi, Túngötu 6. S. 29199 (e. hád.). Heimasími 19999. betta hús, sem er á eftirsóttum stað í Reykjavík, er til sölu. Grunnflötur hússins er 100 fermetrar, þannig að eignin öll er ca. 320 fermetrar. Neðsta hæöin hentar vel hvort heldur er til iðnaðar, verzlunar eða íbúðarhúsnæðis. Nánari upplýs- ingar í síma 32956 og 31257.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.